Morgunblaðið - 03.11.1987, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 03.11.1987, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 49 Minning: Henrik Sigurðs- son rennismiður Fæddur 23. október 1940 Dáinn 26. október 1987 { dag verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu vinur minn, mágur og veiðifélagi, Henrik Sigurðsson, sem andaðist aðfaranótt 26. októ- ber síðastliðins, 47 ára að aldri. Það er tæpast í mannlegu valdi að lýsa þeim söknuði og harmi sem þessi óvænta dánarfregn hefur valdið okkur öllum sem hann þekktu, því svo mjög var hann okk- ur kær. Henni var fæddur þann 23. októ- ber 1940 og ólst upp í foreldrahús- um, fyrst á Laufásvegi 26 og síðar Laugarásvegi 55 í Reykjavík. Hann var sonur hjónanna Kristínar Hen- riksdóttur, Erlendssonar héraðs- læknis á Höfn í Homafírði, og Sigurðar Egilssonar, Vilhjálmsson- ar athafnamanns og forstjóra í Reykjavík. Henni var elstur 5 systkina sem eru auk hans: Helga, Súsanna, Ing- unn og Egill Vilhjálmur. Snemma bar á sérstakri hand- lagni hjá Henna og heillaðist hann af hverskonar véltæknibúnaði. Strax á unga aldri var hann iðinn við að gera brúkleg aflögð heimilis- tæki og áhöld, sem hann gjaman gaf systkinum sínum sem leikföng í bæjarleikinn. Það var því eðlilegt að leið hans lægi í Iðnskólann, þar sem hann lauk námi í almennri vélfræði og rennismíði. Til frekara náms dvaldist hann eitt ár við vélsmíðar í Danmörku. Að loknu námi hóf Henni störf á renniverkstæði Egils Vilhjálms- sonar hf. og síðan í umbúðaverk- smiðjunni Sigurplasti, þar sem hann sá um rekstur og viðhald véla og starfaði þar á annan áratug sem verkstjóri. Ég veit að vöxtur og viðgangur fyrirtækisins stóð og féll með atorku og ósérhlífni Henna, sem vann þar margra manna verk, oft við erfíð skilyrði. Fyrir nokkmm árum gekk hann til liðs við starfsmenn renniverk- stæðis Egils Vilhjálmssonar hf., sem keyptu það og reka nú undir nafninu vélaverkstæðið Egill hf. og þar starfaði Henni með félögum sínum til dauðadags. Þótt svo Henni kvæntist ekki, átti hann auðvelt með að blanda geði við aðra og var bæði félags- lyndur og skyldurækinn, ekki sfst í Félagi jámiðnaðarmanna, þar sem hann lagði dijúgt af mörkum í fé- lagsbústað þeirra í Kerlingarskarði. Einmitt þama fóru saman tveir sterkustu eðlisþættir hans, sem voru trygglyndi við aðra og einlæg aðdáun á stórbrotnu landslagi og náttúru íslands. Hann notaði hvert tækifæri sem gafst til þess að ferð- ast, jafnt um sveitir landsins sem víðáttur óbyggðanna, og þá gjaman til silungsveiða. Á unglingsárum starfaði Henni hjá Skógræktinni, en það hefur ugglaust átt sinn þátt í að skapa umhyggju hans fyrir gróðurfari og lífríki landsins og búið honum þann þekkingarbrunn, sem reyndist okkur veiðifélögum hans ótæmandi. Ég hef sterkan grun um að leið- ir okkar Henna hafí fyrst legið saman, þegar ég var 10 ára snáði hjá Páli Stefánssyni á Þverá við Laufásveg, í þamæsta húsi við æskuheimili Henna. Páll átti sögu- frægan páfagauk sem böm úr nágrenninu komu að skoða. Ég var gjaman sendur til dyra og minnist ég systkinahóps, þar sem bróðir fór fyrir tveim systrum til að skoða páfagaukinn. Ég trúi því að þá hafí ég litið konuefni mitt í fyrsta sinn, og eftir að við Helga hófum búskap 15 árum síðar, tengdumst við Henni órofa vináttuböndum. Það var með ólíkindum hve víða við Henni áttum sameiginleg áhugamál, en af þeim vil ég öðrum fremur nefna áhuga okkar fyrir stangveiði og ferðalögum. Þær eru ógleymanlegar ánægjustundimar sem við ásamt hinum veiðifélögun- um höfum átt í veiðiferðum við ár og vötn síðastliðin 23 ár. Á þessari kveðjustund er okkur félögum Henna ljóst, að aldrei framar munum við eignast þann sterka og persónulega andblæ í hópi okkar sem Henni lagði til, og sem við ef til vill guldum ekki nægi- lega að verðleikum. Eftir lifír minningin um góðan dreng, sem gerði engum manni reikning fyrir hjálpsemi sína og velvild, og gekk aldrei svo af mannafundum að eftir stæði sár mótheiji. Blessuð sé minn- ing vinar míns og mágs, Henriks Sigurðssonar. Fyrir hönd veiðifélaga sendi ég foreldrum, systkinum og ættingjum öllum innilegar samúðarkveéjur með bæn um guðsblessun og líkn í þungri sorg. Guttormur P. Einarsson Vetur er genginn í garð. Ferill sólar er lækkandi. Laufín falla af tijánum í haustvindinum. Hringrás náttúrunnar verður ekki stöðvuð. Svo er einnig í lífí okkar mann- anna, en við vitum ekki hvenær kallið kemur. Henni, eins og við vinnufélagam- ir kölluðum hann, vann afmælis- daginn sinn, föstudaginn 23. október eins og venjulega hress og kátur en mánudagsmorguninn eftir var hann látinn. Utfor hans verður gerð frá Fossvogskapellu í dag. Henrik var sonur hjónanna Kristínar Henriksdóttur og Sigurð- ar Egilssonar. Henni lærði renni- smíði á verkstæði Egils Vilhjálms- sonar hf. og vann þar lengi eftir það. Hann fór til Danmerkur og vann þar um tíma, en kom aftur til starfa hér heima. Sigurplast hf. naut einnig hans starfskrafta á tímabili. Henni var starfandi á renniverk- stæði Egils Vilhjálmssonar hf. þgar það var selt í febrúar 1984. Þá geðist hann meðkaupandi ásamt vinnufélögum sínum þar og stofnað var Vélaverkstæðið Égill hf. Henni helgaði svo þessu nýja fyrirtæki starfskrafta sína af frábærri elju og dugnaði til dauðadags. Honum var mjög annt um að starfsemin gengi sem best og lagði sitt af mörkum til að svo gæti orðið. Oft þurfti að glíma við margbreytileg verkefni en Henni var útsjónarsam- ur að sjá ut hvemig þau yrðu best unnin. Það verða mikil viðbrigði að sjá hann ekki lengur við rennibekkinn. Henni gegndi ýmsum trúnaðar- störfum í fyrirtækinu, var m.a. í stjóm þess þegar hann lést. Henni var greindur vel og lagði til margar góðar hugmyndir. Hann hafði fastmótaðar skoðanir á ýms- um málum og gat verið fastur fyrir ef því var að skipta og hélt þá skoð- unum sínum fram með rökstuðn- ingi. Henni var mjög starfssamur og fjótur til ef á þurfti að halda. Hann var mjög kappsamur og ætlaði sér vart af á stundum. Þá var hann góður félagi og glaðsinna í góðra vina hópi. Henni var í Félagi jámiðnaðar- manna og vann þar ötult starf. Sérstakan áhuga hafði hann á upp- byggingarstarfi á jörðinni Kljá í Helgafellssveit á Snæfellsnesi er stéttarfélagið á. Undirrituðum em ógleymanlegar þær mörgu ferðir er við ásamt fleiri félögum okkar fórum þangað í bflnum hans. Á milli þess sem farið var að Kljá voru vinnuferðir ræddar og verkeftii skipulögð og undirbúin svo vinnu- tíminn nýttist sem best þegar að Kljá væri komið. Henni var mjög áhugasamur í slíku starfí og tók af virkum áhuga þátt í þeim verk- um. Þegar ákveðnar vom ferðir sem hann var oft hvatamaður að þá var hann alltaf til í að leggja til bfl og bflstjóra. Vinnudagamir vom oft langir þegar farið var í svona ferð- ir, frá föstudegi til sunnudags, svo beið vinnan á verkstæðinu daginn eftir, en aldrei var kvartað, slíkur var áhuginn. Tijáræktin að Kljá tók hug hans fanginn. Þar var áhuginn síst minni en á öðmm sviðum en nú getur hann ekki lengur notið þess með félögum sínum að sjá þann gróður dafna í framtíðinni. Vinnufélagar hans muna góðan dreng og þakka fyrir samfylgdina, samstarf og samvinnu alla á liðnum ámm. Innilegar samúðarkveðjur til for- eldra hans, systkina, annarra skyldmenna og vina. Vinnufélagar Óli S. Runólfsson í dag þegar við kveðjum góðan vin okkar Henrik Sigurðsson, eða Henna eins og við vinimir kölluðum hann, langar okkur með fáeinum orðum að þakka fyrir allar þær ánægjustundir sem við áttum með honum. Nú er stórt skarð höggvið í okk- ar litla ferðahóp sem við kölluðum HBS en þar var Henni ávallt nefnd- ur kóngurinn, enda alltaf í farar- broddi og aðalhvatamaðurinn að flestum okkar ferðum. Ymsar myndir renna upp í hug- ann t.d. Henni standandi upp í mitti úti í Krossá til að leita að vaði og þegar hann fékk bömin okkar öll til að tína fyrir sig krækiber og stormaði svo í næstu ísbúð og bað um 14 ísa. Þó að liðin séu 14 ár síðan þetta var, tala bömin ennþá um beijamóinn sem endaði í ísbúð- inni. Á þessu má sjá að hann var ekki bara félagi okkar heldur einn- ig bamanna okkar. Henni var mjög hógvær í dag- legri umgengni og miklaðist ekki af verkum sínum, en vann verk sín vel og af kunnáttu. Það verður erfitt að fara í HBS- ferðir á komandi ámm, þegar Henna vantar, en í hugum okkar verður hann alltaf með okkur, því að minning um góðan vin lifír, þó að hann hafí nú farið í sína hinstu ferð, allt of fljótt. Foreldrum hans og systkinum vottum við okkar innilegustu sam- úð. Palla, Ósk, Bjössi, Adda, Valdi og Stjáni. Gæða ísskápar Gorenje HDS 201K rúmar 260 lítra. Þar af er 185 litra kælir og 65 litia djúpfrystir. Sjálfvirk affrysting. Hæð 138 cm, breidd 60 cm, dýpt 60 cm. Verð aðeins kr. 28.310. - stgr. - látið ekki happ úr hendi sleppa. Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 sími 691600 ZentiS örugg gæði - 6 MISMUNANDI GERÐIR • KIWISULTA • BLÁBERJASULTA • JARÐABERJASULTA • APRIKÓSUSULTA • HINDBERJASULTA • ÁVAXTASULTA BLÖNDUÐ Heildsölubirgdir: ■ Þ.Marelsson lii Hjallavefii 27, 104 Reykjavik S? 91-37390 - 985-20676 ZENTIS VO'RUR FYRIR VAN'DLATA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.