Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987 t Móðir okkar, ANNA HALLDÓRSDÓTTIR áður húsmóðir, Hofsvallagötu 18, Reykjavfk, andaðist að morgni 18. september í Skjólgarði, dvalarheimili aldraöara, Höfn í Hornafiröi. Jarðarförin auglýst síðar. Börn hinnar látnu. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EMMA GUÐJÓNSDÓTTIR, lést á Hrafnistu 10. september. Jarðarförin hefur farið fram. Pökkum auðsýnda samúð. Sórstakar þakkirtil starfsfólks Hrafnistu. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Þorsteinsdóttir, Óli Þorsteinsson, Rannveig Þorsteinsdóttir. t Faðir okkar, JÓN B. THORARENSEN, andaðist á Hrafnistu i Reykjavík 5. september siðastliðinn. Útförin hefur farið fram. Erla Thorarensen, Bogi Thorarensen. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR SAMÚELSDÓTTIR, áður Goðatúni 7, Garðabæ, er lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. september sl., verður jarðsung- in frá Garðakirkju mánudaginn 21. september kl. 13.30. Gunnar Páll Jakobsson, Erna Magnúsdóttir og barnabörn. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR INGVARS GRÍMSSONAR, Smáratúni 14, Selfossi. Einnig þökkum við starfsfólki Sjúkrahúss Suðurlands og deildar A-5 á Borgarspitala fyrir góöa umönnun. Grfmur Sigurðsson, Ágústa Þ. Sigurðardóttir, Sigurður S. Sigurðsson, Ólafur Sigurðsson, Ásta Kristinsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Gróa K. Bjarnadóttir og börnin. Minning: Ogn Jónína Gunnlaugsdóttir Ögn Jónína Gunnlaugsdóttir var fædd að Geitafelli á Vatnsnesi 31. ágúst 1894 og var því rúmlega níutíu og þriggja ára þegar hún lést. Hún var dóttir hjónanna Auð- bjargar Jakobsdóttur frá Illuga- stöðum og Gunnlaugs Skúlasonar frá Stöpum. Þau bjuggu að Geita- felli allan sinn búskap. Jónína var elst bama þeirra Auðbjargar og Gunnlaugs. Hún átti tvær systur, Sesselíu, sem nú er níræð og dvelst á sjúkrahúsinu á Hvammstanga og Auðbjörgu sem lést fyrir nokkrum árum. Jónína ólst upp á Geitafelli hjá foreldrum sínum og átti heima á Vatnsnesi nær allan sína ævi. Það- an fór hún varla ótilneydd þótt margar hafi ferðir hennar orðið til Reykjavíkur þegar hún þurfti að leita sér lækninga þar. Þótt Jónína hafi ekki verið víðförul hleypti hún þó heimdraganum á unga aldri og hélt til ísafjarðar þar sem hún dvaldist veturinn 1913-1914 við nám í saumaskap hjá Þorsteini Guðmundssyni klæðskera. Að þess- um eina námsvetri loknum snéri Jónína heim og varð fljótlega annál- uð saumakona. Saumaði jafnt karlmannaföt, sem peysuföt og annan kvenfatnað. Árið 1919 giftist Jónína frænda sínum, Guðmundi Arasyni á Illuga- stöðum. Þau bjuggu fyrstu níu árin í gamla bænum. Þar voru þá einnig foreldrar Guðmundar, auk nokk- urra gamalmenna sem húsmóðirin unga annaðist af mikilli ástúð. í gamla bænum fæddust böm þeirra Guðmundar, þau Hrólfur og Auð- björg. Sumardaginn fyrsta 1928 fluttist fjölskyldan svo í hið veglega íbúðarhús á Illugastöðum og þar átti Jónína heima uns hún fluttist til dóttur sinnar að Syðri-Þverá árið 1972. Jónína var fríð kona og ákaflega sviphrein. Frá henni stafaði í senn, ástúð, umhyggjusemi og skapfestu. Fólki leið vel í nærveru hennar. Jónína var í meðallagi há og alla tíð grannvaxin. Hún bar sig vel og á henni var aldrei fum né fát. Enda þótt heimaalin væri var hún verald- arvön og tók óvæntum atburðum sem hveijum öðrum sjálfsögðum hlutum. Hún hafði stálminni og kunni ógrynni sagna og kvæða, einkum var henni kær skáldskapur Vatnsnesinga. Þótt við Jónína væru náskyld, systkinaböm, var lítill samgangur milli heimilanna, Illugastaða á Vatnsnesi og Strandar í Norðflrði enda samgöngur allt aðrar á fyrri hluta aldarinnar en nú. Það var af þessum sökum að ég kynntist frændkonu minni ekki að neinu ráði fyrr en ég var kominn á þrítugsaldur og hún orðin liðlega sextug. Það var með öðrum orðum ekki fyrr en vorið 1957 að ég lét loks verða af því að heimsækja þau Ulugastaðahjón. í minningunni er þessi heimsókn ævintýri líkust. Heimili þeirra Jónínu og Guðmund- ar var með miklum myndarbrag. Margt manna var í heimili, bæði náin ættmenni, sem þar dvöldust, oft langdvölum, svo ekki sé minnst á unglinga, sem komu þá jafnan til sumardvalar, sumir ár eftir ár, og hafa raunar flestir ef ekki allir haldið tryggð við Jónínu allt fram á þennan dag. Það voru ekki aðeins húsráðendur sem tóku mér opnum örmum í þessari fyrstu heimsókn heldur skartaði náttúran sínu feg- ursta og æðarvarpið var í miklum blóma. Æðarkóngur lét meira að segja svo lítið að koma í varpið þetta vor. Eftir þessa fyrstu heimsókn tókst með okkur Jónínu náin vinátta sem hélst æ síðan enda hefur það sumar varla liðið að ég hafi ekki heimsókn frænku mína norður á Vatnsnes og ævinlega verið þar aufúsugestur. Sumir forfeður okkar Jónínu voru forspáir. Þótt Jónina flíkaði ekki slíku vita allir sem til hennar þekktu að hún var forvitri og tókst jafnvel að forða fólki frá stórslysum með því að beita þessari gáfu sinni. Gagnvart mér kom þessi gáfa henn- ar fram í því að mér tókst aldrei að koma í heimsókn til Ulugastað án þess að Jónína ætti von á mér og þeim sem voru á ferð með mér. Þessu til staðfestingar er eftirfar- andi saga: í ágúst 1957 var ég á ferðalagi í Borgarfírði ásamt bresk- um skólabróður mínum. Við höfðum ferðast með áætlunarbfl að Hreða- vatni. Við vorum með viðlegubúnað og ætluðum að dveljast í góða veðr- inu í Borgarfírði í nokkra daga. Við Hreðavatnsskála hittum við vörubflstjóra, sem var á leið til Hvammstanga. Hann kom með þá hugmynd að okkur væri nær að skreppa norður til Illugastaða, en gista í tjaldi við Hreðavatn. Þetta hafði ekki hvarflað að mér fyrr enda hafði ég verið í heimsókn á Illugastöðum fyrr um sumarið. Áð- ur en við vissum af vorum við félagamir sestir upp í vörubflinn og brunuðum af stað til Hvamm- stanga. Þaðan fengum við svo strax far út að Illugastöðum. Þegar þang- að kom beið okkur matur á borðum og uppbúin rúm. Jónína hafði átt von á okkur allan síðari hluta dags- ins. Illugastaðaheimilið var í húsmóð- urtíð Jónínu annálað fyrir gestrisni. Þangað komu nánast allir sem leið áttu um Vatnsnes. Þar var símstöð sveitarinnar og kjörstaður. Þar var slysavamardeildin Vorboðinn stofn- uð og þangað sótti unga fólkið dansleiki, sem haldnir vom í kjall- aranum. Veggirnir vom þá tjaldaðir að fomum sið. í gestabækur Illuga- staðahjóna skrifuðu mörg þúsund manns, en ef til vill komu þó ennþá fleiri áður en gestabækur vom teknar í notkun. Alltaf sá húsmóðir- in til þess að öllum gestum var tekið opnum örmum og veittur beini. Skjótt skipast veður í lofti. í jan- úarmánuði 1961 varð Guðmundur bráðkvaddur. Æðmleysi Jónínu við missinn er öllum sem til þekkja ógleymanlegt. Guðmundur Árason var ákaflega vinsæll maður og við jarðarför hans var mikið fjölmenni. Jónfna tók öllum gestum af alúð og allir urðu að fá ríkulegan viður- gjöming áður en húskveðja gæti farið fram. Enn var haldið þeim ófrávíkjanlega sið að enginn færi ómettur frá Illugastöðum. Eftir lát Guðmundar var merkið þó ekki lát- ið niður falla og bjó Jónína með Hrólfi syni sínum uns hún varð al- veg blind og fluttist þá til dóttur sinnar á Syðri-Þverá. Þótt Jónína væri blind hátt á annan áratug hafði hún slíkan innri loga að frá andliti hennar stafaði oft ótrúlegri birtu sem hver sjáandi maður hefði verið sæmdur af. Skap- festa frænku minnar var með BOSCH SUPER Betri gangur, minni eyðsla með Bosch-super kertum BOSCH viðgerða- og varahluta þ/ðnuata B R Æ Ð_ U R N I R ORMSSONHF LÁGMÚLA 9, SÍMI38820 AUKIN BÍLAÞJÓNUSTA ESSO . SJÁLFVIRKAR BILAÞVOTTASTOÐVAR í REYKJAVÍK, HAFNARFIRÐI, KEFLAVÍK OG AKUREYRI Við bjóðum nú fullkominn bílaþvott og bón í sjálfvirkum bílaþvottastöðvum á fjórum stöðum á landinu: Skógarseli, Breiðholti Lækjargötu, Hafnarfirði Aðalstöðinni, Keflavík Veganesti, Akureyri Olíufélagið hf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.