Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 Landsýn af Titikaka-vatni (í um 3800 metra hæð) til bæjarins helga, Copacabana. Það hefur margt sérkennilegt verið sagt um eitt afskekktasta og fátækasta land rómönsku Ameríku: Bólivíu. Franskur rithöfundur á 19. öld kallaði landið bæði „veröldina í hnotskum" og „betlara sem situr á gullhásæti". Aðrir hafa sagt Bólivíu vera hjarta Suður-Ameríku. En grípandi setningar eða stutt kynni nægja ekki til þess að miðla megin- straumi þjóðlífs í landi sem á sér jafn flókna sögu og er eins mót- sagnakennt og Bólivía. Um eitt geta flestir þó verið sammála. Kalli menn hábyggðir norðurhvels jarðar í Tíbet heitum eins og þak jarðar eða ijáfur veraldar, þá er þakið engu síður líka í Bólivíu, því þar lifir fólk í um og yfír 4000 metra hæð yfir sjó. Lent í 4082 metra hæð Það er heldur svalara loftið yfir E1 Alto-flugstöðinni við La Paz í Bólivíu en á Miðnesheiðinni á ís- landi. Hæðarmunurinn er líka um 4000 metrar. Heima var meðal- heitur sumardagur við upphaf ferðar til Frankfurt í V-Þýskalandi en í Bólivíu er miður vetur; skaf- heiður himinn, sól hátt á lofti og snarpur en kaldur vindur stendur af snjólausri hásléttunni. Það tók 34 klukkustundir að fljúga frá Keflavík til Lúxemborgar, aka með rútu til Frankfurt, fljúga til Puerto Rico, til Ekvador, til Perú, og renna alla leið í hlað við sandblásna flug- stöðina hjá La Paz. Þreytan vék um stund þegar flogið var móti degi yfir nyrsta hluta Andesfjalla og gullroðin snjó- og eldfjöll birtust úr húminu. En þama í flugstöðinni meðan beðið er eftir ógrynni af farangri, verður maður mjög þreyttur aftur. Loftið er þunnt, svipað og á hæstu tindum Alpa- Qalla. Það bætir ekki úr skák og dálítill farangursburður hleypir upp hjartslættinum, rétt eins og góður sprettur. Tollverðimir líta ekki í einn ein- asta pinkil, veifa bara og segja: Dodge, 17 ára gamall, með hörðum bekkjum og handföngum á stólbök- unum eins og tíðkaðist hér heima fyrir margt löngu. Hlimani (6462 m) við suðurenda Konungsfjallgarðsins sést viða að; hann klifu leiðangursmenn undir lokin. Tvö lönd í einu Bólivía er landlukt ríki. Eftir sjálfstæðisyfirlýsinguna 1825 var það nærri 2 milljónir ferkílómetra að flatarmáli. Á rúmri öld glataði Bólivía um helmingi landsvæðisins í hendur grannþjóðanna í nokkmm styijöldum (Brasilíu, Argentínu, Paragúay, Perú og Chile). Þar með Ari Trausti Guðmundsson Andinistas. Svo nefnast íjallamenn í S-Ameríku og eiga þeir greinilega upp á pallborðið hjá tollurum í La Paz. Úti fyrir bíður lítil rúta. Og hann Valdimar, reddari ferðaskrifstofu einnar í La Paz, kynnir 15 manna hópinn fyrir þreklegum, svipsterk- um ökumanninum. Hann heitir Bemardo. Rútan er bandarískur Borgin í gljúfrinu Ökuferðin hefst á stuttri leið meðfram lágreistum húsum. Gatan er rykug og holótt. Skyndilega er komið á hraðbraut sem stingst bratt og hlykkjótt að hæðarbrún. Fram til þessa sést ekkert til milljóna- borgarinnar. Hverfin hér uppi eru annexíur, slitin úr augljósum tengslum við sjálfa La Paz. Hér búa 3—400 þúsund manns við fátækleg- an kost í vindgnauði og þurrkum hásléttunnar sem nefnist Altiplano. En allt í einu rennur rútan fyrir snös og þá blasir borgin við í einu vetfangi; hvít, grá og brún. Víða em háhýsi við miðbikið og tígul- steinshús og leirkofar til jaðranna. En La Paz liggur hvorki á sléttu eða í vinalegu dalverpi. Hún fyllir eins konar gljúfur sem skerst í jað- ar hásléttunnar. Það er 4—500 metra hæðarmunur á brúnunum og botninum og svo brattar hlíðar að sums staðar em ekki bílfærar götur Sölukona af þjóð aymara í La Paz. heldur tröppulagðir stígar. Yfir gnæfa svo 5—6 þúsund metra há íjöll með bæjarfjallinu fyrir endann: Illimani (6462 m). Borgin teygir sig eins langt og sjá má niður eftir skomnni miklu og vafalítið er þama eitt sérstæðasta borgarstæði í heimi. Borg friðarins eins og La Paz kallast var stofnsett árið 1548. Ein ástæðan var gullgröftur en önnur sú að það vantaði verslunar- og samgöngumiðstöð á krossgötum milli landsvæðanna sem nefiidust Efra- og Neðra-Perú á nýlendutím- um Spánvetja í álfunni. í upphafi 18. aldar vom íbúar þama um 11.000 en em nú ein og hálf milljón ef hásléttuhverfið er talið með. La Paz er sannarlega spegill Bólivíu. Þar em þær andstæður sem einkenna landið flestar saman- komnar í ótrúlegri hringiðu. Eftir að hafa þotið á skjálfandi Dodge- inum niður hraðbrautina inn í gömlu borgarhverfín þumlunguð- umst við fram hjá mannþrengdum torgum og hliðargötum eftir breið- um „búlevarði" að hóteli einu sem heitir í höfuð vopnabróður Simons Bolivar: Sucre marskálki. Hann átti einn helsta þáttinn í frelsun gömlu Bólivíu á ámnurn fyrir 1825. Valdimar sagði okkur brosandi að hótelið væri í 3620 metra hæð. Það stóð svo á endum að þegar hópurinn settist við kvöldverðar- borðið, yfir heilsteiktum, flötum og feitum físki, gerði höfuð og magi uppreisn. Fyrstu einkenni vægrar hæðarveiki em ógleði, höfuðverkur og máttleysi. Flestir Þjóðveijanna gátu ekki einu sinni dmkkið bjór með stíl. r r FYRRI HLUTI FERÐASOGU FRA BOLIVIU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.