Morgunblaðið - 03.11.1987, Page 5

Morgunblaðið - 03.11.1987, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 5 Skreiðar- nefndin skipuð Einar Ingvarsson formaður SKIPAN nefndar til að fara ofan í sölu skreiðar og þá 'þætti, sem henni tengjast, hefur nú verið staðfest. I nefndinni eiga sæti: Formaður Einar Ingvarsson og aðrir eru Stefán Gunnlaugsson, Atli Freyr Guðmundsson og Hall- dór Guðbjarnarson. Einar Ingvarsson er fyrrverandi starfsmaður Landsbanka íslands, Stefán Gunnlaugsson var viðskipta- fulltrúi við sendiráði íslands í London og tekur nú við starfi á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins, Alti Freyr Guðmundsson er deildarstjóri í viðskiptaráðuneyt- inu og Halldór Guðbjarnarson fyrrverandi bankastjóri Útvegs- banka íslands. í skipunarbréfí nefndarinnar seg- ir, að hún skuli kanna útistandandi kröfur vegna sölu skreiðar til Nígeríu, óseldar birgðir og fjár- hagsleg áhrif lokunar markaðsins í Nígeríu á hag skreiðarframleið- enda. Nefndin hefur þegar störf. Tvö fiskiskip seldu erlendis TVÖ ísienzk fiskiskip seldu afla sinn erlendis á mánudag. Verð fyrir hann var fremur lágt. Ottó Wathne NS seldi 130 tonn, mest þorsk í Grimsby. Heildarverð var 7,8 milljónir króna, meðalverð 59,65. Þetta er nokkru lægra verð en að undanfömu hefur fengizt fyrir þorsk í Bretlandi, en skýringin mun liggja í auknu framboði af heimabátum. Framboð héðan er ekki mikið þessa vikuna. Ögri RE seldi á mánudag 200 tonn, mest karfa í Bremerhaven. Meðalverð var 50,18 krónur. Ögri á eftir óseld um 60 tonn, sem fara á markaðinn í dag, þriðjudag. Þetta verð er heldur hærra en fékkst i síðustu viku, þrátt fyrir mikið fram- boð á físki, bæði héðan og frá heimamönnum. Engu að síður er verðið í lægri kantinum. Unnið að rannsókn kókaín- málsins LÖGREGLAN verst allra frétta af rannsókn kókaínmálsins, sem upp kom þann 17. október. Óvist er hvenær rannsókninni lýkur. Brasilísk hjón voru handtekin í gistihúsi í Hveragerði laugardaginn 17. október. í fómm þeirra fundust 450 grömm af kókaíni og um 780 þúsund krónur, sem að hluta var í erlendum gjaldmiðli, mest dollur- um. Amar Jensson, lögreglufulltrúi, sagði að fíkniefnalögreglunni mið- aði ágætlega rannsókn málsins, en sagði að ekki væri hægt að gefa neitt upp um hana. Hann kvaðst ekki vilja segja hvort íslendingar hefðu verið handteknir vegna þessa og sagði óvíst hvenær rannsókn lyki. GehaGert Kraftaverk úr þessum efnum þarftu rétt áhöld. Þau eigum viðöll ásamt gnægð góðra ráða, - þú skilur, við erum fagfólk. Ætiarðu að breyta til svo um munar? Þá eigum við flfsar, parket, gólfdúka og veggfóður í úrvali mynstra og áferða. hjálpum þér við valið og blöndum síðan málningu í litum sem fara vel með, að þínum smekk eða okkar ráðum. Til að vinnavel Síðumúla 15, sími (91)84533 - RÉm Ltiurinn! »JÖNUSTAN SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.