Morgunblaðið - 03.11.1987, Side 38

Morgunblaðið - 03.11.1987, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 Hólmavík Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið á Hólmavík. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 3263 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík í síma 91-83033. Aliðlunin Afleysinga- og ráðningaþjónusta Ármúla 19 -108 Reykjavík - 4? 689877 Bókhalds- og ritarastöður Virkt og gamalgróið fyrirtæki í Reykjavíkurborg óskar að ráða í stöðu aðalbókara, ritara og til skrifstofustarfa. Ath. góð laun í boði. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu okkar. Sjáumst. RAFVEITA HAFNARFJARÐAR Lokunarmaður Rafveita Hafnarfjarðar óskar að ráða lokunar- mann með rafiðnaðarmenntun eða aðra þekkingu á rafmagni sem gerir hann hæfari til starfsins. Laun skv. launakerfi starfs- manna Hafnarfjarðarbæjar. Umsóknum skal skila fyrir 10. nóvember á sérstökum eyðublöðum til rafveitustjóra sem veitir nánari upplýsingar. Rafveita Hafnarfjarðar. Hafnarfjörður Smáralundur Stuðningsfóstra. Fóstra eða þroskaþjálfi óskast á dagheimilið Smáralund. Upplýsingar gefur Erla Gestsdóttir, forstöðu- kona, í síma 54493. Víðivellir Stuðningsfóstra. Fóstra eða þroskaþjálfi óskast á dagheimilið Víðivelli. Upplýsingar gefur Þórelfur Jónsdóttir, for- stöðukona, í síma 52004. Skóladagheimili Fóstra eða starfsmaður óskast til afleysinga við skóladagheimilið Kattholt. Upplýsingar gefa Inga Þóra Stefánsdóttir og Guðrún Árnadóttir, forstöðukonur, í síma 54720. Álfaberg Fóstra óskast til starfa við leikskólann Álfaberg. Upplýsingar gefur Júlíana Harðardóttir, for- stöðukona, í síma 53021. Arnarberg Stuðningsfóstra. Fóstra eða þroskaþjálfi óskast á leikskólann Arnarberg. Upplýsingar gefur Oddfríður Jónsdóttir, for- stöðukona, í síma 53493. Félagsmálastjórinn I Hafnarfirði. Hárgreiðsla Hárgreiðslusveinn óskast hálfan eða allan daginn á hárgreiðslustofu sem opnar um mánaðamót nóv-des. Upplýsingar gefur Björk í síma 46333. Ægisborg Við í Ægisborg viljum ráða fóstrur og starfs- fólk til starfa nú þegar. Um er að ræða störf í sal og við stuðning. Nánari upplýsingar gefa Elín Mjöll forstöðu- maður og Auður yfirfóstra í síma 14810. Blindrabókasafn íslands Aðstoðarmann vantar í tæknideild safnsins. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 686922. Tölvusetning Vanur starfskraftur óskast nú þegar í tölvu- setningu. Hálfsdagsvinna kemur til greina. Há laun í boði fyrir góðan starfskraft. Tilboð merkt: „Akkur - 2535“ sendist auglýs- ingadeild Mbl. fyrir 10. nóv. 1987. Vélfræðingur Innflutningsfyrirtæki vill ráða vélfræðing til ýmiskonar starfa. Leitum eftir vandvirkum og laghentum fag- manni með starfsreynslu við dieselvélar til sjós. Aldur innan við 40 ár. Tungumálakunn- átta, þýska og/eða enska, æskileg. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störí sendist auglýsinga- deild Mbl. fyrir 7. nóvember merktar: „V - 6124“. MAX MAX Margvfsleg störf Hjá okkur er alltaf mikið að gera og nú viljum við bæta við starfsfólki í eftirtalin störf: a) Saumastörf Störf við saumaskap á fjölbreyttum og vönd- uðum hlífðarfatnaði. Vinnutími kl. 8.00-16.00. b) Bræðsludeild Vinnsla á 100% vatnsheldum sjó- og regn- fatnaði fyrir kröfuharða viðskipavini okkar. Vinnutími kl. 8.00-16.00. c) Kvöldvakt Vinnutími mán.-fim. kl. 17.00-22.00. 1. Almenn saumastörf. 2. Bræðsludeild. 3. Sníðastofa. Öll okkar starfsemi er í MAX-húsinu, Skeif- unni 15 (einum besta stað í bænum, t.d. v/strætisvagna). Launakerfi okkar bjóða betri laun en margan grunar, og starfsandi í fyrirtækinu er mjög góður. Viljir þú slá til og vinna hjá okkur þá líttu við. Umsóknareyðublöð eru á staðnum. MAX HF., VINNUFATAGERÐ ÍSLANDS HF. og BELGJAGERÐIN, leiðandi fataframleiðendur, Skeifunni 15, sími 685222. Ertþú? snyrtileg, með aðlaðandi framkomu, langar að vinna 2-4 daga í viku, finnst gaman að umgangast fólk og getur hafið störf strax. Við leitum að starfskrafti sem er með þekk- ingu á snyrtvörum og getur unnið sjálfstætt. Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Snyrtileg - 6132“. Atvinna óskast Laghentur maður, sem hefur stúdentspróf frá MH, meistararéttindi í rennismíði, sveins- réttindi í bifvélavirkjun og hefur gert við rafeindastýrð leiktæki undanfarin ár, óskar eftir vel launaðri atvinnu. Þeir atvinnurekendur, sem áhuga hafa, geri svo vel að senda tilboð til auglýsingadeildar Mbl. fyrir föstudagskvöld 6. nóv. merkt: „Stúd- ent - rennismiður - bifvélavirki - 2537". Ritari - enska Stórt iðnfyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða starfsmann til ritarastarfa. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og hafa frumkvæði til verka. Enskar bréfaskriftir og telexvinna eru veigamestu hlutar starfsins og þarf við- komandi að vera fær um að annast allar bréfaskriftir fyrirtækisins, þar með talið að semja og svara bréfum og telex á eigin spýtur. í boði eru góð laun og góð vinnuaðstaða. Hlutastarf kemur til greina. Með umsóknir verður farið sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 9. nóvember merkt: „Ritari - enska". Starfsfólk í tæknideild Vegna aukinna verkefna óskum við að ráða starfsfólk í tæknideild okkar. Um er að ræða vinnu við verkefni á sviði skrifstofu- og tölvubúnaðar. Við leitum að fólki með rafeindavirkja- og/eða tæknifræðimenntun. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að skila umsóknum sínum til afgreiðslu Mbl. merktum: „E - 6131“ fyrir mánudaginn 9. nóvember nk. Með umsóknir verður farið sem trúnaðarmál og þeim öllum svarað. Einar J. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími686933. ^IRARIK ■BL. ^ RAFMAGNSVEITUR RfKISINS Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir að ráða rafvirkja við gæslu í stjórn- stöð byggðalínu á Rangárvöllum á Akureyri til tveggja ára. Viðkomandi þarf helst að geta hafið störf 1. desember nk. Reynsla við rekstur rafveitukerfa er æskileg. Upplýsingar um starfið veitir svæðisrafveitu- stjóri Rafmagnsveitna ríkisins á Akureyri. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist svæðisrafveitu- stjóra á Akureyri eða starfsmannastjóra í Reykjavík fyrir 15. nóvember nk. Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.