Morgunblaðið - 29.09.1987, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 29.09.1987, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 9 Enska, ítalska, danska, spænska fyrir byrjendur. Upplýsingar og innritun í síma 84236. RIGMOR. MALVEI RKA- svnii ia á málverkum eftir Sigurð Kristjánsson, iistmálara, í Eden Hveragerði, dagana 23. sept — 6. okt. rGEGN STAÐGRElÐSLUn V/6RZLUNRRBRNKIISLRNDS HF Kaupum og seljum hlutabréf Verslunarbanka íslands gegn staögreiðslu. Kaupverð nú er kr. 1.280,- fyrir hverjar 1.000,-kr. nafnverðs. sími Hlutabréíamarkaóurinn hl. 21677 Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík. Nýir mark- aðir Markaðsöflun Fyrir fáu erum við íslendingar viðkvæmari en mörkuðum fyrir afurðir okkar. Eins og rauður þráður gengur það í gegnum ís- landssöguna, að skip og tækifæri til að selja afurðirnar í útlöndum var forsenda sæmilegrar afkomu og frelsis. Er það ekki aðeins á þessari öld eða hinum síðari árum, sem harka hefur hlaupið í samskipti okkar og annarra þjóða vegna útgerð- ar, fiskvinnslu og markaða. Nágrannar okkar í Norður-Evrópu eru hinir hefðbundnu viðskiptavinir, Bandaríkjamarkaður skiptir mjög miklu og athyglin beinist að nýjum löndum eins og Japan. Línuritið hér að ofan er úr Hagtíðindum og sýnir verðmæti út- fluttra sjávarafurða 1986 eftir löndum. í Staksteinum í dag er fjallað um markaðsmál og meðal annars vitnað í Frost, frétta- bréf Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. f síðasta tölublaði Frosts, fréttabréfs Sölu- miðstöðvar hraðfrysti- húsanna, ritar Friðrik Pálsson, forstjóri fyrir- tœldsins, um nýja markaði og segir meðal annars: „Sá sem vinnur að markaðsmálum þarf að sýna stöðuga árvekni. Líftími hverrar vöru er oft ekki mjög langur og því þarf sölumaðurinn sífellt að huga að nýjum mörkuðum. En hvað eru nýir markaðir? „Nýir markaðir" eru ekki síður til staðar á gamalgrónum markaðs- svæðum en í nýjum löndum. Mestum og skjótustum árangri má oftast ná á „nýjum mörk- uðum“ þar sem svipuð vara hefur áður öðlast öruggan sess um langan eða stuttan tima. Vöruþróun getur þannig skapað nýja markaði, líkt og nýir markaðir opnast á þann hátt, að nýtt land eða markaðssvæði hefja kaup á tiltekinni vöru i fyrsta sldpti eftir langt hlé. Þegar spurt er um „nýja markaði" er vænt- anlega oftast átt við „ný lönd“ eða „ný markaðs- svæði". Ekld er ýkja algengt að stökkbreyt- ingar verði á markaðs- svæðum fyrir ákveðnar vörur. Þróunin er oftast hægt og sígandi og er matvara þar ekki undan- skilin. Dæmi eru þó að sjálf- sögðu um mjög hraða þróun og skjótan árang- ur. Eitt af þeim dæmum eru Landvinningar okkar á Japansmarkaði. Á undraskönunum tima hefur okkur íslendingum tekist að ná þar öruggri fótfestu." Þróiminí Japan Friðrik Pálsson heldur áfram og segir: „Þar [í Japanj hefur Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna unnið afar mikilvægt bruðtryðj- endastarf. SH hefur verið leiðandi í sölu islenskra fiskafurða til Japans. Kostir sölusamtak- anna SH pjóta sin mjög vel í samskiptum við Jap- ansmarkað. Japanir leggja mikið upp úr áreiðanleika i við- skiptum og öruggri vöruvöndun. Samskipti SH og japanskra kaup- enda hafa þess vegna verið mjög ánægjuleg og árangurinn talar sinu máli. Ár frá ári hafa við- skiptin aukist og sam- böndin styrkst. Japanir eru mestu fiskætur i heimi, en lengst af var innflutning- ur til Japans afar takmarkaður vegna inn- flutningshafta. Á und- anfömum árum hefur mikið verið slakað á þeim hömlum og viðbrögðin hafa verið þau, að mikið framboð er til Japans frá öllum helstu fiskfram- leiðsluþjóðum. Við Islendingar eigum £ harðri samkeppni í Jap- an við Kanadamenn, Norðmenn og fleiri. Okkur er þvi mikil nauðsyn að standa vel saman og sýna Japönum i verki hér eftir sem hingað tál, að við getum tryggt þeim skynsamlegt og stöðugt framboð af gæðavöm. Það kunna Japanir vel að meta til fjár.“ Þverstæða Raunar má telja það meðal þverstæðna í al- þjóðaviðsldptum, að það skuli borga sig og þykja meira en árennilegt að draga fisk úr sjó hér í Atlantshafi og flytja hann síðan yfir hálfa jörðina til eyþjóðar og fiksveiðiþjóðar á Kyrra- hafi og selja með hagn- aði. Þannig er þó háttað fisksölu okkar til Japans og ef marka má orð for- stjóra SH em fremur líkur á vaxandi útflutn- ingi á íslenskum fiski þangað en samdrætti, ef rétt er á málum haldið. Eins og sjá má á yfir- liti Hagstofu íslands yfir verðmæti útfluttra sjáv- arafurða á siðasta ári var álíka mikið upp úr þvi að hafa að selja fisk til Japans og Sovétríkjanna. Sá mikli munur er á framkvæmdiimi, að selj- endur ræða beint um viðskipti við Japani en viðræðumar við Sovét- menn em hlaðnar pólitiskri spennu og ein- kennast oft af vandræða- gangi, þar sem annað en viðskiptasjónarmið sýn- ist ráða að lokum. TSíbamalkadutinn Vbl*1 íifl11 ^fiettisgötu 1-2- tS Mazda 323 (1.3) '85 Sjálfsk., 22 þ.km. 3 dyra. V. 330 þ. MMC Colt 1500 '86 28 þ.km. Útv. + segulb. o.fl. V. 390 þ. Mazda 323 Saloon '87 7 þ.km. 1300 vél, 5 gíra. V. 410 þ. Lada Lux '87 6 þ.km. Sem nýr. V. 190 þ. Toyota Tercel 4x4 '84 50 þ.km. Gott eintak. V. 440 þ. BMW 316 (4 dyra) '85 38 þ.km. 5 gira. V. 560 þ. Mercury Topaz GS '85 49 þ.km. 5 gíra m/framdrifi. V. 480 þ. Lada 1300 '85 40 þ.km. m/léttstýri. V. 135 þ. Cherokee Turbo diesel '85 45 þ.km. Mikiö af aukahl. V. 1050 þ. Landrover diesel (safari) '81 10 manna, ný vól of.l. Sórstakur bíll. Honda Accord EX '82 Aöeins 43 þ.km. Algjör dekurbill. V. 370 þ. Fiat Uno 70s '87 3 þ.km. Sem nýr. V. 320 þ. Blazer sport ’ 85 28 þ.km. V-6. Glæsilegur jeppi v. 980 þ. Dodge Aries station '87 6 þ.km. Sjálfsk. (4 cyl). V. 690 þ. (Skipti ód). Saab 900 GLS '82 Sjálfsk., m/aflstýri, 78 þ.km. V. 370 þ. MMC Lancer GLX ’86 29 þ.km. 5 gíra m/aflstýri. V. 410 þ. „Úrvalsjeppi" Toyota Hilux '81 91 þ.km. m/spili o.fl. V. 550 þ. BMW 520i ’83 51 þ.km. Aflstýri o.fl. V. 590 þ. Toyota Tercel 4x4 '87 12 þ.km. V. 585 þ. Toyota Corolla Twin Cam 16 '85 23 þ.km. Silfurgrár sportbíll. V. 520 þ. Gullsans. m/háum toppi, ekinn aðeins 39 þ.km. Aflstýri, rafm. i rúöum o.fl. Topp bill. Verö 440 þús. Daihatsu Charade CX 1987 Steingrár (sans.), 2 dekkjag., útvarp + segul- band o.fl. Verö 350 þús. Pajero langur 1986 Hvítur, 5 gíra, ekinn 30 þ.km. 7 manna, afl- stýri, dráttarkrókur of.l. aukahl. Verð 970 þús. Ford Sierra 1600 1984 Grásans, 3ja dyra, ekinn 32 þ.km. Gott út- lit. Verð 390 þús. (skipti á ódýrari). Verðbréfamarioður Iðnaðaibankans kynnir ný skuldabréf Glitnis hf. ávöxtun umfram verðbólgu Þúvelur á milli 13 mismunandi gjalddaga. Glitnir hf. er stærsta fjármögnunarleigufyrir- tækið á íslandi. Eigendur Glitnis hf eru Iðn- aðarbankinn, A/S Nevi í Noregi og Sleipner Ltd. í London. Skuldabréf Glitnis bera 11,1% ávöxtun um- fram verðbólgu. Það jafngildir nú 35% árs- ávöxtun. Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans sér um endursölu skuldabréfa Glitnis hf. ef eigandinn þarf á peningum sínum að halda fyrir gjald- daga. Síminn að Ármúla 7 er 68-10-40. Heiðdís, Ingibjörg, Sigurður B. eða Vilborg gefa allar nánari upplýsingar um skuldabréf Glitnis hf. Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.