Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 47 ég bið góðan guð að halda vemdar- hendi yfír mágkonu minni, bömum og öllu hans venslafólki. Friðrik Og því var allt hljótt um helfregn þína sem hefði klökkur gigjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu eftir þér í sárum trega. Þá blómgast enn og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson.) Við fráfall Alla „stóra“ eins og við frændfólkið kölluðum hann allt- af, er enn aftur stórt skarð hoggið í fjölskylduna á stuttum tíma. Það er ekki svo langt síðan að við stóðum í sömu sporum og hans fjölskylda gerir nú. Þá reyndist Alli „stóri" okkur og æ síðan vinur í raun. Öll munum við litlu jólin, sem hann og Maja konan hans héldu allri fjölskyldunni á sínu fallega heimili jólin 1985. Þá hafði fjöl- skyldan nýlega misst tvo kæra fjölskyldumeðlimi og var Alli „stóri" að efla og tengja fjölskylduböndin sem honum voru svo kær. Sameiginlegt áhugamál beggja fjölskyldnanna var að vera í sumar- bústöðunum á Þingvöllum og að skemmta sér á bátum. Ekki voru ófáar stundimar yfír sumartímann sem hist var í víkinni fyrir neðan Hvamm eða vörinni við Brekkubæ og gantast með það hvor báturinn færi hraðar. Alltaf var Alli „stóri" ráðagóður er til stóðu verklegar framkvæmdir og kannski er það þess vegna sem hann hefur verið valinn svo fyrir- varalaust, honum hlýtur að vera ætlað mikilvægt verkefni á æðri stöðum. Með þessum orðum kveðjum við vin og frænda okkar, Alla „stóra“. Megi Guð gefa allri fjölskyldu hans styrk til að sætta sig við það sem enginn fær við ráðið. Hafdís J. Bridde, börn og tengdadætur. Þegar síminn hringir um miðja nótt hrekkur maður oftast við og hugsar sem svo hvað hefur nú kom- ið fyrir. Vegna starfs míns er ekki óal- gengt að hringt sé utan hefðbundins símatfma. Venjulega byijar símtalið eitthvað á þessa leið: „Heyrðu Jón, það eru héma smá vandræði með..." og svarið verður venju- lega, „gerðu þetta eða prófaðu hitt“. Þegar síminn hringdi aðfara- nótt 20. þ.m. átti ég von á að þetta yrði eins og venjulega, en í símann var sagt: „Jón, þetta er Hrafnhild- ur, pabbi er dáinn.“ Mig setti hljóðan og úrræði urðu engin. Við svona frétt sest maður niður og hugsar með sér, hvað er réttlæti? Alli var sonur hjónanna Her- manns Bridde bakarameistara og Hrafnhildar Einarsdóttur. Hann var elstur fjögurra bræðra, en þeir eru Friðrik verslunarmaður, Einar verslunarstjóri og Karl Hermann kaupmaður. Þegar þeir elstu bræðranna höfðu rétt náð unglingsaldri, kom reiðarslagið mikla. Hrafnhildur móðir þeirra féll frá mitt í blóma lífsins. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir Hermann að standa einn með fjóra unga syni. Á þeim árum sýndi það sig að með samheldni má gera gott úr hlutunum og held ég að þar hafí munað miklu um hlut Dísu ömmu eins og hún var alltaf köll- uð. Hemann giftist seinna Önnu Armannsdóttur og rejmdist hún bræðrunum eins og besta móðir. Alli hóf ungur nám í bakaraiðn hjá föður sínum og öðlaðist meist- araréttindi í þeirri grein. Að námi loknu vann hann hjá föður sínum, en þegar Hermann hætti rekstri bakarísins tók Alli við rekstrinum og rak það með miklum myndar- brag til dauðadags. Alli gekk ungur í skátahreyfíng- una og þar lágu leiðir okkar saman. Við kynntumst fyrst þegar ákveðið var að stofna sjóskátafíokk. Fljót- lega heltust nokkrir úr lestinni, en þrír urðu eftir. Auk undirritaðs voru það Alli og Auðunn Ágústsson. Þessi flokkur hefur haldið hópinn f gegnum súrt og sætt sfðan og er gjaman sagt þið „Hafemir" ef ver- ið er að ávarpa hópinn. Þegar Alli hafði aldur til gekk hann f hjálpar- sveit skáta og var virkur félagi þar allmörg ár. Eins og títt er um unga menn í skátahrejrfingunni renndi Alli hým auga til ungrar stúlku í sama fé- lagsskap, en sú heitir María Karls- dóttir. Þau Alli og Maja gengu síðan í hjónaband og hófu búskap á efstu hæð hjá Dísu ömmu og Alexander afa á Bárugötunni. Ekki varð dvöl- in á Bámgötunni þó löng, því strax var hafíst handa um byggingu. Brátt kom því að flutningi í íbúðina í Blöndubakkanum. Alli og Maja eignuðust þijú bráð- myndarleg böm: Hrafnhildi f. 1970, Karl Jóhann f. 1973 og Kristínu f. 1980. Veturinn 1979—80 dró ský fyrir sólu, í ljós kom hættulegur fæðing- argalli, en með erfíðri hjartaaðgerð tókst að laga hann og sólin skein aftur. Fljótlega eftir að Alli kom af spítalanum hóf hann að reisa ein- býlishús yfír fjölskylduna og fóru flestar frístundir næstu þijú árin í bygginguna. í Kleifarásinn var flutt 1983 og eftir það var smámsaman verið að ljúka hinum ýmsu smáat- riðum sem verða eftir þegar ekki er hægt að gera allt í einum áfanga. Aldrei var nein lognmolla þar sem Alli var og alltaf var hann hrókur alls fagnaðar. Mikill samgangur hefur verið með fjölskyldum okkar alla tíð, þannig að böm beggja fjölskyldna hafa gjaman talað um „frændur og frænkur" þegar átt hefur verið við einhvem úr hinni fjölskyldunni. Alltaf þegar eitthvað hefur bjátað á hjá minni fjölskyldu stóðu Alli og Maja eins og klettar við bak okkar. Ekki þurfti að biðja um aðstoð, hún var komin áður en beðið var. Sér- staklega minnumst við hjónin stuðnings við fráfall dóttur okkar. Margar em þær orðnar ferðimar sem fjölskyídumar hafa farið sam- an bæði innan lands og utan og margs góðs að minnast. Hvem hefði getað gmnað að Evrópuferð okkar sem lauk fyrir tæpum mánuði jrði sú síðasta sem Alli færi í? Þegar menn sem tæplega hafa náð miðjum aldri verða bráðkvadd- ir, verða umskiptin svo snögg að nokkum tíma tekur að átta sig á því sem vemleika. Við þessar að- stæður verða öll huggunarorð harla léttvæg, en minningin um góðan dreng glatast ekki. Elsku Maja mín, Hrafnhildur, Kalli og Kiddý, missir ykkar er mikill, megi góður guð styrkja ykk- ur á þeim erfiðu tímum sem framundan em. Með þessum fátæk- legu línum vil ég fyrir hönd okkar „Hafama" og Qölskyldna flytja öll- um aðstandendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Jón Valgeir Guðmundsson t Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og tengdasonur, ALEXANDER H. BRIDDE bakarameistari, Kleifarási 9, verður jarösunginn þriðjudaginn 29. september kl. 13.30 frá Ár- bæjarkirkju. Marfa Karlsdóttir, Hrafnhildur Bridde, Hermann Bridde, Karl Jóhann Bridde, Anna Ármannsdóttir, Kristfn Bridde, Karl Jóhann Karlsson, Kristfn Sighvatsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, AÐALHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Hringbraut 52, Reykjavfk, verður jarösungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 1. október kl. 13.30. Unnur Kristinsdóttir, Valgeir J. Emilsson, Ásta Eyþórsdóttir, Sigurður Kristinsson, Sofffa Thoroddsen, Ásdfs Kristinsdóttir, Magnús Kjærnested og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLEY SIGURÐARDÓTTIR, NJARÐVÍK, Dfsarlandi við Suðuriandsveg, verður jarðsungin miövikudaginn 30. september kl. 13.30 frá Árbæjarkirkju. Kristfn S. Njarðvfk, Ingólfur Njarðvfk Ingólfsson, Eirfkur Jón Ingólfsson, Hrafnhildur Þ. Ingólfsdóttir, Sóely Njarðvfk Ingólfsdóttir, barnabörn og Jón Bergþórsson, Sigrfður Kristjánsdóttir, Rannvelg Árnadóttir, Ásbjörn Sveinbjarnarson, barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL SIGFÚSSON, fyrrverandl bóndi á Hvfteyrum f Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði, tll helmills f Alftamýri 44, Reykjavfk, lést þann 20. september sl. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 29. sept., kl. 13.30. Kristfn Krlstjánsdóttir, Kristján Pálsson, Sig. Steindór Pálsson, Alla B. Albertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Sonur okkar, faðir og bróðir, AXELHARALDUR ÓLAFSSON, Seyðisfirði, verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju þriðjudaginn 29. sept- ember kl. 14.00. Fyrir hönd barna, systkina og annarra vandamanna, Hlfn Nielsen, Ólafur M. Ólafsson. t Faðir minn, tengdafaöir og afi, ODDSTEINN FRIÐRIKSSON, verður jarösunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 30. sept- ember kl. 15.00. Andrea Oddsteinsdóttir, Halldór Þorsteinsson, Gnúpur Halldórsson. t Innilegar þakkir færum við þeim fjölmörgu nær og fjær sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa, HALLDÓRS JÓNMUNDSSONAR, fyrrverandi yfirlögregluþjóns, ísafirði. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg G. Einarsdóttir, Guðmundur Halldórsson, Dómhlldur Gottliebsdóttir, Sesselja Halldórsdóttir, Tómas Enok Thomsen, Hermannfa Halldórsdóttir, Theodór Theodórsson, Ásta Halldórsdóttir, Asgeir Ásgeirsson, og barnabörn. t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim er vottuðu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför HÉÐINS VALDIMARSSONAR. Guðrún Guðmundsdóttir, börn, systkini og aðrir vandamenn. t Þökkum innilega auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför bróður ökkar og frænda, fSLEIFS JÓHANNSSONAR, frá Sæbóli f Aðalvfk. Ingibjörg Sturludóttir, Sigurður Sturluson og fjölskyldur. t Þökkum innilega auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, sonar míns, föður okkar, tengdaföður og bróður, JÓHANNS ÁGÚSTS GUNNARSSONAR rafvlrkjameistara. Inglbjörg Sigurðardóttir, Aðalheiður M. Jóhannsdóttir, Aðalheiður Jóhannsdóttir, Erla Björg Jóhannsdóttlr, Karl Jón Karlsson, Berglind Jóhannsdóttir. Jóhanna H. Gunnarsdóttir, Sverrir Gunnarsson, Hörður Gunnarsson, A. Birna Gunnarsdóttir, Guðmundur Hallgrfmsson. Lokað Lokað í dag vegna jarðarfarar ALEXANDER H. BRIDDE bakarameistara. Miðbæjarbakarí. Legsteinar MARGAR GERÐIR !Marmorex/Gmít' Steinefnaverksmiöjan ‘ Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður ? s m i * i ittistKtiinnii iift.tii it s x 3 s tivMsifitsi nu i < 11 r ia i i i I11CII1IMSUUIV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.