Morgunblaðið - 19.11.1987, Side 34

Morgunblaðið - 19.11.1987, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 Fjárlagahallinn í Bandaríkjunum: Óbærílegur óþefur Reuter Sorphreinsunarmenn í Róm eru nú í verkfalli og fer það ekki framhjá borgarbúum því að fnykinn af uppsöfnuðu rusli leggur um allt. Konan á myndinni hefur brugðið vasaklút fyrir vit sér meðan hún gengur hjá einni dyngjunni en í baksýn ber Péturskirkjuna við himin. Viðræður samninga- manna á lokastigi Washington, Reuter. SAMNINGAMENN Bandaríkja- stjómar og fulltrúar beggja deilda Bandaríkjaþings eru nærri samkomulagi um leiðir til að draga úr fjárlagahallanum þar í landi. Gert er ráð fyrir að hann verði skorinn niður um 75 milljarða Bandarikjadala á næstu tveimur árum. Samningamennimir sögðu í gær að samkomulag væri í augsýn og bar þeim saman um að tryggt væri að samkomulag myndi nást fyrir föstudag en þá gengur sjálfkrafa í gildi víðtæk niðurskurðaráætlun sem hljóðar upp á 23 milljarða dala. Gert er ráð fyrir að fjárlagahall- inn verði minnkaður um 30 millj- arða dala á þessu fjárlagaári, sem lýkur í september á næsta ári, og um 45 milljarða dala á því næsta. Þá er kveðið á um skatthækkanir, sem færa munu ríkissjóði 10 millj- Skýrsla Bandaríkjaþings um vopnasölumálið: Forsetinn hefði átt að arða dala á þessu fjárlagaári. Framiög til vamarmála verða skor- in niður um 5 milljarða dala og gert er ráð fyrir að frekari niður- skurði á fjárframlögum hins opin- bera og spamaðaraðgerðum. Viðræðumar hafa nú staðið yfir í tæpan mánuð en fjárlaga- og við- skiptahalli Bandaríkjanna er talinn hafa verið meginorsök verðhruns á hlutabréfum víða um heim að und- anfömu. Sérfræðingar eru á einu máli um að ekki verði unnt að koma á stöðugleika á fjármálamörkuðum heims fyrr en samkomulag næst um aðgerðir til að draga úr fjárlaga- hallanum. Ítalía: Stjórnar- kreppan að leysast vita um fj árstuðninginn Róm, Reuter. Demókratar og repúblikanar deila um sannanir um vitneskju Reagans Washing’ton, Reuter. í skýrslu, sem Bandaríkjaþing lét frá sér fara í gær um vopnasölu- hneykslið, segir, að Ronald Reagan forseti hefði átt að vita, að greiðslum fyrir vopnin hefði að hluta verið komið f hendur skæruliða í Nicaragua. Sagði formaður þingnefndarinnar, að óbeinar sannanir væru fyrir vitn- eskju Reagans. írakar granda kjarnorkuveri í íran: Engin hætta á geislunarslysi? Vínarborg, Reuter. ÍRANSKI sendiherrann í Vínarborg sagði í gær að ekki væri talin nein hætta á geislun í kjölfar loftárása íraka á Bus- hehr-kjamorkuverið, sem er í byggingu. uppspuna að orkuverið hefði ver- ið lagt í rúst. „Það er meginniðurstaðan, að starfsmenn forsetans vom hér að verki og því hefði hann átt að vita hvað þeir höfðust að,“ sagði þing- maðurinn Lee Hamilton í sjónvarps- viðtali í gær en hann var formaður rannsóknamefndar fulltrúadeildar- innar. Richard Cheney, sem átti sæti í nefndinni fyrir repúblikana, sagði hins vegar, að engar raun- verulegar sannanir væru fyrir vitneslqu Reagans um fjárstuðning- inn við skæruliða. Hamilton sagði, að óbeinu sann- animar hefðu komið frá Oliver North, fyrrum starfsmanni þjóðar- öryggisráðsins, sem segist hafa sent John Poindexter, fyrrum ör- yggisráðgjafa, minnisblöð um málið og beðið hann að leggja þau fyrir Reagan til samþykktar. „Þetta em kannski ekki beinar sannanir en þó nokkuð í áttina," sagði Hamilton. Reagan segist bera ábyrgð á vopnasölunni til írans en hefur allt- af neitað að hafa nokkuð vitað um fjárstuðninginn við skæmliða. Re- agan hefur nú verið beðinn að svara skriflegum spumingum Lawrence Walsh, sérstaks saksóknara í vopnasölumálinu, en hann mun ákveða hvort einhver verður sóttur til saka. í séráliti repúblikana, sem áttu sæti í rannsóknamefndum beggja þingdeilda, segja þeir, að Reagan forseta og samstarfsmönnum hans hafi vissulega orðið á mistök í vopnasölumálinu og þegar allt komi til alls hafi aðeins verið um það að ræða - mistök og ekkert annað. STJÓRNMÁLAMENN á Ítalíu kváðust í gær vera bjartsýnir um að lausn stjómarkreppunnar í landinu væri í augsýn. Giovanni Goria forsætisráðherra hefur undanfarna daga átt viðræður við leiðtoga þeirra flokka sem þátt tóku í fráfarandi stjóm hans og er talið hugsanlegt að Goria dragi afsögn sína til baka og sama stjórn taki aftur við völd- Tekist hefur að leysa ágreining stjómarflokkanna um fjárlaga- fhimvarp næsta árs en Frjálslyndi flokkurinn sleit stjómarsamstarfínu er fallið var frá skattalækkunum, sem stjóm Gorias hafði lofað. Nú hefur náðst samkomulag um að lækka skatta á síðari helmingi næsta árs með því skilyrði þó að verðbólga verði innan við 4,5 pró- sent eins og stefnt er að. Embættismenn og stjómmála- menn sögðu í gær að líklegt yrði að telja að unnt yrði að leysa önnur ágreingsmál stjómarflokkanna fímm þar sem menn væm sammála um nauðsyn þess að afstýra lang- varandi stjómarkreppu og fínna lausn á efnahagsvanda þjóðarinnar. Yfírvöld í Teheran héldu því fram í fyrradag að orkuverið hefði skemmst það mikið í árá- sinni að búast mætti við álíka útgeislun og í Chemobyl-slysinu. íranir óskuðu eftir því af Al- þjóðalg'amorkuráðinu (IAEA) á þriðrjudag að það sendi sveit sér- fræðinga á vettvang til þess að meta þá hættu, sem stafaði af hinu laskaða orkuveri. í gær hafði stofnunin enga ákvörðun tekið um hvort orðið yrði við beiðni írana. Sérfræðingar á sviði kjam- orkuvísinda sögðu óverulegt magn geislavirkra efna vera í orkuverinu og að hættan á geisl- unarslysi væri hverfandi. íbúum í nágrenninu stafaði miklu meiri hætta af sprengjum, sem írakar vörpuðu á íran. írakar sögðust hafa eyðilagt orkuverið og lofaði Saddam Hus- sein, forseti, flugsveitina, sem fór í árásarferðina. íranir sögðu það Flóttamannastraumurinn er hitamál á Norðurlöndum ÞAÐ orð fer af einleitum íbúum Norðurlanda að þeir séu umburð- arlyndir og velviþ'aðir. Nú reynir á þennan orðstír vegna innflutn- ings þeldökks fólks. í Noregi er ástandið orðið slíkt að hinn 84 ára gamli konungur hefur beðið þegna sína að sýna „okkar nýju löndum" umburðarlyndi. Á uppgangstímum eftir stríð fluttust margir íbúar Miðjarðar- hafslanda til Svíþjóðar. Undanfarið hafa menn skipst í tvo hópa hvað varðar skoðanir á innflytjendamál- um einkum í kjölfar ákvörðunar bæjarstjómar í Sjöbo um að efna til atkvæðagreiðslu meðal íbúanna um hvort sveitarfélagið eigi að hýsa 35 flóttamenn. í Finnlandi á hinn bóginn er nú verið að rýmka inn- flytjendalögin sem hingað til hafa verið mjög ströng. Beiðni ólafs konungs um um- burðarlyndi kom fram á kvöldverð- arfundi með þingmönnum. Konungurinn hafði þar orð á við- kvæmu málefni. í sveitarstjómar- kosningum í september notfærði hinn hægrisinnaði Framfaraflokkur sér andúð manna á innflytjendum og tvöfaldaði fylgi sitt. Fram til ársins 1984 beiddust fáir flótta- menn hælis í Noregi. En á fyrstu tíu mánuðum þessa árs var fíöldinn 6.500 manns. Þeir voru einkum frá Austurlöndum nær og Suður- Ameríku auk 1.000 manna (einkum af albönskum uppruna) frá hinu óróasama Kosovo-héraði í Júgó- slavíu. Þar eð flestir umsækjend- anna frá Kosovo geta ekki sýnt fram á að þeir séu pólitískt ofsóttir fá þeir ekki hæli og verða því send- ir til baka - þó embættismenn segi að hver umsókn verði grandskoðuð. Hinn vaxandi straumur til Noregs kann að liggja í þvi að Danir hafa hert innflytjendareglur sínar. Óvenju fijálsyndum lögum var ný- verið breytt á þá lund að landa- mæravörðum er nú heimilt að snúa fólki við sem ekki hefur vegabréfsá- ritun dansks sendiráðs og senda þá burt sem koma frá öðru landi en heimalandi sínu. Fjöldi flóttamanna sem fá hæli í Danmörku hefur minnkað snarlega undanfarið. Árið 1986 voru þeir rúmlega níu þúsund en einungis 1.700 fyrstu t(u mán- uði þessa árs. Skoðanir manna í Svíþjóð hafa verið skiptar um þá ákvörðun yfir- valda í bænum Sjöbo á Skáni að efna til atkvæðagreiðslu um þá 35 flóttamenn sem útlendingaeftirlit landsins hefur farið fram á að bæj- arfélagið taki upp á sína arma. Ákvörðunin var tekin með naumum meirihluta, 25 atkvæði gegn 24. Fulltrúar miðju- og hægriflokkanna héldu því fram að ekki væri nægi- lega góð aðstaða í Sjöbo til að hýsa flóttamennina og sjá þeim fyrir menntun. Atkvæðagreiðslan mun fara fram samhliða þing- og sveit- arstjómarkosningum í september á næsta ári. Á hveiju ári koma um það bil tólf þúsund flóttamenn til Svíþjóð- ar. Sumum er snúið til baka en 80% þeirra sem koma að landamærunum fá landvistarleyfí. Þar fyrir utan taka Svíar árlega við 1.250 flótta- mönnum í samráði við Flótta- mannahjálp Sameinuðu þjóðanna. Finnar munu á þessu ári veita tvö hundruð flóttamönnum hæli að beiðni Flóttamannahjálparinnar. Þeir hafa tvöfaldað kvótann eftir að hafa sætt gagniýni nágranna sinna fyrir að veita fáum flótta- mönnum hæli. En Finnar beita fyrir sig strangtúlkun Genfar-sáttmál- ans frá árinu 1951 sem skilgreinir sem flóttamenn einungis þá sem ofsóttir eru vegna trúar, stjóm-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.