Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 15
h MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987 15 ^aa^amuuij^t^i^ígL möguleika og allt aðra en aðrar greinar myndlistar hafa upp á að bjóða. Allt þetta og margt fleira datt mér í hug er ég skoðaði sýningu Péturs Fríðriks í hinum vistlega sal nýja hótelsins við Sigtún, „Holiday Inn". Myndefnin hjá Pétri hafa verið þau sömu um langt árabil sem ekki skal lasta, en hitt er annað mál að vinnubrögðin hafa lítið breyst, svo það er líkast sem maður sé að skoða sömu sýninguna aftur og aftur. Að minnsta kosti sá ég ekki mikinn mun á þessari sýningu og þeirri í salnum á Austurströnd á Nesinu í fyrra eða ýmsum eldri sýningum. I þessu virðist liggja nokkur heimfýsi á ákveðnar slóðir, þrá eft- ir sömu upplifuninni — hér er nostalgían í öllu sínu veldi. Málarinn Pétur Friðrik. Pensildrættir heimfýsninnar Myndlist Bragi Ásgeirsson Á sama hátt og bókmenntir eru skilgreindar og flokkaðar ætti að vera auðvelt að útlista málaralist- ina. Fyrir sumum er myndverkið eilíf rannsókn, hver mynd ný upp- götvun í ríki myndlistarinnar og þannig stærði hinn mikli núlista- maður, Marcel Duchamp, sig af því að hafa aldrei endurtekið sig. Hann er sagður hafa haft rétt fyrir sér, eða svona hérumbil. Aðrír mála stöðugt sama stefið og gildir hér einu í hvaða stíl það er gert — sum- ir nefna það staðfestu, en aðrir endurtekningar og er vísast sann- leikskorn í hvorutveggja. Norski málarinn Harald Sohlberg (1869-1935) málaði fræga ,mynd er hann nefndi „Vetrarnótt í Rond- ane" og gerði svo heilar 14 eftir- myndir af henni. Ein þessara eftirmynda og af lakara taginu, eigi maður að trúa orðum Knut Berg, forstöðumanns Þjóðlistasafnsins í Ósló, seldist nýlega á 2,2 milljónir norskra króna á uppboði, svo að dýr myndi Hafliði allur, líkt og sagt er. Og Munch gerði einnig eftir- myndir af fyrri verkum sínum, en í allt öðrum tilgangi, sá einfaldlega svo mikið eftir frummyndunum að honum leið eins og hann hefði selt börn sín — vildi mála þau til sín aftur. Sumir fara út í grafík til að fjöl- falda hugmyndir sínar, en aðrir vegna þess að þeir sjá í sérstakri tækni listgreinarinnar heillandi Paul Cézanne málaði fjallið St. Victoire í Provence ótal sinnum og í sínum auðkennilega stíl, en samt er greinilegur munur á þeim öllum, að því er sagt er. Vafalítið eru endurtekningar list í sjálfu sér, en þó ekki ávallt af þeim meiði að ég telji þroskavæn- íegt til eftirbreytni. Eg hlyti að endurtaka mig og fyrri skrif mín ef ég lýsti sýning- unni svo sem hún kemur mér fyrir sjónir í einstökum atriðum og á því hef ég ekki mikinn áhuga. En að einu leyti tel ég mér það óhætt og það er að húsamyndirnar á sýningunni tel ég bera af öðrum myndum, nefnilega „í Hafnarfirði" (7), „Síðkvöld á Skagaströnd" (16) og „Gaflar" (19). Þá eru hressilegir pensildrættir í myndinni „Guð- mundur ( Ásum" (13). SAGA AUGNA- BLIKANNA Myndlist Bragi Ásgeirsson Málarinn Helgi Þorgils er með sýningar á tveim stöðum, svo sem kunnugt er, og vík ég hér nokkrum orðum að sýningunni í Galleríi Svart á hvítu við Óðinstorg. Listdómur um sýninguna að Kjarvalsstöðum birtist laugardaginn 12. september. Ekki sé ég mikla ástæðu til þess hjá Helga að sýna á tveim stöðum, en frumkvæðið kemur hér frá for- ráðamönnum sýningarsalarins og má að ósekju koma fram. Þá gat listamaðurinn ekki séð fyrir, að búið yrði að koma upp jafn ágætri aðstöðu fyrir smærri myndir í Aust- urgangi og raunin er. Eg segi fyrir mig, að myndirnar hefðu frekar átt heima þar. Myndirnar í sýningarsalnum við Óðinstorg eru að meginhluta til hugdettur augnablikanna, sem fæddu þær af sér — hugmyndir úr bókmenntaheiminum í eins konar myndasögustíl, er byggist á marg- víslegum myndhvörfum. Á stundum eru þetta fígúrur, er hlykkjast um allan myndflötinn eða svífa í tómarúmi — líkamshlutir bregða á leik og víxlast og bern- skir kynórar blómstra. Ósjaldan dettur manni súrreal- ismi í hug við skoðun þessara verka, en myndirnar eru þó frekar brota- brot liststíla líkast einingum í myndkotru, sem hafa brugðið á leik í óræðri niðurröðun. Seni fyrr eru það myndir, þar sem bregður fyrir „malerískum" tilþrifum, sem ég staðnæmist helst við, svo sem „Andardráttur Iífsins" (9), ,,Haust"(ll), „Meyjan og biðlarnir" Helgi Þorgils Friðjónsson. (16) og „Boðskapur frelsisins" (26). Þá er ýmislegt gott um grafíkmöpp- una að segja er nefnist „Saga augnablikanna" og léttum, leikandi línum bregður fyrir í litlu grafík- myndunum sextán. Þótt þetta sé á engan hátt jafn veigamikil sýning og á Kjarvalsstöðum, þá hafa áhugasamir vafalaust mikiðgagn af innliti í sýningarsalinn við Óðins- torg einkum vegna þess, að hér er um nokkuð aðra hlið á Helga að ræða og meira í ætt við fyrri tilraun- ir hans .. . Í50stk.túlípanar,lágvaxn<r.W.490,_ SértilboðÞessahelgi.K m Fagleg þekking, fagleg Þ/onuste. ^P Blómum .nSSorotfíöawerold
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.