Morgunblaðið - 03.11.1987, Page 9

Morgunblaðið - 03.11.1987, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 9 Hraðlestrarnámskeið Vegna mikillar eftirspurnar verður haldið eitt hraðlestr- arnámskeið til viðbótar á þessu ári. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 5. nóvember nk. Viljir þú margfalda lestrarhraða þinn, hvort heldurer við lestur námsbóka eða fagurbókmennta, skaltu skrá þig strax á námskeiðið. Nemendur Hraðlestrarskólans þrefalda að meðaltali lestrarhraða sinn, jafnvel með meiri eftirtekt á innihald textans, en þeir hafa áður vanist. Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 611096. Hraðlestrarskólinn. TURBO BLÖNDUNARTÆKI Sænsk gæðablöndunartæki með keramik disk. Venjulegt flæði 5 l/mín. Fullt flæði TURBO allt að helm- ingi meira. LEITIÐ UPPLYSINGA. HEILDSALA — SMÁSALA W VATNSVIRKINN HF. ~ ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416 JSílamatkadutinn 12-18 Lúxusbíll Renault 25 GTX 1985 Ljósbrúnn (sans.), sjálfsk., sóllúga, rafm. í öllu. Sérstakur bíll. Verð 850 þús. Ford Mercury Topas LS 1984 Blágrár, 4 cyl., sjélfsk., ekinn 70 þ.km. Raf- stýrð sæti, cruise control, 2 dekkjagangar (sportfelgur) o.fl. Verð 520 þús. Chevrolet Cavalier Type-10 '85 Blásans., beinsk., 4 gíra, aflstýri, útvarp + segulb. Ekinn 51 þ.km. Verð 520 þús. Chevrolet Suburban Scottsdale 1980 Brúnn og hvítur, ekinn aðeins 20 þ.km. Beinsk., 4 gíra (8 cyl.). Sérstakur jeppi. Verð 690 þús. Pajero Turbo diesel 1987 Grásans., 5 gíra, ekinn aöeins 11 þ.km. Spoke felgur, breiö dekk o.fl. aukahl. Sem nýr. Verð 970 þús. Volvo 740 GLE 1984 Rauðbrúnn, 4 gíra m/overdrive, ekinn að- eins 35 þ.km. Sóllúga, litaö gler o.fl. Úrv- alsbíll. Verð 740 þús. Ford Capri 2.8 Injection '82 79 þ.km. Dekurbfll. V. 390 þ. Dodge Daytona (sport) '85 47 þ.km. 3 dyra. V. 680 þ. Ford Sierra 2000 Laser st. '87 Sjálfsk., 14 þ.km. V. 720 þ. Ford Sierra 1600 5 dyra '85 39 þ.km. 2 dekkjagangar o.fl. V. 430 þ. Mazda 323 1300 '87 22 þ.km. Útv. + segulb. V. 370 þ. Toyota Landscrusier '86 12 þ.km. 2 dekkjag. o.fl. V. 875 þ. Toyota Corolla Twin Cam '85 33 þ.km. 16 ventla. V. 540 þ. Toyota Tercel 4x4 ’86 20 þ.km. Sem nýr. V. 545 þ. Subaru 4x4 (afmælisbíll) '88 2 þ.km. Nýr bíll. V. Tilboð. V.W. Golf CL '86 24 þ.km. 3 dyra. V. 480 þ. Nissan Patrol langur diesel '84 Hi-roof, 80 þ.km. V. 850 þ. HAFÐUALLTÁ HREINU FÁÐU ÞÉR &TDK Varaformaðurinn hættir Kristín Á. Ólafsdóttir, varaformaður Álþýðubandalagsins, skýrði frá því á laugardag, að hún hefði ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs á landsfundinum, sem hefst núna í kringum so- véska byltingarafmælið. Fetar hún þar með í fótspor Svavars Gestssonar, flokksformanns, og eru uppi vangaveltur um að afsögn varaformannsins eigi eftir að auðvelda valið á formannin- um. Er þá litið á varaformennskuna sem einskonar dúsu fyrir þann arm í Alþýðubandalaginu, sem verður undir í kosningunni um formann. Kenning Svavars vitlaus í samtali við Þjóðvijj- ann á laugardag segir Kristin Á. Olafsdóttir, að ákvörðun sin um að hætta varaformennsku í Alþýðubandalaginu sé fyrst og fremst sprottin af þvi, að hún sjái ekki fram á að geta dreift kröftum sínum lengur svo vel fari milli varafor- mennskunnar, borgar- stjómarstarfa og einkalifsins. Og hún seg- in „Ég vil sinna borgar- mábinnm af meiri atorku, þau eru niikil- vægt og tíniafrekt verkefni. Og ég vil rækja betur fjölskyldu mína og vini.“ Blaðamaður Þjóðvilj- ans spyr, hvort ákvörðun Kristinar sé i einhvequ samhengi við þau orð Svavars Gestssonar, frá- farandi flokksformanns, að þeir sem markaðir eru af innaflokksátökum eigi að vikja úr forystusætum í Alþýðubandalaginu. Kristín svaran „Nei. Sú kenning að það yrði flokknum helst til bjargar að fólk „merkt átökum" viki brott tor- veldaði mér satt að segja þessa ákvörðun, vegna þess að ég er ósammála þessu mati og finnst kenningin vitlaus. I fyrsta Iagi er mér ekki (jóst hver á að meta hina mörkuðu. Eru þeir einir markaðir sem hafa tekist á fyrir opnum tjöldum, eða tejjast kaf- bátamir með? í öðru lagi er mér nyög til efs að þeir sem ekki hafa gert sér grein fyrir mismun- andi viðhorfum í flokkn- um né tekið til þeirra afstöðu eigi mikið erindi í forystu. Allra sist nú, þegar Alþýðubandalag- inu er lifsnauðsyn að endurmeta pólitiskar áherslur sinar og vinnu- brögð, ætli það á ný að verða róttækt áhrifaafl i samfélaginu í stað þess að sitja í farinu 8 til 13 prósent eða fara enn neð- ar í fylgi.“ Og síðar spyr blaða- maður Þjóðvijjans: „Þú hefur lýst stuðningi við Ólaf Ragnar Grimsson sem næsta formann. Ertu með einhveijum hætti að hliðra til fyrir honum?“ Og Kristín Á. Ólafsdóttír svarar: „Nei. Hvernig ættí min varaformennska að standa í vegi fyrir for- mennsku Ólafs Ragnars? Krafan nm samhenta forystu hjjómar nú hátt, og samstarf okkar Ólafs hefur verið einstaklega gott. Við höfum svipaðar hugmyndir im væntíng- ar fólks til Alþýðubanda- lagsins, svipaðar hugmyndir nni hvernig megi gera það að afli til að móta framtfðarsam- félag á íslandi." Fyrir Ólaf Kristín Á. Ólafsdóttír heldur þarna uppi vöm- um fyrir Ólaf Ragnar Grímsson. Ef hún féllist á kenningu Svavars um hina óhreinu flokksfor- ystu, væri hún jafnframt að lýsa yfir þvi, að Ólafur Ragnar ætti ekki að sækjast eftir formennsk- unni hvað sem öðm líður hefur hann verið for- maður framkvæmda- stjómar flokksins og er því jafn ábyrgur fyrir að flokkurinn hefur fest 8 til 13 prósent og aðrír. Það er (jóst af orðum Kristínar, varaformanns- ins fráfarandi, og framboði Ólafs Ragnars, að þau líta bæði þannig á, að aðrir i flokksforyst- unni en þau beri ábyrgð á lélegri stöðu flokksins. Að þeim tveimur frá- gengnum standa spjótin aðeins á einum manni: Svavari Gestssyni. Hann er 8 til 13% maðurinn en ekki þau. Strax eftir að Kristín hafði gefið yfirlýsinguna um afsögn sina fóm að berast fréttir um það, hver hlyti varafor- mennskuna. Bára þær allar skýr merki þess, að Ólafur Ragnar Grimsson teldi sig öruggan með formennskuna og hann gætí vel hugsað sér hinn eða þennan sem vara- formann með sér. Var Steingrimur J. Sigfús- son, alþingismaður, meðal annars nefndur í þvi sambandi. En Stein- grimur var einmitt i hópi hinna fyrstu er komu til álita, þegar Svavar til- kynntí afsögn sína. Er Steingrímur fulHrúi mim arms og Svavar. Sá Steingrimur ástæðu til þess um helgina að bera fréttír um varafor- mennsku sina til baka. Máttí skilja orð hans á þann veg, að nafn hans hefði verið misnotað vegna átaka innan flokksins. Afsögn Kristínar Á. Ólafsdóttur er ekki ein- angrað fyrirbæri í kosningabráttu Ólafs Ragnars Grimssonar. Hún á að auðvelda hon- um á lokastigum bardag- ans að vejja sér varaformann, sem eykur líkumar á því, að kosning Ólafs Ragnars i for- mannssætið verði sem glæsilegusL Fyrir þá sem vilja ávaxta peninga á öruggan og áhyggjulausan hátt... Verðbréfamarkaðs Iðnaðaibankans: 11 -11,5% ávöxtun umfram verðbólgu. Sjóösbréf 1 eru fyrir þá sem eru að safna og ætla aö nota peningana ásamt vöxtum og verðbótum einhvern tíma síðar. Munur á kaupgengi og sölugengi eraðeins 1%. Sjóðsbréf 2 eru fyrir þá sem þurfa að lifa af vöxtunum en þeir eru greiddir út í mars, júní, september og desember á ári hverju. Ávöxtun Sjóðsbréfa 1 og 2 er nú 11-1 1,5% umfram verðbólgu sem jafngildir um 35-36% ársvöxtum. Sjóður 1 og 2 fjárfesta aðeins í bankabréfum og skuldabréfum traustra fyrirtækja. Kaupend- ur Sjóðsbréfa taka því lágmarksáhættu. Síminn að Ármúla 7 er 68-15-30. Heiðdvs. Ingibjörg, Sigurður B. eða Vilborg eru jafnan reiðubúin að veita allar nánari upplýsinear. VIB VERÐBRÉFANIARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.