Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987 35 Lokaprédik- anir í kapellu Háskólans í DAG flytja tveir kandidatar i guðfræði lokaprédikanir sínar í kapellu Háskólans, þær Ragn- heiður Erla Bjarnadóttir og Yrsa Þórðardóttir. Athöfnin hefst kl. 14.00 og er almenningi opin. Hörður Áskelsson lektor spilar við athöfnina. Lászlð Dubrovay Robert Aitken tónskáld. flautulcikari. Lokatónleikar í Skálholtskirkju LOKATÓNLEIKAR Tónlistar- hátiðar ungs f ólks á Norðurtönd- um verða í Skálholtskirkju í dag, 19. september, kl. 17.00. Gestir hátiðarinnar, þeir Robert Aitken flautuleikari og tónskáld frá Kanada og György Geiger trompetleikari frá Ungverja- Iandi, koma fram. Robert Aitken flytur verk eftir Lou Harrison, Heinz Holliger, Þor- kel Sigurbjörnsson og sjálfan sig. György Geiger og strengjasveit undir stjórn Mark Reedman flytja Konsert nr. 3 fyrir trompet og strengi eftir László Dubrovay, ung- verskt tónskáld, sem einnig er gestur hátíðarinnar. Borgaraflokkurinn: Félag ungra borgara stofnað STOFNFUNDUR Félags ungra borgara verður haldinn I veit- ingahúsinu Glæsibæ í dag, 19. september kl. 14.30. A fundinum verða lög félagsins afgreidd og félaginu kosin stjórn, jafnframt því sem alþingismennirn- ir Albert Guðmundsson, Guðmund- ur Agústsson og Július Sólnes flytja ávörp. Þetta er fyrsta Félag ungra borg- ara sem stofnað er á landinu og verða á næstu vikum og mánuðum stofnuð samskonar félög um land allt. (Úr fréttatilkynningu) Morgunblaðið/Einar Falur Sýningu Péturs Friðriks lýkur á sunnudagskvöld MÁLVERKASÝNINGU Péturs Sýningin er opin frá kl. 14 myndir og olíumálverk. Listamað- Friðriks í sýningarsal Holiday síðdegis. urinn hefur málað þessi verk Inn-hótelsins við Sigtún lýkur Pétur Friðrik sýnir 30 vatnslita- undanfarin fjögur ár. á sunnudagskvöld kl. 22.00. Fiskmarkaðurinn í Bretlandi: Slök gæði f elldu verð um helming Verð féll aftur í Þýzkalandi Hljónisveitin Gildran, talið frá vinstri: ÞórhaUur Arnason bassi, Karl Tómasson trommur og Birgir Haraldsson söngur og gítar. Gildran á Akranesi HLJOMSVEITIN Gildran heldur tónleika í Bíóhöllinni á Akranesi í kvöld, 19. september, kl. 21.00. Á þessum tónleikum kynnir hljómsveitin efni af plötu sinni sem kom út í vor. VERÐ fyrir ferskan fisk héðan í Bretlandi hefur verið hátt þessa vikuna með einni undan- tekningu, sem stafaði af slökum gæðum fisksins. Meðalverð fyr- ir fisk úr gámum er 82,63 krónur og svipað úr skipunum. Hátt verð náðist í Þýzkalandi í upphafi vikunnar, en á fimmtu- dag féll það aftur. A fimmtudag seldi Gjafar VE 102 lestir í Hull. Heildarverð var 4,3 miUjónir króna, meðalverð 41,63. Hluti aflans var dæmdur óhæfur til manneldis en hitt fór allt í þriðja gæðaflokk. Sama dag voru seldar 90 lestir úr hraðflutn- ingaskipinu Anne Lise. Heildar- verð var 7,8 milljónir króna, meðalverð 86,55. í Bremerhaven var á fimmtudag seldur fiskur úr þýzka togaranum Gestemunde og tveimur gámum héðan. Meðalverð var rúmar 40 krónur, en fór yfir 60 fyrrt í vi- kunni. Uppskeruhá- tíð knatt- spyrnudeild- ar Leifturs Ólafsfirði. í dag mun knattspyrnufélagið Leiftur halda uppskeruhátíð. Þá mun Leiftur i dag spila sinn síðasta leik í sumar við Þór á Akureyri kl. 14. Þetta er minn- ingarleikur um Óskar Gunnars- Diskó í verður í Tjarnarborg frá kl 17 til 18.30 í boði bæjarstórnar. Leiftursliðið kemur á staðinn og gefureiginhandaráritanir. Kl. 18.45 verður tekin fyrsta skóflustungan að nýjum grasvelli. Um kvöldið kl. 23 til 3 mun bæjarstjórn Ólafjs- fjarðar standa fyrir dansleik í Tjarnaborg. Aðgangur er ókeypis og bæjarbúar eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Er aðstandendum Leifursliðsins velkomið að leggja fé í kassa knattspyrnumanna við inn- ganginn. Kl. 24 verða markakóngur og knattspyrnumenn ársins í kvennaflokki og meistaraflokki 1987 krýndir. Knattspyrnumenn og eiginkonur þeirra munu sitja veislu í Smiðjunni á Akureyri í boði Stefáns Gunlaugs- sonar veitingamanns. Jakob. Jakob Jónsson Sýnir í Asmundarsal JAKOB Jónsson sýnir olíumál- verk í Ásmundarsal við Freyju- götu dagana 19. september tíl 4. október. Jakob hóf myndlistarnám í Kaup- mannahöfn 1965 við Ny Carlsberg Glyptotek og að því loknu stundaði hann nám við Listaháskólann hjá prof. S. Hjort Nielsen, en þar lauk hann námi árið 1971. Jakob hefuráður haldið þrjár einkasýningar: í Bogasalnum 1976 ogíListasafniASÍ 1981 og 1984. Á sýningunni í Ásmundarsal eru 27 verk og er sýningin opin virka daga kl. 16.00-22.00 og um helgar kl. 14.00-22.00. Kvikmyndahátíð 1987 hef st í dag Kvikmyndahátíð Listahátíðar verður sett í dag klukkan 14.00 í Laugarasbíói. Kynnir verður .lón Þórarinsson, formaður framkvæmdastjórnar Listahá- tiðar. Davfð Oddsson, borgar- sjóri, setur hátíðina og Sigurð- ur Sverrir Pálsson afhendir verðlaun í smámyndasam- keppni sem Listahátíð ef ndi tíl. A eftir verður sýnd mynd ítalska kvikmyndaleikstjórans Ettero Scola, „Makkaróní." Aðrar kvikmyndir á hátfðinni í dag verða „Fangin fegurð" (La Belle Captive), eftir Robbe-Gril- let, sem verður sýnd klukkan 17.00, og RAN eftir Kurosava, klukkan 22.00. Auk þess verður „Makkaróní" sýnd klukkan 20.00. Að þessu sinni munu sex er- lendir kvikmyndaleikstjórar sækja hátíðina. Ettore Scola, frá ítalíu, mun verða viðstaddur setningu Kvikmyndahátíðar. Scola er fæddur árið 1931 í Trevico á ít- aliu. Hann lagði stund á lögfræði í Rómarháskóla og vann um tíma sem blaðamaður við tfmaritið „Marco Aurelio" og fleiri blöð. Hann skrifaði f fyrstu kvikmynda- handrit ásamt öðrum allt frá 1953 til 1964, en þá leikstýrði hann sinni fyrstu kvikmynd. Hann hef- ur síðan haldið áfram að skrifa handrit fyrir aðra, jafnframt því sem hann hefur aukið hróður sinn sem leikstjóri. Hann hlaut verð- laun f Cannes árið 1976 sem besti leikstjóri fyrir myndina Brutti Sporchi e Cavitti og árið eftir hlaut hann sérstök verðlaun dómnenfndar fyrir Una Giornata Speciale. Mynd hans „Makkar- óní," sem verður sýnd á Kvik- myndahátfð að þessu sinni, er frá árinu 1985. Frá Finnlandi koma bræðurnir Mika og Aki Kaurismáki. Mika, eldri bróðirinn, er fæddur 1955. Hann stundaði nám í Hochschule fur Fernsehen und Film í Miinc- hen og útskrifaðist þaðan 1981. Hann hefur þegar leikstýrt fimm kvikmyndum í fullri lengd. „Rosso" nefnist mynd Mika sem sýnd verður á Kvikmyndahátíð og var hún framleidd árið 1985. Aki Kaurismáki byrjaði á því að aðstoða Mika við gerð mynda hans, en á árinu 1983 var kominn tfmi til að spreyta sig á hlutverki leikstjórans. Fyrsta viðfangsefnið var ekki af ómerkara taginu, því pilturinn réðst til atlögu við sjálf- an Dostojevskí, nánar tiltekið „Glæp og refsingu." Mynd Akis, sem sýnd verður á Kvikmynda- hátíð að þessu sinni er „Skuggar í paradís" og er frá árinu 1986. Krzysztof Zanussi, kemur fra Póllandi. Hann fæddist f Varsjá árið 1939. Á árunum 1955-11959 stundaði hann nám í efnafræði við Varsjárháskóla en sótti jafh- framt fyrirlestra um kvikmyndir við Listastofnun pðlsku vísinda- akademfunnar. Fyrsta kvikmynd- in var gerð er hann var I kvikmyndaklúbbi áhugamanna við Varsjárháskóla. Árið 1973 vann hann til verðlauna mennta- málaráðuneytisins pólska. Mynd Zanussis á hátíðinni er „Ár hinnar kyrru sólar." Alain Robbe—Grillet, sem verið hefur gestur Bókmenntahátíðar 1987 verður einnig gestur Kvik- myndahátfðar. Hann er, sem kunnugt er, brautryðjandi hinnar svokölluðu „nýju skáldsögu." Fyrsta kvikmynd Robbe—Grillet kom út árið 1963, Síðan hefur hann gert sex kvikmyndir. Á Kvikmyndahátfð nú verður sýnd eftir hann myndir „Fangin feg- urð." Varla er það ofsögum sagt að pólski leikstjórinn Roman Pol- anski sé frægasti kvikmyndagerð- armaður sem þekkst hefur boð Kvikmyndahátíðar til þessa. Pol- anski vakti fyrst athygli á námsárum sfnum við einn viður- kenndasta kvikmyndaskóla heims, Pólska kvikmyndaskólann f Lodz, 1954-1959. Að loknu námi, fékk Polanski vegabréfsá- ritun til Frakklands, einkum vegna þess að systir hans var þar gift og búsett. Sú mynd sem f ærði Polanski heimsathygli var „The Knife in the Water," frá árinu 1962 og verður hún sýnd á Kvik- myndahátíð að þessu sinni. Auk þess fáum við að sjá kvikmyndina „Tess," sem Polanski gerði árið 1979. ;Ul.í;ir.Uí; tiii .-;,. ¦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.