Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987 53 og meðhjálpari í kirkjunni í þrjátíu og fímm ár. Þessar staðreyndir segja sína sögu enda held ég að hann hafí lagt trúarlífínu og safnað- arstarfinu krafta sína af alhug og miklum áhuga. Friðþjófur var mik- ill félagsmaður. Var stofnandi, ábyrgðarmaður og endurskoðandi Sparisjóðs Hellissands og nágrennis í þau tæp þrjátíu ár, sem hann starf- aði. Hann sat lengi í hreppsnefnd, hafnarnefnd og í stjórn Búnaðarfé- lags Neshrepps. Það eru nú liðin hartnær tuttugu og átta ár síðan ég kynntist Frið- þjófí. Ég man ennþá glögglega mína fyrstu heimsókn á heimili þeirra hjóna, sem verðandi tengda- sonur. Mér fannst strax Friðþjófur sérstakur persónuleiki, rólegur og yfírvegaður en þó um leið glaðsinna og fremur léttur í lund. Sérstaklega er mér ofarlega í huga viðhorf Frið- þjófs til verðmæta og fjármála. Hann vann þau störf, sem þurfti að vinna sér og sínum til hagsbóta, óháð því hvort gildandi gjaldmiðill væri til staðar. Hann var með af- brigðum bóngóður og vildi hvers manns vanda leysa og hugsaði ekki um gjald né greiðslur fyrir. Hey átti hann alltaf nóg því Rifslandið gaf vel af sér og því gat hann miðl- að til sveitunganna í hörðum vorum. Um greiðslur hugsaði hann ekki of mikið. Ég upplifði eitt vorið þá skemmti- legu reynslu að liggja með Friðþjófí á grenjum. Hann vann nefnilega þau verk, sem þurfti að vinna, hvort heldur það var í þágu landbúnaðar eða lagfæring á veiðarfærum fyrir útgerðina. Friðþjófur hafði alltaf mikinn áhuga á landsmálum og lagði sínum stjórnmálaflokki alltaf liðsinni. Hann var yfirieitt ákveðinn í skoð- unum, stóð á sínu vel og meinti það sem hann sagði. Hann sagði frá því sjálfur að tvisvar á ævinni hefði hann tekið sér sumarfrí. Og hvern- ig var það. Jú, hann fór til rekneta- veiða á Saxhamri með Sævari syni sSnum, þá kominn um sjötugt. Þetta er kannske gott dæmi um það að hugur Friðþjófs stóð fremur til sjó- mennskunnar en landbúnaðar. Nú að ldðarlokum er margs að minnast. Ég þakka Friðþjófi fyrir sérstaklega góð kynni, sem aldrei bar skugga á. Ég tel mig betri mann eftir að hafa kynnst slíkum heiðursmanni sem Friðþjófur Bald- ur Guðmundsson var. Ég votta eiginkonunni, börnum og fóstursonum samúð mína, þeirra söknuður er sárastur. „Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt." • (V.Br.) Jóhann Lárusson Um síðustu aldamót var íslenska þjóðin að ná tökum á því að nýta sér gæðí lands og sjávar, færa sig frá vinnubrögðum miðalda til vinnu- bragða nýs tíma. Vegna breyttra atvinnuhátta gat nú þjóðinni fjölgað án þess að af yrðu vandræði. Á þessum tíma hefjast búferlaflutn- ingar úr sveitum til sjávarbyggð- anna. Um og eftir aldamótin flytur fjöldi fólks úr Breiðafjarðareyjum og innanverðum Breiðafírði til Hell- issands sem hafði löngum verið útróðrarstaður bænda úr þessum byggðum. I þessum innflytjendahópi til Hellissands voru ung hjón, Guð- mundur Guðmundsson síðar út- vegsbóndi í Rifí og kona hans, Jófríður Jónsdóttir, sem fluttu frá Ósi á Skógarströnd að Selhóli á Hellissandi árið 1902. Þetta voru foreldrar Friðþjófs B. Guðmunds- sonar í Rifi, en hann lést 3. þ.m. á St. Fransiskusarspítalanum í Stykkishólmi og útför hans fer fram frá Ingjaldshólskirkju í dag, laugar- daginn 19. september. Friðþjófur Baldur Guðmundsson var fæddur á Selhóli á Hellissandi 27. október 1904 og ólst þar upp þar til foreldrar hans fluttu að Rifí árið 1914 eftir að Guðmundur faðir Friðþjófs og Jens Sigurðsson eig- andi Rifsjarðarinnar gerðu með sér makaskipti á Rifs- og Selhólseign- unum. Það hefðu þótt sérstæð viðskipti nokkrum áratugum síðar, en það er önnur saga. 1932 giftist Friðþjófur eftiriif- andi konú sinni, Halldóru Kristleifs- dóttur frá Hrísum í Fróðárhreppi, en foreldrar hennar voru Kristleifur Jónatansson bóndi og skipstjóri frá Hrísum og kona hans, Soffía Árna- dóttir. Þau Halldóra og Friðþjófur bjuggu sín fyrstu búskaparár á Hellissandi en fluttu árið 1936 í Rif og bjuggu þar síðan. Þau eign- uðust fjögur börn og ólu upp tvo fóstursyni. Börnin eru: Ester Úr- anía, gift Kristni Haraldssyni, sem lést í janúar síðastliðnum, börn Fæddur 1. jíiní 1913 Dáinn 11. september 1987 Að kvöldi hins 11. september barst mér sú fregn að Ögmundur Guðmundsson, Þórarinsstöðum, Hrunamannahreppi, væri dáinn. Það er einkennilegt að hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að sjá hann aftur. Já, það er erfitt, en einhverntíma verða allir að deyja, Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargr cinar til bírting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ril stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavik og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. þeirra eru 9; Sævar, kvæntur Helgu Hermannsdóttur, þau eiga 3 bðrn; Svanheiður, gift Jóhanni Lárussyni, þau eignuðust 4 börn; Kristinn Jón, giftur Þorbjörgu Alexandersdóttur, þau eignuðust 6 börn. Fóstursynirn- ir eru Sæmundur Kristjánsson, kvæntur Auði Grímsdóttur, þau eiga 3 börn og Hafsteinn Björns- son, kvæntur Steinunni Júlíusdótt- ur, þau eiga 4 börn. Síðari hluta fjórða áratugarins, um það leyti er Friðþjófur og Hall- dóra settu á stofn heimili, var íbúum hreppsins norðan undir Snæfells- jökli tekið að fækka. Hafnaraðstaða á Hellissandi var erfíð og bauð ekki upp á breytta útgerðarhætti á sama hátt og var að gerast í öðrum fiski- þorpum með stærri og fullkomnari fiskibátum. Enn var róið frá gömlu lendingunum og vörunum, næstum allt óbreytt frá landnámsöld, nema bátarnir nokkru betur búnir og sumir komnir með vélar. Umræðan um hafnargerð hófst. Fyrstu framkvæmdirnar voru gerð- ar í Krossavík vestan vð byggðina á Hellissandi en fljótlega kom í ljós að þar yrði aldrei gerð framtíðar- höfn. Þar var reyndar um nokkur ár lífleg smábátaútgerð. Þegar í ljós kom að með hafnargerðinni í Krossavík myndi ekki skapast að- staða fyrir útgerð stærri fiskiskipa hófst umræða um hafnargerð í Rifi þar sem auðvelt væri að gera fram- tíðarhöfn. Þessi umræða og framtíðarsýn dugði þó ekki til þess að hamla gegn því að margir misstu trú á að úr myndi rætast og íbúum hreppsins fækkaði ár frá ári. Einn af þeim sem trúði því statt og stöðugt að úr myndi rætast og að því Jcæmi að hafist yrði handa við hafnargerð á Rifí var Friðþjófur Guðmundsson. Friðþjófur sat í hreppsnefnd Nes- hrepps utan Ennis um árabil og þar beitti hann sér sem annars staðar fyrir því að framkvæmdir hæfust við hafhargerð í Rifi. Svo kom að því árið 1951 að samþykkt voru lög um landshöfn á Rifí. Undanfari þessarar lagasetn- ingar var m.a. sá að Friðþjófur lét ríkissjóði eftir jörðina Rif fyrir gjaf- verð og hafði hann jafnan boðið upp á slík viðskipti ef það mætti verða til þess að höfn yrði gerð á Rifí. Friðþjófur var í stjórn lands- hafnarinnar í Rifí fyrstu árin og annaðist rekstur hafnarinnar fyrst eftir að farið var að gera út frá Rifshöfn. Friðþjófur lifði þann tíma þegar atvinnuhættir voru að breytast úr því að líkjast atvinnuháttum mið- alda, jafnvel landnámstíma. Hann stundaði sjó frá Keflavíkurvör und- ir Jökli og fleiri lendingum á því svæði, sem róið hafði verið frá með líkum hætti í áraraðir. Hann tók þátt í fyrstu breytingunum með vélvæðingu áraskipanna, hann reri úr Krossavík, þar sem gerð höfðu verið frumstæð hafnarmannvirki og hann tók þátt í að koma af stað hafnargerð í Rifí og sjá þar höfn gerða sem stærstu fiskiskip og millilandaskip athafna sig í. Á með- an Friðþjófur hafði heilsu til mátti sjá hann á hafnarsvæðinu, ein- hverra erinda í sambandi við útgerð sona sinna eða bara áhugans vegna. Hann var að vissu leyti óaðskiljan- legur hluti þess er var að gerast við höfnina á Rifí í rúman aldar- fjórðung. Þótt Friðþjófur sé nú allur er svipur hans og arfur enn til staðar þar undir Jökli. Flestir afkomendur eru búsettir í Neshreppi, allt af- bragðsfólk, synir og dóttursynir eru dugmiklir skipstjórar á glæsilegum fiskiskipum sem gerð eru út frá Rifshöfn. Ég nefndi hér áður að Friðþjófur sat í hreppsnefnd Neshrepps utan Ennis. Hann var formaður sóknar- • nefndar Ingjaldshólssafnaðar í áraraðir og einnig meðhjálpari og söng í kór Ingjaldshólskirkju. Með- an búskapur var að einhverju ráði í hreppnum var hann formaður búnaðarfélags hreppsins. Friðþjófur bjó allvænu búi, bæði fjár- og kúa- * búi, fram á síðustu ár. Þeir sem koma að sumarlagi í Rif komast ekki hjá þvi að taka eftir því mikla fuglalífi sem þar er. Ber þó mest á kríunni, en innanum kríuna og í skjóli hennar er fjöldi annarra fugla. Friðþjófur byrjaði á því snemma á búskaparárum sínum í Rifi að banna alla eggjatöku í því kríuvarpi sem þá var í Rifí og var þá lítið. Hann gekk mjög ákveðið fram gegn þeim er reyndu að komast fram hjá banni hans.Árangurinn er stærsta kríuvarp á íslandi og þótt víðar sé farið. Einnig það að enginn lætur sér detta í hug að breyta þeim óskráðu lögum Friðþjófs að öll eggjataka sé bönnuð, nú er það ekki aðeins í Rifslandi heldur á mikið stærra svæði. Þeir íslendingar sem komu til starfa á þriðja og fjórða áratug ald- arinnar lögðu grunn að því velferð- arþjóðfélagi sem við búum við í dag. í þeim hópi var Friðþjófur í Rifi, honum eru þökkuð störfin. Fjölskylda mín sendir aðstand- endum Friðþjófs samúðarkveðjur. Skúli Alexandersson JóhannesH. Guð- jónsson — Minning Kveðjuorð: 00 Ogmundur Guðmunds- son — Þórarinsstöðum það verðum við 611 að sætta okkur við. Ég vil þakka Munda fyrir allar þær góðu stundir er við áttum sam- an er ég var í sveit á Þórarinsstöð- um og mun ég aldrei gleyma hversu góður hann var við mig þau sumur sem ég var hjá þeim. Ég votta heimilisfólkinu á Þórar- insstöðum mína dýpstu samúð svo og öðrum ættingjum og vinum. Öli Björn Fæddur28.júlfl912 Dáinn 16. júní 1987 „Hvar þú finnur fátækan á förnum vegi gerðu honum gott en græt hann eigi guð mun launa á efsta degi." (Hallgr. Pét.) í huga koma þessar ljóðlínur er ég hugsa til tengdaföður míns, J6- hannesar Hjálmtýs Guðjónssonar, sem nú er látinn eftir langvinna baráttu við illvígan sjúkdóm sem fyrst gerði vart við sig fyrir tæpum 3 árum. Jóhannes gekkst þá undir skurðaðgerð og leit um tíma út fyrir að vágestinum hefði verið út- rýmt en svo reyndist ekki. Jóhannes fæddist á Vatneyri við Patreksfjörð, sonur hjónanna Þórdísar Jónsdóttur og Guðjóns Jósefssonar. Auk Jóhannesar áttu þau dæturnar Kristjönu, Jórunni og Helgu. Tvær eldri systurnar eru nú látnar. Jóhannes ólst upp á Patreksfirði og stundaði þar hefðbundna skóla- göngu síns tíma. Eftir fermingu gekk hann að allri vinnu er til féll svo sem fískvinnu o.fl. Hann stund- aði sjómennsku um tfma á unga aldri, enda hafði hann brennandi áhuga á sjómennsku. Ekki voru þó foreldrarnir sáttir við að einkason- urinn legði fyrir sig svo hættulegt starf og hvöttu hann að leita trygg- ara starfs í landi. Eftir nokkra umhugsun ákvað hann að snúa sér að iðnnámi, en valkostirnir á Vest- fjörðum reyndust færri en hann vænti. Hann kaus að dvelja í sinni heimabyggð um sinn og hóf nám í bakaraiðn hjá Ottó Guðjðnssyni bakarameistara á Patreksfirði. Jó- hannes lauk sveinsprófi sínu á ísafírði árið 1936. Að loknu námi leitaði hugur hans nýrra leiða svo sem oftlega síðar á lífsleiðinni og réð hann sig til vinnu á Seyðisfírði og vann þar sem bakari í eitt ár. Á Seyðisfirði undi Jóhannes hag sínum hið besta, einkum veðrinu góða sem honum varð oft tíðrætt um sfðar. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur en þá var kreppan skollin á og Iitla vinnu að fá. Iðju- leysi átti ekki við Jóhannes og vann hann af kappi við að hjálpa föður- systur sinni og syni hennar sem voru að byggja sér íbúð. Leiðin lá nú aftur til Patreksfjarðar þar sem hann starfaði hjá sfnum fyrri læri- meistara í 2 ár. Árið 1941 verða þáttaskil í lífí Jóhannesar en þá giftist hann eftir- lifandi eiginkonu sinni, Markúsfnu A. Jóhannesdóttur frá Flateyri og ári seinna settust þau að f heima- byggð hennar ásamt syni þeirra sem þá var á öðru ári. Á Flateyri rak Jóhannes brauðgerð í 8 ár en hafði jafhframt ýmis önnur járn í eldinum. Um tíma starfrækti hann stórt hænsnabú á þess tfma mæli- kvarða. Einnig rak hann bátaútgerð og fískvinnslu ásamt brauðgerð- inni. Rekstrargrundvöllur reyndist hins vegar ekki eins traustur og vonir höfðu staðið til. Þama verða því tímamót í lffí hans. Hann neyð- ist til að selja allar eigur sfnar og flytjast á brott. Á móti efnahags- legu tjóni kom hins vegar varanlegri eign, því nú bættist dóttir f fjöl- skylduna Fjölskyldan fluttist til Akureyrar þar sem Jóhannes veitti forstöðu Brauðgerð KEA um eins árs skeið. Ekki féll hann alls kostar í mynstur samvinnuhreyfingarinnar enda ávallt maður einkaframtaks- Árið 1952 fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur þar sem hann bjó til æviloka. Fyrstu árin í Reykjavík starfaði hann við ýmsar brauðgerðir. Síðan starfaði hann í 16 ár hjá versluninni Máln- ing og járnvörur. Er kom að eftir- launaaldri gerðist hann starfsmaður borgarinnar þar sem hann starfaði meðan heilsan leyfði. Jóhannes var maður sem kom til dyranna eins og hann var klæddur. Hann ræddi tæpitungulaust um hlutina og af fullri hreinskilni. All- oft taldi hann hreinskilni sfna hafa orðið sér til tjóns á lífsleiðinni, en aldrei mun hafa hvarflað að honum að temja sér smjaður né fagurgala til að bæta lífsafkomu sína. Þeir sem nánir voru vissu að þar var góður og traustur vinur sem ætfð mátti leita til og treysta til góðs liðsinnis. Þetta kom m.a. fram er hann bauð tengdaforeldra sína vel- komna á heimili sitt er þau gátu ekki lengur séð um sig sjálf. Hann var afbragðs heimilisfaðir og lagði metnað sinn í að koma börnum sfnum til mennta. Þau eru Guð- mundur Magnús læknir, kvæntur Svölu Karlsdóttur. Þeirra börn eru Jóhanna Andrea, Asta Guðríður og Guðmundur Karl. Helga Bryndís hjúkrunarfræðingur, gift Baldri Ell- ertssyni. Þeirra börn eru Jóhannes, Ásta Björk, Andrea og Ellert. Mér er ljúft að minnast þess er ég fyrst fór að koma á heimili tengdaföður míns, hve þá strax ég hreifst af hreinskiptum lífsskoðun- um hans og brennandi áhuga á öllu því sem var að ske hverju sinni. Hvað sterkt sjórinn togaði f Vest- firðinginn í honum, en vart leið sá morgunn að hann færi ekki niður að höfn að líta yfir lífíð þar áður en hann gekk til vinnu. Grunnt var á bernskuminningun- um og oft sagði hann mér frá æsku sinni á Patró á þann hátt sem hon- um einum var lagið, þannig að frönsku duggurnar og duggukarl- arnir nánast stigu fram á sviðið. Gaman var að sjá áhuga og um- hygau *•& þegar barnabörnin komu hvert af öðru. Þar áttu þau sinn besta stuðningsmann f leik og starfi. Ég vil þakka tengdaföður mfnum samfylgdina sem gjarnan hefði mátt vera miklu lengri, að njóta samvista manna sem hans gefur lffinu aukið gildi. Baldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.