Morgunblaðið - 29.09.1987, Side 44

Morgunblaðið - 29.09.1987, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 Kvikmyndahátíð Listahátíðar 1987 Úr kínversku myndinni, Stúlka af góðu fólki. ODYRU UNGLINGAHÚSGÖGNIN KOMIN Svefnbekkir meö dýnu og rúmfataskúffu. Verö frá kr. 7.850,- stgr. Fataskápar kr. 6.885,- stgr. KYNNTU ÞÉR OKKAR VERÐ, ÞAU KOMA Á ÓVART BUSTOFN Smiðjuvegi 6, Kópavogi símar 45670 — 44544. KommóÖur 4ra skúffu 2.825,- stgr. 6 skúffu 3.700,- stgr. 8 skúffu 4.210,- stgr. Stúlka af góðu fólki KvSkmyndir Arnaldur Indriðason Stúlka af góðu fólki (Liang Jia Funu). Kínversk, 1985. Leik- stjóri: Huang Jianzhong. Hand- rit: Li Kuanding. Framleiðandi: Kvikmyndaverið í Peking. Kvik- myndataka: Yun Wenyao. Helstu hlutverk: Cong Shan, Zhang Weixin, Wang Jiayi og Ma Lin. Aðstæðumar hljóta að kalla á hlátur. Það eru ekki allar eiginkon- ur sem haldið geta á eiginmönnun- um sínum á bakinu í labbitúrum um sveitina. Eða lofa þeim gotteríi þegar þeir eru óþægir. Þetta eru nokkrir af kostunum við að giftast sex ára strákpatta. En gallamir em því dapurlegri. Konan er fyrir það fyrsta lítið annað en bamapía. Fyr- ir hana hlýtur giftingin að vera hámark niðurlægingarinnar. Myndin, Stúlka af góðu fólki (Liang Jia Funu), er sérkennileg ástarsaga sem gerist í því Kína sem gerði konum að giftast þeim sem aðrir höfðu valið fyrir þær og skipti þá aldur ekki máli. Leikstjórinn Huang Jainzhong Ijallar um þennan foma og óréttláta kínverska sið í sinni kaldranalegu samfélagslýs- ingu án þess að fjalla sérstaklega um þá þjóðfélagsgerð sem getið hefur hann af sér. Svona er þetta bara, óbreytanlegt aftan úr grárri fomeslq'u. í upphafi em sýndar fomar veggmyndir af stöðu kon- unnar sem lítið breyttist í aldanna rás. Kona með sóp var dæmigerð fyrir stöðu hennar á heimilinu. Þótt myndin fjalli um stöðu kon- unnar í gamla Kína gerist hún árið 1948 eða um það leyti sem kom- múnistar taka völdin. Hún segir frá ungri konu sem gert er skylt eftir ströngum siðum og reglum kínversks samfélags að giftast sex ára gömlum dreng en þegar kom- múnistar taka völdin er giftingin gerð ógild og stúlkunni er frjálst að yfírgefa hann. Sögusviðið er kínverskt sveitaþorp, persónumar em fáar, tengdamamman, sem öllu ræður, systir stráksins, sem reynir hvað hún getur að hindra að stúlk- „OHLAIAÍ Hársnyrting lyrir dömur og herra Jfnorð Höfðar til .fólksíöllum starfsgreinum! an skilji við strákinn og karlmaður í lífí stúlkunnar, sem um síðir verð- ur þess valdandi að hún yfírgefur drenginn. Ástúðin í sambandi stúlkunnar og stráksins litla gefur myndinni innilegt yfírbragð kærleika og vin- áttu. Því þótt stráksi sé ekki hár í loftinu er ekki víst að nokkur hafí nokkum tímann elskað konuna sína jafnmikið og hann. Samband þeirra er auðvitað eins og móður og sonar og á endanum á stúlkan í mikilli baráttu við sjálfa sig um hvort hún eigi að yfírgefa drenginn. Skilnað- urinn verður næstum óbærilegur en loks hverfur stúlkan á vit nýrra tíma laus úr viðjum skyldugifting- arinnar. Kínveijar munu vera að sækja í sig veðrið í kvikmyndagerð eins og raunar margar aðrar þjóðir sem búið hafa við og búa við skert frelsi til sköpunar. Önnur og líka athygl- isverð mynd frá Kína er Gul jörð eftir Chen Kaige, sem hlotið hefur mikið lof þar sem hún hefur verið sýnd á kvikmyndahátíðum í vestur- heimi. Stúlka af góðu fólki var sýnd á 16 mm fílmu og myndgæðin vom slæm. Úr frönsku myndinni Teresa. TERESA Teresa. Frönsk, 1986. Leik- stjóri: Alain Cavalier. Handrit: Alain Cavalier og Camillie de Casablanca. Kvikmyndataka: Philippe Rousselot. Helstu hlut- verk: Catherine Mouchet, Aurore Prieto og Sylvie Ha- bault. Teresa, eftir Fransmanninn Ala- in Cavalier, er kvikmyndalegur viðburður. Hún er stórbrotið verk en ekki vegna stórkostlegra sviðs- mynda heldur lítillar sem engrar sviðsmyndar, ekki vegna epískra viðfangsefna heldur ljóðrænna svipmynda, ekki vegna ærandi hávaða heldur ljúfrar þagnarinnar, ekki vegna ljótleikans heldur feg- urðarinnar. Hún er stórbrotin í einfaldleik, ekki margbreytileik. Hún segir sanna sögu nunnunn- ar Teresu, sem var svo innblásin af ást á Jesú Kristi og vilja til að hjálpa mannkyninu með bænum sínum, að hún ákvað á unga aldri að giftast honum og ganga í klaustur hinna ströngu Karmelít- ununna. Systumar vilja taka hana þótt hún geti verið of ung til að þoia harðræðið í klaustrinu en það eru „karlmenn sem ráða“. Hún fer þá til prestsins en presturinn bend- ir á biskupinn, sem neitar henni staðfastlega um vist í klaustrinu, og þá er aðeins eftir að ganga fyrir æðsta yfirvaldið, páfann. Hann veitir á endanum samþykki sitt og alsæl flytur Teresa í hið stranga klaustur. Hún á tvær syst- ur þar fyrir og brátt slæst sú fjórða í hópinn. Fyrir utan hina sérstöku sögu Teresu er það aðferðin, sem leik- stjórinn Cavalier beitir til að segja hana, sem gerir hana eftirminni- lega. Aðferðin fellur fíma vel að efniviðnum. Myndin er öll tekin í upptökuverki með sama grá- móskulega vegginn í bakgmnni. Sviðið er ekki afmarkað með neinu, sviðsmyndin er nauðaeinföld og fábrotin, eitt rúm eða stóll nægir, andlit fylla uppí tjaldið lýst brún- leitum tónum, mjúkum eins og flauel. Frásögnin læðist að manni eins og hvísl, byggð á svipmyndum sem birtast úr myrkrinu og hverfa í það aftur eins og maður opnar og lokar augunum, sumar fá and- artaks líf en deyja strax aftur svo maður hefur varla tíma til að skoða þær, aðrar lifa lengur. Stærsti sviðsbúnaðurinn er stóreflis tré- grind sem skilur að gesti klausturs- ins og nunnumar og er táknræn fyrir einangrun nunnanna. Allur hinn myndræni fábreyti- leiki er í stíl við hreinleika og einfaldleika nunnanna og klaust- urlífsins. Myndin er gersneydd íburði og veraldlegum gæðum, hún er eins fábrotin og stílhrein og nunnuklæðnaðurinn. Það tala allir í lágum hljóðum og þögnin undir- strikar enn frekar samlíkinguna við klausturlífíð. En það er enginn sérstakur há- tíðleiki yfír myndinni. Þvert á móti lýsir hún klausturlífínu, þar sem „fyrstu þijátíu árin em erfíð- ust“, á afar mannlegan og sjarmer- andi hátt. Nunnurnar em ekki síbiðjandi strangar á svip og sneyddar persónulegum tilfinning- um heldur elskulegar og vinalegar og þær em kátur hópur þegar þær fá að tala saman. Þær em eins og hveijar aðrar konur nema hvað eiginmaðurinn er Jesús. Og ást þeirra á honum á sér engin tak- mörk. En aginn er strangur. Þær mega ekki sjá aðra menn og breiða yfír höfuð sér komi læknirinn í heimsókn. Þær mega ekki tala hver við aðra nema biðja um leyfí og þeim er refsað fyrir smávægileg brot. Teresa hin unga á ekki langt líf fyrir höndum eftir að hún er kom- in í klaustrið. Það kemur í ljós að hún er með berkla og á skammt eftir ólifað. En hún tekur dauða sínum ekki með harmi heldur gleði því hún veit að hún mun fljótlega sameinast drottni sínum á himn- um. Hún hélt dagbók, sem lýsti vel hinni ástríku stúlku, en hún var gefín út eftir lát hennar og árið 1925 var Teresa tekin í heil- agra manna tölu. Þessi kyrrláta mynd Cavaliers er henni sannarlega fallegur minn- isvarði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.