Morgunblaðið - 19.09.1987, Page 36

Morgunblaðið - 19.09.1987, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987 Norðurgluggi leigir húsnæði fyrir gallerí: Morgunblaðið/GSV Ula þefjaðir eftir busavígsluna Nýnemar f Verkmenntaskólanum á Akureyri fengu óbliðar móttökur l\já eldri og ráðsettari nemum { fyrradag er busavigslan fór fram. Busun- um var hent niður rennibraut og ofan i ókræsilegan poll. Eldri nemar hðfðu safnað saman mysu, matarúrgöngum og fleiru og fengið hrsert í Síldarverksmiðjunni i Krossanesi. Voru busarnir heldur illa þefjaðir er þeir stóðu upp eftir að búið var að stinga þeim ofan i drullupollinn. Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon Óskar Þór Sigurbjörnsson for- maður bæjarráðs Ólafsfjarðar við höfnina. Tvö fiskiskip Ólafs- firðinga liggja við bryggju. inni nema að undangengnum nákvæmum rannsóknum á afleið- ingum breytinganna. Tónlistarskólinn settur á sunnudag: Nemendurnir hafa aldrei verið fleiri TÓNLISTARSKÓLINN á Akur- eyri verður settur á sunnudag. Athöfnin verður í Akureyrar- kirkju og hefst klukkan 17. 530 nemendur eru skráðir í skólann að þessu sinni og hafa þeir aldrei verið fleiri. Kennt er á 25 hljóðfæri, ásamt einsöng, og eru nemendur á aldrinum 4 til 40 ára. Forskóladeild er starfrækt fyrir nemendur á aldrinum 5 til 9 ára. Atta hljómsveitir verða starf- andi í skólanum og taka yfír 200 nemendur þátt í starfi þeirra. 31 kennari starfar við skólann í vetur. í frétt frá Tónlistarskólanum segir að húsnæði skólans sé orðið allt of Iítið og ófullnægjandi, svo leigja þurfi viðbótarhúsnæði fyrir kennsluna. Þá valdi skortur á leiguíbúðum og herbergjum á Akureyri skólanum miklum vand- ræðum við mannaráðningar. Markmiðið að reka fyr- irtækið af fagmennsku og listrænum metnaði - segir Helgi Vilberg stj órnarformaður NORÐURGLUGGI hf. hefur tek- ið á leigu húsnæði við Glerárgötu fyrir galleri. Stefnt er að opnun salarins 17. október með sýn- ingn. Norðurgluggi er hlutafélag sem 13 einstaklingar á Akureyri stofn- uðu fyrr á þessu ári í þeim tilgangi að reka gallerí. í þeim hópi eru bæði listamenn og menn úr atvinn- ulífínu. Helgi Vilberg, formaður stjómar, sagði í samtali við Morgunblaðið að húsnæðið við Glerárgötu væri 180 fermetrar að stærð og væri þar hátt til lofts og vítt til veggja. Hann Ibúðir aldraðra: Stofnað bygginga- félag íbúanna BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur ákveðið að gangast fyrir stofnun byggingafélags væntanlegra íbúa í íbúðum aldraðra við Víði- lund, og að hefja framkvæmdir við grunn fyrsta hússins i haust. íbúðimir eru þijátíu og verða í fjölbýlishúsi við Víðilund, sem er fyrsti áfangi í byggingu íbúða aldr- aðra á þessum stað. Aform eru um að byggja síðar annað eins hús og einnig raðhús. Akureyrarbær ætlar að kaupa þijár íbúðir í húsinu og byggir auk þess þjónustukjama. sagði að innréttaðir yrðu 2 sýning- arsalir. Félagið fær húsnæðið afhent næstkomandi mánudag og sagði Helgi að strax yrði hafist handa við nauðsynlegar breytingar. Rejmt yrði að innrétta sem full- komnasta sýningaraðstöðu, meðal annars þyrfti að reisa veggi og skil- rúm og kaupa fullkominn ljósabún- að. Helgi sagði að áhersla yrði lögð á að fá góðar sýningar íslenskra listamanna. Einnig yrði þar um- boðssala á verkum, haldnir fyrir- lestrar og önnur skyld starfsemi. „Markmið okkar er að reka þetta fyrirtæki af fagmennsku og list- rænum metnaði," sagði Helgi. Ólafsfjörður: Smábátahöfnin, þar sem þijár flotbryggjur voru lagðar út í sumar. Framkvæmdir við höfnina efstar á baugi FRAMKVÆMDIR við höfnina í Ólafsfirði hafa verið efst á baugi á bæjaryfirvöldum á þessu ári. kar Þór Sigurbjörnsson for- maður bæjarráðs segir að unnið hafi verið fyrir um 20 milljónir kr., þar af væri ríkið búið að greiða 11,5 milljónir. Óskar segir að biýnt hafi verið að ráðast í framkvæmdimar við höfnina, eftir langvarandi stöðnun á því sviði. Skipin hafi verið farin að taka niðri í höfninni auk þess sem fískiskipafloti Ólafsfjarðar hefði stækkað og þrýstingurinn á endurbætur því aukist. í sumar dældi dýpkunarskipið Hákur 36 þúsund rúmmetrum af sandi upp úr höfninni og verktaki mokaði að auki 7 þúsund rúmmetr- um upp úr smábátahöfninni. Óskar sagði að sandmokstrinum hefði ver- ið ýtt til hliðar lengi en nú hefði það ekki verið hægt lengur. Einnig var gert við bryggjur og lagðar út 3 flotbryggjur. Öskar sagði að end- urbótum á höfninni væri langt í frá lokið og vonaðist til að áframhald- andi Qárveiting fengist til verksins. Ólafsfjarðarhöfn væri ein erfíðasta höfn landsins og nauðsynlegt að halda áfram við endurbætur á henni. Óskar sagði að Ólafsfírðingar hefðu hug á að byggja sandvamar- garð, enda myndi hann borga sig upp á stuttum tíma í minni dýpkun- arkostnaði. En Ólafsfirðingar biðu eftir að módelrannsóknastöð Hafn- armálaskrifstofunnar kæmist í gagnið á ný, því ekki væri hægt að ráðast í neinar breytingar á höfn- 2 0 V E R 3 I R Opið í dag frá kl. 10-16 LÆS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.