Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987 49 Baldur Bjarnason magister - Minning Á vordögum árið 1936 útskrifað- ist 19 manna stúdentshópur frá Menntaskólanum á Akureyri. Það var glaður hópur sem kvaddi skól- ann eftir langt og strangt nám. í þessum hópi voru 18 karlar en að- eins ein stúlka enda munum við hafa rætt um það í okkar hóp að viðværum ekki kvensterkir. Óþekkt lífsleið lá framundan og óra^ð framtíð. Enginn vissi hvert leiðin myndi liggja eða hvert lán eða gæfu framtíðin myndi bera í skauti sínu. Ár og dagar eru liðnir síðan. ÖU reyndum við að svara kalli lífsins á þann hátt er við bestan vissum. En á liðnum tíma hefur kvistast mjög úr hópnum og nú stöndum við að- eins átta ofar foldu. Sá sem síðastur kvaddi var Baldur Bjarnason, mag- ister, betur þekktur í okkar hópi sem Sögu-Baldur. Mér var falið, f.h. okkar bekkjarsystkinanna, að minnast hans nokkrum orðum við þessi þáttaskil. Ég kann fátt eitt að greina frá æsku- og uppvaxtar- árum hans. Samkvæmt kennaratalinu var Baldur fæddur í Jónsnesi í Helga- fellssveit þann 31. mars árið 1914. Foreldrar hans voru Bjarni Guð- mundsson, bóndi í Jónsnesi Bjarna- sonar en móðir Baldurs var Sólveig Albertsdóttir Finnbogasonar skip- stjóra í Garði og Skriðulandi í Möðruvallaklausturssókn í Eyja- firði. En þeir bræður, Albert, faðir Sólveigar og Valves afi minn, voru báðir hákarlaskipstjórar við Eyja- fjörð og fórust báðir í hafi með skipum sínum og allri áhöfn. Af því er nokkur saga, þó hún verði ekki sögð hér. Þrátt fyrir þessa frændsemi okk- ar er ég mjög ókunnugur ævisögu og uppvexti Baldurs. Eins og áður er fram komið var hann fæddur í Jónsnesi og ég hygg að hann hafi lengstum verið með Sólveigu móður sinni. Ég kann ekki að nafhgreina systkini hans svo öruggt sé og vænti þess að einhver annar, sem betur þekkir til, geri nánari grein fyrir lífshlaupi hans. Það mun hafa verið um haustið 1935 að einn kynlegur kvistur bætt- ist í hópinn í sjötta bekk. Ég man ekki annað en honum væri vel tek- ið. Þó átti hann ofurlítið bágt með að falla inn í hópinn. Og stundum hafði maður það á tilfinningunni að honum þætti ekki mikið tii sumra félaganna koma. Allt gekk þetta þó vel og við útskrifuðumst öll um vorið 1936 eins og áður sagði. Það kom brátt í ljós að Baldur stóð okkur öllum miklu framar í einni námsgreininni, en það var saga, enda hlaut hann snemma við- urnefnið sem ég gat um áður. Fjórðungsþing Vestfirðinga: Vilja stjórn- sýslumiðstöðv- ar á Vestfirði FJÓRÐUNGSÞING Vestfirðinga 1987 var haldið á ísafirði dagana 4. og 5. september. Þingið álýkt- aði að stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga og stjórnendur Byggðastofnunar athugi mögu- leika á að koma upp stjórnsýslu- miðstöðvum í Vestfjarðakjör- dæmi. í þeirri athugun sé gert ráð fyrir að allar helstu þjónustustofhanir ríkisins, og ef hagkvæmt þykir, sveitarfélaganna lfka, sameinist um slíkt verkefhi, enda verði sýnt fram á að þjónustu þeirra verði ekki bet- ur sinnt á fullnægjandi hátt með öðru móti. Þingið lítur svo á að ekki sé for- gangsmál að reisa nýtt hús yfir slíka starfsemi ef fáanlegt er hús- rými, til kaups eða leigu, er uppfyllir tilskildar kröfur um opinberar byggingar. Á þessari stundu væri hægt að rifja margt upp frá samverustund- unum í MA. En það gæti orðið allt of langt mál. En ein minningin er mér ofarlega í huga, en það er frá ritgerð í íslensku á stúdentsprófinu. Við fengum nokkur verkefni til að velja um. Sumir settust voða spek- ingslegir til borðs, rugguðu sér í stólunum sem var þó alveg bannað, en hver lætur banna sér slíkt á stúd- entsprófi? En Baldur ruggaði sér hvorki eða reri á stólnum. Hann tók blöðin sín og blýant og hóf skriftirn- ar af fjálgleik miklum og ég held að ég megi fullyrða að hann leit aldrei upp allan tímann, enda var hann að skrifa um hugleikið sögu- efni. Ég man nú ekki hvort við höfðum fjórar eða sex klukkustund- ir til verksins en þegar allir voru famir út úr stofunni sat Baldur enn og skrifaði. Þegar prófdómari og kennari tóku ritgerðina, strauk Baldur sér um ennið og sagði: „Æ, ég yar rétt búinn með innganginn." Ég hefi ekki aðstöðu til að skrifa hér um lífshlaup Baldurs. Öllum er kunnug dvöl hans í Osló á stríðsár- unum og skrifaði hann bók um hana. Það er hvort tveggja að mér er ekki svo kunn lífssaga hans að ég geti rakið hana, en vel má vera að einhverjir aðrir geri það. Hann var að vissu leyti, að því er virtist, ofurlítið utangarðs við lífið, því að langa stund dvaldist hann á sjúkra- húsi. Og hann var á vissan hátt einfari. Ég get ekkert sagt um viðhorf Baldurs til þess sem nú er fram komið. Ég þekkti það ekkert. Það er langt síðan ég sá hann síðast. En í hópi okkar bekkjarsystkinanna átti hann góða félaga svo sem dr. Kristján Eldjárn, forseta, og Bjarna Vilhjálmsson, þjóðskjalavörð, sem alltaf héldu tryggðum við hann. Þeir hugsuðu vel um hann, bæði í orði og verki. Og þótt þeir séu nú báðir horfnir af sjónarsviðinu á undan okkur trúi ég því að hugur þeirra og góðvild lifi áfram og við bekkjarsystkinin biðjum Baldur, um leið og við kveðjum hann, að bera þeim og félögum okkar öðrum, sem á undan eru farnir, bestu kveðjur. Við óskum Baldri fararheilla. Stefán Snævarr KOBU GUTRA HEFUR MEIRI GUÁA EN HEFÐBUNDIN INNIMÁUMING GLIIRA '^tuá. *,a STaN. TOÉ< MALM ° ^uiLfUO^ *^* '"ALNING, VATNSÞYNNANLEG. HAU*" Nýja Kópal innimálningln, KÓPAL GUTRA, hefur serlega fallega og sterka áferð. KÓPAL GUTRA glansar hæfilega mikið til að þu getir notið þess að sjá samspil Ijóss og skugga glltra í umhverfínu. KÓPAL GLfTRA glansar mátulega og hentarþví velá óll herbergi hússins. Þegar þú notar KÓPAL GLITRU þarf hvorkl herðl né gljáefnl. Kópal Innlmálnlngln fæst nú í 4 gljástlgum; KÓPAL DYROTON með gljástlg 4, KÓPAL GUTRU með gljástlg 10, KÓPAL FLOS með gljástlg 30 og KÓPAL GEISLA með gljástlg 85. KÓPAL GUTRA innimálningin gerir málnlngarvlnnuna einfaldari og skemmtilegri. / málninglf .......—,—i_*^,i__
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.