Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 60
'ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA I GuðjónÓ.hf. / 91-27233 ! Þjónusta íþínaþágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. MIÐVIKUDAGIJR 30. SEPTEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. TVEIR DÝRGRIPIR FLUGLEIÐA FLUGLEIÐIR hafa eignast tvær gamlar flugvéiar, sem áhugamenn um flug kalla dýr- gripi. Vélar þessar verða til sýnis á 50 _ára afmæli farþega- flugs á íslandi þann 9.-11. október. Vélamar eru báðar sjóflugvél- ar. Sú eldri er að gerðinni Waco YKS-7 og ber hún einkennisstaf- ina TF-ORN, eins og vél sömu gerðar sem var í eigu Flugfélags Akureyrar. Það var stofnað árið 1937, en 1940 var nafni flugfé- lagsins breytt í Flugfélag íslands. TF-ÖRN flaug fyrsta sinni frá Reykjavík til Akureyrar 2. maí 1938 og fyrsta farþegaflug með vélinni var farið tveimur dögum síðar. Hin vélin er af gerðinni Stinson Reliant, en flugvélar þeirrar gerð- ar voru í eigu Loftleiða og var ... srinson Reliant-vélin lítur jafn vel út nú og fyrir áratugum. Vélin er á hjólum, en ekki flotholtum eins og vélar Loftleiða voru. Morgunblaðið/KGA Kristinn Halldórsson, yf irmaður tæknideildar Flugleiða, um borð í Waco-flugvélinni TF-ÖRN. fyrsta flug fyrirtækisins með slíkri vél í apríl 1944. Flugleiðir keyptu vélina af fullorðnum Bandaríkjamanni, sem eignaðist hana árið 1958. Kristinn Halldórs- son, yfirmaður tæknideildar Flugleiða, sagði að fyrirtækið hefði leitað að slíkri vél í átta ár, en aðeins voru framleiddar um 50 vélar þessarar gerðar. Fyrir vélina greiddu Flugleiðir 30 þús- und dali, eða um 1,2 milljónir. Vélin er svört og rauð að lit og þar sem hún er í mjög góðu ástandi verður hún ekki máluð í litum Loftleiða. „Gamlir flugmenn hafa komið hingað til að líta á vélamar og mig grunar að þeir vildu gjaman fljúga þeim,“ sagði Kristinn. „Það stendur hins vegar ekki til að gera þær flughæfar, svo af því getur ekki orðið." Vestmannaeyjar: Breki fisk- arsem aldrei fyrr Aflaverðmæti 106 milljónir Vestmannaeyjum. ALLT stefnir í það að togarinn Breki VE verði aflahæstur tog- ara í Vestmannaeyjum, svo sem verið hefur undanfarin ár. Hann landaði í gær i fjórða skipti í þessum mánuði og er þá afli hans þennan eina mánuð orðinn um 800 tonn. Sævar Brynjólfsson, skipstjóri á Breka, vildi í samtali við Mbl. lítið úr þessu gera og enga hafði hann sérstaka skýringuna á þessum góðu aflabrögðum. Hann sagði að þeir væm löngu búnir með þorskkvóta sinn og hefðu undanfarið að mestu verið í ufsa. Hefði aflanum svo til eingöngu verið landað í frystihúsin hér. Það sem af er árinu hefur Breki aflað 3.900 tonna en allt árið í fyrra aflaði skipið 4.200 tonna. Aflaverð- mætið er komið í 106 milljónir. — bs. Margeir og Helgi unnu Tvær umferðir eftir Alþýðusamband Austurlands: Kröfur um 7 0% hækk- un fyrir fiskvimislufólk ALÞÝÐUSAMBAND Austurlands hefur samþykkt kröfur fyrir næstu kjarasamninga félagsins við Vinnuveitendasamband íslands þar sem krafist er að meðaltali um 70% taxtahækkunar fyrir fiskvinnslufólk. Sigfinnur Karlsson forseti ASA segir þetta tilraun til að snúa þeirri öfugþróun við að ekki fáist starfsfólk til fiskvinnslu. Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ segir að kröfugerð ASA sé ekki í tengslum við raunveruleikann. Kröfur ASA fyrir fiskvinnslufólk em miðaðar við flóra launaflokka. í neðsta flokki er almennt fiskvinnslu- **rólk og er krafist 38.000 króna lágmarkslauna í þeim flokki, þegar reiknað hefur verið með 7,23% hækkun 1. október og í efsta flokki er fastráðið sérhæft starfsfólk með 43.031 króna laun. I flokkunum er síðan gert ráð fyrir starfsaldurs- hækkunum og er hæsti taxti í 4. flokki þannig 51.637 krónur. Alþýðusambandið samþykkti einnig launakröfur fyrir alla al- menna verkamannavinnu sem ekki er raðað annarsstaðar. Þar er gert ráð fyrir fjórum flokkum og em lág- markslaun á bilinu 35.000 til 38.246 á mánuði. Hæsti taxti í 4. flokki ér 45.895 krónur. Einnig em gerðar kröfur um einn yfirvinnutaxta sem er 80% á yfirvinnu og 160% stórhá- tíðarálag. Sigfinnur Karlsson forseti ASA sagði að þama væri verið að krefj- ast um 70% launahækkunar fyrir fiskvinnslufólk en um 50% fyrir al- menna verkamenn. „Forsendumar em að það er að verða vandræða- sættu sig ekki við að fá einn pott af mjólk heldur vildu fá annan, þó svo hann væri þynntur með vatni," sagði Þórarinn. MARGEIR Pétursson vann í gær Þröst Þórhallsson á Skákþingi ís- lands sem haldið er á Akureyri. Hann er efstur eftir elleftu umferð með 10 vinninga. Helgi Ólafsson er í öðru sæti með 9 vinninga og Hannes Hlífar Stefánsson í því þriðja með 7,5 vinninga. Önnur úrslit á Skákþingi_ íslands í gær vora þau að Helgi Ólafsson vann Þröst Amason, Hannes Hlífar Stefánsson vann Gylfa Þórhallsson, Dan Hansson vann _ Gunnar Frey Rúnarsson, Davíð Ólafsson vann Áskel Öm Kárason og Sævar Bjama- son vann Ólaf Kristjánsson. Skák Jóns G. Jónssonar og Karls Þorsteins var frestað. ástand allsstaðar á landinu með frystihúsin, þar sem fólk fæst ekki til vinnu. Við ætlum með þessu að reyna að skapa raunhæfa möguleika á að undirstöðuatvinnuvegur þjóðar- innar verði nýttur betur en gert er og það verður ékki gert nema hægt sé að laða fólk að þessari vinnu með hærri launum. Þetta er tilraun til að snúa þessari öfugþróun við,“ sagði Sigfinnur. Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins sagðist í gærkvöldi ekki hafa fengið kröfur ASA í hendumar en miðað við það sem hann hefði heyrt virtist honum þær vera laus- tengdar raunvemleikanum. „Það væri út af fyrir sig afskaplega gam- an að geta orðið við þessum óskum en fólk getur sagt sér það sjálft hvort líkur séu fyrir að það sé hægt. Mér sýnist á kröfum Verkamanna- sambandsins, eins og þær liggja fyrir, og af því sem heyrist frá Aust- urlandi að þar séu menn búnir að gefast upp við að semja um raun- vemlegar launabreytingar og vilji aftur hverfa til þess tíma sem menn Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði: Skilyrði um ráðstöf- unþorsks úr Víði HF ÚTGERÐ og áhöfn togarans Víðis HF setti í gær það skilyrði fyrir sölu 23 tonna af þorski á Fiskmarkaðinum i Hafnarfirði, að hann yrði ekki fluttur óunn- inn úr landi. Það olli verulegri ólgu meðal kaupenda fyrir upp- boð, en fiskurinn var engu að síður keyptur. Skýring þessa er sú, að þrátt fyrir að fiskurinn skipti um eigendur, miðast út- flutningur fisksins fersks við skipið, sem aflaði hans. Því skerðist þorskkvóti þess um 10% þó fiskurinn sé ekki fluttur utan sem eign útgerðar og áhafnar þess samkvæmt reglum um út- flutning á ferskum fiski. „Það er ljóst að þessar reglur skerða athaftiafrelsi manna á fisk- mörkuðunum. Eigum við að taka á okkur skerðingu á kvóta vegna útflutnings á ferskum fiski, viljum við taka þá áhættu sjálfir. Ekki fá bakreikning síðar fyrir að hafa farið yfir leyfilegt magn á veiðum. Við munum því halda þessum skil- yrðum fyrir sölu á fiski frá okkur á markaðnum," sagði Jón Friðjóns- son, útgerðarmaður Víðis, í samtali við Morgunblaðið. Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðarins, tók í svipaðan streng og Jón Friðjóns- son. Hann sagði, að við þessu yrði bmgðizt. Reglur þessar um kvóta- skerðingu heftu starfsemi fisk- markaðanna. Það gæti ekki gengið að menn settu fisk inn á markað- inn, seldu hann þar öðmm mönnum án þess að vita hvað um fiskinn yrði, og fengju svo sektir fyrir að hafa veitt umfram kvóta. Þetta skilyrði útgerðar og áhafnar Víðis hefði verið kynnt skilmerki- lega fyrir uppboð og valdið tals- verðri ólgu, enda skiljanlegt að kaupendur væm óhressir með að vera sett skilyrði fyrir því, hvað þeir gerðu við fisk, sem þeir keyptu. Þetta væri slæmt fyrir baeði seljendur og kaupendur og lausn á þessu yrði að finnast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.