Morgunblaðið - 04.10.1987, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987
37
HEIMA OG HANDAN
Anjelica Huston og James Caan í mistækri mynd Coppola.
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Stjörnubíó.
Steingarðar — Gardens of
Stone ☆☆☆
Leikstjóri: Francis Copp-
ola. Handrit: Ronald Bass,
byggt á skáldsögu Nicholas
Profitt. Tónlist: Carmine
OFBELDIGEGN OFBELDI
Regnboginn.
Ómega-gengið ☆☆
Leikstjóri: Joseph Manduke.
Handrit: John Sharkey. Mynda-
tökustjóri: Harvey Genkins.
Tónlist: Nicholas Carras. Aðal-
leikendur: Ken Wahl, George
DiCenzo, Cicole Eggert, Doug
McClure. Bresk. Smart Egg
Pictures 1987.
Ómega-gengið er ein hinna fjöl-
mörgu miðlungsþrillera sem í
raunin er sárafátt um að segja.
Svo gott sem allt í meðallagi. Leik-
hópurinn nánast óþekktur, ef
undan eru skildir þeir Ken Wahl,
sem virðist hafa haft einum of
miklar framavonir eftir að hann lék
í Fort Apache, The Bronx, og gamli
Walt Disney leikarinn Dough
McClure, sem hér áður fyrr lék
gjaman blíðlynda mömmudrengi
en gerir sig nú ánægðan með hlut-
verk treggáfaðra, sælgætissjúkra
lögregluforingja.
andi fer.
Heimur versn-
Eitt er það þó sem gerir
Omega-gengið nokkuð frábrugðið
öðrum þrillerum. Það er hið tak-
markalausa ofbeldi sem beitt er á
báða bóga. Myndin gerist í LA og
segir af raunum blaðamannsins
Wahl. Hann er ekkill sem fær að
heimsækja dóttur sína á tveggja
mánaða fresti og einmitt þegar
hann hefur hana hjá sér er telp-
unni rænt. Wahl fær gamlan
stríðsfélaga úr Víetnam að hafa
uppá ræningjunum og áður en
þeir vita af eru þeir komnir í stríð
við hryðjuverkasamtökin Omega.
Gamalkunn formúla og engin
ævintýramennska í framsetning-
unni. Sem svo oft áður í myndum
af þessari gerð er ýmislegt heldur
óljóst og óútskýrt í hinum talaða
texta, aðaláherslan lögð á að aldr-
Nicole Eggert er tvímælalaust
fallegasti punkturinn við
Omega-gengið.
ei þagni í byssukjöftum né bílmót-
orum. Hasarmynd fyrir unglinga
yfir sextán.
Coppola. Myndatökustjóri:
Jordan Cronenweth ASC.
Klipping: Barry malkin.
Aðalleikendur: James Caan,
James Earl Jones, Anjelica
Huston, D.B. Sweeney, De-
an Stockwell, Mary Stuart
Masterson, Dick Anthony
Williams, Lonette McKee.
Bandarísk, TriStar Pictures
1987.
í nýjustu mynd sinni fjallar
Coppola um Víetnamstríðið séð
með augum þeirra sem heima
fyrir sitja. Gamalla atvinnuheij-
álka, ungra manna í herþjálfun
og eiginkvennanna sem einar
máttu þreyja þorrann og góuna.
Caan og Jones eru rosknir at-
vinnuhermenn sem báðir sáu
vígvellina í Kóreu og Víetnam.
En nú hafa þeir fengið annað
hlutverk; að sjá um greftranir í
þjóðargrafreitnum í Arlington,
en það er hlutverk heiðurssveitar
bandaríska fótgönguliðsins. Þeir
sjá sjálfa sig unga í hinu efnilega
stríðsmannsefni D.B. Sweeney
sem sér stríðið í ljóma hugsjónar-
innar, og á þann draum heitastan
að komast á vígvöllinn í Víetnam.
Segir eitthvað á þá leið; „her-
maður á réttum tíma og réttum
stað getur breytt gangi sögunn-
ar“. Þeir Caan og Jones reyna
að telja Sweeney hughvarf, eink-
um sökum þess að þ eir hafa
báðir skömm á Víetnamstríðinu,
sem þeir af eigin reynslu vita
að er alltöðru vísi en aðrar styij-
aldir. En allt kemur fyrir ekki,
hann lætur drauminn rætast og
kemst á vígstöðvamar.
Steingarðar §alla um mikið
fleira en þennan þráð, kannski
fyrst og fremst um hermennsku,
böndin sem bindast manna á
milli á blóðvellinum, herslu her-
þjálfunarinnar, agann, virðing-
una fyrir föðurlandinu, sjálfum
sér, búningnum, heiðurmerkjun-
um ... í þeirri umfjöllun flýgur
andi Coppola hæst að þessu sinni
og nýtur afbragðsleikara sem
halda athygli manns á myndinni
vakandi frá upphafi til enda. Það
er unun að horfa á samleik þeirra
Caans og Jones, Dick Anthony
Williams er sömuleiðis góður í
hlutverki hrottans Slasher Will-
iams. Þá er D.B. Sweeney
ótrúlega sannfærandi í mjög erf-
iðu hlutverki hins hugumstóra
nýliða og Anjelica Huston fer vel
með hlutverk vinkonu Caans, þó
það sé nokkuð útá þekju af hálfu
handritshöfundar.
Því miður umvefur Coppola
myndina of sterkum tilfinningum
strax í nístandi upphafsatriðinu,
þar sem hann markar línuna og
áhorfendur vita hvert framhaldið
verður. Steingarðar er þungbær,
kvikmyndaleg reynsla sem
minnir oft á orðtakið „fall þeirra
er mest sem fljúga hæst“.
Heimílístækí
sem bíða ekki!
, \ \ \\\\\\\\A
4sskápnr
íwn b tr.i
iiiiinniiM
-þurrkar
eltlavúl
jrystikistá
Tfláö'
Nú er ekki eftir neinu aö bíða, þú verslar í Rafbúð
Sambandsins fyrir 100 þúsund og getur þá keypt
öll heimilistækin í einu, valið sjálfur hvert tæki af
ótal gerðum í pakkann, bætt sjónvarpi, videotæki
eða hrærivél við og skipt greiðslum jafnt niður á
24 mánuði. Engin útborgun og fyrsta greiðsla eftir
einn mánuð. Enginn íslenskur raftækjasali hefur
boðið slík kjör - hvorki fyrr né síðar. Hafðu sam-
band við Rafbúð Sambandsins strax - það er ekki
eftir neinu að bíða.
TAKMARKAÐB
PEMAGN=1...............
a þessum kjoruma ^ SAMBANDSINS
ÁRMÚLA3 slml 687910