Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987 TRYGGIÐ ORYGGI YKKAR ALLT FYRIR ÖRYGGIÐ Vn i U ; 1 Æ ■ Öryggisbelti, -blakkir, -hjálmar, -skór, -stígvél. Heyrnarhlífar, andlitshlífar, -grímur, -síur og hanskar. Viðurkenndur öryggis- og hlífðarbúnaður. Myndlistarrispa Myndlist Bragi Ásgeirsson Það er um margt glæsilegt hót- elið, sem risið er upp við Sigtún og hefur gjörbreytt götumyndinni. Er ég leit þar inn á dögunum til að skoða sýningu Péturs Friðriks vakti það athygli mína hve vegg- imir eru ríkulega prýddir málverk- um. Það eykur mjög á virðuleikann innan dyra en þó með nokkrum fyrirvara, sem ég vil vekja athygli á. I anddyrinu er mjög stílhreint málverk eftir Karl Kvaran og sóm- ir sér prýðisvel og einstaka ágætar myndir íslenzkra málara getur einnig að líta. En það sem verður mér að ásteytingarsteini er að á veggjunum er heilmikið af útlend- um málverkum, sem virðast vera af verksmiðjutegundinni — gervi- list, sem mögulegt er að kaupa eftir almennum verðlistum enda framleitt í ákveðnum tilgangi. Til eru verksmiðjur sem framleiða slíka list á færibandi í útlandinu, og hún hefur ekkert með skapandi hugsun að gera. Hins vegar taka framleiðendumir traustataki ýmis myndefni heimskunnra málara, breyta þeim aðeins og fjölfalda svo í þekkilegri grunnristri áferð, þannig að víða er þetta vinsælla en frummyndimar, svipað því að lituð ull er víðast vinsælli uppruna- lega litnum eða ullarvörur litaðar með ekta náttúrulitum. Nú er tilgangurinn alls ekki að agnúast út í myndlistarsmekk þeirra er hér ráða ferðinni, frekar en t.d. forráðamenn Hótel Arkar, en vinsamlega vísa til að mjög svo vafasamt er að blanda þessu sam- an. En meta ber mikils þegar keypt er íslenzk myndlist inn á hótel, einkum í nokkru úrvali svo sem Þorvaldur Guðmundsson hefur gert. Einnig ber að meta mikils ef keypt er erlend myndlist, eink- um ef um gilda og lifandi list er að ræða. Hafnargallerí Tvær sýningar hafa undanfarið gist Hafnargallerí, sem er á efri hæð bókabúðar Snæbjamar í Hafnarstræti. Nýlokið er mjög þekkilegri sýningu á litljósmyndum eftir Matthew James Driscoll, sem eftir myndefnunum að dæma er sannkallaður heimshomaflakk- ari. Fram kom að myndasmiðurinn hefur ákaflega næmt auga fyrir hrífandi smáatriðum í tilverunni og jafnframt fyrir hinu myndræna í þeim — stundum er líkast sem hann sé að mála með ljósmyndavél- inni. Ég skoðaði sýninguna af mikilli athygli í tvígang og hafði dijúgan fróðleik af. Þessa dagana hanga uppi níu verk eftir unga listspím, Guð- björgu Hjartardóttur að nafni, og stendur sýningin til 19. sept- ember. Um þá sýningu hef ég næsta lítið að segja, nema að stærsta myndin á sýningunni býr jafnframt yfir mestum myndræn- um tilþrifum. Einhvem veginn koma myndimar mér þannig fyrir sjónir að gerandanum liggi annað hvort ekki mikið á hjarta eða að myndimar gefí ekki rétta mynd af raunverulegri getu hans. Gunnar Kristinsson Ég vil kvitta með nokkmm línum fyrir boðskort sem ég fékk á sýningu á Mokka-kaffi. Þar hanga uppi um þessar mundir nokkrar myndir eftir Gunnar Kristinsson. Myndirnar komu mér á óvart því að í þeim skynjaði ég töluverð sálræn átök og um leið glímu við myndflötinn. Víst er, að þetta er átakamesta sýningin, sem ég hef séð á þessum stað lengi, en gæta skal þess að ég er ekki fastagestur á staðnum né neinu öðm kaffihúsi, svo að hér skal nokkur fyrirvari hafður á. Gunnar virðist gæddur góðum myndrænum gáfum, og nokkrar myndir á vinstri vegg, er inn er komið, myndu sóma sér vel á meiri- háttar samsýningum hér í borg. í þeim er senn form- og litrænn kraftur, og það má vera augljóst að höfundinum liggur eitthvað mikið á hjarta, sem vill bijótast fram . .. Rekstrarverkfræðingur Rækjuiðnaðurinn - Grænlandi Framleiðslufyrirtæki græn- lensku heimastjórnarinnar - KTU - sem hefur aðalbæki- stöðvar sínar í Nuuk (Godt- háb), hefur yfir að ráða 12 verksmiðjum sem allar eru stað- settar á vesturströnd Græn- lands. Verksmiðjurnar annast fisk- og rækjuvinnslu. Á veiði- tímanum vinna allt að 2.800 starfsmenn hjá verksmiðjunum og árleg velta þeirra nemur u. þ.b. 800 milljónum króna. Verksmiðjurnar eru hver um sig sjálfstæð bókhalds- og fjár- hagseining. / hverri verksmiðju fyrirsig hef- ur fyrirtækið komið fyrir tölvu- stýrðum skýrslu- og stýrikerf- um, bæði hvað varðar rekstrar- og fjármálasviðið. I sambandi við áframhaldandi stækkun fyrirtæk- isins og framkvæmd fastákveðinna þróunaráætl- ana er nú óskað eftir rekstrarverkfræðingi til starfa í aðalskrifstofu fyrirtækisins i Nuuk. Rekstrarverkfræðingurinn tekur þátt í yfirstjórn, samhæfingu og eftirliti rekstrardeildarinnar í samvinnu við rekstrarstjóra viðkomandi sviðs. Rekstrarverkfræðingurinn er auk þess ráðgefandi og tekur þátt í skipulagningu framleiðsluáætlana verksmiðjanna og samhæfingu þeirra á milli. Auk þessa hefur hann eftirlit með framvindu fjár- hagsáætlunar. Æskilegt er að umsækjandi hafi hagnýta undir- stöðuþekkingu á fiskiðnaði, gjarnan rækju- vinnslu, og þar að auki menntun sem t.d. verkfræðingur eða matvælafræðingur. Auk þess er lögð áhersla á fjármálaskilning. Gert er ráð fyrir töluverðum ferðalögum í Græn- landi. Verkfræðingurinn þarf að geta tekið þátt í skap- andi og virkri samvinnu með öðrum starfsmönn- um fyrirtækisins á sjálfstæðan, hæfan og ábyrgðarfullan hátt. Þekking og áhugi á grænlenskri menningu og þróun er kostur og áhersla er lögð á að viðkom- andi hafi góða hæfileika til að aðlaga sig nýjum aðstæðum. Grænlensk náttúra hefur upp á margt að bjóða og möguleikar á að stunda dýra- og fiskveiðar eru einnig fyrir hendi. Ráðningarkjör eru góð og greiðsla flutnings- kostnaðar fyrir umsækjanda og fjölskyldu hans er innifalin. Fyrir hverja 12 mánaða ráðningu er veitt leyfisferð til islands fyrir starfsmanninn og fjölskyldu hans. Látin er í té hæfileg íbúð. Æskilegt er að hefja störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar um stöðurnar fást hjá Ll M ES Consulting A/S, sími 009 45 1 65 55 53. Nánari viðtöl varðandi stöðurnar munu eiga sér stað í Reykjavík. Skriflegar umsóknir, á dönsku, sem litið verður á sem trúnaðarmál, óskast sendar til: LIMES Consulting A/S Tagesmindevej 2, DK-2820 Gentofte.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.