Morgunblaðið - 03.11.1987, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987
Kór Austurbæjarskóla æfir með Sinfóníuhjjómsveitinni.
Morgunblaðið/Sverrir
Sinfóníuhljómsveit íslands:
Grunnskólanemendur taka
þátt í skólatónleikum
SINFÓNÍ UHLJ ÓMS VEIT ís-
lands heldur skólatónleika þessa
viku, þar sem nemendur úr Tón-
menntaskóla Reykjavíkur og
Tónskóla Sigursveins leika með
hljómsveitinni og kórar grunn-
skóla Reykjavikur syngja.
Jón Stefánsson sá um undirbún-
ing tónleikanna, en stjómandi er
Páll P. Pálsson. Að sögn Jóns Stef-
ánssonar var undirbúningnum
þannig háttað að tónmenntakenn-
umm grunnskólanna voru sendar
snældur með þeim verkum sem flutt
verða og þeir sáu síðan um að æfa
nemendur fyrir tónleikanna. Þannig
hafí nemendumir æft verkin í skól-
unum áður en þeir mættu til
æfíngar með Sinfóníuhljómsveitinni
sem fram fór í gær.
Með þessu fyrirkomulagi vill
hljómsveitin stuðla að því að þátt-
taka nemenda í tónleikunum verði
almenn og að þeir sem hvorki leika
né syngja fái tækifæri til að kynn-
ast verkunum sem leikin verða áður
en þeir heyra þau á tónleikunum.
Að sögn Jóns Stefánssonar hefur
Sinfóníuhljómsveitin heimsótt
hvem grunnskóla annað til þriðja
hvert ár og honum sýndist að áhugi
nemenda á skólatónleikunum hefði
farið vaxandi á undanfömum ámm.
Erfitt en skemmtilegt
Blaðamaður Morgunblaðsins
hitti þijá unga tónlistarmenn á
æfíngu sem fram fór í gær. Ingólf-
ur Vilhjálmsson, 11 ára úr Álfta-
mýrarskóla, sagðist leika á
hrossabrest á tónleikunum, en ann-
ars leiki hann á klarinettu. Honum
fannst gaman að taka þátt í þessu
verkefni og sagðist vel geta hugsað
sér að gerast tónlistarmaður i
framtíðinni.
Ester Brendansdóttir, 10 ára,
leikur á fiðlu og píanó og syngur
auk þess með Kór Austurbæjar-
skóla. Hún sagðist hafa æft á fíðlu
í 3 ár og hafa hlustað talsvert á
sígilda tónlist. Hún og Sólveig Ein-
arsdóttir, sem er 12 ára og einnig
í Austurbæjarskóla, voru sammála
um að verkin sem þær flytja séu
skemmtileg og gaman hefði verið
að æfa þau, þótt æfíngamar hefðu
verið erfíðar.
Verkin sem flutt verða em Ung-
verskur dans númer 5 eftir Brahms,
Ave veram, Menúett úr sinfóníu
númer 39 og Tumi fer á fætur eft-
ir W.A. Mozart, Leikfangasinfónían
eftir L. Mozart, Ritvélin eftir Leroy
Anderson og Á veiðum eftir J.
Strauss. Þess má geta að verkin
vom samin þegar tónskáldin vom
ung, nema Leikfangasinfónían sem
faðir W.A. Mozarts samdi fyrir
böm.
Tvennir skólatónleikar verða í
dag, þriðjudag, þeir fyrri verða
klukkan 10 í Réttarholtsskóla, og
þeir seinni í Fossvogsskóla klukkan
11.30. Á miðvikudag verða tónleik-
ar í Breiðagerðisskóla klukkan 10
og í Laugamesskóla klukkan 11.30.
A fimmtudag er leikið í Austurbæj-
arskóla klukkan 10 og 11.30, og
síðustu tónleikamir verða í Hlíða-
skóla á föstudag á sama tfma.
$
W
Ester Brendansdóttir og Sólveig Einarsdóttir úr
Morgunblaðið/Emilía
Austurbæjarskóla
Akureyri:
Tíu ára stúlka
varð fyrir bíl
TÍU ára gömul stúlka varð fyrir
bíl á Akureyri sfðdegis í gær.
Slysið varð um klukkan hálf fjög-
ur á Hlíðarbraut norðan við
Austursíðu, en að sögn lögreglunn-
ar á Akureyri er ekki vitað
nákvæmlega með hvaða hætti það
varð. Stúlkan var flutt á sjúkrahús,
en ekki er talið að hún hafí slasast
alvarlega.
Dæmdur í fjögurra
ára fangelsi fyrir
mök við dóttur sína
MAÐUR í Reykjavík hefur verið
dæmdur í fjögurra ára fangelsi
fyrir að hafa haft kynferðismök,
önnur en samræði, við dóttur
sína.
Maðurinn, sem er 44 ára gam-
all, var ákærður í lok ágúst fyrir
að hafa haft kynferðismök, önnur
en samræði, við þessa dóttur sína.
Þá var hann einnig ákærður fyrir
sams konar brot gegn annarri yngri
dóttur og fyrir að hafa haft sam-
ræði við hana í eitt skipti. Loks var
hann ákærður fyrir kynferðismök
gegn ungum syni sínum. Sakadóm-
arinn taldi ósannað að maðurinn
hefði gerst brotlegur gegn yngri
dótturinni og syninum og var hann
því sýknaður af ákæm að því leyti.
Brot mannsins gegn eldri dóttur-
inni teljast varða við 1. mgr. 200.
greinar hegningarlaganna, sbr.
202. grein sömu laga. Var hann
því dæmdur í fjögurra ára fangelsi.
Dóminn kvað upp Pétur Guð-
geirsson, sakadómari. Sækjandi
málsins var Egill Stephensen, full-
trúi ríkissaksóknara, en veijandi
Jón Oddsson, hæstaréttarlögmaður.
Yfir 4.000 tonn
brædd fyrstu vik-
una á Siglufirði
Siglufírði.
RÚMLEGA 4.000 tonn af loðnu
hafa nú borist á land hér á Siglu-
firði á þeirri einu viku sem liðin
er siðan byijað var að landa og
hefur bræðsla gengið vel. Jón
Finsson GK landaði um 1.000
tonnum aðfaranótt mánudagsins
og von var á Skarðsvík SH í
gærkvöldi með um 700 tonn.
Matthías
ÞAÐ ER DRAUMUR AÐ
S0FA MEÐ B0RÁS
Nú þarftu eKKi lengur að Kvíða fyrir þvT að fara í
háttinn. Nann er sænskur og alveg frábær, þú verð-
ur að prófa hann.
B0RÁ5 5ængurfatnaður er sænsk gæðavara
úr 100% mjúKri bómull og fæst í öllum helstu
heimilis- og vefnaðarvöruverslunum landsins.
ENGIN SLAGSMÁL VIÐ
K0DDAVERIN
B0RÁ5 5ængurfatnaðurinn er nefnilega sér-
saumaður fyrir almennileg íslensk heimili.
Roddaverin eru 50x70 cm. Engin afgangsbrot sem
lafa útaf eða sem verður að troða undir. Eða þá
þessi slagsmál við að troða stóra og góða kodd-
anum sínum inn í alltof lítið koddaver.
NEITAKK! Ég tek sænska B0RÁ5 sængurfatnaðinn
fram yfir allt annað - þú líka. borás
■
borá