Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987 Eina vopn Amnesty International er almenningsálitið -segir Malcolm Tigerschiold leiðbeinandi hjá AI. HÉR Á landi er staddur Sviinn Malcolm Tigerschiold frá al- þjóðaskrifstofu Amnesty Inter- national. Hann er hér á vegnm íslandsdeildar AI og leiðbeinir á námskeiðum sem íslands- deildin heldur nú um helgina, 19.-20. september og næstu helgi, 26.-27. september. Morg- unblaðið hitti hann að máli og spurði hann um námskeiðið og starfsemi alþjóðaskrifstofunn- ar. „A vegum skrifstofunnar starfa um 250 manns, og skiptist starf- semin aðallega í tvo hluta: annars vegar söfnun upplýsinga, til dæm- is um samviskufanga, og hins vegar það starf, sem snýr að deild- unum, skipulagningu baráttunnar og hjálp við að byggja upp nýjar deildir og að styðja við þær gömlu" segir hann. „Starf mitt er fólgið í því að styðja við starfsemi deilda AI í Evrópu. Ég er búinn að vera i AI í 18 ár og þekki því starfið mjög vel.“ Er hvað ætlar hann að kenna á námskeiðinu? „Eg kenni ekki, ég leiðbeini. Grunnurinn er starf sjálfboðaliða, og tilgangurinn er að hjálpa þeim að skilja betur starfið, svo það nýtist betur.“ Námskeiðið er bæði fyrir byij- endur og reynda. Byijendundum er kynnt hvað AI er og til þess eru notuð dæmi úr raunveruleik- anum. Því aðalatriðið í starfsem- inni eru fangamir og hvemig er hægt að leysa mál þeirra. Hinir reyndari eru látnir starfa málefni, nú beinist t.d. athygli okkar að S-Kóreu. Því eina vopn Amnesty er almenningsálitið. Morgunblaðið/Einar Falur Malcolm Tigerschiold, sem leiðbeinir á námskeiði Amnesty Int- ernational í Hlaðvarpanum um þessa og næstu helgi. Hlutverk AI er ekki aðeins að segja fólki hvað það á að gera, heldur að aðstoða fólk við að gera það sem það sjálft vill til hjálpar öðmm. Aðalatriðið er að hæfíleik- ar fólks njóti sín í starfínu, fólk þarf ekki að vera vel menntað til að vera með, það þarf aðeins að hafa ánægju af því að starfa í AI, sagði hann að lokum. 81! 'ii Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Unnið hefur verið að viðgerðum utanhúss á félagsheimiiinu Egiisbúð. Neskaupstaður: Endurbætur á Egilsbúð Neskaupstað. í SUMAR hefur verið unnið að viðgerðum utanhúss í félags- heimilinu Egilsbúð. Múrhúð hefur verið lagfærð og húsið klætt að utan með akryl-klæðn- ingu. Þá eru að hefjast endiír- bætur innanhúss á eldhúsi, anddyri og veitingasal. Áætlað er að hefja fljótlega fram- kvæmdir við viðbyggingu vestan núverandi veitingasalar og á þar að vera bar og setustofa. Þaðan verður gengið niður í nýjan veit- ingasal sem áformað er að verði einnig garðstofa. Sérinngangur verður í nýju viðbygginguna svo hægt verður að nota hana sem sjálf- stæðan veitingastað, innangengt verður þaðan í danssal. Gert er ráð fyrir að hraða verkinu sem mest svo rekstur í húsinu geti hafíst sem fyrst, en hann hefur legið niðri að mestu það sem af er árinu. Eigendafélag Egilsbúðar hefur nú að nýju tekið við húsinu, en undanfarin ár hefur rekstur þess verið á vegum bæjaryfírvalda og gengið fremur illa. — Ágúst. FISKIÐN, fagfélag fiskiðnaðar- ins, heldur fræðslufund í tengsl- um við sjávarútvegssýninguna sunnudaginn 20. september næstkomandi. Fundurinn verður í Holiday Inn við Sigtún og hefst klukkan 13.00. Fiskiðn hefur að megin markmiði að stuðla að umbótum á sviði fiskiðnaðar. Fræðslufundurinn verður settur klukkan 13.10. Dagskrá fundarins er annars á þessa leið: 13.10-13.40. Hraðlína fyrir flakaframleiðslu og tenging við Baader 180 P. Fyrirlesari Asgeir Ragnarsson SH. 14.00-14.30. Flæðilína fyrir flakaframleiðslu. Fyrirlesari Finn- bogi Alfreðsson Framleiðni. 14.50-15.20. Notkun einkatölva til að fylgjast með daglegri og viku- legri framlegð. Fyrirlesarar Hörður Jóhannsson Hraðfrystihúsi Kefla- víkur og Pétur Isleifsson Tanga Vopnafírði. 15.50-16.00. Notkun forrita við gerð framlegðarspár miðað við gefnar forsendur. Fyrirlesari Þor- steinn A. Pétursson SH. Umræður og fyrirspumir verða eftir hvert erindi. Þátttökugjald, með kaffíveitingum inniföldum, er 400 krónur. Allir sem áhuga kunna að hafa eru velkomnir á fundinn. Fréttatilkynning. Ráðstefna um Island í Cornell háskóla CORNELL háskólinn í Ithaca í Bandaríkjunum hélt ráðstefnu um ísland í síðustu viku. Meðal þeirra sem erindi fluttu á ráð- stefnunni voru Ingvi Ingvason sendiherra íslands í Banda- rikjunum og dr. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður, sem er gestur Fiske safnsins i Coraell um þessar mundir. Ráðstefnan stóð yfír í tvo daga. Hún hófst fimmtudaginn 10. sept- ember með erindi Ingva Ingvasonar sendiherra um ísland í nútímanum. Dr. Finnbogi Guðmundsson flutti næst erindi um hlutverk bókarinnar í íslensku þjóðfélagi. Um kvöldið voru sýndar kvikmyndir um ísland í Uris bókasafninu. Finnbogi flutti einnig erindi á föstudeginum og fjallaði það um verk Snorra Sturlusonar. Theodore Andersson prófessor við Stanford háskólanum fjallaði um túlkun ís- lendingasagna og Marianne Kal- inke prófessor við háskólanum í Illinois flutti erindi um tengsl ís- lands við meginland Evrópu á síðari hluta miðalda. Síðdegis hélt Peter Kahn prófess- or við Comell háskóla fyrirlestur um tvær íslenskar listakonur. Var fyrirlesturinn fluttur í tenglsum við sýningu sem nú stendur yfír í Jo- hnson listasafninu á verkum Nínu Tryggvadóttur og Louise Matthías- dóttur. Sýningunni lýkur 25. október nk. Á meðan á ráðstefnunni stóð var einnig sýning á íslenskum bók- menntum í Olin bókasafninu þar sem Fiske safnið er til húsa. Sýnd- ar voru annars vegar bækur frá 15. og 16. öld og hins vegar nýjar land- kynningabækur. Allar bækumar eru í eigu Fiske safnsins. Að sögn Finnboga Guðmunds- sonar var ráðstefnan vel sótt og aðstandendur hennar ánægðir með hvemig til tókst. Lionessur undirbúa sölu. Lionessur í Kópavogi selja „heimilispoka “ KONUR í Lionessuklúbbnum meðal annars plastpoka, upp- Ýr í Kópavogi ganga í hús í þvottabursta og fleira til heimilis- Kópavogi nú um helgina, laug- ins. ardag og sunnudag, og bjóða Allur ágóði af sölunni rennur „heimilispoka" tii sölu. til líknarmála. „Heimilispokamir" innihalda NEMENDURMODELMYNt 0G DANS-NÝJUNGAR JXfhending skírt&ina fer fram ídag kl.13-16 á Hverfisgötu 46. Skírteinaafhending fyrir Keflavík og Selfoss er sunnudaginn 20. sept. I Keflavík, Sólbaösstofan Sóley, frá kl. 12-15. Á Selfossi, Hótel Selfoss, frá kl. 17-20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.