Morgunblaðið - 29.09.1987, Síða 39

Morgunblaðið - 29.09.1987, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 39 Viðtalsþáttur Jóns Óttars Ragnarssonar. Nærmyndum er brugðið upp af þekktu fólki úr atvinnu-, stjórnmála- ocj menningarheiminum. A hverju sunnudagskvöldi. Hreint og beint sjúklega skemmtilegir skemmtiþættir um ástir, ný viðhorf í læknavísindum og misgóð örlög í heilbrigðisgeir- anum. Edda Björgvinsdóttir, Júlíus Brjánsson, Pálmi Gestsson, ÞórhallurSigurðsson og fleiri. Leikstjóri: Gísli Rúnar Jónsson. Á dagskrá annað hvert fimmtudagskvöld. islandsmótið í handknattleik 1987-’88. Svipmyndirfrávöldum leikjum og umfjöllun um leikmenn, lið, þjálfara o.fl. BIUÞATHIR f vetur verða nýjustu og athyglisverðustu stálfákarnir settir undirsmásjána. Umsjón: Ari Arnórsson. - Sá yðar sem syndlaus er - Valgeir Skagfjörð leikstýrir Margréti Ákadóttur í eigin leikverki. Stöð 2 brá sér í heimsókn til Færeyja í sumar. Svimpyndir af landi og þjóð ásamt viðtölum við vinalega eyjaskeggja. 19:19 Klukkutíma, daglegurfréttaþáttur með ferskri og nýstárlegri umfjöllun um fréttatengd efni og málefni líðandi stundar í umsjá fréttastofu Stöðvar 2, Helga Péturssonar og Valgerðar Matthíasdóttur. MARHN Martin Berkowsky tók upp nokkur stutt píanóverk fyrir Stöð 2 áður en hann hélt af landi brott. AMMAIGARMNUM Saga Jónsdóttir kennir yngstu áhorfendunum að stafa og nýtur við það dyggrar aðstoðar leikbrúða. ÍSLENSKl UST1NN Vinsældalisti Stöðvar 2 og Bylgjunnar með þátttöku Sólar hf. Helga Möller og Pétur Steinn Guðmundsson kynna 40 vinsælustu lög hverrar viku á veitingastaðnum Evrópu og fá íslenskatónlistarmenn í heimsókn. Á dagskrá á laugardagskvöldum. ÍÞRÓTT1RÁ ÞRHMUDÖGUM Heimir Karlsson blandar fjölbreyttu íþróttaefni úrýmsum áttum. Nýr, léttur og spennandi getraunaleikur annað hvert föstudagskvöld með þátttöku gesta og glæsilegum vinningum. Umsjónarmaður: Sveinn Sæmundsson. Hálfsmánaðarlegt taumlaust glens án nokkurs velsæmis. Gysbræður stinga á viðkvæmum kýíum þjóðfélagsumræðunnar hverju sinni. MNGVQiiR í NÚITD OGFRAMTÍD Hilmar Oddsson kannar hinn forna nafla íslandssögunnar og það sem framtíðin ber í skauti sér fyrir þjóðgarðinn. FJA1AKÖT1URINN Páll Baldvin Baldvinsson fær kvikmyndaáhugamenn í heimsókn til að spjalla um og kynna kvikmyndaverk klúbbsins á hverju laugardagseftirmiðdegi. AIACARIE Skúli Hansen heldur uppi snilldareldamennskunni í matreiðsluþáttum Stöðvar 2 og gefur uppskriftir sem bæta a.m.k. einni stjörnu á eldhús heimilisins. Ádagskrásíðdegisá þriðjudögum. 7. ÁRATUGURINN Þorsteinn Eggertssopn fer með áhorfendur í sjö skoðunarferðir afturtil sjöunda áratugarins og kynnir tónlist og tíðaranda týndu kynslóðarinnar. STUD2 Stöð 2 setur upp slaufuna á 1. afmælisdegi sínum þann 1. október og rifjar upp nokkrar misvandræðalegar uppákomur úr dagskrásíðasta árs. Bryndís Schram fær áhugavert fólk sem tengist atburðum líðandi stundar í heimsókn og tekur tali á sinn einstaka hátt. Á dagskrá annað hvertfimmtudagskvöld. ANS-ANS Ný og ansans ári spennandi spurningakeppni með helstu fréttahaukum landsins sem etja saman viti sínu, þori, þekkingu og viðbragði. Umsjónarmenn:Agnes Johansen og Óskar Magnússon. Á dagskrá annað hvert föstudagskvöld. - vönduð íslensk dagskrárgerð Stóraukin íslensk dagskrárgerð, metnaðurog áframhaldandi sókn, landi og lýðtil ánægju og yndisauka. Til þess höfum við fengið til samstarfs einvalalið hæfileikafólks á öllum sviðum. Innlent efni í vetur verður ekki aðeins meira, heldur fjölbreyttara og betra; menning, skemmtun, spenna og fróðleikur í hverri viku. - Og við erum rétt að byrja!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.