Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 Fjárlagahallinn í Bandaríkjunum: Óbærílegur óþefur Reuter Sorphreinsunarmenn í Róm eru nú í verkfalli og fer það ekki framhjá borgarbúum því að fnykinn af uppsöfnuðu rusli leggur um allt. Konan á myndinni hefur brugðið vasaklút fyrir vit sér meðan hún gengur hjá einni dyngjunni en í baksýn ber Péturskirkjuna við himin. Viðræður samninga- manna á lokastigi Washington, Reuter. SAMNINGAMENN Bandaríkja- stjómar og fulltrúar beggja deilda Bandaríkjaþings eru nærri samkomulagi um leiðir til að draga úr fjárlagahallanum þar í landi. Gert er ráð fyrir að hann verði skorinn niður um 75 milljarða Bandarikjadala á næstu tveimur árum. Samningamennimir sögðu í gær að samkomulag væri í augsýn og bar þeim saman um að tryggt væri að samkomulag myndi nást fyrir föstudag en þá gengur sjálfkrafa í gildi víðtæk niðurskurðaráætlun sem hljóðar upp á 23 milljarða dala. Gert er ráð fyrir að fjárlagahall- inn verði minnkaður um 30 millj- arða dala á þessu fjárlagaári, sem lýkur í september á næsta ári, og um 45 milljarða dala á því næsta. Þá er kveðið á um skatthækkanir, sem færa munu ríkissjóði 10 millj- Skýrsla Bandaríkjaþings um vopnasölumálið: Forsetinn hefði átt að arða dala á þessu fjárlagaári. Framiög til vamarmála verða skor- in niður um 5 milljarða dala og gert er ráð fyrir að frekari niður- skurði á fjárframlögum hins opin- bera og spamaðaraðgerðum. Viðræðumar hafa nú staðið yfir í tæpan mánuð en fjárlaga- og við- skiptahalli Bandaríkjanna er talinn hafa verið meginorsök verðhruns á hlutabréfum víða um heim að und- anfömu. Sérfræðingar eru á einu máli um að ekki verði unnt að koma á stöðugleika á fjármálamörkuðum heims fyrr en samkomulag næst um aðgerðir til að draga úr fjárlaga- hallanum. Ítalía: Stjórnar- kreppan að leysast vita um fj árstuðninginn Róm, Reuter. Demókratar og repúblikanar deila um sannanir um vitneskju Reagans Washing’ton, Reuter. í skýrslu, sem Bandaríkjaþing lét frá sér fara í gær um vopnasölu- hneykslið, segir, að Ronald Reagan forseti hefði átt að vita, að greiðslum fyrir vopnin hefði að hluta verið komið f hendur skæruliða í Nicaragua. Sagði formaður þingnefndarinnar, að óbeinar sannanir væru fyrir vitn- eskju Reagans. írakar granda kjarnorkuveri í íran: Engin hætta á geislunarslysi? Vínarborg, Reuter. ÍRANSKI sendiherrann í Vínarborg sagði í gær að ekki væri talin nein hætta á geislun í kjölfar loftárása íraka á Bus- hehr-kjamorkuverið, sem er í byggingu. uppspuna að orkuverið hefði ver- ið lagt í rúst. „Það er meginniðurstaðan, að starfsmenn forsetans vom hér að verki og því hefði hann átt að vita hvað þeir höfðust að,“ sagði þing- maðurinn Lee Hamilton í sjónvarps- viðtali í gær en hann var formaður rannsóknamefndar fulltrúadeildar- innar. Richard Cheney, sem átti sæti í nefndinni fyrir repúblikana, sagði hins vegar, að engar raun- verulegar sannanir væru fyrir vitneslqu Reagans um fjárstuðning- inn við skæruliða. Hamilton sagði, að óbeinu sann- animar hefðu komið frá Oliver North, fyrrum starfsmanni þjóðar- öryggisráðsins, sem segist hafa sent John Poindexter, fyrrum ör- yggisráðgjafa, minnisblöð um málið og beðið hann að leggja þau fyrir Reagan til samþykktar. „Þetta em kannski ekki beinar sannanir en þó nokkuð í áttina," sagði Hamilton. Reagan segist bera ábyrgð á vopnasölunni til írans en hefur allt- af neitað að hafa nokkuð vitað um fjárstuðninginn við skæmliða. Re- agan hefur nú verið beðinn að svara skriflegum spumingum Lawrence Walsh, sérstaks saksóknara í vopnasölumálinu, en hann mun ákveða hvort einhver verður sóttur til saka. í séráliti repúblikana, sem áttu sæti í rannsóknamefndum beggja þingdeilda, segja þeir, að Reagan forseta og samstarfsmönnum hans hafi vissulega orðið á mistök í vopnasölumálinu og þegar allt komi til alls hafi aðeins verið um það að ræða - mistök og ekkert annað. STJÓRNMÁLAMENN á Ítalíu kváðust í gær vera bjartsýnir um að lausn stjómarkreppunnar í landinu væri í augsýn. Giovanni Goria forsætisráðherra hefur undanfarna daga átt viðræður við leiðtoga þeirra flokka sem þátt tóku í fráfarandi stjóm hans og er talið hugsanlegt að Goria dragi afsögn sína til baka og sama stjórn taki aftur við völd- Tekist hefur að leysa ágreining stjómarflokkanna um fjárlaga- fhimvarp næsta árs en Frjálslyndi flokkurinn sleit stjómarsamstarfínu er fallið var frá skattalækkunum, sem stjóm Gorias hafði lofað. Nú hefur náðst samkomulag um að lækka skatta á síðari helmingi næsta árs með því skilyrði þó að verðbólga verði innan við 4,5 pró- sent eins og stefnt er að. Embættismenn og stjómmála- menn sögðu í gær að líklegt yrði að telja að unnt yrði að leysa önnur ágreingsmál stjómarflokkanna fímm þar sem menn væm sammála um nauðsyn þess að afstýra lang- varandi stjómarkreppu og fínna lausn á efnahagsvanda þjóðarinnar. Yfírvöld í Teheran héldu því fram í fyrradag að orkuverið hefði skemmst það mikið í árá- sinni að búast mætti við álíka útgeislun og í Chemobyl-slysinu. íranir óskuðu eftir því af Al- þjóðalg'amorkuráðinu (IAEA) á þriðrjudag að það sendi sveit sér- fræðinga á vettvang til þess að meta þá hættu, sem stafaði af hinu laskaða orkuveri. í gær hafði stofnunin enga ákvörðun tekið um hvort orðið yrði við beiðni írana. Sérfræðingar á sviði kjam- orkuvísinda sögðu óverulegt magn geislavirkra efna vera í orkuverinu og að hættan á geisl- unarslysi væri hverfandi. íbúum í nágrenninu stafaði miklu meiri hætta af sprengjum, sem írakar vörpuðu á íran. írakar sögðust hafa eyðilagt orkuverið og lofaði Saddam Hus- sein, forseti, flugsveitina, sem fór í árásarferðina. íranir sögðu það Flóttamannastraumurinn er hitamál á Norðurlöndum ÞAÐ orð fer af einleitum íbúum Norðurlanda að þeir séu umburð- arlyndir og velviþ'aðir. Nú reynir á þennan orðstír vegna innflutn- ings þeldökks fólks. í Noregi er ástandið orðið slíkt að hinn 84 ára gamli konungur hefur beðið þegna sína að sýna „okkar nýju löndum" umburðarlyndi. Á uppgangstímum eftir stríð fluttust margir íbúar Miðjarðar- hafslanda til Svíþjóðar. Undanfarið hafa menn skipst í tvo hópa hvað varðar skoðanir á innflytjendamál- um einkum í kjölfar ákvörðunar bæjarstjómar í Sjöbo um að efna til atkvæðagreiðslu meðal íbúanna um hvort sveitarfélagið eigi að hýsa 35 flóttamenn. í Finnlandi á hinn bóginn er nú verið að rýmka inn- flytjendalögin sem hingað til hafa verið mjög ströng. Beiðni ólafs konungs um um- burðarlyndi kom fram á kvöldverð- arfundi með þingmönnum. Konungurinn hafði þar orð á við- kvæmu málefni. í sveitarstjómar- kosningum í september notfærði hinn hægrisinnaði Framfaraflokkur sér andúð manna á innflytjendum og tvöfaldaði fylgi sitt. Fram til ársins 1984 beiddust fáir flótta- menn hælis í Noregi. En á fyrstu tíu mánuðum þessa árs var fíöldinn 6.500 manns. Þeir voru einkum frá Austurlöndum nær og Suður- Ameríku auk 1.000 manna (einkum af albönskum uppruna) frá hinu óróasama Kosovo-héraði í Júgó- slavíu. Þar eð flestir umsækjend- anna frá Kosovo geta ekki sýnt fram á að þeir séu pólitískt ofsóttir fá þeir ekki hæli og verða því send- ir til baka - þó embættismenn segi að hver umsókn verði grandskoðuð. Hinn vaxandi straumur til Noregs kann að liggja í þvi að Danir hafa hert innflytjendareglur sínar. Óvenju fijálsyndum lögum var ný- verið breytt á þá lund að landa- mæravörðum er nú heimilt að snúa fólki við sem ekki hefur vegabréfsá- ritun dansks sendiráðs og senda þá burt sem koma frá öðru landi en heimalandi sínu. Fjöldi flóttamanna sem fá hæli í Danmörku hefur minnkað snarlega undanfarið. Árið 1986 voru þeir rúmlega níu þúsund en einungis 1.700 fyrstu t(u mán- uði þessa árs. Skoðanir manna í Svíþjóð hafa verið skiptar um þá ákvörðun yfir- valda í bænum Sjöbo á Skáni að efna til atkvæðagreiðslu um þá 35 flóttamenn sem útlendingaeftirlit landsins hefur farið fram á að bæj- arfélagið taki upp á sína arma. Ákvörðunin var tekin með naumum meirihluta, 25 atkvæði gegn 24. Fulltrúar miðju- og hægriflokkanna héldu því fram að ekki væri nægi- lega góð aðstaða í Sjöbo til að hýsa flóttamennina og sjá þeim fyrir menntun. Atkvæðagreiðslan mun fara fram samhliða þing- og sveit- arstjómarkosningum í september á næsta ári. Á hveiju ári koma um það bil tólf þúsund flóttamenn til Svíþjóð- ar. Sumum er snúið til baka en 80% þeirra sem koma að landamærunum fá landvistarleyfí. Þar fyrir utan taka Svíar árlega við 1.250 flótta- mönnum í samráði við Flótta- mannahjálp Sameinuðu þjóðanna. Finnar munu á þessu ári veita tvö hundruð flóttamönnum hæli að beiðni Flóttamannahjálparinnar. Þeir hafa tvöfaldað kvótann eftir að hafa sætt gagniýni nágranna sinna fyrir að veita fáum flótta- mönnum hæli. En Finnar beita fyrir sig strangtúlkun Genfar-sáttmál- ans frá árinu 1951 sem skilgreinir sem flóttamenn einungis þá sem ofsóttir eru vegna trúar, stjóm-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.