Morgunblaðið - 29.09.1987, Side 15

Morgunblaðið - 29.09.1987, Side 15
, MORGUNBLAÐIÐ,. ÞRIÐJUDAGURi 29^ SEPTEMBER ^1987 ^ri5 heimamanna, aðstöðu í landi og fleira, að túnfiskveiðar og humarveiðar verði aðalveiði- skapur Cabo Verde-búa á næstu árum, en lítið verði veitt af botnlægum fisktegundum við óbreyttar aðstæður. c. Veiðiskapur sá, sem nú er fyrst og fremst stundaður við Cabo Verde á stærri fiski- skipum, er þess eðlis að bera ekki uppi mikla fjárfestingu eða rekstrarkostnað í sjávarút- vegi, hvorki á_ rannsókna- né rekstrarsviði. Ástæðurnar eru einkum að fiskistofnamir eru smáir, veiðiaðferðir hægvirkar, mest krókveiðar, smánótaveið- ar og veiðar með humargildr- um. Veiðin er mjög árstíða- bundin, þannig að oft er ekki um samfelldan rekstur að ræða á ársgrundvelli fyrir stærri fiskiskip. Veiðar á botnlægum fisktegundum með handfærum og stórvirkum veiðarfæmm gæti hugsanlega bætt úr þessu ástandi." Það má vel vera að einhveijir hafí líka orðið fyrir vonbrigðum með þennan áfanga þróunarsam- vinnu Islands og Cabo Verde. Sumir hafa eflaust gert sér vonir um að hlutverki okkar í þróun sjávarút- vegs Grænhöfðaeyja væri þar með lokið. en sagan sýnir að þróun tek- ur tíma og það er augljóst að þróunarsögu sjávarútvegs á Cabo Verde er ekki lokið. Sannreyna þarf betur þá fiskveiðimöguleika sem fyrir hendi eru á botnlægum físktegundum við Cabo Verde. Og síðast en ekki síst er lokaáfanginn eftir; að yfirfæra nauðsynlega þekkingu og færni til að Cabo Verde-íbúar geti sjálflr veitt, unnið og flutt út áðurnefndar botnflskteg- undir með eigin mannafla og tækjum. Ef menn viðurkenna þessar stað: reyndir, og það hefur stjórn ÞSSÍ gert, ásamt því að taka mið af sam- starfssamningi Islands og Cabo Verde, þá er deginum ljósara að íslendingar hljóta að veita aðstoð til að þróa sjávarútveg Cabo Verde lengra áleiðis. Því var ákveðið að undirbúa nýtt verkefni, nýjan áfanga, með því m.a. að senda „Feng" suður aftur. Síðara „Fengstíma- bilið“ að hefjast Það verkefni sem nú hefur verið ákveðið að ýta úr vör er framhald fyrri samstarfsverkefna og þriðja skrefið sem tekið er í því markmiði af efla fískveiðar á Cabo Verde. Verkefnið byggir á niðurstöðum úr fyrri verkefnum, en eins og áður er getið eru til á landgrunni Cabo Verde ýmsar botnfisktegundir, sem nú eru lítið sem ekkert veiddar, en möguleikar eru á að veiða, vinna og selja á erlendum mörkuðum. Veiðimöguleikar • til lengri tíma verða reyndir, m.a. hvort þessar tegundir eru veiðanlegar allan árs- ins hring eða ekki. Það á einnig að reyna á vinnsluna í landi, hvort hún ræður við að taka á móti veru- legu magni af fiski og vinna á fullnægjandi hátt til útflutnings. Þá verður látið reyna á erlenda markaði fyrir þessar afurðir, þ.e. sölumöguleika þeirra. Verkefnið mun ennfremur varpa ljósi á hag- kvæmni þess að hagnýta fyrmefnda fískistofna. Aflað verður mikil- vægra og fjölþættra upplýsinga um alla þætti þessa verkefnis sem síðar meir geta orðið grundvöllur að ák- vörðunum um nýtingu þessara fískistofna í framtíðinni. Stefán Þórarinsson, verkefnis- stjóri, hefur unnið framkvæmda- áætlun hins nýja áfanga. Hann segir m.a. um framkvæmdina: „Þrátt fyrir að þetta nýja botn- fískveiðiverkefni sé mun afmark- aðra við ákveðin verk en fyrri fískveiðiverkefni, hefur verið reynt að gera áætlanir sveigjanlegar í samræmi við eðli fiskveiða, enda er aldrei á vísan að róa, þegar físk- veiðar eru annars vegar. Verkefriinu er deilt niður í nokkra verkþætti, sem saman mynda heild- stætt verkefni, byggt á fyrri reynslu. Helstu verkþættirnir eru: — Veiðar með botnvörpu — Veiðar með dragnót — Veiðar me handfærum — Fiskvinnsla, frysting — Fiskirannsóknir — Markaðsstarfsemi, sölustarf- semi og rannsóknir — Nýting aukaafla, athuganir og tilraunir — Y fírfærsla þekkingar og færni til Cabo Verde-búa.“ Uppboð á eigum Siöstjöniunnar hf. Tveir vörubílar á nauðungaruppboði Keflavfk. TVEIR vörubílar, eign hrað- frystihúss Sjöstjörnunnar hf., voru seldir á nauðungaruppboði í Keflavík á föstudaginn. Sjö- stjarnan ásamt öðrum eignum var slegin Útvegsbankanum hf. á 85 milljónir á þriðjudaginn, en vörubílarnir fóru á 750 þúsund krónur báðir. Útvegsbankinn eignaðist annan bílinn sem var gamail Benz, hann fór á 150 þúsund krónur. Hin bif- reiðin var nýlegri og var slegin einstaklingi í Keflavík eftir nokkra samkeppni frá Útvegsbankanum á 600 þúsund krónur. Vinnslu í frystihúsi Sjöstjörnunn- ar var hætt þegar í stað eftir nauðungaruppboðið. Starfsfólkið fékk laun sín greidd, en ekki hefur verið ákveðið hvert áframhald verð- ur. Togaramir Dagstjarnan og Keilir sem lagt hafa upp hjá Sjö- stjörnunni munu selja afla sinn hjá Fiskmarkaði Hafnarfjarðar. - BB 450 reið- og slát- urhross flutt út FÉLAG hrossabænda og búvöru- deild SÍS standa fyrir útflutningi reið- og sláturhrossa með hrossa- flutningaskipi fyrir miðjan október. Gert er ráð fyrir að með skipinu fari 450 hross, 100—150 reiðhestar og 300—350 slátur- hross. Þessir aðilar hafa staðið fyrir hrossaútflutningi með þessum hætti í nokkur ár og gengið vel. Hefur útflutningur sláturhrossanna komið í veg fyrir birgðasöfnun á hrossa- kjöti á innanlandsmarkaði. Stéttar- samband bænda og Framleiðsluráð landbúnaðarins hafa sent frá sér sérstaka tilkynningu þar sem bænd- ur eru hvattir til að selja fullorðin hross til útflutnings með þessu skipi. Kostnaðaráætlanir Engin leið er að fara hér ofan í framkvæmdaáætlanir fyrir verkið eða einstaka verkþætti í smáatrið- um. Óhætt er þó að fullyrða, að áætlanir hafa aldrei verið jafn vandaðar fyrir einstakar fram- kvæmdir á vegum ÞSSÍ. Þar er auðvitað byggt á reynslu af fyrri áföngum þessarar þróunarsam- vinnu íslands og Grænhöfðaeyja. Samband hefur verið mjög náið við heimamenn og farið mjög itarlega yfir allar áætlanir með þeim. Kostnaðaráætlanir, næstum um hvert smáatriði, fylgja fram- kvæmdaáætluninni. Áætlanir um tilkostnað eru byggðar á reynslu og rauntölum fyrri ára og hljóta því að vera eins nærri lagi og mögulegt er. En óvissan er heil- mikil um tekjurnar. Meiningin er að selja frystar afurðir í Evr- ópu og gengið hefur verið úr skugga um að þessar fisktegund- ir eru til sölu heilfrystar víða í Evrópu. En við höfum ekki fasta samninga í höndunum ennþá og þó að áætlanir um söluverð séu í lægri kantinum, þá er óneitan- lega töluverð óvissa ríkjandi um sölutekjur og afurðamagn líka, vegna þess að veiðarnar hafa aldrei verið stundaðar samfellt í heilt ár á þennan hátt. í heild er áætlað að kostnaður við verkefnið verði tæpar 70 milljónir króna samtals öll árin frá nóvember 1987 fram á mitt ár 1989, þar í er reiknaður tilkostn- aður Cabo Verde-búa,_ um 24 milljónir, sem verður lagður fram af þeim. Tekjurnar eru áætlaðar 40—60 milljónir, en lagt er til að þeim verði skipt jafnt, þannig að nettó tilkostnaður ÞSSÍ verður líklega ekki minni en 20—25 millj- ónir, þó að öll dæmi gangi upp. Inni í þessum tilkostnaðartölum eru auðvitað nokkur eignakaup, sem þó er óvíst hvemig nýtast að af- loknu þessu verkefni. Þá er innifalinn ýmiss undirbún- ingskostnaður sem erfítt er að meta til fjár. Þar má nefna, að á undir- búning starfsmanna hefur verið lögð mikil áhersla nú, með sérstöku námskeiði í tungumálinu, fræðslu um líf og starf á Cabo Verde og störf í þróunarlandi yfírleitt. Er ekki nokkur vafi á því, að starfs- menn verða með.þessu hæfari og betur undirbúnir fyrir seinni verk- efni. Loks verður sú þekking og færni sem skilin verður eftir með heimamönnum ekki metin til fjár og það er ávinningur út af fyrir sig, hvernig sem rekstrardæmið birtist í tölum. Höfundur er forstöðumaður Þró- unarstofnunar íslands. 20% útborgun 12 mánaða greiðslukjör. þar sem góðu kaupin gerast. 2 Kópavogi 44444 Dæmi um verð pr. einingu: 197 cm háir skápar með sléttum hurðum breidd 40cm-frákr. 7.600.- breidd 80cm-frákr. 11.750.- breidd 100 cm - frá kr. 12.950.- 197 cm háir skápar með fræstum hurðum (sjá mynd) breidd 40 cm -frákr. 10.200.- breidd 80cm-frákr. 16.950.- breidd 100 cm - frá kr. 18.450,- Trésmiðjan Viðja hóf nýlega framleiðslu á vönduðum og sterkum fataskápum sem eru afrakstur áralangrar þróunar og reynslu starfsmanna fyrirtækisins. Þeir byggjast á einingakerfi sem gerir kaupendunum kleift að ráða stærð, innréttingum og útliti, innan ákveðinna marka. Hægt er að fá skápana í beyki, eik eða hvítu, með sléttum hurðum. Auk þess eru hvítu skáparnir fáanlegir með fræstum hurðum (sjá mynd). Einingaskáparnir frá Viðju eru auðveldir í uppsetningu og hafa nánast óend- anlega uppröðunar- og innréttingamöguleika. Þeir einkennast af góðri nútímalegri hönnun og sígildu útliti sem stenst tímans tönn. Stærðir: hæð: 197 cm eða 247 cm breidd: 40 cm - 50 cm - 60 cm o.s.frv. dýpt: 60 cm. IMLEGIR FATASKÁPAR Á SÉRSTAKLEGA GÓÐU VERÐI Viðja býður nú nýja gerð af fataskápum sem settir eru saman úr einingum eftir óskum viðskiptavinanna sjálfra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.