Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 48
 48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987 EITT OG ANNAÐ Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Haustlitir Það er ekki ofsögum sagt af fegurð náttúrunnar í kringum okkur, hennar er hægt að njóta allan ársins hring þó með misjöfn- um hætti sé. Þegar að sumri lýkur tekur við ný árstíð með margt sem gleður. Litadýrð haustsins er mik- il eins og allir vita, gróðurinn fær á sig margbreytilega iiti, litrófíð er í raun með ólíkindum og gleður hugi þeirra sem kunna að njóta. Nú þegar komið er fram yfír miðjan septembermánuð standa tré víða enn í fullum skrúða, það er helst að lauf birkitijánna sé búið að fá gulan lit á stöku grein. Það er siður margra að taka greinar úr garðinum þegar haust- litimir hafa náð yfírhöndinni og setja í vasa inn í stofu. Þar eru þær til prýði um hríð en svo falla laufín auðvitað af. Til að lengja aðeins lífdaga slíkra greina er reynandi að úða laufblöðin með hárlakki og setja greinina í vasa án vatns. Réttar stellingar Allir þeir sem komnir eru til vits og ára skilja nauðsyn þess að bera sig rétt að við vinnu sína. En það er eitt að skilja og annað að framkvæma. Góð vitneskja getur svo sannarlega gleymst þegar síst skyldi, það er oft ekki fyrr en afleiðingar rangra vinnu- stellinga fara að segja til sín að reynt er að söðla um, taka upp betri siði. Svona á að ryksuga. Þyngdin látin hvila sem næst olnboga. Reynandi er að úða hárlakki á greinarnar. Eftirfarandi myndir sýna, hvað er rétt og hvað er rangt, og verða vonandi til þess að vekja einhvem til umhugsunar. Bakið á að vera beint þegar gengið er upp stiga (konan til vinstri) og er sjálfsagt að reyna að temja sér þá stellingu í staðinn fyrir að vera kengbogin eins og sést á þeirri fremri. Munurinn á stellingunum til vinstri og hægri á myndinni er auðséður. Við ættum að taka þá réttu til eftirbreytni næst þegar ryksugan er tekin fram, halda okkur svo við hana áfram. Það er ekki sama hvemig hald- ið er á innkaupapokum og öðru því sem við erum að bera heim á nær hveijum degi. Betra er að skipta byrðinni í tvennt, halda á henni í báðum höndum, svo ekki hallist á, og nauðsynlegt er að temja sér að hafa axlimar „afs- lappaðar". Ef bera þarf eitthvað á handlegg er betra að láta þyngd- ina hvíla sem næst olnboganum, þá tekur ekki eins í bakið og þeg- ar haldið er á einhveiju neðar. GRUNDFOS — réttu dælurnar. || ÍSLEIFUR JÓNSSON Bolholt 4 • Símar: 36920 - 36921 Af hverju að gera sig ánægðan með næstbestu lausnina þegar GRUNDFOS fann bestu lausnina fyrir meira en 30 árum? Það er þess vegna sem frystihús, sláturhús og aðrir þeir sem þurfa á öruggu vatnsrennsli að halda, hvort heldur er að dæla köldu og heitu vatni eða sjó hafa valið GRUNDFOS dælur undanfarna áratugi. Vatn er lykillinn að lífinu og í nútíma fiskeldisstöðvum eru dælurnar í rauninni hjartað. Vandið valið - veljið aðeins það besta. Samhliða sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll viljum við minna á sérsýningu okkar á dælum og uppsetningu þeirra auk fyrirlestra sunnudag, mánudag og þriðjudag kl. 10 og 14 að Hótel Loftleiðum (Kristalsal). Hefurðu látið skrá þig? Hafðu samband í síma 36921 eða í deild E 126 í Laugardals- höll og tryggðu þér sæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.