Morgunblaðið - 29.09.1987, Síða 37

Morgunblaðið - 29.09.1987, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 37 Aldarminning: Ambjörg Sig- urðardóttir í dag, 29. september 1987, hefði Ambjörg Sigurðardóttir orðið 100 ára, hún var fædd 29. september 1887, dáin 21. maí 1981. í tilefni af þessum tímamótum héldu niðjar hennar og Hannesar Einarssonar niðjamót að Laugum í Sælingsdal. Niðjamótið var mjög vel sótt, 334 niðjar og venslafólk voru saman komin dagana 4.-5. júlí. Fór mótið fram með stakri prýði og er forsvarsmönnum þess til mikils sóma og eiga þeir þakkir skilið. Þama var saman komin stór hópur skyldmenna, en vegna stærð- ar ættarinnar sem í daglegu tali er nefnd Hannesarættin vom marg- ir sem aldrei höfðu sést áður sérstaklega yngra fólkið, sem nú kynntist og er það dýrmætara en orð fá lýst. Niðjar Hannesar og Ambjargar em nú samtals 362 og flest á lífi. Foreldrar Ambjargar vom Sig- urður Vigfússon, fæddur 1855 og Sigríður Guðmundsdóttir, þau bjuggu í Bergþórsbúð í Lauga- brekkusókn á Snæfellsnesi, og ólst Ambjörg þar upp. Æskuminnin- gamar vom henni alla tíð mjög hugleiknar, og sagði hún okkur oft frá Amarstapa og sveitunum þar í kring, og vom frásagnir hennar á þann veg að okkur fannst sem þar væm einir fallegustu staðir á landinu. Hannes Einarsson fæddist í Skagafirði 7. febrúar 1878 á Úlfs- stöðum. Faðir Einar Guðmundsson, Teigi, Óslandshlíð, f. 7. október 1853, d. 17. október 1906, móðir Guðrún Magnúsdóttir, Hóli í Tungusveit, f. 20. febrúar 1847, dáin 29. desember 1891. Hannes missir móður sína 11 ára gamall, og flyst þá að Syðri-Hofdölum. Leiðir Hannesar og Arnbjargar liggja saman í Dölunum, hann 25 ára en hún innan við tvítugt. Þau stofna til búskapar og em fyrstu árin í húsmennsku. A þessum áram var býsna erfitt að fá jarðnæði, og af þeim sökum flytjast þau til Keflavíkur. Keyptu þau lítinn torf- bæ fyrir þær eignir sem þau seldu, þar á meðal hest sem Hannes átti og seldist á 200 krónur, en það dugði fyrir torfbænum og smá landskika. Þessi bær var einn af Melbæjun- um svokölluðu, en með nýju skipu- lagi varð bærinn Kirkjuvegur 4. Hannes byggði fljótlega snoturt hús á þessum stað, og var hann alltaf nefndur Hannesarbær. Hannes og Ambjörg eignuðust 13 böm, 3 þeirra fæddust í Dölun- um og 10 í Keflavík. 4 létust ung en 9 komust til fullorðinsára og em 8 á lífi enn. Það geta allir gert sér grein fyrir því að það hefur verið þungur róður í þá daga að ala upp svo stóran bamahóp, þegar lítið var til hnífs og skeiðar. Hannes lagði sig allan fram við að afla nóg til heimilisins og segja má að aldrei hafi skort mat né klæði á bömin þó öllum veraldargæðum hafi verið sleppt. Það var sagt um Hannes að þar sem hann vann komst engin upp með leti því það þoldi hann illa. Hannes deyr eftir langa sjúkdóms- legu 13. júlí 1947. Það kom í hlut Ambjargar að vinna úr því sem aflað var og leysti hún það verk vel af hendi, hún var nýtin og þrifin kona svo að orð fór af, böm hennar vom til sóma, þrifa- leg og vel uppalin. Er Hannes deyr em bömin flest komin til manns. Þegar hér er komið sögu er Am- björg orðin margföld amma, og er það þannig sem við munum eftir henni bamabömin, og efa ég að ekki sé hallað á neinn þó ég segi að amma var besta manneskja sem ég hef kynnst. Fegurðin sem ljóm- aði af henni var einstök, og sú umhyggja sem hún bar fyrir guði og mönnum er ekki hægt að lýsa með orðum. Trúin og kærleikurinn var henni allt. Amma eignaðist marga góða vini á lífsleiðinni, og var það gjaman fólk sem þurfti á hlýju og umhyggju að halda, sem- hún gat veitt f svo ríku mæli að með öllu óskiljanlegt er. Það var margt sem við bama- bömin lærðum af að umgangast hana. Hún kenndi okkur bænir og sálma, og aldrei heyrðum við hana nota ljót orð, þá sjaldan hún áminnti okkur. Það hefur verið okkur gott veganesti í lífinu að fá að kynnast henni,- og er ég viss um að allir þeir sem henni kynntust em betra fólk eftir en áður. Amma dvaldist síðustu ár ævi sinnar á sjúkrahúsinu í Keflavík. Þegar hún var níræð, gaf hún sjúkrahúsinu allar eigur sínar, og má með sanni segja að margir hafi gefíð minna. Ambjörg andaðist í sjúkrahúsinu í Keflavík tæplega 94 ára. Á niðjamótinu var stofnaður minningarsjóður og verður þeim fjármunum sem safnast á þessu ári varið í eitthvert verkefni sem þeim var hugleikið. Ég vona að við ættingjarnir stöndum vörð um minningu þeirra því það er í okkar valdi að þau falli ekki í gleymsku og böm okkar fái að njóta þess að hafa átt jafn stór- kostlega forfeður og raun ber vitni. Blessuð sé minning þeirra. j. F.h. barnabarna, Guðmundur Ingi Ragnarsson. SVAR MITT eftir Billy Graham Syndabyrðin og aðrar byrðar Líklega sleppur enginn við að bera byrðar um dagana — eg ekki heldur. Hvernig eigum við að taka á þeim af skynsemi? Ekkert er eins mikilsvert og að koma með þær til Guðs og fela honum að bera þær. Þú sérð að Biblían talar um það hvað eftir annað. „Varpa áhyggjum þínum á drottin, hann mun bera um- hyggju fyrir þér,“ segir Davíð í Sálm. 55,23. Og Pétur vitnar til þessara orða í 1. Pét. 5,7: „Varpið allri áhyggju yðar upp á hann því að hann ber umhyggju fyrir yður.“ í þessum versum — og mörgum fleiri sem eg gæti tilgreint — sjáum við í hnotskum hvemig okkur ber að taka á byrðunum sem á okkur hvíla. Við getum falið Guði þær vegna þess að hann elskar okkur og ber umhyggju fyrir okkur. Væri Guði sama um okkur og vandamál okkar, væri til lítils að varpa þeim á hann. En honum er ekki sama um okkur! Eg veit þetta vegna þess að Guð sendi einkason sinn í heiminn til þess að bera þyngstu byrðina sem til er — byrði syndar okkar. Hvort sem þú áttar þig á því eða ekki er syndabyrðin þyngst alls þess sem hvílir á hveijum manni — og Guð einn getur tekið hana í burtu. Hefur þú gert þér þetta ljóst að því er varðar sjálfan þig þannig að þú hafír gengið Jesú Kristi á hönd og treystir því að hann taki í burtu synd þína og gefí þér eilíft líf? Taktu vel eftir: Ef við getum reitt okkur á að Guð afmái syndabyrðina, þá getum við falið honum allar aðrar byrðar, hvaða nafni sem þær nefnast. Hvað felst í því að varpa áhyggjum sínum á drottin? Það fyrst og fremst að við vonum á hann, að hann veiti okkur lausn á vandan- um. Ef til vill glímir þú við erfítt mál sem þér fínnst ekki í mannlegu valdi að leysa. En Guð veit hvað okkur er fyrir bestu, og við megum treysta því að hann vilji vísa okkur á færa leið. Það felst líka í því að láta Krist ráða fram úr vandamálum okkar að við þurfum engu að kvíða um niðurstöðuna. Guð hefur alla þræði í sinni hendi. Stundum þóknast honum að leysa erfiðleika okkar á annan hátt en við hefðum kosið. En „þig vantar hvergi vegi, þig vantar aldrei rnátt," syngjum við um drottin og hann hjálpar með bjargráðum sínum. Eg held að eg hafí aldrei hitt fyrir nokkum mann sem átti ekki við einhvem vanda að etja. En eg hef líka kynnst fjölda fólks sem lærði þann leyndardóm að fela allt á hendur Kristi. Láttu það líka verða reynslu þína. „Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni ásamt þakkargjörð. Og friður Guðs sem er æðri öllum skilningi mun varðveita hjörtu yðar og hugfs- anir yðar í Kristi Jesú." (Fil. 4, 6—7). Minning: Kristjana Árna- dóttir - Grímshúsum Fædd 21. september 1907 Dáin 11. september 1987 Nú þegar haustlitimir em hvað fegurstir, eða aðfaranótt 11. sept- ember, andaðist amma mín og nafna, Kristjana Árnadóttir, í Borg- arspítalanum í Reykjavík, eftir þriggja mánaða legu. Hún fæddist í Saltvík í Reykja- hreppi 21. september 1907. Hún var dóttir hjónanna Sigurbjargar Þorláksdóttur og Áma Frímanns Kristjánssonar. Eina systur átti hún, Þorbjörgu húsfreyju í Hellu- landi, sem einnig er látin. Þann 15. ágúst 1926 giftist amma afa mínum, Hallgrími Óla Guðmundssyni, Grímshúsum. Hann fæddist 29. september 1987. Þau bjuggu allan sinn búskap í Grímshúsum. Þau eignuðust sex börn sem em: Eysteinn, f. 19.3. 1929, býr í Grímshúsum. Sigurbjörg, f. 10.7. 1931, býr í Húsabakka. Guðmund- ur, f. 26.9.1938, býr í Grímshúsum. Jónína Þórey, f. 10.8. 1941, dó ungbarn. Jónína Ámý, f. 18.1. 1943, býr á Húsavík, yngst er Guð- rún Helga, f. 29.12. 1944, býr í Reykjavík. Bamabömin em 17, og bamabamabömin 10. Afa missti hún eftir 28 ára hjóna- band þann 14. september 1954. Eflaust hefur það verið þungt áfall fyrir ömmu með sum bömin innan við fermingu. Áfram bjó hún í Grímshúsum með bömum sínum. Amma starfaði mikið að félags- málum. Hún var í Kvenfélagi Aðaldæla til dauðadags, einnig var hún í stjóm Kvenfélagasambands Suður-Þingeyinga. Hún var í kirkjukómum og organisti Grenjað- arstaðarkirkju í mörg ár. Það var reyndar ekki ætlun mín að rekja æviferil ömmu hér eða telja upp allt sem hún starfaði, held- ur minnast þeirra daga, sem við áttum saman, þegar ég dvaldi hjá henni í skóla upp við Staði. Það var góð reynsla fyrir mig. Ég svaf fyr- ir ofan hana í rúminu hennar, því ég var ósköp lítil í mér. Oft spiluð- um við Ólsen, Ólsen og fleiri spil. Hún kenndi mér bænir, sem ég bý enn að, sagði mér sögur. Einnig spilaði hún oft á orgelið sitt og við sungum saman. Fyrir alla þessar stundir, sem við áttum saman bæði fyrr og síðar, vil égþakka henni. Ég mun minnast Leiðrétting í minningargrein um Svein Jó- hannsson á Varmalæk hér í blaðinu á laugardag, eftir Svein Pálmason, féll niður nafn eins sona hans. Sá heitir Jóhann Pétur lög- fræðingur hér í Reykjavík. Er hann beðinn velvirðingar á því. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tek- in til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. hennar eins og hún var, hlý og góð amma. Blessuð sé minning hennar. „Ég fel í forsjá þína, guð faðir sálu mína, því nú er komin nótt. Um Ijósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt“ (Matt Jochumsson.) Kristjana Helgadóttir og fjölskylda. Blómmtofa Friöfinm Suðurtandsbraut 10 108 Reylqavík. Sfmi 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- eínnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. ’*£.C 'L £I ; U8 II I • U 1 L g C \ *l J.' i lll

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.