Morgunblaðið - 03.11.1987, Síða 58

Morgunblaðið - 03.11.1987, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 /# Eg handuiss um o& {?ac5 er^E^einhi/ers eiabar pamcL." .. . að ganga hönd í hönd á lífsins leið. gera með heila. Getur þú sýnt þinn? Rómúlus mikli Þakkir fyrir frábæra sýningu En ég er ekki leikdómari eða og þakklátur leikhúsgestur. ritskýrandi heldur aðeins ánægður 6983-1931 Samþykkt bjórfrum- varps er tímaskekkja Til Velvakanda. Alveg óvænt var auglýst síðasta sýning á leikritinu „Rómúlus mikli“ eftir Diirrenmatt, en svo heppilega vildi til að ég hafði tækifæri til þess að sjá hana og því kvöldi var svo sannarlega vel varið. Mig langar til að þakka Þjóðleik- húsinu fyrir frábæra sýningu og þó alveg sérstaklega Rúrik Har- aldssyni, sem lék Rómúlus mikla, rómverska keisarann, sem vann markvisst að því að leggja Róma- veldi í rúst til þess að stöðva ódæðisverk þegna sinna út um heimsbyggðina. Sjálfur var hann líka reiðubúinn til þess að láta lífið en var neyddur til að lifa og sjá fram á að sagan endurtekur sig — þrátt fyrir góðan vilja einstakra manna — fóm hans var til einskis. Textinn var eymayndi og þver- sagnir og hugdettur höfundar skoplegar, en vöktu jafnframt til umhugsunar um stöðu mannsins og samskipti þjóða. Til Velvakanda Enn á ný er í uppsiglingu á al- þingi frumvarp um bruggun og sölu á sterku öli hér á landi. Frumvörp um þetta efni hafa sem betur fer dagað uppi eða verið felid í þinginu fram til þessa. Nú leggja enn af stað flutningsmenn, væntanlega hugsjónamenn um frelsi og jafn- rétti (varla hafa þeir fjárhagslegan ábata af þessu) með bjórfrumvarp í farteskinu. Því hefur verið lætt inn í fjöl- miðla að nú sé meirihluti á þingi fyrir samþykkt slíks frumvarps. Þetta er áróður. í dag þekkja menn mæta vel reynslu nágranna okkar af sterku öli. Unglingar ánetjast fyrr o. s. frv., o. s. frv. Ég þarf ekki að tíunda þetta allt. Við vitum þetta öll. Þingmenn góðir. Haldið vöku ykkar. Látið ekki blekkjast. Kallið ekki yfír afkomendur ykkar enn einn vimugjafann til viðbótar í nafni frelsis og mannréttinda. Það er til ágætt léttöl og pilsner í landinu. Samþykkt bjórfrumvarps á alþingi í dag, með alla okkar vitneskju sem málið varðar, er tímaskekkja. Ámi ísleifsson HÖGNIHREKKVÍSI „TJ Víkverji skrifar Einu sinni varð bflaleigu- fyrirtækið Avis í Banda- ríkjunum nánast heimsfrægt fyrir auglýsingar, þar sem sagði eitthvað á þessa leið: við erum bara næststærstir en þess vegna reynum við að gera betur. Þessi auglýsing frá Avis riflaðist upp fyrir Víkveija á dögunum, þegar hann fór til útlanda með Amarflugi. Þetta litla flugfélag hefur lifað af en tæplega meira en það og starfar í skugga Flug- leiða, sem er náttúrlega margfallt stærra og öflugra fyrirtæki. Samt er það svo, að þjónusta um borð í þotu Amar- flugs er persónulegri og betri en þjónusta um borð í Flug- leiðavélum. Sjálfsagt er það vegna þess, að Amarflug er lítið fyrirtæki, sem á í harðri samkeppni við stórfyrirtæki og reynir því að gera betur á ein- hverju sviði og það tekst. Þetta er umhugsunarefni fyrir þá Flugleiðamenn. XXX Svolítið meira um flug. Einn af viðmælendum Víkveija keypti flugmiða til Israels á dögunum. Honum kom það á óvart, að farseðill frá London til ísraels var 3000 krónum ódýrari en farseðill frá Reykjavík til London. Em far- gjöld milli Islands og Evrópu orðin of dýr miðað við það, sem tíðkast annars staðar? XXX Regnboginn sýnir um þess- ar mundir nýjustu mynd Woody Allens, sem hann nefn- ir “Radio days“ eða Daga útvarps I þessari mynd rifjar Woody Allen upp þá tíma, þeg- ar útvarpið var jafn þýðing- armikið í daglegu lífí fólks eins og sjónvarpið er nú. Athyglis- vert er að sjá í þessari mjmd, að þá hafa allar sömu rök- semdir verið notaðar gegn útvarpi og nú er beitt gegn sjónvarpi. Þá hafa menn haft sömu áhyggjur af neikvæðum áhrifum útvarps á daglegt líf fólks og menn hafa af áhrifum sónvarps nú. Annars verður enginn svik- inn af því að sjá þessa mynd Woody Allens fremur en aðrar myndir hans. Víkveiji velti því hins vegar fyrir sér meðan á sýningu stóð, hvers vegna það heyrir til undantekninga, að áhorfendur í kvikmyndahúsum séu eldri en þrítugir. Hvers vegna er það?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.