Morgunblaðið - 29.09.1987, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.09.1987, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 Ofsabrim í Höfnum: Tvær trillur sukku við hafnargarðinn Keflavík. TVÆR trillur sukku í ofsabrimi sem gerði í Höfnum í gærmorg- un. Björgunaraðgerðir hófust á fjörunni og kl. 18 hafði tekist að bjarga báðum trillunum. Þær voru hífðar upp úr höfninni með krana. Ekki mátti tæpara standa þvi þá var farið að flæða aftur og gaf á hafnargarðinn þegar menn voru að tygja sig á brott. Skákþing íslands: Sigiirinn blasirvið Margeiri TÍUNDA umferð Skákþings ís- lands á Akureyri var tefld í gær. Margeir Pétursson er enn í efsta sæti með niu vinninga, en hann vann Dan Hanson i gær. Önnur úrslit urðu sem hér segir: Helgi Ólafsson vann Jón G. Viðars- son, Hannes Hlífar Stefánsson vann Ólaf Kristjánsson, Karl Þorsteins vann Áskel Öm Kárason, Þröstur Þórhallsson vann Sævar Bjamason, Þröstur Ámason vann Gylfa Þór- hallsson og Davíð Ólafsson vann Gunnar Frey Rúnarsson. Margeir er því efstur með 9 vinn- inga, síðan kemur Helgi með 8, Hannes Hlífar með 6 lh og þeir Karl Þorsteins og Davíð em í 4.-5. sæti með 6 vinninga hvor. Ellefta umferð verður tefld I dag. Renndi einni bifreið á aðra MAÐUR nokkur olli skemmdum á tveimur bifreiðum i Reykjavík um helgina, þegar hann lét aðra þeirra renna á hina. Maðurinn var í samkvæmi í húsi við Baldursgötu aðfaranótt laugar- dagsins. Eftir að hafa kvatt fólk þar, um kl. 1.20, gerði hann sér að leik að láta bifreið, sem stóð við götuna, renna á aðra. Eigandi bif- wjoðMtnaorgVhandsamIðt “m Landsfundur Borgaraflokksins felldi tillögu gegn fóstureyðingum: Morgunblaðið/Björn Blöndal Unnið að því að koma böndum á Rúnu GK svo ná megi bátnum af botni hafnarinnar. Þijár trillur lágu við hafnar- garðinn þessa nótt en fjórir trillu- eigendur höfðu verið svo forsjálir að færa báta sína inn á Sand þar sem gott lægi er. Þangað er þó aðeins hægt að komast á flóði. Þröstur Bjamason, sem réri á annarri trillunni er sökk, sagðist hafa verið á næturvakt til kl. 8.00 um morguninn. Þegar hann hefði komið að hefði báturinn verið full- ur af sjó. „Ég kom vélinni 4 gang og var að undirbúa að skera á böndin þegar vélin drap á sér. Það skipti engum togum að báturinn sökk undan mér. Ég blotnaði upp und- ir hendur en tókst að komast í land og hlaupa upp með garðinum sem var undir stöðugri ágjöf,“ sagði Þröstur. Einni trillu tókst að koma und- an í briminu. Eigandi hennar var nokkmm mínútum á undan Þresti. Hann andæfði við hafnar- garðinn þar til færi gafst til að sigla inn á Sand á flóðinu. Trillumar sem sukku hétu Pollý og Rúna GK 40. Eigandi Rúnu er Rikki í Höfnunum og sökk trillan hans við biyggjuna í fyrra. Rikki sagði að þetta ástand í hafn- armálum væri með öllu óþolandi. Hann var með bátinn tryggðan í fyrra en fékk engar bætur. „Þeir hengdu hatt sinn á að haffæm- isskírteini vantaði. Þetta var hjá Samvinnutryggingum og þú mátt hafa það eftir mér,“ sagði Rikki, sem nú er tryggður hjá öðra fé- lagi. Bjöm Lúthersson í hafnarstjóm sagði aðstæður hættulegar og ófullnægjandi. Ljóst væri að úr- bætur þyrfti að gera hið snarasta. „Þetta er lífsspursmál fyrir þá sem stunda útgerð í plássinu." Menn benda á flotbryggju inn- an við hafnargarðinn sem fýsileg- an kost. Haugar af stórgrýti era rétt fyrir ofan höfnina. Gijótið var fengið úr granni flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og kalla bæjarbúar það „gullmolana" í daglegu tali. - BB Síðan kallaði hann á lögreglu, sem tók manninn í sína vörslu. í dag ÍÞRÚWR 2tloi-0unbln&it> Kristján Arason er besti handknatt- leiksmaður í heimi! Einn af mattarstójp- um flokksins hruninn - segir Hulda Jensdóttir og telur afgreiðsluna svik við stefnu flokksins BLAÐ B ÁLYKTUN, SEM lögð var fram á landsfundi Borgaraflokksins nm einarða afstöðu Borgara- flokksins gegn fóstureyðingum, var felld með miklum meiri- hluta á fundinum. í áliti 11 manna nefndar, sem fjallaði um heilbrigðis- og tryggingamál, var lagt til að landsfundurinn samþykkti eftirfarandi: „Um- hyggja fyrir mannlegu lífi, gagnstætt eyðingu þess, er æðsta markmið góðrar ríkis- stjórnar. Því mun Borgara- flokkurinn beita sér fyrir því að sett verði löggjöf sem virðir friðhelgi mannlegs lifs og tryggir rétt þess frá getnaði, nema lífi móður sé hætta búin. Sett verði ákvæði i lög um ófijó- semisaðgerðir varðandi um- hugsunartíma eftir að umsókn kemur fram og almenn fræðsla verði aukin.“ Þetta álit felldi Landsfundurinn, en samþykkti eftirfarandi: „Borgaraflokkur- inn stuðli að þvi að takmarkanir við fóstureyðingum verði hert- ar sem auðið er og almenn fræðsla um friðhelgi mannlegs lífs efld. Tryggt sé að þeir ein- staklingar sem til getnaðar hafa stofnað séu upplýstir um ailar hliðar málsins áður en til Hoffellið: Björguðu færeysk- um trillukörlum á reki Hafði rekið stjórnlaust í 10 klukkustundir ÁHÖFNIN á togaranum Hoffelli frá Fáskrúðsfirði kom tveimur færeyskum sjómönnum til bjarg- ar á laugardagskvöld. Vélin í trillu Færeyinganna var biluð. Hafði þá rekið stjórnlaust í tíu klukkustundir þegar þeir fund- ust. „Við vorum að koma að Færeyj- um um klukkan sjö á iaugardags- kvöld. Þá urðum við varir við björgunarþyrlu á sveimi og litlu síðar komum við auga á ljóstýra skammt frá skipinu," sagði Högni Skaptason skipsstjóri í samtali við blaðið. „Eftir að hafa hlustað á fjar- skipti Þórshafnarradiós og þyrlunn- ar komst ég að því að trillu væri leitað. Við höfðum þá samband í land og vorum beðnir að sigla að bátnum ef við gætum. Það var aðeins 20 mínútna sigl- ing að trillunni. Þetta var skömmu fyrir myrkur. Við tókum mennina um borð, settum taug í bátinn og sigldum síðan með þá til hafnar. Annar mannanna var orðinn hrakinn og blautur. Hann seig niður um leið og hann var hífður inn á þilfarið og við bjuggum um hann í koju. Hinn var hressari og virtist þeirri stundu fegnastur að fá eitt- hvað heitt í svanginn," sagði Högni. Mennimir vora frá Vogi á Suður- eynni. Þeir höfðu siglt út um morguninn en orðið fyrir vélarbilun í hafí. Bátinn hafði rekið austur undir svo nefíit Akraberg, þar sem era giynningar og sterkur straum- ur. Þrátt fyrir tilraunir skipveija að hemja bátinn með rekankeri fengu þeir ekki við hann ráðið. Hoffellið sigldi frá Vogi eftir að mennimir höfðu verið settir í land. Togarinn var á leið úr söluferð til Bretlands og kom til hafnar á Fá- skrúðsfírði á sunnudagskvöld. ákvörðunar kemur.“ Snarpar umræður urðu um þetta mál og einn fundarmanna kvaðst í ræðustól ekki ætla sér að vera í flokki sem stimplaði menn morðingja þótt þeir hefðu þurft að taka ákvörðun um fóstur- eyðingu. Stóð umræddur fundar- maður, og fleiri, að tillögunni, sem var samþykkt með 106 atkvæðum gegn 63. Morgunblaðið ræddi við Huldu Jensdóttur, einn af tals- mönnum tillögunnar sem var felld á landsfundinum. „Með þessari afgreiðslu er hruninn einn af mátt- arstólpum Borgaraflokksins varðandi umhyggju fyrir mann- legu lífí,“ sagði Hulda, „þeir sem gengu í Borgaraflokkinn gerðu það vegna stefnuskrár flokksins, en nú hefur landsfundur breytt þessu og vísað frá atriðum sem skipta sköpum í þessum efnum. Þetta er að mínu mati mjög alvar- legt mál og svik við það sem hafði verið kynnt í stefnu flokksins I upphafi. Það kom mér á óvart að enginn þeirra þingmanna sem höfðu lýst sig samþykka þessu atriði skyldi biðja um orðið, því með þessari afgreiðslu er brostinn einn máttarstólpinn fyrir veru §ölda manna í Borgaraflokknum." Sjá fréttir af fundinum og viðtöl á bls. 54. Hrísey: Borhola gefur 70 gráðu vatn BORANIR eftir heitu vatni í Hrísey hafa gengið vel og hefur nú fundist þar um 70 gráðu heitt vatn. Hingað til hafa Hríseyingar verið með 60 gráðu heitt vatn. Fjórir menn frá fyrirtækinu ísbor hafa undanfama viku bor- að 3 holur 1 eynni. í fyrstu tveimur holunum reyndist vatnið ekki nægilega heitt, en í þeirri þriðju var það um 70 gráður, sem fyrr sagði. Heimamenn telja að vatnsmagnið í þeirri holu sé tvisvar til þrisvar sinnum meira en þörf er á. Nú er verið að rannsaka borholuna nánar og síðan verður tekin ákvörðum um hvort reynt verður að fínna enn heitara vatn. Árs fangelsi fyrir rán TVÍTUGUR maður hefur verið dæmdur til tólf mánaða óskil- orðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa ráðist á og rænt fatlaðan mann um sjötugt í lok janúar á þessu ári. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa ráðist á gamla manninn i fom- verslun hans á Grettisgötu þann 28. janúar og rænt af honum um 75 þúsund krónum. Maðurinn hefur tvívegis áður verið dæmdur til fang- elsisvistar, í fjóra og þijá mánuði fyrir þjófnað og gripdeild. Gamli maðurinn í fomgripaversl- uninni hefur þrisvar sinnum verið rændur á þessu ári. Fyrst var það ( lok janúar, síðan þann 31. mars og loks 2. apríl. Ekki hafa gengið dómar í tveimur sfðustu málunum. I... n j rcio : r i : i ■ >1(3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.