Morgunblaðið - 29.09.1987, Page 3

Morgunblaðið - 29.09.1987, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 3 Álverið í Straumsvik. Útlit er fyrir 100 milljóna króna hagnað hjá ÍSAL Raforkuverð til verksiniðjunnar nálgast 15 mills ÚTLIT er fyrir að íslenska álfélagið i Straumsvik verði rekið með nálægt 100 miiyóna króna hagnaði á þessu ári, að sögn Ragnars Halldórssonar forstjóra. Á siðasta ári varð tæplega 700 milljóna króna rekstrarhalli hjá verksmiðjunni. Ragnar sagði um ástæður þess- ara umskipta að í ársbyrjun hefði verksmiðjan fengið um 4 milljarða íslenskra króna í aukið rekstrarfé frá móðurfyrirtækinu í Sviss. Þá hefði álverð farið hækkandi, sérs- taklega í ágúst. Verðhækkunin á árinu næmi um 50%. Loks hefði framleiðslan aukist og fyrirtækið verið rekið með svo til fullum af- köstum, þrátt fyrir erfíðleika með rafskaut í sumar. Ragnar sagði að reksturinn væri í jámum það sem af er árinu en góðir mánuðir fram- undan, þannig að útlit væri fyrir hagstæða útkomu í árslok. Ragnar á frekar von á því að rekstrarskilyrði verði áfram hag- stæð. Litlar birgðir væru til af áli í heiminum og góð eftirspum. Framleiðsla verksmiðju ÍSÁL í Straumsvík væri því seld nokkum veginn jafnóðum. Raforkuverð til ÍSAL er tengt heimsmarkaðsverði á áli. Lág- marksverðið er 12,5 mills og var í því lengst af, en nú er verðið kom- ið vel yfir 14 mills og líkur á að það fari yfír 15 mills þegar raf- magnsreikningurinn fyrir septem- ber verður gerður upp, að sögn Ragnars. * Ohappahrina í umferðinni MIKIÐ var um óhöpp í umferð- inni í Reykjavik um helgina og i nokkrum tilfellum urðu slys á mönnum. Á föstudagskvöld um kl. 23.30 ók maður á bláu DBS-reiðhjóli á tvær konur á Suðurgötu. Þær féllu báðar í götuna og meiddust, en maðurinn hjólaði á brott. Lögreglan biður hann um að gefa sig fram. Á laugardagskvöld var ekið á konu í Lækjargötu. Hún brotnaði á hægra fæti og skrámaðist á höfði. Fyrr um daginn varð árekstur tveggja bifreiða á mótum Skál- holtsstígs og Laufásvegar og var farþegi úr annarri bifreiðinn: fluttur í slysadeild, en meiðsli hans munu ekki mikil. Skaftafell: Á sunnudag skullu þijár bifreiðar saman á mótum Höfðabakka og Stekkjarbakka. Tveimur bifreiðum var ekið suður Höfðabakkann og ætlaði ökumaður þriðju bifreiðar- innar að beygja niður Stekkjar- bakka, en ók þá í veg fyrir hinar tvær. Einn ökumannanna var flutt- ur í slysadeild. Loks slösuðust flögur ungmenni í Breiðholti á sunnudag. Þau voru á tveimur vélhjólum og óku út úr húsasundi inn á Völvufell. Bifreið, sem var ekið suður eftir Völvufelli, lenti á hjólunum tveimur. Ung- mennin fjögur voru öll flutt í slysadeild, en meiðsli þeirra munu ekki vera mikil. Sjö sóttu um stöðu þj óðgar ðs var ðar SJÖ umsækjendur eru um stöðu þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli. Ráðið verður í stöðuna frá og með næstu áramótum, er Ragnar Stefánsson lætur af störfum fyr- ir aldurs sakir. Einn umsækjenda óskaði nafn- leyndar en aðrir sem sóttu um stöðuna voru: Finnur Torfí Hjör- leifsson lögfræðingur, Haraldur Antonsson búfræðingur, Jón Hjart- arson skólastjóri, Sigrún Helgadótt- ir líffræðingur, Snorri Baldursson Hffræðingur og Stefán Benedikts- son fyrrum alþingismaður. Stórbruni í Þorlákshöfn: Tjónið minnst 50 milljónir Þorláushöfn. HLUTI saltfiskverkunarhúss Meitilsins hf. í Þorlákshöfn brann til kaldra kola aðfaranótt mánudagsins. Tjónið er talið nema a.m.k. 50 mil^jónum króna. Það var um kl. 12.50 aðfaranótt mánudagsins að eldsins var vart. Þegar Sigurður Ólafsson slökkvi- liðsstjóri kom á vettvang 5 mínútum síðar var eldurinn aðallega í syðri hluta hússins en á næstu 10 mínút- um breiddist eldurinn þannig út að eldtungumar stóðu hátt í loft upp frá öllu húsinu. Að sögn Sigurðar varð ekkert við eldinn í sjálfu hús- inu ráðið og því aðaláherslan lögð á að bjarga nærliggjandi húsum sem og tókst. Strekkingsvindur var af suðvestri og magnaði hann eldinn mjög. Slökkvilið Hveragérðis og Ölfuss kom slökkviliðinu í Þorláks- höfn til aðstoðar. Eldsupptök eru með öllu ókunn enda lítið verið rannsökuð ennþá. Að sög^i Páls Jónssonar forstjóra Meitilsins hf. voru í húsinu allt að 100 tonn af saltfiski að mestu leyti tilbúin til útflutnings, að auki var talsvert af veiðarfærum geymt á lofti og í porti á bak við húsið. Þetta brann allt saman. Húsið er fyyggt fyrir um 24 milljónir svo ætla má að tjónið sé aldrei undir 50 milljónum. Páll sagði einnig að hús þessi væru aðallega notuð tii að geyma saltfísk sem verkaður væri í öðru húsi skammt frá en öll pökkun á saltfíski hefði farið þama fram. Hann sagði að ekki væri sjá- anlegt að þetta hefði áhrif á reksturinn að sinni en þegar frá liði yrði að útvega húsnæði til geymslu saltfísks. Hús þessi eiga sér nokkra sögu. Það var um 1950 að þau vora tekin í notkun hér í Þorlákshöfn. Veggir vora uppsteyptir en ofan á þá vora settar fímm reisulegar burstir. Timbrið í burstimar og loftið vora fengnar austan frá Eyrarbakka úr Lefoliis-húsinu sem var hús dönsku verslunarinnar og var það að minnsta kosti 150 ára gamalt. - JHS Sjá litmyndir af brunanum á bls. 5. Vinþú íslenskan sigur? Ég hef nú þjálfað Valsliðið í 4 ár með mikilli ánægju. Á þessum árum hef ég haft mikla ánægju af að fylgjast með þróun íslenskrar knattspyrnu og kynnst mörgum góðum liðsmönnum. Á morgun kl. 16.30 leika Valsmenn seinni leik sinn gegn a-þýska liðinu Wismut Aue á Laugardalsvelli, þar sem margir fræknir sigrar hafa náðst með frábærum stuðningi ykkar, ágætu íslendingar. Ég hvet ykkur nú öll til að mæta og styðja Valsliðið, ef þið viljið enn einn sætan íslenskan siaur. Thenmop.ane í fararbroddi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.