Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987
63
KNATTSPYRNA / VESTUR—ÞYSKALAND
Uerdingen sigraði
Kaiserslautem 3:1
Atli ekki með — Lárus inn sem varamaður
BAYER Uerdingen og Kaisers-
lautern, lið Atla Eðvaldssonar
og Lárusar Guðmundssonar,
mættust í gær í þýsku 1. deild-
inni. Uerdingen sigraði 3:1 á
heimavelli sínum. Hvorki Atli
voru í byrjunarliðinu, en Lárus
kom inn á sem varamaður.
Leikur liðanna var góður, en
áhorfendur voru aðeins 8.000.
Uerdingen byrjaði betur og sótti
mjög stíft. Kunz skoraði fyrst fyrir
heimamenn eftir að
hafa einleikið gegn-
um alla vömina.
Eftir markið vökn-
uðu leikmenn Kais-
erslautern til lífsins. „Við áttum
nokkur færi eftir markið, en síðan
komu þeir mun meira inn í leikinn.
Fengu nokkur færi, áttu meðal
annars skot í stöng og jöfnuðu svo.
Okkar strákar fóru bara á taug-
um,“ sagði Atli í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi.
Það var Friedmann sem jafnaði
metin. En sænski landsliðsmaður-
inn Robert Prytz kom Uerdingen
yfir á nýjan leik í síðari hálfleik og
Funkel gerði þriðja markið rétt fyr-
ir leikslok; skallaði í mark eftir
aukaspymu. Eftir sigurinn í gær
færðist Uerdingen úr neðsta sæti
deildarinnar upp í 13. sæti. „Það
Frá
Jóhannilnga
Gunnarssyni
ÍÞýskalandi
HEIMALEIKIR UTILEIKIR SAMTALS
Leikir u J T Mörk U J T Mörk Mörk Stig
BREMEN 8 3 1 0 11 : 1 3 1 0 6 : 2 17: 3 14
1. FCKÖLN 9 3 1 0 7 : 2 2 3 0 5 : 2 12: 4 14
GLADBACH 8 4 0 0 8 : 2 2 1 1 6 : 8 14: 10 13
STUTTGART 8 3 0 1 12 : 3 1 2 1 6 : 8 18: 11 10
BAYERN 8 3 1 0 12 : 4 1 0 3 6 : ' 9 18: 13 9
NURNBERG 8 0 4 0 3 : 3 2 1 1 7 : 2 10: 5 9
KARLSRUHER 8 3 1 0 7 : 2 1 0 3 6 : 10 13: 12 9
HSV 8 2 1 1 13 : 10 1 2 1 6 : 10 19: 20 9
HANNOVER 96 8 2 1 1 7 : 6 1 1 2 6 : 8 13: 14 8
FRANKFURT 9 1 1 2 5 : 4 1 2 2 10 : 14 15: 18 7
SCHALKE 04 8 2 1 1 8 : 4 1 0 3 6: 14 14: 18 7
BOCHUM 8 1 1 2 7 : 5 1 1 2 3 : 5 10: 10 6
UERDINGEN 9 3 0 2 8 : 5 0 0 4 1 : 6 9: 11 6
LEVERKUSEN 8 1 1 2 4 : 7 0 3 1 4 5 8: 12 6
HOMBURG 9 2 1 2 9 : 11 0 1 3 1 6 10: 17 6
KAISERSL. 9 2 2 0 10 : 5 0 0 5 3 16 13 : 21 6
MANNHEIM 9 1 3 1 3: 5 0 1 3 3 9 6: 14 6
DORTMUND 8 1 1 2 5 : 6 0 2 2 0 5 5: 11 5
sýnir vel hve deildin er gífurlega
mjög jöfn,“ sagði Atli Eðvaldsson.
Kaiserslautern er hins vegar komið
niður í þriðja neðsta sætið eftir tap-
ið í gær.
Hinn leikurinn í gærkvöldi var
sögulegur. Waldhof Mannheim og
1. FC Köln gerðu markalaust jafn-
tefli í Mannheim. Dómarinn sýndi
gula spjaldið sex sinnum og það
rauða einu sinni. Danski landsliðs-
maðurinn Flemming Povlsen var
rekinn af velli í fyrri hálfleiknum
fyrir gróft brot. Dómurinn var þó
mjög umdeildur. Köln er enn ósigr-
að í deildinni það sem af er vetri.
Einn leikur var í fyrrakvöld. FC
Homburg sigraði Eintracht Frank-
urt á heimavelli 5:2.
KNATTSPYRNA / U-18 ARA LANDSDLIÐIÐ
Tveir leikir á úti-
velli í næstu viku
LANDSLIÐIÐ skipað leikmönn-
um 18 ára og yngri leikur
tvívegis í Evrópukeppninni í
næstu viku. Báðir leikirnir fara
fram á útivelli, fyrst mætir liðið
Póllandi á þriðjudaginn og
síðan Belgíu á föstudaginn, 25.
september.
Liðið hefur áður mætt báðum
þessum hér heima — tapaði 2:3
fyrir Belgum í vor og síðan með
sömu markatölu fyrir Pólveijum á
KR-vellinum á dögunum. Liðir hef-
ur sýnt ágæta takta í leikjum sínum
en tapað þeim á síðustu mínútun-
um. Bæði Belgar og Pólveijar
skoruðu sigurmörk sín í lokin. Þá
hefur liðið leikið gegn Dönum í
keppninni; tapaði 0:2 hér heima en
leiknum ytra lyktaði með jafntefli,
1:1. Leikimir í ferðinni nú eru því
þeir síðustu í keppninni hjá íslenska
liðinu.
Lárus Loftsson, landsliðsþjálfari,
hefur valið hópinn sem mætur Pól-
KNATTSPYRNA
veijum og Belgum í næstu viku.
Hann er skipaður eftirtöldum leik-
mönnum.
Markverðir:
Sigurður Guðmundss., ...Stjömunni
Kjartan Guðmundsson,......Þór Ak.
Aðrir leikmenn:
Þormóður Egilsson,.............KR
Rúnar Kristinsson..............KR
Steinar Adólfsson.............Val
Gunnlaugur Einarsson,.........Val
Guðbjartur Auðunsson........Fram
Bjami Benediktsson,....Stjömunni
ValdemarKristóferss., ...Stjömunni
Ingólfur Ingólfsson,...Stjömunni
Helgi Björgvinsson...........Fram
Ámi Þór Ámason, ...........ÞórAk.
Páll Gíslason,................Þór Ak.
Ólafur Viggósson,......Þrótti Nesk.
Haraldurlngólfsson, ...........ÍA
Egill Öm Einarsson......Þrótti R.
Fararstjóm í ferðinni skipa eftir-
taldir: Lárus Loftsson, Sveinn
Sveinsson, Jóhann Ólafsson, Agnar
Amason og Birkir Sveinsson.
Steinar Adólfsson úr Val skoraði
bæði mörkin gegn Belgum á dögunum.
Hann er einn þeirra sem fer til Pól-
lands og Belgíu.
Minningarieikur
á Akureyri í dag
Minningarleikur verður í dag um Óskar Gunnars-
son, fyrrum leikmann Þórs á Akureyri, en hann
lést í hittifyrra. Leikurinn verður á malarvelli Þórs í
Glerárhverfí og hefst kl. 14.00. Það verða lið Þórs
og Leiftur úr Ölafsfírði sem mætast, en Leiftur vann
einmitt sigur í 2. deild á dögunum.
GOLF
Akraprjóns-
mótiðá morgun
Akrapijónsmótið, opna kvennamótið í golfi, verður
haldið á morgun, sunnudaginn 20. september, á
golfvelli Golfklúbbsins Leynis á Akranesi. Mótið er
18 holur höggleikur. Byijað verður að ræsa út upp
úr kl. 11.00. Hægt er að skrá þátttöku í dag frá kl.
10.00 til 16.00 í síma 93-12711.
.9S0 . srvi/ nii'‘n3.s\ nioc lsí:i
FOLX
UANDREI Jeliazkov, búlgarsk-
ur knattspyrnumaður, sem leikur
með Beerschot í Belgíu, var í gær
dæmdur í keppnisbann til ársloka
1988 af belgíska knattspyrnusam-
bandinu. Jeliazkov, sem er vamar-
maður, var rekinn af velli í bikarleik
í síðasta mánuði fyrir að lemja einn
mótheija sinna og hrækja á dómar-
ann! „Þetta er mikið áfall fyrir
okkur. Hann er besti leikmaður sem
leikur hefur með liði okkar í mörg
ár,“ sagði Jacques Pellens, þjálf-
ari Beerschot i samtali við frétta-
mann Reuters fréttastofunnar í
gær. Þjálfarinn sagðist telja þennan
dóm allt of harðan.
USTURLA Örlygsson körfu-
knattleiksmaður sem leikið hefur
með meistaraflokki Vals í úrvals-
deildinni síðustu tvö árin hefur
ákveðið að leika með UMFN í vet-
ur. Sturla lék áður með UMFN
áður en hann gekk til liðs við Vals-
menn.
UFORRÁÐAMENN UEFA,
Knattspymusambands Evrópu,
hafa ákveðið að lyfjaprófa leikmenn
eftir einn leik að minnsta kosti í
hverri umferð Evrópumótanna héð-
an í frá. Fyrsta lyfjaprófið fór fram
eftir leik Feyenoord frá Hollandi
og Spora frá Lúxemborg á mið-
vikudaginn. Frá þessu var skýrt í
gær. Áður hafa leikmenn verið
lyfjaprófaðir eftir úrslitaleiki á Evr-
ópumótunum en þetta var í fyrsta
skipti sem forráðamönnum félag-
anna er ekki gert viðvart fyrr en
með nokkura klukkustundar fyrir-
vara.
UBJÓRN Borg tenniskappinn
sænski er væntanlegur til íslands
í nóvember. Hann ætlar þó ekki að
spila tennis hér á landi. Tilefnið er
að fyrirhugað er að verslunin Sonja
he§i sölu á Bjöm Borg-vörum og
ætlar hann að kynna vörar sínar.
UHALLDÓR Halldórsson,
markvörður FH-inga í knatt-
spymu, flyst senn norður til
Sauðárkróks. Hann er lögfræðingur
að mennt og hefur senn störf hjá
yfirvaldinu á staðnum. Halldór
leikur þó að öllum líkindum með
FH-ingum í 2. deildinni næsta sum-
ar, þar sem hann réð sig aðeins
tímabundið norður, og kemur aftur
suður næsta vor. Þess má þó geta
að Baldvin Guðmundsson, sem
staðið hefur í marki Þórs á Akur-
eyri undanfarin ár, hefur verið
orðaður við FH að undanfömu, en
hann var í herbúðum félagsins áður
en hann fór norður.
UKARL HEINZ Rummenigge,
sem leikið hefur með ítalska liðinu
Inter Mílanó síðastliðin þrjú ár,
mun leika með svissneska liðinu
Servette næstu tvö árin. Gengið
var endanlega frá samningum milli
félaganna í gær, en áður hafði
Rummenigge samþykkt flutning-
inn. Rummenigge er 32 ára og
hefur leikið 95 landsleiki fyrir Vest-
ur-Þýskaland.
UZOLA Budd hlaupakonan fráa
mun taka þátt í 10 km hlaupi á
Norður-írlandi um helgina. Hún
hefur átt við meiðsli að stríða um
nokkur skeið og hefur ekki hlaupið
í stórmóti síðan á Evrópumeistara-
mótinu I Stuttgart í fyrra.
UÞRÖSTUR Guðjónsson hefur
verið ráðinn þjálfari úrvalsdeildar-
liðs Þórs á Ákureyri I körfuknatt-
leik í vetur. Hann lék með liðinu
um árabil, og þjálfaði það einnig
um tíma áður. Þórsarar hafa misst
fjóra leikmenn frá því í fyrravetur.
Þar skal fyrstan nefna ívar Webst-
er sem fór á ný til Hauka, Ólaf
Adolfsson til Breiðabliks og
Hólmar Ástvaldsson og Ágúst
Guðmundsson sem ekki er ljóst
hvar leika í vetur. Þeir þremenning-
ar síðasttöldu voru við nám í MA
síðastliðinn vetur, en útskrifuðust í
vor og era á leið suður í skóla. En
Þórsarar fá menn í staðinn. Gamla
Minoi ttitLgaila iiuirl á,r. C
kempanJón Már Héðinsson hefur
tekið fram skóna að nýju og Hrafn-
kell Túliníus kom frá Breiðabliki.-
Þá höfum við heyrt að Ólafur
Gottskálksson, sem lék f marki
KA í knattspymunni í sumar, leiki
jafnvel með Þór í körfunni í vetur.
Hann lék áður með ÍBK körfubolta
— og er mjög sterkur leikmaður.
UDIEGO Maradona mun mæta
yngri bróður sínum, Hugo Mara-
dona, i fyrsta sinn í leik í itölsku
deildinni á morgun. Diego leikur
sem kunnugt er með ítölsku meist-
urunum Napoli en Hugo leikur
með Ascoli en þangað var hann
lánaður frá Napoli. Þriðji bróðirinn
leikur með spænska 2. deildarliðinu
Granada.
Sturla Örlygsson leikur
Njarðvíkingum á ný í vetur.
með
UMANCHESTER United hefur
ákveðið að kaupa ekki ítalska mark-
vörðinn Gulliano Terraneo, en
hann hefur æft með Manchester
United á Old Trafford að undanf-
ömu í von um að komast á samning.
Terraneo er 32 ára að aldri, og
það var fyrrum félagi hans hjá AC
Mflanó, Ray Wilkins, sem einnig
lék með United í nokkur ár, sem
benti Alex Ferguson, stjóra, Un-
ited á markvörðinn. Ferguson
ákvað þó að bjóða ítalanum ekki
samning. United leitar nú að reynd-
um markverði, og hefur m.a. reynt
að fá þá Renat Dasayev, landsliðs-
markvörð Sovétmanna, og Jean-
Marie Pfaff, belgíska landsliðs-
markvörðurinn sem leikur með
Bayem Miinchen í Vestur Þýska-
landi.
UENZO Scifohefur ákveðið að
leika með belgíska landsliðinu í
knattspymu gegn Búlgaríu í
Everópukepninni í næstu viku.
Hann lék ekki með liðinu gegn
Hollendingum í vináttuleik í
síðustu viku. Lið hans, Inter
Mílanó á Ítalíu, lét hann ekki
lausan þar sem belgíska sambandið
neitaði að tryggja hann fyrir þá
fjárhæð sem félagið krafðist. Scifo
er einn af sjö leikmönnum Belga
sem leika erlendis og hafa verið
valdir í landsliðshópinn gegn Búlg-
aríu í Soffíu í næstu viku.
UAGANEFND UEFA mun koma
saman til fundar á sunnudaginn og
taka fyrir mál fjórmenninganna
sem reknir voru útaf í liði Tirana
frá Albaníu í Evrópuleiknum gegn
Benfica á miðvikudaginn. Það hef-
ur aðeins einu sinni áður gerst að
Ijórir leikmenn úr sama liði hafí
verið reknir útaf í Evrópukeppni.
Leiknum lauk með sigri Benfica,
4;0.
Ab Ki.ta; i:frf, ni >;> nntiVsRvRtRfitlrrtírfl