Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987 Norðurgluggi leigir húsnæði fyrir gallerí: Morgunblaðið/GSV Ula þefjaðir eftir busavígsluna Nýnemar f Verkmenntaskólanum á Akureyri fengu óbliðar móttökur l\já eldri og ráðsettari nemum { fyrradag er busavigslan fór fram. Busun- um var hent niður rennibraut og ofan i ókræsilegan poll. Eldri nemar hðfðu safnað saman mysu, matarúrgöngum og fleiru og fengið hrsert í Síldarverksmiðjunni i Krossanesi. Voru busarnir heldur illa þefjaðir er þeir stóðu upp eftir að búið var að stinga þeim ofan i drullupollinn. Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon Óskar Þór Sigurbjörnsson for- maður bæjarráðs Ólafsfjarðar við höfnina. Tvö fiskiskip Ólafs- firðinga liggja við bryggju. inni nema að undangengnum nákvæmum rannsóknum á afleið- ingum breytinganna. Tónlistarskólinn settur á sunnudag: Nemendurnir hafa aldrei verið fleiri TÓNLISTARSKÓLINN á Akur- eyri verður settur á sunnudag. Athöfnin verður í Akureyrar- kirkju og hefst klukkan 17. 530 nemendur eru skráðir í skólann að þessu sinni og hafa þeir aldrei verið fleiri. Kennt er á 25 hljóðfæri, ásamt einsöng, og eru nemendur á aldrinum 4 til 40 ára. Forskóladeild er starfrækt fyrir nemendur á aldrinum 5 til 9 ára. Atta hljómsveitir verða starf- andi í skólanum og taka yfír 200 nemendur þátt í starfi þeirra. 31 kennari starfar við skólann í vetur. í frétt frá Tónlistarskólanum segir að húsnæði skólans sé orðið allt of Iítið og ófullnægjandi, svo leigja þurfi viðbótarhúsnæði fyrir kennsluna. Þá valdi skortur á leiguíbúðum og herbergjum á Akureyri skólanum miklum vand- ræðum við mannaráðningar. Markmiðið að reka fyr- irtækið af fagmennsku og listrænum metnaði - segir Helgi Vilberg stj órnarformaður NORÐURGLUGGI hf. hefur tek- ið á leigu húsnæði við Glerárgötu fyrir galleri. Stefnt er að opnun salarins 17. október með sýn- ingn. Norðurgluggi er hlutafélag sem 13 einstaklingar á Akureyri stofn- uðu fyrr á þessu ári í þeim tilgangi að reka gallerí. í þeim hópi eru bæði listamenn og menn úr atvinn- ulífínu. Helgi Vilberg, formaður stjómar, sagði í samtali við Morgunblaðið að húsnæðið við Glerárgötu væri 180 fermetrar að stærð og væri þar hátt til lofts og vítt til veggja. Hann Ibúðir aldraðra: Stofnað bygginga- félag íbúanna BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur ákveðið að gangast fyrir stofnun byggingafélags væntanlegra íbúa í íbúðum aldraðra við Víði- lund, og að hefja framkvæmdir við grunn fyrsta hússins i haust. íbúðimir eru þijátíu og verða í fjölbýlishúsi við Víðilund, sem er fyrsti áfangi í byggingu íbúða aldr- aðra á þessum stað. Aform eru um að byggja síðar annað eins hús og einnig raðhús. Akureyrarbær ætlar að kaupa þijár íbúðir í húsinu og byggir auk þess þjónustukjama. sagði að innréttaðir yrðu 2 sýning- arsalir. Félagið fær húsnæðið afhent næstkomandi mánudag og sagði Helgi að strax yrði hafist handa við nauðsynlegar breytingar. Rejmt yrði að innrétta sem full- komnasta sýningaraðstöðu, meðal annars þyrfti að reisa veggi og skil- rúm og kaupa fullkominn ljósabún- að. Helgi sagði að áhersla yrði lögð á að fá góðar sýningar íslenskra listamanna. Einnig yrði þar um- boðssala á verkum, haldnir fyrir- lestrar og önnur skyld starfsemi. „Markmið okkar er að reka þetta fyrirtæki af fagmennsku og list- rænum metnaði," sagði Helgi. Ólafsfjörður: Smábátahöfnin, þar sem þijár flotbryggjur voru lagðar út í sumar. Framkvæmdir við höfnina efstar á baugi FRAMKVÆMDIR við höfnina í Ólafsfirði hafa verið efst á baugi á bæjaryfirvöldum á þessu ári. kar Þór Sigurbjörnsson for- maður bæjarráðs segir að unnið hafi verið fyrir um 20 milljónir kr., þar af væri ríkið búið að greiða 11,5 milljónir. Óskar segir að biýnt hafi verið að ráðast í framkvæmdimar við höfnina, eftir langvarandi stöðnun á því sviði. Skipin hafi verið farin að taka niðri í höfninni auk þess sem fískiskipafloti Ólafsfjarðar hefði stækkað og þrýstingurinn á endurbætur því aukist. í sumar dældi dýpkunarskipið Hákur 36 þúsund rúmmetrum af sandi upp úr höfninni og verktaki mokaði að auki 7 þúsund rúmmetr- um upp úr smábátahöfninni. Óskar sagði að sandmokstrinum hefði ver- ið ýtt til hliðar lengi en nú hefði það ekki verið hægt lengur. Einnig var gert við bryggjur og lagðar út 3 flotbryggjur. Öskar sagði að end- urbótum á höfninni væri langt í frá lokið og vonaðist til að áframhald- andi Qárveiting fengist til verksins. Ólafsfjarðarhöfn væri ein erfíðasta höfn landsins og nauðsynlegt að halda áfram við endurbætur á henni. Óskar sagði að Ólafsfírðingar hefðu hug á að byggja sandvamar- garð, enda myndi hann borga sig upp á stuttum tíma í minni dýpkun- arkostnaði. En Ólafsfirðingar biðu eftir að módelrannsóknastöð Hafn- armálaskrifstofunnar kæmist í gagnið á ný, því ekki væri hægt að ráðast í neinar breytingar á höfn- 2 0 V E R 3 I R Opið í dag frá kl. 10-16 LÆS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.