Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987
25
Náttúruvemdarfélag suðvesturlands:
Náttúruskoðunar-
ferð um suðurnes
Sunnudaginn 20. september
stendur Náttúruvemdarfélag
Suðumesja fyrir ökuferð til
kynningar á náttúru Suðumesja.
Farið verður frá Norræna húsinu
í Reykjavík kl. 9.00, frá Nátt-
úmgripasafninu, Hverfisgötu
116 (gegnt Lögreglustöðinni),
kl. 9.10, frá Sjóminjasafni ís-
lands í Hafnarfirði kl. 9.20 og
frá bamaskólanum í Vogum kl.
10.00. Áætlað er að koma aftur
til Reykjavíkur um kl. 19.00.
Stansað verður á nokkmm stöð-
um til náttúmskoðunar, að öðm
leyti fer fræðslan fram í bílnum.
Fargjald verður 600 kr., frítt
fyrir böm í fylgd með fullorðn-
um. Allir em velkomnir.
í þessari ferð gefst áhugafólki
einstakt tækifæri til að njóta
góðrar fræðslu um jarðfræði og
lífríki Suðumesja. Eldstöðvar
verða skoðaðar, farið verður í
Jarðhitasvæðið við Reykjanesvita.
fjöru, hugað verður að hvemig
gróðurinn býr sig undir veturinn
og litið verður eftir fuglum svo
eitthvað sé nefnt. Margt kemur
þátttakendum áreiðanlega á
óvart. Leiðsögumenn verða:
Haukur Jóhannesson jarðfræð-
ingur, Eyþór Einarsson grasa-
fræðingur og Erling Ólafsson
dýrafræðingur.
Sunnudaginn 11. október, -
mun Náttúmvemdarfélag Suð-
vesturlands fara mannvistar-
minja- og söguferð um sömu
slóðir og sunnudaginn 18. októ-
ber verður aftur farin ferð þar
sem fjallað verður um ýmis nátt-
úmvemdar- og umhverfísmál á
Suðumesjum. Lagt verður af
stað í báðar ferðimar kl. 9.00
frá Norræna húsinu.
(Frá NVSV)
Starfsemi
Norrænu lýð-
fræðistofn-
unarinnar
kynntá
Islandi
FREDRIK Christensen, rektor
Norrænu lýðfræðistofnunarinn-
ar í Kungalv í Svíþjóð, er nú
staddur hér á landi til þess að
kynna starfsemi stofnunarinnar.
Fredrik hefur meðal annars hitt
að máli þá aðila er annast fullorð-
insfræðslu á íslandi.
Norræna lýðfræðistofnunin er
miðstöð lýðfræðslu og fullorðins-
fræðslu á Norðurlöndum og hefur
það hlutverk að efla þessa fræðslu
og leita nýrra leiða. Áhersla er lögð
á að þátttakendur og fyrirlesarar á
námskeiðum stofnunarinnar komi
frá öllum Norðurlöndunum og í
ákveðnum tilfellum einnig frá öðr-
um löndum.
Lýðfræðistofnunin nýtir sama
húsnæði og Norræni lýðháskólinn
í Kungálv og er ein af þeim 40
stofnunum sem falla undir norrænu
menningarfjárlögin.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Fredrik að á annan tug íslendinga
hefðu tekið þátt í námskeiðum
stofnunarinnar aðallega þeim er
snertu uppeldisfræðslu. Með heim-
sókn sinni hér væri hann að kynna
íslendingum starfsemi stofnunar-
innar, m.a. hefði hann átt fund með
þeim er annast fullorðinsfræðslu
hér á landi. Auk þess að kynna
starfsemina væri hann að leita eftir
hugmyndum að námskeiðum sem
íslendingar kynnu að hafa sér-
stakan áhuga á að sækja. Ein-
hveijar hugmyndir hefðu komið
fram og mætti sem dæmi nefna að
áhugi virtist vera fyrir hendi að
haldið yrði námskeið er fjallaði al-
mennt um fullorðinsfræðslu og
hvað hún fæli í sér.
Fulltrúi íslands í stjóm Norrænu
lýðfræðistofnunarinnar er Reynir
G. Karlsson, deildarstjóri í mennta-
málaráðuneytinu, en varamaður
hans er Guðrún Halldórsdóttir,
skólastjóri.
Meðal þeirra námskeiða sem
haldin verða á vegum stofnunarinn-
ar í vetur má nefna að 12.-14.
október verður námskeið um þróun
uppeldisfræðslu, 2.-6. nóvember um
rannsóknir, fagurfræði, fullorðins-
fræðslu, 10.-11. nóvember um
lýðræði, meðábyrgð og vald, 15.-20.
nóvember um skáldskap og ritstörf
og 23.-37. nóvember verður haldið
námskeið um myndir sem kennslu-
tæki.
Höfóar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!
3. Fjárfesting í HP 3000 er fjárfest-
ing til frambúðar því stækkunar-
möguleikarnir eru gífurlegir. Pú
getur byrjað með tvo til þrjá skjái
og fjölgað þeim í fleiri hundruð en
þó nýtt áfram sama hugbúnað
og jaðartæki.
Hverjir eru stækkunarmöguleikar
tölvunnar þinnar? Parftu að fleygja
dýrmætum vél- og hugbúnaði efaðstæð-
ur þínar breytast?
4. Tengimöguleikar HP 3000 eru
einstakir. Sem dæmi má nefna
PC tölvur, allar tegundir prentara,
tímaskráningartæki, vigtar, tölvur
annarra framleiðenda og x.25
gagnanet Pósts og síma.
Ræður þín tölva við svo fjölbreytta
tengimöguleika?
5. Öllum HP 3000 tölvukerfum
fylgir rafhlaða (battery backup) sem
tryggir að upplýsingar í vinnslu-
minni detta ekki út við rafmagns-
truflanir.
Hvernig er þessu háttað á tölvunni
þinni? Parf að byrja frá grunni aftur?
6. Hewlett-Packard er í samstarfi
við flest stærstu hugbúnaðarfyrir-
tæki landsins sem bjóða mikið
úrval hugbúnaðar fyrir HP 3000
tölvur auk ráðgjafar. Par á meðal
eru Próun hf, Verk- og kerfisfræði-
stofan hf, Tölvuvinnsla og kerfis-
hönnun hf og Hughönnun sf.
Ertu ánægður með þann hugbúnað
sem þér stendur til boða fyrir þína
tölvu ?
7. Lágur viðhaldskostnaður og
mikið rekstraröryggi HP búnaðar-
ins eru löngu heimsþekkt. Einnig
býður Hewlett-Packard mjög hag-
kvæma kaupleigu.
Hver er rekstrarkostnaðurinn við
þitt tölvukerfi?
Að fengum öllum þessum
upplýsingum er valið þá nokkur
spurning?
Hewlett-Packard býðst nú til að
taka IBM SY/34-36 tölvukerfi upp í
við kaup á HP 3000 tölvusamstæðu.
Hafðu samband og tryggðu þér
góð skipti. Pú nýtur um leið góðs af
þekkingu og þjónustu fagfólks í
töl vuiðnaðinum.
HEWLETT
PACKARD
HEWLETT-PACKARD á íslandi.
- flókin tækni gerð einföld.
P.S. Erum einnig til viðræðu um
að taka aðrar fjölnotcndatölvur upp í
HP 3000.
Nú geta eigendur
IBM System/34-/36
kvatt fortíðina
með góðri samvisku!
-Þökk sé HP 3000 tölvusmstæðunni.
HP 3000 í stað gömlu tölvunnar, fyrir 1. nóvember
Við auðveldum þér næsta skref í tölvuvæðingu fyrirtækisins með því
að taka gamla tölvukerfið upp í við kaup á nýrri fullkominni HP 3Ö00
tölvusamstæðu.
Þetta tilboð stendur til 1. nóvember n.k.
Kveddu fortíðina og fáðu þér HP 3000
Á því leikur ekki vafi að um mjög hagstætt tilboð er að ræða, því HP
3000 er tölvubúnaður framtíðarinnar og stækkar með fyrirtækinu.
Próunin er ör og afar skiljanlegt að tölvukaupendur séu á báðum áttum.
Við bendum aðeins á eftirfarandi staðreyndir:
1. Gagnasafnskerfi HP 3000 er
mjög víðtækt og býður bæði upp
á net- og töflukerfi (Image og
HPSQL).
Með sérstökum fyrirspurnarmálum
hefur notandinn auk þess aðgang
að miklu magni upplýsinga án sér-
stakrar forritunar.
Er það hægt á þinni tölvu?
2. Með HP 3000 er hægt að fá
fjórðukynslóðar-málið Transact sem
stóreykur afkastagetu forritara og
sparar þannig dýrmætan tíma og
fjármagn. Að sjálfsögðu bjóðum
við einnig upp á Fortran, Cobal,
Pascal og RPG.
Bjóðast þér þessir möguleikar á
þinni tölvu?