Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987 AFVOPNUNARSAMKOMULAGIÐ í WASHINGTON Ronald Reagan Bandarikjaforseti ræðir við Eduard Shevardnadze (t.v.), utanríkisráðherra Sovétríkjanna, í Hvíta húsinu á fimmtudag. George Shultz (t.h.), utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fylgist grannt með. Viðræður Shultz og Shevardnadze á fimmtudag drógust á lang- inn og þegar ráðherrarnir komu út af fundi sínum höfðu þeir í höndum bráðabirgða samkomulag um upprætingu meðaldrægra og skammdrægra kjarnorkuflauga. í gær var skýrt frá efnisatriðum samkomulagsins. Vestræn rflá fagna sam- komulagí risaveldanna Skorað á risaveldin að snúa sér að langdrægum flaugum London, New York, Washington, Brtissel, AP og Reuter. RÍKI Vestur-Evrópu og Asíu fögnuðu í gær ákvörðun Sovét- manna og Bandaríkjamanna um að skrifa undir bráða- birgðasamkomulag um að eyða meðaldrægum og langdrægum kjarnorkuflaugum og voru risaveldin hvött til að takmarka kjarnorkuvígbúnað sinn frekar. „Framlag V-Þjóðverja mikilvægt Kristilegir demókratar, flokkur Helmuts Kohl, kanslara Vestur- Þýskalands, lýsti yfir því að í Evrópu væru vonir bundnar við að þetta samkomulag myndi greiða götu fyrir frekari samningum og leysa annan vanda varðandi tak- mörkun vígbúnaðar. Volker Rúhe, ráðgjafí Kohls og háttsettur emb- ættismaður í flokki kristilegra demókrata, sagði að risaveldin ættu nú að snúa sér að viðræðum um langdrægar flaugar, kjarnorkuvopn á vígvöllum, sem draga allt að 500 km. og hefðbundnum herafla. Hann bætti því við að yfírlýsing Kohls í ágúst um að stjórnin í Bonn væri reiðubúin til að eyða þeim 72 Pers- hing lA-flaugum, sem eru í eigu vestur-þýska flughersins, hefði ver- ið „mikilvægt framlag" til viðræðna Bandaríkjamanna og Sovétmanna. Carrington lávarður, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, sagði að samkomulag gæti gerbreytt stöðu öiyggismála í Evr- ópu og „ef til vill haft meiri breyt- ingar í för með sér en orðið hafa í heilan mannsaldur". Bæði Carring- ton lávarður og bandarískir herfor- ingjar hafa lýst yfír áhyggjum vegna þess að samkomulag gæti haft í för með sér að Atlantshafs- bandalaginu yrði aukin hætta búin af mætti Sovétmanna í hefðbundn- um vígbúnaði. Atlantshaf sbandalagið Talsmaður Atlantshafsbanda- lagsins sagði ánægjulegt að gert hefði verið samkomulag um megin- atriði afvopnunarsáttmála: „Við höfum um langt skeið reynt að ná samkomulagi og vonum að hér sé upphafíð að því að dregið verði úr vígbgúnaði án þess að öryggi verði skert," sagði talsmaðurinn. „Hvorir tveggja virðast hafa gert sér grein fyrir því að of mikið er i húfí,“ sagði evrópskur stjómarer- indreki í höfuðstöðvum Atlants- hafsbandalagsins í Brússel. „Þrætur ráðamanna í Washington og Moskvu um skilyrði fyrir sam- komulagi virðast nú vera til lykta leiddar og virðist vilja hvors tveggja ekki skorta." Belgar hætta við stýri- flaugar Wilfried Martens, forsætisráð- herra Belgíu, sagði að stjóm sín ætlaði að láta af áætlunum um að setja upp 32 bandarískar stýriflaug- ar til viðbótar um leið og samkomu- lagið hefði verið undirritað. Sagði hann að ekki yrði beðið eftir því að þing risaveldanna staðfestu það. Martens sagði við blaðamenn að þær sextán stýrflaugar, sem þegar hefur verið komið fyrir í Belgíu samkvæmt áætlun NATO, yrðu fjarlægðar samkvæmt fyrirhugaðri áætlun ríkja bandalagsins. Frakkar slá varnagla Stjómir kjamorkuveldanna Kína og Frakklands vildu ekkert láta hafa eftir sér um bráðabirgðasam- komulagið, sem George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Eduard Shevardnadze, utanrík- isráðherra Sovétrfkjanna, undirrit- uðu í Washington á fímmtudag. Aftur á móti rifjaði talsmaður frönsku stjómarinnar það upp að Jacques Chirac forsætisráðherra hefði í ávarpi hjá Sameinuðu þjóð- unum sagt að Frakkar myndu ekki sætta sig við samkomulag um kjar- orkuvopn, sem tæki til flauga Frakka, svo lengi sem risaveldin héldu yfirburðum sínum. Ætti þetta einnig við um bann við kjamorku- vopnatilraunum. Chirac sló vamagla í Bordeaux síðar í gær og sagði að þrátt fyrir samkomulag um meðaldrægar og langdrægar kjamorkuflaugar myndu Sovétmenn og Bandaríkja- menn áfram búa yfír stómm kjamorkuvopnabúrum. „Ég vil ekki að við látum blekkjast og halda að náðst hafi sögulegur áfangi í örygg- ismálum," sagði Chirac við þing- flokk gaulista. „Mestu máli skiptir að fækka þeim kjamorkuvopnum, sem öllum heiminum stafar ógn af.“ Hann sagði að í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum væru 24 þúsund kjamaoddar, en í Evrópu væru milli fímm og sex hundmð. Skoraði hann á risaveldin að takmarka langdræg- ar flaugar sínar og bætti við að Frakkar myndu halda fast við áætl- anir sínar um að efla og bæta kjamorkuvígbúnað sinn. Sir Geoffrey Howe, utanríkisráð- herra Bretland, sem einnig er kjamorkuveldi, sagði að samningur myndi draga úr hættu á því að til átaka komi milli austurs og vest- urs. í kjölfar hans ætti að sigla samkomulag um hefðbundin vopn í Evrópu. Howe sagði í sjónvarps- viðtali að yfirburðir Sovétmanna hvað varðar hefðbundin vopn í Evr- ópu væm talsverðir. „Eftir því sem nær dregur sam- komulagi um kjamorkuvopn eykst nauðsyn þess að einnig verði samið um hefðbundin vopn,“ sagði Howe. Hann vildi ekki segja á hve löngum tíma bandarískar stýriflaugar á Bretlandi yrðu fjarlægðar sam- kvæmt samkomulagi risaveldanna. Hann sagði að samkomulag um meðaldrægar og langdrægar flaug- ar risaveldanna myndi ekki breyta kjamorkuáætlun Breta. Breska stjómin ætlaði að koma fyrir Trid- ent-flaugum í stað úreltra Polaris- flauga á næsta áratug. „Fælingar- stefnan verður í fullu gildi í fyrirsjáanlegri framtíð," sagði Howe. Frá Tókíó barst sú yfirlýsing úr utanríkisráðuneytinu að Japanar væm vongóðir: „Við vonum að árangur náist og fylgjumst grannt með framgangi samninga," sagði í yfírlýsingunni. Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, sagði við sænska dagblaðið Aftonbladet að sam- komulagið í Washington væm „góðar fréttir“ og Uffe Elleman- Jensen kvað það vera sögulegt. Hollendingar lýstu yfir því að ánægjulegt væri að samkomulag hefði tekist með risaveldunum. Loka- þáttur samning- anna Washington, AP í STUTTU máli eru þetta þau atriði, sem samningamenn Bandaríkjanna og Sovétrikj- anna eiga eftir að koma orðum að og taka afstöðu til á lokastigum samningavið- ræðna sinna: Meðaldrægar eldflaugar Stefnt er að því að taka niður allar meðaldrægar lqamorku- eldflaugar og stýriflaugar í Evrópu og Sovétrfkjunum. Eft- irlitsmenn fæm á staðinn til að staðreyna að flaugamar hefðu verið fjarlægðar. Taka þarf lokaákvarðanir um framkvæmd eftirlitsins. Eftirlit Ronald Reagan hefur sagt, að tillögur Bandaríkjamanna hafí að geyma „ströngustu ákvæði um eftirlit í nokkm afvopnunar- samkomulagi sögunnar." Niðurstaða hefur ekki fengist um það, hvemig eftirlitinu skuli háttað. Þá á eftir að ganga frá því, hve hratt skuli gengið til verks við niðurrif eldflauganna. Bandaríkjamenn vilja, að Sovét- menn gangi hraðar til verks en þeir sjálfír, þar sem sovésku flaugamar séu tvisvar sinnum fleiri en hinar bandarísku. Bandaríkjamenn ætla að geyma 72 Iqamaodda í Pershing 1-A flaugar Vestur-Þjóðveija í vopnabúmm í Bandaríkjunum og halda þeim utan samkomu- lagsins. Bandaríkjamenn vilja að meðaldrægu flaugamar hverfí úr sögunni á þremur ámm en skammdrægar flaugar Sovétmanna á einu ári. Eyðing kjarnaodda Aðilar em sammála um að sprengjuhleðslur kjamaodd- anna verði fluttar til heima- landa sinna um leið og eldflaugamar em teknar í sund- ur. George Shultz segir, að farið verði að tillögu Helmuts Kohl, kanslara, að því er varðar Pers- hing 1A flaugar Vestur-Þjóð- veija. Flaugamar verði fjarlægðar og kjamaoddamir 72 verði í höndum Bandaríkja- manna utan samkomulagsins. Viktor P. Karpov, fyrirliði so- vésku samningamannanna, hefur gefíð til kynna, að Sovét- menn drægju til baka tilboð sitt um að eyðilegga 130 skamm- drægar eldflaugar, ef Band- atíkjamenn settu ekki kjamaoddana 72 undir sam- komulagið. Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna: „Sameiginlegur sig- ur alls mannkyns“ Washington, Reuter. „Samkomulagið er sameiginleg- ur sigur alls mannkyns, alls hins siðmenntaða heims,“ sagði Edu- ard Shevardnadze, utanrikisráð- herra Sovétríkjanna, á blaðamannaf undi í sovéska sendiráðinu í Washington. Var hann haldinn nokkrum mínútum eftir að Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti hafði skýrt frá fyrirhuguðum samningum stór- meðaldrægu eld- og nýjan leiðtoga- veldanna um flaugarnar fund. „Leiðin að markinu, þessu sam- komulagi, reyndist torfamari en nokkum óraði fyrir," sagði She- vardnadze. „Á þessum þremur dögfum bærðust ólíkar tilfínningar í bijósti okkar, stundum settist kvíðinn að en í annan tíma réð eftir- væntingin ríkjum. í fyrradag sagði ég við Shultz utanríkisráðherra, að nú væri tími til að koma uppsker- unni í hús og það gerðum við.“ Shevardnadze sagði að sfðustu, að „í fyrsta sinn í sögunni hefur náðst samkomulag um að uppræta tvær kjamorkuvopnategundir. Við höfum stigið fyrstu skrefín. Við og bandarískir viðsemjendur okkar treystum því, að samningurinn verði undirritaður fyrir áramót".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.