Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 1
64 SIÐUR OG LESBOK
STOFNAÐ 1913
211.tbl.75.árg.
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Forseti íslands hjá Japanskeisara
Opinber mynd frá keisarahöllinni
FRÚ Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, hitti Hirohito
Japanskeisara að máli í gær í keisarahöllinni í Tókýó, þar
sem myndin hér að ofan var tekin. Að loknum fundi þjóð-
höfðingjanna sat forsetinn hádegisverðarboð Yasuhiros
Nakasones, forsætisráðherra Japana. Frú Vigdis er í Japan
vegna opnunar sýningarinnar Scaadinavia Today. Þaðan rtinn
hún fljúga á morgun til Frakklands, þar sem hún verður
viðstödd opnun íslandsviku í Bordeaux.
A-Þýskaland:
Skotið á
liðþjálfa
Austur-Berlin, Washington, Reuter.
BANDARÍSKUR yfirliðþjálfi, er
var á opinberri eftirlitsferð f A-
Þýskalandi í fyrradag, særðist er
sovéskur hermaður skaut á her-
bifreið hans.
Barry liðþjálfi og menn hans voru
á ferð í greinilega merktum herjeppa,
er hópur sovéskra hermanna kom
aðvffandi. Einn þeirra skaut sjö skot-
um á jeppann og brot úr byssukúlu
hrökk í Barry, sem særðist lítillega.
Samkvæmt samningi hernáms-
veldanna í Þýskalandi frá 1947 er
Vesturveldunum leyft að fara í eftir-
litsferðir um vissa hluta Austur-
Þýskalands. Sovétmenn hafa svipuð
réttindi í Vestur-Þýskalandi.
Eduard Shevardnadze, utanríkis-
ráðherra Sovétmanna, baðst í gær
afsökunar á atvikinu. Hann sagði
hins vegar að samkvæmt upplýsing-
um, sem honum hefðu borist, ættu
báðir aðilar sök á skothríðinni.
Sögulegt samkomulag risaveldanna:
Fyrsti samningur um
fækkun kjarnavopna
Washington, Reuter og AP.
Bandaríkjamenn og Sovétmenn
skýrðu f rá því í gær að þeir hefðu
koinist að sögulegu samkomulagi
um útrýmingu allra meðal- og
skammdrægra kjarnorkueld-
flauga rísaveldanna. Samkomu-
lagið verður undirrítað á fundi
leiðtoga ríkjanna síðar á haustinu.
Þetta er í fyrsta sinn sem rísa-
veldin gera samning um að
útrýma sérstakrí tegund kjarna-
vopna eins og hún leggur sig frá
því kjarnorkuöld hófst fyrir rúm-
um fjórum áratugum. Fyrrí
samningar hafa gert ráð fyrir
frystingu eða takmörkunum á
framleiðslu vopnanna. Þetta er
einnig fyrsti samningur ríkjanna
um afvopnunarmál og takmörkun
vígbúnaðar i meira en áratug.
„Það gleður mig að géta skýrt frá
því að komist hefur verið að sam-
komulagi um öll meginatriði samn-
ingsins," sagði Ronald Reagan
Bandaríkjaforseti á fréttamanna-
fundi í Hvíta húsinu í Washington í
gær að loknum þriggja daga viðræð-
um utanríkisráðherra risaveldanna,
þeirra Georges Shultz og Eduards
Shevardnadze. Forsetinn sagði að
ráðherrarnir myndu hittast aftur í
Moskvu í lok næsta mánaðar til að
ganga frá lausum endum í samn-
ingnum og ákveða nákvæma
dagsetningu leiðtogafundar, sem
hann sagði myndu fara fram í
Bandaríkjunum. Gorbachev Kreml-
arleiðtogi og Reagan hafa hist
tvisvar áður, í Genf árið 1985 og í
Reykjavík á síðasta ári.
Shultz, sem kom fram á fundinum
með Reagan, sagði: „Öll grundvall-
aratriði hafa verið leyst og eftir eru
aðeins tæknileg vandamál, sem við
erum sannfærðir um að við getum
leyst.
Á fréttamannafundi, sem Shev-
ardnadze hélt í sovéska sendiráðinu
í Washington, sagði hann að stjórn-
völd í báðum ríkjum væru staðráðin
í að samningurinn yrði undirritaður
á þessu ári.
Stjórnmálaskýrendur telja að
samningurinn hafi meiri pólitísk
áhrif en hernaðarleg þar sem hann
tekur aðeins yfir lítinn hluta eld-
flaugaskotpalla risaveldanna.
Samningaviðræður risaveldanna um
fækkun langdrægra eldflauga
standa nú einnig yfir, en þar telja
menn erfiðara um vik að ná samn-
ingum, þar sem slík vopn vega miklu
þyngra en þau sem nú er samið um.
Schultz viðurkenndi að samning-
urinn, sem náðist í gær, hefði
takmörkuð áhrif. „Það er mikil vinna
framundan," sagði hann. „En þetta
er byrjun - mikilvæg byrjun." She-
vardnadze tók í sama streng.
Bandaríska varnarmálaráðuneyt-
ið, Pentagon, opinberaði í gær
áætlanir um að hraða tilraunum með
geimvarnaáætlun Bandaríkja-
manna, sem Kremlverjar hafa túlkað
sem meiriháttar hindrun á veginum
til samninga um langdrægar eld-
flaugar. Varnarmálaráðuneytið
sagði tilraunirnar í samræmi við
bann stórveldanna við gagneld-
flaugakerfum frá 1972 (ABM-
samninginn).
Shultz sagði að hann og hinn sov-
éski starfsbróðir hans hefðu „komist
áleiðis" í viðræðum sínum um ABM-
samninginn. Shevardnadze sagðist
hafa lagt til að rikin kæmu saman
Reuter
Reagan Bandaríkjaforseti skýrir
frá þvi hýr á svip að komist hafi
veríð að samkomulagi um útrým-
ingu meðal- og skammdrægra
kjarnavopna.
til viðræðna um brot á samningnum,
sem lengi hefur verið deiluefni.
Þingmenn á Bandaríkjaþingi
fögnuðu afvopnunarsamkomulag-
inu, en vildu ekki spá um það hvort
það yrði staðfest í þinginu. Til þess
þarf tvo þriðjuhluta atkvæða.
Sjá einnig ýtarlega frásögn og
myndir á bls. 30-31 og „Létu
boð berast ..." á bls. 2.
San Francisco:
Hommar mótmæltu
komu Páls páfa
San Francisco, Reuter.
HOMMAR gerðu hróp að Jóhannesi Páli
páfa þegar hann kom í gær til San Franc-
isco og breyttí engu um þótt hann blessaði
og huggaði alnæmissjúklinga i þessarí borg,
sem stundum er kölluð höfuðborg homma
í Bandaríkjunum.
Um 3000 hommar höfðu safnast saman við
komu páfa og hrópuðu þeir að honum „páfi,
farðu heim" og „nasista-páfí" og sögðust
mundu halda mótmælunum áfram fram á föstu-
dag þegar páfi fer til Detroit, síðasta áfanga-
staðarins í ferðinni.
Eftir komuna talaði páfi til alnæmissjúklinga
og annarra, sem þjást af ólæknandi sjúk-
dómum, tók í hönd þeim, faðmaði þá að sér
og sagði, að guð færi ekki í manngreinarálit,
heldur elskaði hann alla. Dan Turner, sem bar-
ist hefur við alnæmissjúkdóminn í fimm ár,
sagði, að þetta hefði verið mjög blessunarrík
stund. „Mér fannst ekki lengur sem ég væri
óhreinn, heldur leið mér eins og kristnum manni
í musteri guðs."
Hommarnir, sem hrópuðu ókvæðisorð að
páfa, voru ekki á sama máli. Fyrir þeim er
hann fulltrúi kirkju, sem þeir segja, að amist
við hommum og umgangist sem úrhrök. Um
20% San Franciscobúa, sem eru 750.000 tals-
ins, eru hommar og hafa þeir mikil pólitísk
áhrif í borginni.
Á föstudag fer páfi til Detroitborgar og þar
Ruiter
Páll páfi faðmar að sér alnæmissjúkling,
Brendan O'Rourke. Hann er fjögurra ára
gamall dreyrasjúklingur og sýktist við blóð-
gjöf.
mun hann ljúka Bandaríkjaförinni með ræðu
um kristna trú og kapitalisma. Detroit er í
hjarta mikil iðnaðarsvæðis, sem má muna sinn
fífil fegurri og er stundum kallað „Ryðbeltið"
í háði. Þar býr fjöldi manna af pólskum ættum.