Morgunblaðið - 03.11.1987, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987
Málf ræðiþekking við
lok gnumskóla í molum
í byijun janúar síðastliðinn fól
menntamálaráðuneytið þeim
Baldri Hafstað, kennara við
Kennaraháskóla íslands, og dr.
Benedikt Jóhannessyni að gera
úttekt á kennslu í íslensku og
stærðfræði í framhaldsskólum. I
greinargerð frá ráðuneytinu seg-
ir að ástæður þessa hafi verið
m.a. þær að nánast ekkert eftirlit
hefði verið með kennslu í fam-
haldsskóium og engar upplýsing-
ar legið fyrir um hvernig ástandið
væri f raun og veru, en ððru
hveiju hefði komið upp veruleg
gagnrýni á starfsemi skólanna, til
dæmis frá Háskóla íslands. Þá
segir í greinargerð menntamála-
ráðuneytisins að vitað sé, að
ýmislegt hái starfsemi skólanna,
meðal annars skortur á hæfum
kennurum og hentugum kennslu-
gögnum. Könnun þeirra Baldurs
og Benedikts fór fram á tímabil-
inu janúar til mai á þessu ári og
liggja niðurstöður nú fyrir. Sam-
kvæmt þeim virðist ástandið í
þessum efnum ekki sem skyldi og
verður hér drepið á nokkur atriði
úr skýrslu Baldurs Hafstað um
íslenskukennslu í framhaldsskól-
um.
Könnunin var framkvæmd þannig
að Baldur og Benedikt heimsóttu
flesta framhaldsskólana og áttu við-
töl við hlutaðeigaijdi kennara og
skólastjóra. I erindisbréfí þeirra
sagði m.a.:
Hvaða námsefni er kennt (í
íslensku/stærðfræði) á einstökum
námsbrautum framhaldsskólanna og
hvemig samrýmist það námsskrá.
Einnig er æskilegt að fá umsögn
kennara um það námsefni sem notað
er svo og viðhorf þeirra til námskrár-
innar.
Hvemig er kennslunni hagað (ein-
staklingsbundin vinna, fyrirlestrar
o.s.frv.)?
Hvemig er námsmati háttað og
hverjar eru prófkröfur?
Hvemig er háttað samvinnu við
aðra kennara í skólanum og/eða í
öðmm skólum?
Að mati ráðuneytisins em skýrsl-
umar báðar vel unnar og gefa gott
yfirlit yfír stöðuna í hvorri grein
fyrir sig. Skýrslumar er þó ólíkar,
einkum hvað varðar niðurstöður og
tillögur til úrbóta, sem orsakast fyrst
og fremst af því að í stærðfræði er
Gluggað í skýrslu
um íslensku-
kennslu í fram-
haldsskólum
gífurlegur kennaraskortur sem ekki
er í íslensku.
Skortur á góðu kennsluefni
Eina af ástæðunum fyrir slakri
kunnáttu nemenda í móðurmálinu
töldu kennara þá að góðar
kennslubækur vantaði í ýmsum
greinum og ennfremur kennsluleið-
beiningar. Annað atriði sem á við
um suma minni skóla er mikil hreyf-
ing á kennumm sem leiðir til að
festa skapast ekki í kennslustarfínu.
Ennfremur er getið um aðstöðuleysi
kennara og nemenda.
í skýrslunni koma fram efasemdir
um aðferðir þær sem beitt er við
stafsetningarkennslu. Kennarar
telja þó að nemendum fari eitthvað
fram á námstíma sínum í fram-
haldsskóla, en margir séu þó afar
slakir við stúdentspróf. Mæla kenn-
arar með að herða tökin, m.a. með
könnunarprófum í efri áföngum
framhaldsskóla. Tilfinnanlegan
skort telja kennarar vera á góðu
kennsluefni í stafsetningu. Binda
þeir vonir við að athugun, sem nú
er unnið að á stafsetningarkunnáttu
nemenda í framhaldsskólum, leiði til
nýs og bætts kennsluefnis í grein-
inni.
í einum framhaldsskóla bentu
kennarar á að sláandi munur væri
á getu nemenda í stafsetningu eftir
því úr hvaða grunnskóla þeir kæmu.
Tóku þeir dæmi af grunnskóla þar
sem lengi hafði verið áhugasamur
íslenskukennari, og af öðrum grunn-
skóla, þar sem voru sífelld kennara-
skipti.
Almennt um stafsetningarkennsl-
una segir Baldur í skýrslu sinni að
núverandi kennsluaðferðir virðist
ekki duga til framfara. Hún sé of
einangruð í kennslunni, og ekki fylgt
eftir í seinni áföngum og meðal ann-
arra kennara.
Þekkja ekki punkt
frá kommu
Kennara greinir allmikið á um
hvemig haga beri kennslu í mál-
fræði. Sumir telja sig sjá nokkum
árangur varðandi notkun móður-
málsins eftir beinharða málfræði-
kennslu. Aðrir halda því fram að
málfræðin hafí lítið sem ekkert „yfír-
færslugildi" og „málfræðistaglið" sé
gagnslaust. Yfirleitt ber mönnum
saman um að málfræðiþekking við
lok gmnnskóla sé í molum og að
ekki sé hægt að ganga út frá for-
þekkingu nemenda. Algengast er að
heyra kennara tala um að „orð-
flokkagreining sé í rúst“ og setn-
ingafræðileg kunnátta þannig að
menn þekki ekki punkt frá kommu.
Einn menntaskólakennari komst svo
að orði að við upphaf framhalds-
skóla stæðu nemendur eins að vígi
og 11 ára böm fyrir 30 ámm. Þá
benda kennarar á að nemendum
þyki „málfræðistaglið" leiðinlegt,
skilji ekki tilgang þess og að tiltölu-
lega fáir nemendur séu nógu
þroskaðir við upphaf framhaldsskóla
til að fást við ýmislegt sem mál-
fræðibækumar geyma.
Kennarar hafa rætt um að sam-
starf þyrfti að vera nánara milli
gmnn- og framhaldsskóla í mál-
fræðikennslu sem annarri kennslu í
móðurmálinu. Hugmyndir hafa kom-
ið fram um að í gmnnskóla ætti að
einskorða sig við tiltölulega af-
markaða málfræðiþætti, raunin sé
sú að þar sé margt kynnt en fátt
kennt.
Niðurstaða Baldurs varðandi mál-
fræðina er í stuttu máli sú að ekki
hafi tekist að glæða áhuga nemenda
á námsgreininni og tengja hana
breyttum aðstæðum í framhalds-
skólum. Samvinna við gmnnskóla í
þessu efni sem öðmm sé allt of lítil.
Gott yfirlit yfir
íslenskar bókmenntir
Samkvæmt skýrslunni virðist
ástandi vera einna skást hvað varðar
bókmenntakennsluna og að við stúd-
entspróf hafí menn fengið allgóða
yfírsýn yfir íslenskar bókmenntir.
Hins vegar sé lítið lesið af sígildum
verkum í íslenskum þýðingum. Fyrst
og fremst em fagurbókmenntir lesn-
ar.
Þrátt fyrir allmikla bókmennta-
kennslu heyrast áleitnar raddir um
að auka þurfí bóklestur, nemendur
geti komist yfír miklu meira en
kennarar ætlist til. Lesa mætti fleiri
sígild verk í íslenskum þýðingum,
og ekki þyrfti að einskorða sig við
fagurbókmenntir. Nefnd vom dæmi
þess að nemendum hefði þótt lítið
til koma að lesa nýútkomna íslenska
skáldsögu eftir að hafa lesið sígild
verk, íslensk og erlend, á önninni á
undan. Aðrir bentu á að í sumum
tilfellum gæti reynst heppilegt að
stuðla að því að nemendur læsu af-
þreyingar- eða spennubækur því til
væri fólk sem aldrei hefði lokið við
bók þótt komið væri í framhalds-
skóla.
í tengslum við bókmenntakennsl-
una hefur dálítið verið reynt að
stuðla að eigin bókmenntasköpun
nemenda, þeim til dæmis gefínn
kostur á að skrifa ljóð eða smásögu
í staðinn fyrir annað verkefni.
Svindl í sjálfsvöm
f skýrslunni kemur fram að kenn-
arar telji að sinna þurfi ritleikni í
ríkara mæli en fyrr enda hafí for-
svarsmenn Háskóla fslands látið í
ljós þá skoðun að mjög marga nem-
endur, sem þar hefja nám, skorti
tilfínnanlega leikni í að setja mál
sitt fram á skýran hátt. Þótt rit-
leikni sé ætlað verulegt rúm í nýju
námskránni hafa kennarar bent á
að þeir sjálfir hafí ekki fengið næga
þjálfun í að kenna hana, og ekki sé
heldur til nægilegt námsefni.
Margir kennarar eru sammála um
að hinar svokölluðu heimildaritgerðir
hafí gengið sér til húðar í því formi
sem þær hafa viðgengist. í fyrsta
lagi íþyngi þær nemendum um of
vegna þess að þær tíðkist í fleiri
námsgreinum en íslensku. í öðru
lagi hafí ekki verið staðið nógu vej
að kennslu í uppsetningu texta. f
þriðja lagi hafí borið á að nemendur
hafí notast við annarra manna rit-
gerðir til að spara sér vinnu eða
einfaldlega af því að þeir ráða ekki
við það verkefíii sem ætlast er til
af þeim. í skýrslunni er þetta kallað
„svindl í sjálfsvöm". Bent er á að
tölvubyltingin auðveldi slíkt svindl
ef menn standa í því á annað borð
og ef eftirliti er ábótavant. í fjórða
lagi er bent á að heimildaritgerðir
útheimti gífurlega vinnu af hálfu
kennarans hvað varðar yfírferð, sem
oft sé ekki nógu gagnrýnin og græði
þá nemendur lítið á þessari vinnu.
Niðurstaða skýrslunnar hvað
varðar ritleikni er sú að þrátt fyrir
að nemendur hafi í auknum mæli
þurft að skrifa ritgerðir í framhalds-
skólum virðist þeim ekki hafa farið
fram í textasmíð. Vinnsla texta virð-
ist ekki vera undir nógu góðu eftirliti
kennara, og yfírferð ónákvæm og
ómarkviss með tilliti til málfars, stíls
og rökfestu.
Kennarar eru almennt sammála
um að hinn munnlegi þáttur
íslenskukennslunnar hafi orðið út-
undan í kennslunni, jafnvel þótt í
kennsluáætlunum sé gert ráð t.d.
upplestri og málfundum. Ástæður
fyrir þessu séu einkum tvæn að
kennara skorti víða þjálfun til að
leiðbeina um efnið og að hópar séu
yfírleitt stærri en svo að auðvelt sé
við það að fást. Þó er gert ráð fyrir
að ástandið muni fara batnandi á
næstunni enda sé nú þegar farið að
undirbúa námskeið í meðferð talaðs
máls og unnið að kennslugögnum
auk þess sem hin nýja námskrá geri
ráð fyrir aukinni áherslu á mælt
mál í öllum íslenskuáföngum.
Lítíð samstarf,
slæm aðstaða,
mikið vinnuálag
íslenskukennurum í framhalds-
skólunum ber saman um að auka
þurfi samstarf við móðurmálskenn-
ara í grunnskólum. Einnig hefur
verið kvartað undan litlum samskipt-
um við Háskóla íslands. Þá kom
fram í viðtölum við skólameistara
að fagleg samskipti við ráðuneyti
hafí ekki verið ýkja mikil á undanf-
ömum árum. Þau hafí þó aukist
þegar framhaldsskóladeild mennta-
málaráðuneytisins var stofnuð og
farið var að vinna að samræmingu
námsskrár allra framhaldsskóla.
Það vekur athygli að mjög víða í
skólum virðist nokkuð skorta á að
aðstaða til vinnu og náms sé viðun-
andi. Víða hafa nemendur ekki
afdrep í skólahúsnæði til vinnu utan
kennslustunda, aðeins er rúm fyrir
örfáa nemendur á lestrarstofum
skólabókasafna og litlu fé varið til
bókakaupa. Með tilliti til íslensku-
náms er þetta óviðunandi, segir f
skýrslunni.
í skýrslunni kemur fram að mjög
hæfír íslenskukennarar hafí sagt
skilið við stéttina vegna lágra launa.
Aðrir hafí gripið til óhóflegrar yfir-
vinnu eða annarra starfa jafnhliða
fullri kennslu, og leiði slíkt til „fúsks
og starfsafglapa". Þá er bent á að
íslenskukennarar hafí sömu kennslu-
skyldu og aðrir kennarar þótt fæstir
efist um að þeir hafi sérstöðu meðal
kennara vegna mikillar heimavinnu.
Hvað varðar menntun íslensku-
kennara í framhaldsskólum eru
langflestir þeirra með tilskildar
prófgráður, það er að minnsta kosti
BA-próf í greininni og próf í uppeld-
is- og kennslufræðum. Hins vegar
hafa þeir sjálfír bent á að þeim fínn-
ist þá stundum skorta kennsluleikni
í ákveðnum greinum. Sumir kennar-
Vestmannaeyjar:
Dagur öryggis
— JC-dagurinn
Vestmannaeyjum.
JC-DAGUR var haldinn í Eyjum um fyrri helgi. JC-Vestmannaeyjar
stóð fyrir björgunar- og öryggistæigasýningu I og við slökkvistöð-
ina. Þar sýndu og kynntu fjölmargir aðilar, sem að björgunar- og
öryggismálum vinna, hverskyns björgunartæki, þar á meðal sjúkr-
bíla, björgunarbíla, slökkvibíla og björgunarbáta. Fjölmargir
Eyjamenn og þó sérstaklega yngsta kynslóðin mættu á sýninguna.
Á hveiju ári vinna öll JC-félög á
fslandi að einu sameiginlegu máli,
undir ákveðnu kjörorði. í ár settu
JC-menn öryggi landsmanna á odd-
inn undir kjörorðinu „Öryggismál".
í tilefni dagsins gaf JC-Vestmanna-
eyjar út myndarlegt rit, __ helgað
öryggismálum bæjarbúa. í ritinu
eru greinar um flest er snýr að
öryggi Eyjamanna. JC-menn stóðu
svo fyrir öryggismálasýningu í og
við slökkvistöðina í Eyjum. Þar
sýndu þeir aðilar sem vinna að ör-
yggi bæjarbúa tól sín og tæki.
Meðal þeirra sem stóðu að sýning-
'unni má néfna slökkviliðið, lögregl-
una, Hjálparsveit skáta, Björgunar-
félagið, Félag farstöðvareigenda,
Slökkvitækjaþjónustuna, Stýri-
mannaskólann, Vinnueftirlit ríkis-
ins og Bátaþjónustuna.
Lýstu margir yfír undrun sinni
hve mikið væri til af öryggistækjum
í Eyjum og voru að vonum örugg-
ari með sig á eftir. í ræðum sem
haldnar voru af þessu tilefni voru
menn sammála að þakka JC-Vest-
mannaeyjum fyrir þetta framtak
þeirra. Forseti JC-Vestmannayja er
Guðrún Erlingsdóttir.
— Bjarni
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Fjölmargir aðilar sem að björgunar- og öryggismálum vinna sýndu og kynntu hverskyns björgunar-
tæki, þar á meðal sjúkrbila, björgunarbíla, slökkvibíla og björgunarbáta. Pjölmargir Eyjamenn og þó
sérstaklega yngsta kynslóðin mættu á sýninguna.
1