Morgunblaðið - 30.09.1987, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987
51
SVAR
MITT
eftir Billy Graham
Er Guð að refsa mér?
Eg hef undanfarið þurft að glíma við margvisleg vandamál.
Heldur þú að Guð sé að refsa mér fyrir eitthvað sem eg hef
gert af mér?
Eg veit ekki hvemig á stendur hjá þér, og því er erfítt fyrir mig
að svara þessu til fulls. Þó ættir þú að gera þér grein fyrir nokkrum
meginatriðum þegar þú hugsar um stöðu þína.
Það er eitt, að óvíst er með öllu að Guð sé að refsa okkur fyrir
einhveija synd sem við höfum drýgt, þó að við verðum fyrir áföllum.
Þeta kennir Biblían greinilega.
Einu sinni hitti Jesús mann sem hafði verið blindur frá fæðingu.
Lærisveinamir hugsuðu sér að Guð væri að refsa honum á þennan
hátt fyrir eitthvað sem hann eða foreldrar hans hefðu gert. En Jes-
ús sagði að svo væri ekki heldur hefði Guð leyft að þetta gerðist!
„Er þetta til þess að Guðs verk verði opinber á honum“ (Jóh. 9,3).
Síðan læknaði Jesús manninn til þess að opinbera mátt Guðs.
Stundum skiljum við ekki eitt og annað sem okkur ber að höndum
og hvers vegna Guð tekur ekki í taumana. En við megum ekki gera
sömu mistök og vinir Jobs. Þeir héldu að þjáningar hans hlytu að
vera refsing Guðs.
En jafnframt skulum við gera okkur ljóst að sum atvik í lífi okk-
ar stafa beinlínis af því að við höfum risið upp gegn Guði. Ef við
reynum að bijóta náttúrulögmálin, t.d. þyngdarlögmálið, kemur það
okkur í koll. Alveg eins og fer ef við bijótum siðgæðislögmál Guðs
eða andleg lögmál hans. Við hljótum að súpa seyðið af því, beint
eða óbeint.
Eg veit ekki hvort aðstæður þínar eru einmitt á þann veg. En orð
Guðs segir: „Villist ekki! Guð lætur ekki að sér hæða, því að það
sem maður sáir, það mun hann og uppskera. Því að sá sem sáir í
hold sjálfs sín (þóknast syndugu eðli sínu) mun af holdinu uppskera
glötun“ (Gal. 6, 7—8).
Nú ríður mest á að þú snúir þér til Krists og felir honum vanda-
mál þín. Þú þarfnast fyrirgefningar því að þú ert syndari eins og
allir aðrir. Og þú þarft líka á styrk hans að halda í daglegu lífí. Guð
elskar þig og hann þráir að þú komir til sín í trú á Krist.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
SONJU GÍSLADÓTTUR
hjúkrunarkonu,
Eva Geirsdóttir,
Jón Geirsson,
Sturla Geirsson,
Þóra Geirsdóttir,
Eva Andersen,
tengdabörn, barnabörn og systkini
hinnar látnu.
t
Innilegar þakkir faerum við öllum þeim sem sýndu okkur samúö
og vinarhug viö andlát og útför
RAGNHEIÐAR GRÓU VORNSDÓTTUR,
Ægisgötu 43,
Vogum.
Jóhann Óskar Guðjónsson,
Bjarndís S. Jóhannsdóttir, Páli Sœvar Kristinsson,
Inga Ósk Jóhannsdóttir, Jónas Þ. Jónsson,
barnabörn og systkini hinnar látnu.
Birting afniælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki
eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er
að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund-
ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú,
að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar
eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er
50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili. ..
Fréttabréf frá Danmörku:
Fjölbreytt Vetrargleði
Islendingafélagsins
stendur í rúma viku
JónshÚHÍ, Kaupmannahöfn.
EKKI er enn búið að leysa hið
svokallaða nafnamál íslenzkra
barna hér í Danmörku. Færa
Danir sig heldur upp á skaftið
og eru nú dæmi um, að ungling-
um, sem flytjast frá íslandi með
foreldrum sínum, sé gert að
skipta um nafn. Einkum stúlkur
sem eiga þá að heita sonur afa
síns eða taka nafn stjúpafa. Þetta
hefur verið vandræðamál a.m.k.
undanfarin 4 ár og er leitt, að
islenzk yfirvöld skuli líða þetta
misrétti, sem hefur gert mikið
illt i samskiptum ungra islenzkra
fjölskyldna við dönsk yfirvöld,
svo ekki sé talað um óþægindi
íslenzka prestsins, sem berst lítt
studdur fyrir sjálfsögðum rétt-
indum barna hér fæddra til að
halda íslenzkri nafnhefð. Skiptir
þá ekki máli, hvort barn er skírt
eða nafngefið hér eða heima.
Svíar leystu þetta mál farsællega
fyrir 2 árum og nú hefur það
verið til lykta leitt á jákvæðan
hátt í Noregi eftir viðræður Gro
H. Brundtland forsætisráðherra
og Steingríms Hermannssonar
utanríkisráðherra í fyrravetur.
Séra Felix Ólafsson, sem hefur
verið starfandi prestur hér í Dan-
mörku um árabil, annaðist síðustu
íslenzku guðsþjónustuna í Skt.
Pálskirkju í veikindaforföllum. Er
mikið happ að eiga svo góðan
starfsbróður hér í „afskekktasta
íslenzka prestakallinu", þar sem
enginn er til afleysinga. Hafði séra
Felix ekki messað á móðurmálinu
í 17 ár, en greinilega engu gleymt.
Jón Böðvarsson ritstjóri Iðnsögu
íslands hélt í messukaffínu fróðlegt
erindi um þorskastríð á 16. öld,
svokallaðan Grindavíkurbardaga.
Jón dvaldi ásamt Guðrúnu Björg-
vinsdóttur konu sinni í
fræðimannsí-
búðinni þetta nýliðna sumar, sem
Danir kalla gjaman grænan vetur.
Séra Finnúr Tulinius, dansk-ís-
lenzkur prestur og íslandsvinur,
lézt í sumar á tíræðisaldri. Hélt
hann reisn sinni þrátt fyrir háan
aldur fram undir það síðasta og við
frábæra umönnun konu sinnar, frú
Ullu, á heimili þeirra í Hellerup
lengst af. Séra Finnur átti fjölda
vina á íslandi og heimsótti þá iðu-
lega og var einlægur vinur ættlands
feðra sinna, en faðir hans var Þórar-
inn Erlendur Tulinius.
ins, séra Ágústi, og geta íslendinga-
félög í Danmörku snúið sér til hans
vegna útlána á þeim. Var þetta
smekkleg og eftirbreytniverð gjöf,
því íslendingafélög, stór og smá,
hafa opið hús eða kvöldvökur fyrir
félaga sína hvert á sínum stað og
er íslenskt efni, blöð og myndir
kærkomið.
I október mun íslendingafélagið
í Kaupmannahöfn gangast fyrir
íjölbreyttri Vetrargleði í rúma viku.
Nánar tiltekið frá 24.—31. október
og fara öll atriðin fram í Jónshúsi
nema gönguferð um íslendingaslóð-
ir, guðsþjónusta og dansleikur. Er
það von stjómar félagsins, að sem
flestir fínni eitthvað við sitt hæfí á
Vetrargleðinni og leggi leið sína í
Jónshús. íslenzkur matur verður á
boðstólum flest kvöld og þarf að
panta matinn 2 dögum áður hjá
Bergljótu Skúladóttur gestgjafa.
Dagskráin verður sem hér segir:
Laugardagur 24. október.
Gönguferð á íslendingaslóðir undir
leiðsögn sr. Ágústs Sigurðssonar,
frá Sivalatumi kl. 15. Stiklumyndin
í Fjörðum sýnd kl. 17.45 og að
afloknu borðhaldi með lambasteik
hefst kvöldvaka í léttum dúr fyrir
alla fjölskylduna kl. 20.
Sunnudagur 25. október. Guðs-
þjónusta í Skt. Pálskirkju kl. 14.
Messukaffi og samkoma fyrir eldri
borgara. íslenzk kvikmynd og
hlutavelta íslenzka safnaðarins í
Kaupmannahöfn.
Mánudaginn 26. október. Sýnd
myndin Arkað af stað á Austur-
landi kl. 17.45. Eftir saltkjöt og
baunir verður kvöldvaka sem nefn-
ist Föðurhúsum fjarri. fslendingar
Stykkishólmi.
FLOTBÚNINGAR eru nú komnir
í alla báta í Stykkishólmi eftir
þeim upplýsingum sem fréttarit-
ari hefur aflað sér hjá skipstjór-
um og áhugamönnum.
Sérstakt átak var gert og tvö-
hundruð búningar keyptir í einu.
lýsa fyrstu skrefum sínum á er-
lendri grund. Umsjón Erla Sigurð-
ardóttir. .
Þriðjudagur 27. október. Sýnt
myndbandið Handafl og vatnsafl'
kl. 17.45. Eftir svið og rófustöppu
er tónlistarkvöld, þar sem Hlín Þor-
steinsdóttir og Morten Praem flytja
tónlist og Ásgeir Elvar syngur við
gítarundirleik.
Miðvikudagur 28. október. Undir
vaðalfjöllum, stikluþáttur, sýndur
kl. 17.45. Síðan er steikt ýsa á
borðum og þá jazzkvöld í umsjá
Guðmundar Eiríkssonar.
Fimmtudagur 29. október. Kvik-
myndin Falin fegurð kl. 17.45. Þá
verður snætt hangikjöt og loks ís-
landskvöld á dönsku, þar sem Edith
Tranekjær Poulsen, Örn Ólafsson
lektor og Sigurður Sigurðsson frá
Flugleiðum segja frá og sýna mynd-
ir.
Föstudagur 30. október. Stiklu-
þátturinn Með fulltrúa fomra
dyggða sýnd kl. 17.45. Saltkjöt og
baunir á borði og loks bingó kl. 20,
þar sem vinningar eru m.a. íslands-
ferð, íslenzkt lambakjöt og íslensk-
ur fiskur.
Laugardagur 31. október. Ómar
Ragnarsson skemmtir börnunum •
kl. 15. Síðan sýnd myndin Með fróð-
um á frægðarsetri. Lambasteik er
kl. 18, en kl. 20 verða nýnemar
boðnir velkomnir af Námsmannafé-
laginu. Þar á eftir er dansleikur í
Teatersalen við Bispetorv, og hefst
hann kl. 21. íslenzka danshljóm-
sveitin leikur og Ómar Ragnarsson
skemmtir gestum.
— G.L. Ásg.
Tíu búningar hafa verið keyptir í
til æfinga fyrir sjómenn hjá björg-
unarsveitinni Berserkir. Æfíngar í
notkun flotbúninganna fara fram
fjórum sinnum á ári og á hver skip-
stjóri að sjá um að skipshöfn hans
taki þátt I þeim.
Flotbúningar í alla
báta í Stykkishólmi
í Odense er stórkostlegt sýning-
arhús, sem heitir Brandts Klæde-
fabrik og var opnað í fyrra.
Undanfarið hefur verið sýning þar
í Kunsthallen á_ verkum Islending-
anna Halldórs Ásgeirssonar, Krist-
jáns Guðmundssonar og Hannesar
Lárussonar. Ásamt þeim sýndi Oey
Tjeng Sit, sem er frá Java í Indó-
nesíu, en búsettur í Amsterdam.
Sýning þessara ólíku listamanna
nefndist Vorsól á Snæfellsjökli og
vakti athygli á Fjóni og víðar.
Málverk Hjálmars Þorsteinsson-
ar listmálara hafa verið til sýnis í
félagsheimilinu í Jónshúsi undan-
famar vikur og sterkir litir þeirra
brugðið birtu í salinn. Hjálmar sýndi
einnig fyrr í sumar á Dragör, þar
sem hann á heima, og víðar á
Amager. Nú tekur brátt við sýning
Hauks Dór í félagsheimilinu, en
hann er líka búsettur hér í Dan-
mörku.
Nýlega sendi Markús Öm Ant-
onsson útvarpsstjóri alla Stiklu-
þætti Ómars Ragnarssonar
Jónshúsi að gjöf til notkunar í fé-
lagsstarfí. Eru spólumar 10 og
raunar fleiri íslenzk myndbönd.
varðveitt hjá umsjónarmanni huss-
Tíu bílar í Happ-
drætti styrktar-
félags vangefinna
ÞESSA DAGANA er verið að
senda út happdrættismiða í ár-
legu happdrætti Styrktarfélags
vangefinna, en miðamir erú
sendir heim til kvenna á aldrin-
úm 18-64 ára. Vinningar verða
10 talsins og heildarverðmæti
þeirra 4,2 mil(jónir króna.
í fréttatilkynningu frá félaginu
segir, að aðalvinningurinn í happ-
drættinu sé Audi 100 CC, árgerð
1988 að verðmæti um 1 milljón
krónur og annar vinningurinn bif-
reið áð eigin vali að upphæð 600
þúsund krónur. Þá eru átta vinning-
ar, bifreiðar að eigin vali, hver að
skattfrjálsir. Dregið verður 24. des-
ember næstkomandi.
í fréttatilkynningu Styrktarfé-
lags vangefínna segir, að félagið
standi nú sem fyrr í miklum og
fjárfrekum framkvæmdum. Meðal
annars hefur það á þessu ári fest
kaup á fjórum íbúðum sem leigðar
hafa verið fólki, sem flest hefur
áður dvalið á sambýlum félagsins.
Auk þessara íbúða annast félagið
nú rekstur sex sambýla í borginni,
skammtlmaheimilis, þriggja dag-
vistunarstofnana og verndaðs
vinnustaðar. Alls dvelja nú um
150-160 einstaklingar á þessum
heimilum og stofnunum, en enn eru.
upphæð 325 þúsund krónur. Miða- tugir einstaklinga á biðlistum eftir
nrn \ lUMMMHfHIXMi , .,. t'lipMpPMaMnSMHMÍ
verð er 250 krónur og vmnmgar sambynspiássum.