Morgunblaðið - 19.11.1987, Síða 75

Morgunblaðið - 19.11.1987, Síða 75
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 75 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLEIKUR Morgunblaðið/Júlfus Krlstján Arason lék frábærlega (fyrri hálfleik eins og reyndar allt íslenska liðið. Hvað sögðu þeir? Elnar ÞorvarAarson „Ég er mjög ánægður með sigur- inn. í fyrri hálfleik gekk allt upp hjá okkur í sókn- inni, en það var smá kæruleysi til að byija með^ í seinni hálfleik. Ég bjóst við Pólveijum sterkari. Þeir eiga þó örugglega eftir að leika betur." Krlstján Arason „Ég er mjög ánægður með allan íeikinn. Við spiluðuð frábærlega í fyrri hálfleik. Þeir áttu ekkert svar við stórleik okkar. Þeir verða örugglega erfíðari á morgun (í kvöld). Þeir eru ekki þekktir fyrir að gefast svo auðveldlega upp.“ Þorglis Óttar Mathioson „Það er ekki oft sem við rúllum Pólveijum upp. Það gekk bókstaf- lega allt upp í sókninni í fyrri hálfleik. í seinni hálfleik spiluðu við góða vöm og ég er ánægður með það. Pólveijar léku ekki sinn besta leik og verða örugglega erf- iðir við að eiga í seinni leikjunum." AHroAGIslason „Þetta var mun betra hjá okkur en ég bjóst við. Þetta var einn besti leikur okkar í lengri tíma ef frá eru taldar fyrstu 10 til 15 mínútumar í seinni hálfleik. Pólska liðið var gott fyrir utan markverðina sem ekki áttu sinn besta dag. Leikurinn á morgun (í kvöld) verður erfíður því þeir tapa ekki tveimur leilqum f röð svona stórt." Bogdan Kowalczyfc, þjálfarl „Ég er ánægður með úrslitin. Það heppnaðist allt hjá okkur ( fyrri hálfleik. Þessi leikur var betri en leikimir í Sviss f byijun október. Ef við eigum að vinna pólska liðið í kvöld þá verða leikmenn að leggja sig 100 prósent fram og einbeita sér að leiknum. Pólveijar verða mun erfíðari þá.“ Zonon Lakomy, þjálfarl „íslenska liðið lék frábærlega í fyrri hálfleik en í seinni náðum við að hanga f því. Við getum leikið betur en í þessum leik. Við emm með mjög ungt lið, meðal- aldurinn um 23 ár, þetta er eitt yngsta lið sem Pólveijar hafa teflt fram. Einar Þorvarðarson, Alfreð Gfslason og Kristján Arason léku best íslensku leikmannanna. Þar em á ferðinni leikmenn J fremstu röð f heiminum í dag.“ Valur Jónatansson skrifar Goliat var skot inn á bólakaf 13 skot í röð rötuðu í netamöskva Pólveija þegar íslendingar unnu auðveldan sigur, 28:21 Wieslaw Goliat, markvörður Pólverja var ekki öf undsverður í Laugardalshöllinni f gœr- kvöldi. Þessi gamalkunni markvörður, sem hefur leikið 88 landsleiki, var hreinlega skotinn á bólakaf - þrettán fallbyssuskot íslendinga f röð rötuðu í netamöskvana fyrir aftan hann. íslensku leikmenn- irnir, sem fóru á kostum, náðu 100% skotnýtingu á 19 mfn. kaf la í fyrri hálfleik - breyttu stöðunni þá úr, 0:1, f 13:7 og lögðu þar með grunninn að öruggum sigri, 28:21. Goliat átti ekkert svar við skot- um íslendinga. Hann bað um að vera tekinn af leikvelli þegar Sigurður Sveinsson, sem var þá búinn að vera inn á SigmundurÓ. í 32 sek., skoraði, Steinarsson 16:9. íslensku ieik- skrifar mennimir vom yfír, 17:11, í leikhléi. Island - Pólland 28 : 21 Laugardalshðll, vináttulandsleikur ( handknattleik, miðvikudagur 18. nóv- ember 1987. Gangur leikains: 0:1, 2:2, 4:2, 7:5, 10:6, 12:6, 14:8, 16:9, 17:11. 19:14, 20:17, 25:17, 25:20, 28:20, 28:21. Mðrk talands: Alfreð Glslason 7/1, Páll Ólafeson 6, Kristrján Arason 6/2, Þorgils Óttar Mathiesen 3, Karl Þráins- son 3, Sigurður Sveinsson 1, Sigurður Gunnarsson 1 og Guðmundur Guð- mundsson 1. Varin skot: Einar Þorvarðarson 10. 8 langskot, 3 eftir hraðupphlaup, 3 úr homi og 1 eftir gegnumbrot. Mörk Pollands: Dziuba 7/8, Wenta 4, Plechoc 3, Bugaj 3, Subocl 1, Lebied- zinski 1, Lukaszewicz 1 og Pryzewski 1. Varín skot: Goliat 1 og Robert 5. Dómaran Bolstad og Anthonsen. Þeir ráku tslendinga af leikvelli í 8 min. Geir Sveinsson 4, Krístján Ara- son 2 og Guðmund Guðmundsson 2. Pólveijar voru reknir einu sinni af velli. Áhuga- og kwnilaysl Yfirburðir íslenska liðsins vom svo miklir í fyrri hálfleik að það kom engum á óvart þegar þeir sýndu kæmleysi í seinni hálfleik. Pólveijar náðu að minnka muninn í þijú mörk, 20:17, þegar 14 mfn. vom búnar af seinni hálfleiknum. Þá settu íslensku leikmennimir aftur á fulla ferð - komust í 24:17. Pólveij- ar skomðu þá ekki mark í 11 mín. Sigur íslands var f ömggri höfti og lokatölur urðu, 28:21. Kristjár. Arason fór á kostum í fyrri hálfleik - skoraði þá mörg gullfal- leg mörk. Einnig lék Alfreð Gfsla- son vel. Skoraði falleg mörk og átti lfnusendingar sem gáfu mörk. Þessir tveir leikmenn íslands ásamt Páli Ólafssyni og Einari Þorvarð- arssyni, sem varði 10 skot, vom bestu menn íslenska liðsins, sem hafði mikla jrfírburði í leiknum. Pólveijar eiga langt í land að kom- ast aftur í hóp bestu handknatt- leiksþjóða heims. Morgunblaðið/Júllus Karl Þrálnsson skoraði þijú mörk gegn Pólveijum f gærkvöldi. Hér er eitt þeirra f fæðingu. Atli Hllmarsson veikur Frábær nýting jr Islenska landsliðið náði frábærri sóknamýtingu í fyrri hálfleik gegn Pólveijum. 17 mörk vom skor- uð úr 22 sóknum, sem er 77.2% nýting. Nýtingin var ekki eins góð f seinni hálfleiknum. Þá vom 11 mörk skomð úr 24 sóknarlotum, sem er 45.8% nýting. Alls vom 28 mörk skomð úr 46 sóknum, sem er mjög góð nýting, eða 60.8%. Sigurður Gunnarsson og Sigurður Sveinsson náðu 100% nýtingu. Skomðu báðir eitt mark úr einu skoti. Alfreð Gfslason skoraði sjö mörk úr átta skotum. Tapaði knett- inum einu sinni. 77.7% nýting. Þorgils Óttar Mathiesen skoraði þijú mörk úr þremur skotum. Tap- aði knettinum einu sinni. 75% nýting. Kristján Arason skoraði sex mörk úr tíu skotum. 60% nýting. Páll ólafsson skoraði sex mörk úr nfu skotum. Tapaði knettinum einu sinni. 60% nýting. Karl Þráinsson skoraði þijú mörk úr þremur skotum. Tapaði knettin- um einu sinni. 60% nýting. Guðmundur Guðmundsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum. Tap- aði knettinum einu sinni. 25% nýting. Geir Sveinsson tapaði knettinum einu sinni og eitt sinn vom dæmdar tafir á ísland. Atli Hilmarsson lék ekki með fslenska landsliðinu gegn Pól- veijum f gærkvöldi. Hann átti við veikindi að strfða. Atli sagði f samtali við Morgun- blaðið að hann reiknaði ekki með að geta verið með f kvöld. En vonað- ist hins vegar til að geta verið með um helgina. í kvöld leika íslendingar annan leik við Pólveija sem hefst kl. 20.80 f Laugardalshöll. U-21 árs liðið leikur á undan við ísraelsmenn og hefist hann kl. 18.30. KNATTSPYRNA Einsdæmi í sjö ár - Bjami fyrsti leikmaðurinn sem hafnartilboði frá Gautaborg síðan 1980 Eins og fram kemur hér á opn- unni tók Bjami Sigurðsson ekki ilboði frá IFK Gautaborg, en ákvað æss í stað að framlengja samning- inn við Brann. -rá Bjami er fyrsti leik- riagnúsi maðurinn sfðan ngimundarsyni 198O, sem hafnar tilboði frá IPK lautaborg. í Svíþjóð var almennt áð fyrir því gert að Bjami gengi il liðs við Svíþjóðarmeistarana. A íþróttasíðu í Aftonbladet í gær stendur f fyrirsögn „velkominn í hópinn“ og birt er mynd af Bjama og Anders Bemmar, formanni Gautaborgar, þar sem þeir takast f hendur eftir leik Brann og Gauta- borgar fyrir skömmu. Bemmar átti von á jákvæðu svari frá Bjama þrátt fyrir tilboð Brann, „þvf Brann hefur ekki upp á sömu tækifæri að bjóða í Evrópu," er haft eftir form- anninum. Gautaborg er besta og vinsælasta liðið f Svíþjóð og margir leikmanna liðsins á undanfömum ámm hafa hafnað hjá ýmsum þekktum liðum í Evrópu. Liðið stefnir hátt á næsta keppnistímabili og fer í heimsreisu eftir áramótin til að undirbúa sig sem best fyrir komandi átök, en þess má geta að Jón Karlsson, bæklunarlæknir, er einn af læknum liðsins. Guðmundur ger- breytti leiknum Guðmundur A. Jónsson, mark- vörður úr Pram var hetja fslenska handknattleikslandsliðsins skipuðu leikmönnum 21 árs og yngri, er liðið sigraði landslið Portú- gals f Laugardalshöllinni f gær- kvöldi. Lokatölur urðu 27-20 fyrir ísland, en staðan var 16-16 er Guð- mundur kom inn á og 20 mínútur til leiksloka. Guðmundur tók sig til og hélt hreinu í 14 mínútur, varði þá 9 skot, öll úr dauðafærum, en strákamir skoruðu á meðan hvert markið af öðru. Staðan í hálfleik var 14-11 fyrir ísland. Mörk fslenska liðsins dreifðust á þó nokkra, Héðinn Gilsson skoraði 5, Siguijón Guðmundsson, Skúli Gunnsteinsson, Gunnar Beinteins- son og Konráð Olavson skoruðu 4 hver, Ámi Friðleifsson 3, Þorsteinn Guðjónsson, Bjarki Sigurðsson og Einar Einarsson eitt hver. tslenska liðið klúðraði 4 vítaköstum í leikn- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.