Morgunblaðið - 29.09.1987, Side 56

Morgunblaðið - 29.09.1987, Side 56
 _ ..iigíýsinga- síminn er 2 24 80 ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Skot í myrkri: Gæsa- skyttur bana kindum GÆSAVEIÐITÍMINN stendur sem hæst. Lögreglunni á Selfossi hefur undanfaríð boríst fjöldi kvartana frá bændum í lögsagn- arumdæminu sem fundið hafa kindur skotnar á túnum sínum. Að sögn lögreglunnar á Selfossi virðist sem skyttumar liggji fyrir gæsum eftir að rökkva tekur og skjóti þá út í myrkrið án þess að vita hvað fyrir verði. Kærur liggja þegar fyrir á hendur nokkrum mönnum og eiga sumir þeirra að hafa banað kindum á fleiri en einum bæ. Mest er um kindadrápið í upp- sveitunum, Hreppunum og Bisk- upstungum. Drukkinn ökumaður, sem hef- ur margoft veríð stöðvaður vegna ölvunaraksturs, ók aftan á kyrrstæða bifreið á Hafnar- fjarðarvegi. Hann skemmdi bifreið sina mikið og meiddist á höfði, ölv- aði ökumaðurinn sem ók á akbrautarmerki og ljósastaur við Suðurlandsbraut. Ölvaðir ökumenn valda miklum skaða: • • Olvunarakstur kostar fangavist ÖLVAÐIR ökumenn voru á ferli í Reykjavík um helgina, likt og svo oft áður. í þremur tilvikum ollu þeir miklum skaða og tveir þeirra reyndust hafa veríð sviptir ökuréttindum vegna ölvunaraksturs. Síendur- tekinn ölvunarakstur kostar menn fangelsisvist. Aðfaranótt sunnudagsins ók ölvaður ökumaður aftan á bifreið á Hafnarfjarðarvegi. Lögreglan í Kópavogi var þar við umferðareft- irlit og stöðvaði bifreið. Þá kom sá ölvaði á miklum hraða, sveigði yfir á hægri akrein til að forðast að aka á lögregluþjónana og ók beint aftan á kyrrstæðu bifreið- ina. Sex manns voru fluttir á slysadeild með minni háttar áverka. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem maður þessi er ölvaður undir stýri, því hann missti ökuréttindin fyrir þá sök fyrir tveimur árum og hefur síðan fímm sinnum verið stöðvaður fyrir ölvunarakstur. Á sunnudagskvöld ók ungur maður bifreið á hægri akrein Miklubrautar og var hann einnig ölvaður. Hann sveigði skyndilega Loðnuvertíðin hefst mun seinna en síðast: Erfítt að standa við samii- inga um sölu á loðnumjöli Verð á loðnuafurðum hækkar TALSVERT hefur verið um fyrir- framsölu á íslenzku loðnumjöli í sumar og haust. Verð hefur veríð nokkru hærra en á sama tíma í fyrra, en vegna þess hve vertíðin hófst seint nú, um tveimur mánuð- um seinna en í fyrra, hafa framleiðendur ekki getað staðið við gerða sölusamninga. Það hef- ur valdið einhvetjum vandkvæð- um, en ekki er talið að dagsektir eða önnur fjárútlát komi til svo nokkru nemi. Jón Ólafsson framkvæmdastjóri Félags fiskmjölsframleiðenda sagði í samtali við Morgunblaðið, að sala á fískimjöli byggðist í flestum tilfell- ~um á mjög grónum sölusamböndum og viðskiptum. Þess vegna hliðruðu menn í flestum tilfellum til nú. ís- lendingar hefðu áður ýmist seinkað eða flýtt eftir föngum sendingum til kaupenda erlendis samkvæmt ósk- um að utan og því næðist líklega samkomulag milli seljenda og kaup- enda nú í velflestum tilfellum að minnsta kosti. Aðspurður um verð á mjöli og lýsi, sagði Jón, að lýsisverð væri nú komið upp í 260 dali á hvert tonn, rúmar 10.000 krónur, en í águst í fyrra hefðu aðeins fengizt um 130 dalir um 5.000 krónur fyrir tonnið. Verð á mjöli væri nú nálægt 6,7 dölum á hveija einingu próteins, en í fyrra hefði verðið farið niður { 5 dali. Verð á hvert tonn nú, sem inni- héldi 70 próteineiningar, væri því jrfír á vinstri akrein þegar bifreið- in fyrir framan hann hægði á sér, en skall þá á framhomi strætis- vagns. Síðan kastaðist bifreið hans á þá sem hann hafði verið að forðast og ók hann við svo búið á brott. Bifreið hans fannst í miðbænum og hann sjálfur skömmu síðar. Hann hefur áður verið sviptur ökuréttindum vegna ölvunaraksturs. Stuttu síðar ók ölvaður öku- maður á akbrautarmerki og Ijósastaur við Suðurlandsbraut. Okumaðurinn, sem var einn á ferð, slasaðist lítillega á höfði, en bifreið hans er mjög ilia farin. Gunnlaugur Briem, yfirsaka- dómari, sagði að síendurtekinn ölvunarakstur kostaði menn fang- rúmar 18.000 krónur á móti 13.650 krónum í fyrra. Hins vegar væri dalurinn slakur gagnvart Evrópu- myntum og verð í raun því aðeins lítið hærra en í fyrra, til dæmis mið- að við vestur-þýzkt mark. Á Austfjörðum eru greiddar Morgunblaðið/Sverrir elsisvist. „Ég vil taka það skýrt fram að ég get ekkert um það sagt hvemig tekið verður á þess- um tilteknu brotum," sagði Gunniaugur. „Það eru hins vegar fordæmi fyrir því að menn hafí verið dæmdir í fangelsi fyrir ölv- unarakstur. Reglan er sú, að við þriðja brot er beitt 2-3 mánaða varðhaldi, en eftir það fangelsis- refsingu. Munurinn á varðhaldi og fangelsi felst aðallega í því, að séu menn dæmdir í varðhald eru þeir aðgreindir frá þeim sem afplána fangelsisdóma. Það hefur einnig komið fyrir að menn eru dæmdir til fangelsisvistar við fyrstu ítrekun ef brot þeirra telst vera mjög alvarlegt, en annars er beitt sektum." 1.950-2.000 krónur fyrir tonnið, SR á Siglufírði býður 1.800 og Krossa- nes um 2.000 fyrir aðra farma en þá tvo fyrstu. Fjarlægð verksmiðja frá rfiíðunum ræður mestu um verð- mun milli þeirra. Lágmarksverð fyrir hvert tonn er 1.600 krónur. Þyrstir þjófar áferð BROTIST var inn í veitinga- húsið Við Tjömina í Templara- sundi 3 um síðustu helgi. Þaðan var stolið nokkm magni af léttvíni. Lögreglunni í Reykjavík var tilkynnt um innbrotið á sunnu- dagsmorgninum. Síðar kom í ljós að um 30 flösk- ur af léttu víni voru horfnar. Rannsóknarlögregla ríkisins vinn- ur nú að lausn málsins. i Kona kærði nauðgnn KONA kærði sambýlis- mann sinn fyrir nauðgun á sunnudagskvöld. Lögreglan í Hafnarfírði var kölluð að húsi í Garðabæ á níunda tímanum á sunnu- dagskvöld. Þar var konan fyrir ásamt sambýlismanni sínum og kærði hún hann fyrir nauðgun. Málið' er til rannsóknar hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins. Birgir ísleifur Gunnarsson um kröfugöngu Mosfellinga: Hlýtur að ýta við stjómvöldum BIRGIR ísleifur Gunnarsson, starfandi samgönguráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið, eftir að hafa veitt viðtöku álykt- un borgarafundar Mosfellinga, að fjöldaganga bæjarbúa hlyti að ýta við yfirvöldum vegamála að flýta aðgerðum tíl úrbóta. Rúmlega 2000 bæjarbúar tóku þátt í göngu eftir Vesturlandsvegi og var gengið frá tveimur stöðum að félagsheimilinu Hlégarði. Þar söfnuðust göngumenn saman og samþykktu ályktun um umferðar- mál, sem afhent var Birgi ísleifí Gunnarssyni. Sjá frásögn á bls. 32 og forystugrein. t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.