Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987 Bókmenntahátíðin 1987 Óskrifuð saga lesin upp Békmenntlr Jóhann Hjálmarsson Hókmenntahátíðin 1987: Bók- menntadagskrá í Gamla bfói. Höfundar: Karl-Erik Bergman, Andre Bitov, Guðbergur Bergs- son, Alain Robbe-Grillet, Luise Rinser. Bókmenntadagskráin í Gamla bíói var að þessu sinni fjölbreytt svo að ekki sé meira sagt. Dag- skrána hóf Karl-Erik Bergman ffa Álandseyjum, skáld og sjómaður. Hann rær einn á báti sínum. Úti á hafinu koma ljóðin til hans, hann mótar þau í huga sínum og þegar heim er komið skrifar hann þau niður. Ljóð Karl-Eriks Bergman fjalla um hafið og ströndina og ekki síst ástina. Hann yrkir líka ádeiluljóð og kemst oft hnyttilega að orði, til dæmis um þá leið sem hann telur heppilegasta til afvopn- unar í heiminum. Bergman skrifar líka stutta prósaþætti sem líkjast ljóðunum. Hann segist vera stoltur af því að gagnrýnendur skrifuðu að verk hans væru andbókmennta- leg. Þessu er ekki Unnt að vera alveg sammála, en líklega hefur umsögnin átt að vera jákvæð. Luise Rinser frá Vestur-Þýska- landi er kona sárrar reynslu eins og svo margir af hennar kynslóð í Þýskalandi, hún er fædd 1911. Rinser las úr nýlegri skáldsögu sinni, Mirjam, sem byggir á frásögn Biblíunnar og er aðalpersónan María Magdalena. Hún túlkar efni Biblíunnar með sinum hætti, eink- um reynir hún að rétta hlut kvennanna sem að hennar mati stóðu jafnan með Kristi og mynd- uðu því fyrsta kristna söfnuðinn eftir krossfestinguna. Rinser er höfundur trúarlegrar stefnu, kaþ- ólsk og gagnrýnin. Umfjöllun hennar um Pál postula er til dæm- is nýstárleg og svo er um fleira í sögunni af Mirjam. f spjalli um sjálfa sig og tilgang verka sinna kom hún víða við, en maður sann- færðist um að iífsskoðun hennar er í anda þess sem stendur í Mirj- am: Aðeins sem maður getur Guð hjálpað manninum, til þess að hjálpa þarf hann að taka á sig mannsmynd. Alain Robbe-Grillet, einn helsti höfundur frönsku nýskáldsögunnar á sjötta áratugnum og síðar, flutti dálítinn inngang að þætti um hafið og ströndina, börn og fugla. Robbe-Grillet sagði að hér væri um Luise Rinser Guðbergur Bergsson, heiðurs- gesturinn sem kom ekki. tilraunatexta að ræða og einungis tilraunatexta. Ég vil ekki segja sögu með honum, hélt Robbe-Grill- et áfram, aðeins lýsa hreyfingu og kyrrstöðu. Það gerist ekkert í þess- um texta, en eitthvað er í þann mund að gerast. Ógnin er framund- an. Þannig talaði Robbe-Grillet og sagði einnig frá því hve hræddur hann hefði verið við hafið sem barn. Þessi Bretagnebúi sem óttaðist svo hafið að allar martraðir hans tengdust hafinu með einhverjum hætti las síðan ákaflega myndræn- an og lifandi texta og siðan var hann lesinn í íslenskri þýðingu. Framlag Robbe-Grillet til bók- menntahátíðarinnar telst með þvi eftirminnilegasta og verður minnsta kosti að fyrirgefa honum að geta ekki tjáð sig á íslensku. Annar merkur höfundur, Andre Bitov frá Sovétríkjunum, gladdi áheyrendur í Gamla bfói með smá- sögunni Hjarðljóð á tuttugustu öld. Þetta er saga um sögu, eða réttara sagt hugleiðing um óskrifaða sögu. í sögunni eru margar táknrænar merkingar og er m. a. leitað til Nóa og arkar hans. Þetta er fárán- leikasaga með táknum sem les- andinn fær einn að ráða. Boðskapurinn er þó eitthvað á Alain Robbe-Gríllet þessa leið: Það er betra að rækta marga litla æta tómata, en einn risastóran tómat sem breytist í minnismerki. Og (lok sögunnar eru lesendur hvattir til þess að grafa sig ekki niður. Andre Bitov sagði í inngangi að rússneskir rithöfund- ar hefðu unun af því að láta meina sér að skrifa. Þegar ástandið væri orðið þannig að unnt væri að skrifa það sem áður mátti ekki og fá það gefið út kæmi í ljós að handrit vantaði. Hér var Bitov að víkja að gömlu dæmi um höfundinn sem skrifar ekki nema hann sé í háska staddur, en erfitt er að trúa því að ekki séu til nógu mörg forvitni- leg handrit í Sovétríkjunum og ólíklegt að aukið frjálsræði hafi ekki góð áhrif á bókmenntirnar. Smásaga Bitovs var óvenju litrík og skemmtileg án þess að vera skrifuð sem skemmtisaga eða gæla við lesendur sem orðnir eru þreytt- ir á raunverulegum bókmenntum. En nú kom að því að heiðurs- gestinn frá íslandi, Guðberg Bergsson, vantaði. Þrátt fyrir leit fannst hann ekki í salnum. Hann var þó skráður á dagskrá hátíðar- innar. Skýringin „forfallaður" virtist ekki nægja, en aðdáendur rithöfundarins héldu niðurlútir heim á leið. SIMAR 21150-21370 SOLUSTJ LARUS Þ VALOIMARS LOGM JOH ÞORÐARSOM HOL Til sölu og sýnls auk annarra elgna: Á úrvalsstað í Vesturborginni 3ja herb. suðurib. á 4. hæð við Reynimel. Ekkl stór en vel sklpulögö. Danfoss-kerfi. Sólsvalir. Skuldlaus. Ágaet sameign. Ákv. sala. í fremstu röð við Gullinbrú Stórt og glæsilegt raðhús í smíðum viö Funafold. Tvöf. bílsk. Allur frágangur fylgir utanhúss. íbúðarhæft næsta sumar. Byggjandi: Húni sf. Kynnið ykkur frágang og greiðsluskilmála. Hagkvæm greiðslukjör. í gamla góða Vesturbænum 4ra herb. stór ib. á 2. hæð 117,7 fm nettó. Stórar stofur. Sérhiti. Tvennar svalir. Góð sameign. Góð langtímalán um kr. 1,8 rnillj. fylgja. Laus um miöjan janúar nk. í gamla góða Austurbænum endurnýjað timburhús é rúmgóðri eignarlóð. Húsið er kj., hæð og ris, 57,6 x 3 fm nettó. Á haeö og í risi er góð 4ra-5 herb. ib., snyrting á báðum hæðum. Ágætur kj. til margs konar nota. Laust strax. Ákv. sala. Tilboð óskast. Borgin — Kópavogur — Nesið Góð 4ra-S herb. hæð með bílsk. óskast til kaups fyrir fjársterkan kaup- anda. Rétt eign verður borguð út. Skjólin — Fossvogur — Smáíbhverfi Til kaups óskast einbýlishús eða raðhús af meðal stærð. Skipti mögu- leg á um 100 fm glaesilegri íb. við Keilugranda með bílhýsi. Hlíðar — Norðurmýri — nágrenni Til kaups óskast 3ja-4ra herb. góð íb. Rétt eign verður bprguð út. 100-120 fm atvinnuhúsnæði óskast til kaups miðsvæðis í borginni fyrir þekktan arkitekt. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Margskonar eignaskipti möguleg. Opið í dag laugardag kl. 11.00 tilkl. 16.00 ALMENNA FASTEIGNASAL AH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 i ^^.^a^í w^z& VITASTÍG 13 260S0-26065 KRÍUHÓLAR. 2ja herb. góð íb., 50 fm. Laus. V. 2,1 millj. NJÁLSGATA. 3ja herb. íb., 80 fm á 1. hæö. Góð íb. V. 2,6 millj. BERGÞÖRUGATA. 3ja herb. íb., 55 fm. Sér hiti. V. 2 millj. AUSTURBERG. 4ra herb. góð íb. 110 fm auk bílsk. Suðursv. V. 4,3 millj. BOGAHLÍÐ. 4ra herb. íb., 120 fm, herb. í kj. Suðursv. V. 4950 þús. KLEPPSVEGUR. 4ra herb. ib. 110 fm á 3. hæð. Suðursv. V. 3850 þús. HRINGBRAUT. Parhús, 160 fm, bflskróttur, hornlóö. PARHÚS í SUDURHLÍÐUM. Parhús á tveimur hæðum, 206 fm auk 24 fm bílsk. Fallegar innr. Suðursv. V. 7,5 millj. SÍÐUMÚU. Til sölu góð skrifst- hæð, 300 fm á 2. hæö. Uppl. á skrifst. Skoðum og verömetum samdægurs Bergur Oliversson hdl., fMS Gunnar Gunnarsson, s. 77410, Valur J. Ólafsson, s. 73869. KYNÆÐII EFSTA SÆTI Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Jackie Collins: Hollywood Hus- bands Útg. Pocket Books 1986 Það væri verðugt rannsóknarefni að gera úttekt á metsölubókum á bandarískum sölulistum og reyna að komast að greindarlegri niður- stöðu um, hvaða skilyrði bók þarf að uppfylla til að ná sæti þar. Jackie Collins hefur augsýnilega formúl- una á hreinu, þessi bók Hollywood Husbands hefur verið þar í efsta sæti, eða rétt í grennd við það, svo aðskiptir vikum. I bókum Jackie Collins er kynofs- inn slíkur,- að ég nú ekki tali um kyngetuna- að flest venjulegt fólk getur ekki gert sér vonir um að upplifa slík ósköp. Kampavínið freyðir í rúminu og utan þess. Kon- ur eru glæsilegar, en oft fjarska vitlausar.Þær eiga ekkert betra skilið en vera misnotaðar, hvort sem er kynferðislega eða á annan hátt. Og líklega vilja þær líka láta mis- bjóða sér. Það bendir flest til að þær fái eitthvað út úr því. Sérstak- íega ef karlmaðurinn, sem traðkar á þeim er nógu vel af guði gerður á ákveðnum stað á líkamanum. Karlmennirnir í þessari bók hafa „meikað" það, hvort sem er í sam- bandi við kvenfólkið eða heims- frægðina. Þeir eru allir yfirmáta glæsilegir og kyntöfrana leggur af þeim langar Ieiðir. Yfirleitt mega þeir hvergi birtast, sérstaklega þó Jack stórstjarna, svo að konurnar verði ekki hálf sturlaðar af löngun til þeirra. Þessir menn hvort heldur er í Hollywood Husbands eða öðrum bókum Jackie Collins, sem ég hef af stakri einurð reynt að komast í gegnum, eru yfirleitt illa innrættir og þeir svífast einskis, þegar kampavín, konur og auður er ann- ars vegar. Og konur eru til þess skapaðar að þóknast þeim og þjóna. Sækjast eftir niðurlægingunni, eins og vikið var að. Persónurnar eru hér sem sagt jafn fráhrindandi, þrátt fyrir ytri búnað og að ógleymdum pótensin- um, og fyrri daginn. Jackie bryddar upp á því hér, sem ég hef ekki rekizt á áður í bókum hennar, að fara með nokkrar þeirra aftur til bernskunnar og rifja upp dálítið af hörmungum, sem þær gengu í gegnum. Þetta gæti bent til þess, að hún búist við því að á þann hátt sé hún jafnvel að glæða „persónurn- ar" lífi og skýra eitthvað af því rugli, sem þær lenda í síðar. En er hvorki sannfærandi né fróðlegt, og er raunar í samræmi við annað; til dæmis unga stúlkan, sem faðirinn UNMI HAMRAHLÍÐ Tónlist Jón Asgeirsson Tónleikar UNM í menntaskólan- um við Hamrahiíð hófust á fiðlu- verki eftir Ari Vakkilainen (finnskur) er nefnist Melos I. Sak- ari Oramo flutti verkið mjög vel. Annað verkið, strengjakvartett, er einnig eftir Finna, Jukka Koskinen og flutti The Avanti Quartet þetta afbragðsgóða verk. Sú ætlan tón- skáldsins að tefla saman leik með skýrum tónum og hljóðum í óákveð- inni tónhæð tókst mjög vel og með skemmtilegum hrynrænum tilþrif- um. Þriðja verkið var fyrir óbó og „delay" og nefnist In Between. Höfundurinn er norskur og heitir Nils Henrik Asheim. Verkið var fallega leikið af Lars Petter Berg. SIÐDEGISTON- LEIKAR UNM Tónleikarnir hófust á tveimur fantasíum fyrir píanódúett eftir Christinu Wagner Smitt (dönsk). Dúett þessi er eins konar sátt á milli eldri hefða í gerð píanótónlist- ar og ómstreytna þeirra er einkenna nútímatónlist. Nokkuð áberandi voru „ostinato"-vinnubrögð og eft- irlíkingar á gamaldags undirleiks- fígúrum. Trompettverk eftir Sten Melin (sænskur) byrjaði hressilega og var margt vel til fundið í samspili trompettsins og píanósins, sem þó gliðnaði út í hreina afskræmingu undir lokin, með ótrúlega fábrotn- um hljómklösum á lágsviði píanós- ins. Tvær bagatellur eftir Atla Ing- ólfsson voru næst á efnisskránni og lék Guðni Franzson á klarinett- ið. Það er eins og nútímatónskáld eigi allt annað erindi við tónlist en að skálda í tónana eitthvað sem kalla mætti list, en hafi f staðinn einsett sér að leysa einhver tón- fræðileg vandamál. Atli segir um bagatellurnar sínar. »Bygging þeirra er rúmfræðileg. I tónsvið hljóðfærisins eru makaðir hverfi- punktar, eða miðjur, sem formin snúast um. Aðferðina mætti kalla tónmiðjutækni." Allt um það þá bar þarna eitt og annað fyrir eyru sem Guðni lék með tilþrifum miklum. Síðasta verkið er eftir Asbjörn Schaathun (norskur) og nefnist það Physis. Samkvæmt skýringum í efnisskrá er um að ræða frá tón- skáldsins hálfu að gerð verksins sé „aðeins ný tilraun" frá hans hendi „til að afhjúpa samband fræðilegrar °yggingar og möguleg áhrif hennar á hugsanlegt yfirborð tónverks". Gerð verksins er eins konar for- skrift fyrir „improvisasjón" á magnað píanó, tölvustýrðan „harm- onizer" og „delay" sem í lokin endar á hljómklasaflóði. Slík tónverk sem þessi vekja upp söguna um „nýju fötin keisarans" en með þeirri breytingu að nú er keisarinn ekki allsnakinn, heldur kyrfilega klædd- ur f druslur og aliir fullir aðdáunar á því hve druslurnar séu „ferlega smart". Það sem eftir stendur þegar hlýtt er á slfka tónlist, sem hér var boðið upp á, er sú staðhæfing að tími til- raunanna sé fyrir löngu liðinn, því hér gat að heyra ótrúlega gamal- dags tónsmíðafyrirbæri er standa langt að baki þeim „strúktúr"til- raunum sem gerðar voru fyrir svo sem 30 árum. Það má vera rétt að Skandinavía sé menningarlegur út- kjálki og að það taki íbúana þar minnst hálfa öld að tileinka sér nýjungar og ef svo er, þá mega menn vel við una. - - t * _ •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.