Morgunblaðið - 29.10.1987, Page 1

Morgunblaðið - 29.10.1987, Page 1
96 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 245. tbl. 75. árg. FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Gengi doilarans féU verulega í gær og hefur ekki verið lægra gagnvart vestur-þýsku marki í sjö ár og franska frankanum í tæp sex. Hér er einn starfsmanna kauphaUarinnar í París að skrá lokagengi gærdagsins. Spá „frjálsu falli“ dollara New York, London, Tókýó, Reuter. VERÐBRÉF í kauphöUinni í WaU Street hækkuðu aðeins í gær þrátt fyrir verulegt gengisfaU doUarans en í Evrópu og Asíu héldu þau áfram að falla. DoUarinn hefúr ekki verið lægri gagnvart vestur-þýsku marki í sjö ár og spá því sumir, að hann eigi eftir að falla enn. Samningamenn Bandaríkjaforseta og þingsins leggja áherslu á að semja nú í vikunni um fjárlaga- niðurskurð tíl að lægja mestu öldurnar í fjármálaheiminum. Almennt lækkuðu hlutabréf í Wall Street, en á móti kom nokkur hækkun bréfa í traustustu fyrir- tælqunum þrátt fyrir gengisfall dollarans. Það olli hins vegar nokkru verðfalli í kauphöllum í Evrópu og Asíu. Gengi dollarans gagnvart v-þýsku marki hefur ekki verið minna í sjö ár. Fást nú 1,73 mörk fyrir dollarann og er hann þar með kominn niður fyrir 1,80 marka viðmiðunina sam- kvæmt Louvre-samkomulagi iðnrílqanna sjö. Skyndiferð Shevardnadzes til Washington: Vill Sovétstjómin leið- rétta mistökin í Moskvu? Washington, Moskvu, Reuter. EDUARD Shevardnadze, ut- anrfkisráðherra Sovétrílqanna, kemur tíl Washington á morgun, föstudag, og mun þá eiga viðræð- ur við Ronald Reagan Banda- ríkjaforseta um afvopnunarmál og fyrirhugaðan leiðtogafund. Kemur þessi ferð mjög á óvart vegna þess, að i síðustu viku vildi Gorbachev ekki ákveða nýjan fund nema horfur væru á samn- ingi um bandarísku geimvama- áætlunina og langdrægar eidflaugar. Bandarískir sérfræð- ingar telja, að Gorbachev hafi ætlað að notfæra sér erfiða stöðu Reagans heima fyrir en komist að þvi, að hann hafi tapað i þvi tafli. í tilkynningu frá Hvíta húsinu sagði, að Shevardnadze myndi ræða við Reagan og George Shultz ut- anríkisráðherra á morgun og laugardag og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í Moskvu. Einn- ig hefur hann með sér bréf til Reagans frá Gorbachev. í síðustu viku tókst ekki að ganga endanlega frá samningi um eyðingu meðal- og skammdrægra eldflauga og kom það til, að Gorbachev setti það skyndilega sem skilyrði, að á vænt- anlegum leiðtogafundi næðist einhver árangur í viðræðum um geimvamaáætlunina og langdræg- ar eldflaugar. Þessi nýju skilyrði Gorbachevs ollu furðu og vonbrigðum á Vestur- löndum. Reagan sagði hins vegar í gær, að unnt væri að ná árangri í afvopnunarmálum án leiðtogafund- ar og undir það hafa ýmsir frammámenn í Vestur-Evrópu tek- ið. Sérfræðingar í afvopnunarmál- um og bandarískir embættismenn segja líklegt, að Gorbachev hafi ætlað að reyna að nýta sér erfið- leika Reagans, verðfallið á hluta- bréfamörkuðum, vopnasöluhneyksli og fleira, en láti sér nú skiljast, að þar hafi hann leikið af sér. „Gorbachev hélt, að hann gæti þvingað forsetann til að gefa eftir en það gekk ekki. Líklega þekkir hann Reagan ekki eins vel og hann hélt,“ sagði bandarískur embættis- maður og í gær hafði The New York Times eftir Anatoly Dobrynin, ráðgjafa Gorbachevs, að Gorbachev væri reiðubúinn til að eiga fund með Reagan og undirrita samning- inn um meðal- og skammdrægu flaugamar hvað sem liði ágreiningi um geimvamaáætlunina. Seðlabankar reyndu í gær að hamla gegn gengisfallinu með dollarakaupum en höfðu ekki er- indi sem erfiði. Jacques Delors, forseti framkvæmdanefndar Evr- ópubandalagsins, sagði I gær, að Bandaríkjastjóm vildi sjá dollar- ann fara í 1,60 mörk vegna þess, að Vestur-Evrópuríkin hefðu þrá- ast við að greiða fyrir auknum hagvexti. Evrópskir hagfræðingar taka undir þetta og segja, að doll- aragengisins bíði nú hugsanlega „fijálst fall“. Samningamenn þings og ríkis- stjómar í Bandaríkjunum vilja reyna að ná samkomulagi fyrir helgi um fjárlaganiðurskurð til að lækka ólguna á fjármálamörkuð- um. Er stefnt að því að lækka fjárlögin um 23 milljarða dollara á einu ári, með útgjaldalækkun og nýjum sköttum. Ágreiningur er hins vegar um hlutfallið þama á milli. Sjá ennfremur markaðsfrétt- ir í viðskiptablaði. Reuter Slysfarir á Englandi Stór byggingarkrani féll í gær á hliðina í miðborg Lundúna með þeim afleiðingum, að einn maður lést og tveir slösuðust alvarlega. Enn alvarlegra slys varð þó við bæinn Preston þegar bensín- flutningabill sprakk í loft upp í árekstri margra bifreiða. í gær- kvöld var vitað um 12 látna, þar af þrjú börn. Væntanleg bók eftir Mikhail Gorbachev: Hrósar Stalín fyrir samyrkjubúskapinn \f Aolrim Panlor Moskvu, Reuter. í væntanlegri bók eftir Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkj- anna, hrósar hann Jósef heitnum Stalín fyrir saniyrkjubúskapinn, sem var neyddur upp á rússneska bændur á fjórða áratugnum og kostaði niilljónir manna iifið. Segir Gorbachev, að samyrkjubúskap- urinn hafi stuðlað að framförum í landinu. Gorbachev hefur ekki áður talað inu Moskvufréttum. Þar sem jafn opniskátt um þetta tímabil í Gorbachev víkur að umdeildum sögu Sovétríkjanna, þegar milljón- ir smábænda voru fluttar í vinnu- búðir eða létust úr hungri, en ummælin þykja ólík því, sem af honum er vænst. Segir hann einn- ig, að Vesturlandabúar verði fyrir vonbrigðum haldi þeir, að svo sé sorfið að Sovétmönnum, að þeir ætli að taka upp vestrænar að- ferðir í efnahagsmálum. Útdráttur úr væntanlegri bók eftir Gorbachev, sem verður gefin út samtímis í mörgum löndum meðal annars hér, birtist í vikurit- atburðum í sögu Sovétríkjanna kveður við gamalkunnan tón. „Það var merkisatburður í sögu lands og þjóðar þegar samyrkjubú- skapurinn var tekinn upp, mikil- vægasta endursköpun þjóðfélags- ins eftir 1917. Vissulega gekk það ekki sársaukalaust fyrir sig, ekki án öfga og mistaka, en án hans hefðu engar framfarir orðið í landinu," segir Gorbachev. Gorbachev minnist ekki á þær milljónir manna, sem létu lífið á fyrstu árum samyrkjubúskaparins, og ekki heldur á hreinsanir Stalíns, sem einnig höfðu í för með sér dauða ótaldra milljóna og fanga- búðavist. Hann hrósar hins vegar Stalín fyrir ofurkappið, sem hann lagði á iðnvæðingu og segir, að það hafi verið nauðsynlegt til að festa byltinguna í sessi. Ummæli Gorbachevs um Stalín þykja bergmála yfirlýsingar Yeg- ors Ligachev, hugmyndafræðings flokksins. Hann er næstráðandi í stjómmálaráði kommúnistaflokks- ins og hefur varað menn við að einblína um of á dimmu dagana í sögu Sovétríkjanna. Hefur verið látið að því liggja, að Ligachev spymi við fótum og vilji standa vörð um gamalgróið stjórnkerfí sovéskra kommúnista.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.