Morgunblaðið - 22.11.1987, Page 27

Morgunblaðið - 22.11.1987, Page 27
MORGUNBLAÐEÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 27 misstu Bóliviumenn einnig aðgang að sjó. Nú er flatarmál landsins rétt rúm ein milljón ferkílómetra og þar búa rúmar 6 milljónir manna. Landið er því um tífalt stærra en ísland og íbúar 24 sinnum fleiri en við. Um og yfir 60% manna eru frumbyggjar (oft nefndir indíánar), en þeir eru af mörgum þjóðemum. Um 25% teljast blandnir að uppruna og 15% eru hvítingjar eða aðfluttir úr vestri; Spánverjar og Þjóðveijar eru einna flölmennustu hópamir en t.d. Japanir sjást einnig. Miðsvæðis er Bólivía á um það bil 16. breiddargráðu sunnan mið- baugs. Þar er komin skýringin á því hvers vegna þar er vetur í júlí. Loftslag er nokkuð tvískipt rétt eins og landshættir. í vestri em tveir flallgarðar. Báðir tilheyra Andes- fjöllum. Sá vestari, með landamær- hæsta fjallið í Konungsfjallgarðin- um, en það er 6462 metra hátt. Nokkur lægri fjöll vom með í tak- inu til þess að menn næðu að aðlagast hæðinni (blóðið þykknar). Ella yrðu einhveijir okkar hættu- lega veikir og ennfremur tíðkast alls ekki að nota súrefni í háfjalla- ferðum í Andesflöllum. Á milli flallaferða átti að dveljast í La Paz og fara til skoðunar um Titikaka- vatn. Allt gekk þetta eftir. Hópurinn var mjög ósamstæður enda þekktust fæstir þátttakenda áður en ferðin hófst. Sumir þeirra höfðu gengið á flöll yfir sex og sjö þúsund metra, aðrir ekki. Öll urðum við að skila yfirliti yfir klifurferðir fyrri ára þegar hver bókaði sig til fararinnar. I hópnum vom menn úr mörgum starfshópum, t.d. lækn- ir, vélsmiður, kennari, endurskoð- tveggja tonna plastbátum yfir hálft vatnið til Sólareyjunnar. Þar hittum við fyrir heimamenn sem búa við kom- og kartöflurækt innan um rústir frá tímum Inkanna. Sam- kvæmt goðsögninni um Inkahöfð- ingjana áttu þeir að hafa komið frá þessari eyju. En hver svo sem for- saga Inkaveldisins er þá tókst Inkahöfðingjanum með góðu skipu- lagi og herlist að leggja undir sig um 12 milljónir manna og stærstan hluta vesturálfunnar á skömmum tíma um og eftir 1300. Þeir skópu undirstöður Bólivíu og fleiri ríkja. Á 16. öld komu fyrstu Spánveijam- ir til Suður-Ameríku og hófst þá nýr kafli í sögunni. Átök innrásar- manna og heimamanna enduðu með upplausn Inkaríkisins, æintýraleg- um ránsferðum og eyðileggingu, en um leið frekari skrefum til samein- Þorpstorgið og kirkj&n í Laja, & hásléttunni (altiplano) snemma morguns. um Chile, er aðallega úr gosbergi, og þar em nokkur misgömul eld- fiöll, öll óvirk að því best er vitað. Um 500 til 800 km austar em feli- ingaQöll úr setbergi og djúpbergi og fleiru, í ætt við Aipana en mun hærri. Þar heitir Corderilla Real eða Konungsíjallgarður. Á milli Qall- garðanna er hásléttan fyrmefnda (Altiplano) úr þykkum setlögum en sums staðar skorin gljúfmm. Þar er líka rúmlega 8000 ferkílómetra stöðuvatn, feiknadjúpt, ásamt með öðmm vötnum, sumum brimsöltum. Stóra vatnið er hið fræga Titikaka- vatn með mikilli strandbyggð, fiskimiðum og tugum eyja. Á vet- uma er þama þurrt, allhlýtt á daginn en kalt á nóttunni. Sumur em mjög vætusöm og þá snjóar mikið í íjöllin því þau em flest 5000 til 6500 metra há. Austurhelmingur iandsins er gjörólíkur þeim vestari og vom samgöngur fyrrnrn litlar milli svæðanna. Land fellur mjög bratt austur af Konungsijallgarðin- um, allt að 5000 metra á 40—50 km vegalend. Djúpir og grónir dalir skerast f fyöllin en neðan við er skógi vaxinn hluti Amason-vatna- svæðisins. Næst Qöllunum er lofts- lag mjög milt og jörð ftjósöm. Þar heitir yungas. En hlýrra og rakara er í frumskóginum og þar em stór lítt könnuð landsvæði. Syðst er landið aftur á móti þurrt og em þar gas- og olíulindir Bóliviumanna. Má með sanni segja að Bólivia sé í raun tvö eða jafnvel þijú gerólík lönd. Einn íslendingnr og 14 Þjóðverjar Ferðamenn hafa eftir miklu að slægjast í Bólivíu: Tilkomumiklu landslagi, flölbreyttum gróðri, fomri og nýrri menningu, forvitni- legu þjóðlífí og fjöllunum svo eitthvað sé nefnt. Tilgangur hóps- ins, sem ég tilheyrði, með Bólivíu- ferðinni var fjallaklifur. Fyrirtæki á vegum þýska Alpasambandsins skipuleggur leiðangra á fyöll í öllum heimsálfum og geta áhugamenn keypt sig inn í þá og þannig kom- ist á slóðir sem sjálfstæðir leiðangr- ar hafa að mestu verið einir um fram á þennan áratug. Okkar ferð var sú níunda tii Bólivíu á vegum fyrirtækisins. Við áætluðum að klífa þijú fyöll yfir 6000 metra há: Hæsta fjall Bólivfu, Nevado Saj- ama, 6524 metrar, fyallið Huyana Potosi (6080 m) og loks Illimani, andi, póstafgreiðslumaður og framkvæmdastjóri; tvær konur og þrettán karlar. Fyrir hópnum var þar þrautreyndur flallaleiðsögu- maður, Franz Kellner að nafni. Þegar leið á ferðina skiptust menn í litla hópa eftir lundemi, áhugamál- um og klifurstíl og mynduðu línugengi sem héldu saman á fyöll- um og deildu með sér tjaldi. Þegar á 2. degi í Bólivíu ók hóp- urinn upp i 4600 metra hátt fjalla- skarð og gekk á 4900 metra iandmælingatind. Mér tókst að staulast þar upp (á strigaskóm) og sló þar með persónulegt hæðarmet við undirleik glymjandi höfuðverks. Tveimur dögum síðar var hæðin aukin í 5400 metra á skíðafjalli La Paz-búa. Þá gekk allt strax miklu betur. Úr skímu fomeskjunnar Rætur Bólivíumanna ná mörg árþúsund aftur fyrir okkar tímatal. Ein fyrsta mikilvirka menningar- þjóðin er kennd við Tiuhuanaco við Titikaka-vatn. Hún byggði glæstar byggingar og bjó til listaverk úr leir, steini, gulli og fleiru og telst vera undanfari þeirra manna sem náðu að leggja undir sig feiknastór landsvæði í álfunni: Inkanna. Tiu- huanaco-menn voru staðbundnir við suðurhluta Titikaka-vatns að þvi gerst er vitað og þeirra blómatími var á fyrstu öldum okkar tímatals til 600—800 e. Kr. Um svipað leyti og síðar ríktu aðrar þjóðir á líkan hátt staðbundið t.d. þar sem nú eru Perú, Ekvador og Kolumbía. Við skoðuðum uppgrafnar rústir í Tiu- huanaco. Þær eru aðeins lítill hluti stórrar byggðar. Haglegar stein- hleðslur, dularfullar styttur og píramídar sýndu að þama hafði merkisfólk hafst við. Einnig var ljóst að lftið hafði verið unnt að lesa úr fomminjunum og því fátt eitt vitað um tilkomu, lif og örlög fólksins. Stönd Titikaka-vatns er alsett smábýlum, þorpum og bátalægjum. Vatnið er dimmbiátt og fjærst glampar á hvíta Konungsfjalla- lengjuna. Há evkalýptustré hneigja krónumar yfir veginn og ströndina en úti fyrir er víða sef sem lengst af var notað í báta. Þeir em sem óðast að víkja fyrir plastprömmum og hraðbátum. Þama beið okkar við tanga einn kafteinn Massimo, fískimaður, búsettur á einni eyjanna i vatninu. Hann og sonur hans fluttu hópinn í stífum öldugangi á tveimur ingar landsvæða og uppkomu núverandi þjóðrfkja álfunnar. Eftir tunglskinsbjarta nótt hélt hópurinn til bæjarins Copacabana við vatnið. Hann er blanda af göml- um nýlendubæ og sveitaþorpi indíána — eða campesinos (búand- liðs) eins og heimamenn vilja heldur láta nefna sig. Þama er fögur, göm- ul kirkja með likneski af Mariu mey sem mikil helgi hvílir á. Eftir að hafa neytt kjöts af ungu lamadýri gengum við á lítið ijall í bænum sem syndugir kaþólikkar klffa sér til afláts með bænahaldi og bukti við altöru á leiðinni. Á leiðinni þar upp mátti gefa eitthvað mörgum betlaranum sem em jafn minnis- stæðir og dýrðleg útsýnin ofan af gnípunni. I La Paz beið okkar sú áhöfn sem átti eftir að fylgja hópnum á fjöllin þijú: Fimm aymara-indíánar. Auk spænskunnar töluðu þau sfn í milli hið foma aymara-mál. Það er eitt af tugum indíánatungna sem notað- ar em í landinu, sumar af nokkmm þúsundum. Stærsta indíánaþjóðin mælir á ketsjúa-máli en það er tal- ið mjög skylt megintungu Inkanna. Ein kveðja þeirra er svona: Ama sua, ama llulla, ama quella, (ekki stela, ekki ljúga, ekki vera latur). Fyrir hópnum var Euduardo, 29 ára gamall fjallamaður með derhúfu (merktri Coca-Cola) á skakk. Enn mikilvægari var þó María, 36 ára, og átti eitt bam með karli sínum rúmlega fertugum sem heitir Er- asmo og var hjálparkokkur og burðarmaður með hópnum, ákaf- lega úrræðagóður og seigur. María rejmdist listakokkur við erfiðustu aðstæður, ávallt með fjórréttaða máltíð og nóg af svörtu tei eða kókatei. Hún hafði sjálf gengið á Illimani með ítölskum hópi fyrir tíu ámm og vissi því hvað klukkan sló. Tveir til viðbótar hjálpuðu við burð á fjöllin (í efri tjaldbúðimar). Það vom Fransesco, nær fimmtugu, oft með 40 kíló á bakinu, og komung- ur strákur, byijandi f faginu, Felicio að nafni. Oll sýndu þau sig að vera vingjamleg og traust, með kímni- gáfuna f lagi. Og stunduin gerðu þau grín að hvítingjunum. Á aym- ara að sjálfsögðu. Höfundur erjarðvísindamaður og starfandi kennari i Reykja vik. TEXTI OG MYNDIR: ARITRAUSTIGUÐMUNDSSON KÚPLINGSPRESSUR KÚPLINGSDISKAR KÚPLINGSLEGUR Fyrir flestar tegundir evrópskra og japanskra fólks- og vörubifreiða. Útvegum í allar helstu tegundir fólks- og vörubifreiða. Þekking Reynsla Þjónusta FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.