Morgunblaðið - 22.11.1987, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987
ÁST OG SÁRSAUKI
Békmenntir
JennaJensdóttir
Christine Nöstlinger.
Vinur minn Lúki.
Þýðandi: Jórunn Sigurðardóttir.
Kápumynd: Brian Pilkington.
Mál og menning 1987.
Höfundurinn er fæddur í Aust-
urríki 1937. Hann stundaði nám í
grafík við Wiens Akademi en sneri
sér fljótlega að ritstörfum. Fyrsta
bamabók höfundar, Feuerrote Fri-
edrike vakti strax athygli. Lítil,
rauðhærð telpa sem býr við háð og
stríðni leikfélaga sinna uppgötvar
töframátt er felst í hári hennar og
með hjálp hans flýr hún inn í kynja-
veröld þá er sagan gerist í.
Höfundurinn er mjög þekktur og
hefur hlotið margs konar viður-
Njarðvíkur-
kirkja
MESSUTILKYNNINGAR frá sókn-
arprestinum í Njarðvík brengluðust
hér í blaðinu í gær. í Innri-Njarðvík-
urkirlq'u verður fjölskyldumessa í
dag, sunnudag kl. 11. í Ytri-
Njarðvíkurkirkju verður bamastarf
kl. 11 í umsjá Sigfríðar Sigurgeirs-
dóttur.
kenningu og verðlaun fyrir ritverk
sín, m.a. þýsku bamabókaverðlaun-
in 1973 fyrir söguna Niður með
agúrkukónginn og H.C. Andersen-
verðlaunin 1984.
Vinur minn Lúki kom út 1978.
Sagan gerist í Vín og segir aðallega
frá táningunum Lúka og Maríönnu,
fjölskyldum þeirra, vinum og kenn-
umm.
Maríanna segir söguna og at-
burðarásin einkennist því af tilfinn-
ingalegum viðhorfum hennar í
vandamálavafstri litríkra daga.
Fjölskyldur þeirra Lúka hafa búið
í sömu blokkinni frá því táningam-
ir vora í bamavagni.
Maríanna er einkabam en Lúki
á tvö yngri systkini. Móðir Marí-
önnu er sálfræðingur og faðir
hennar arkitekt. Móðir Lúka er
matmóðir mikil og heimili hennar
er opið bömum í blokkinni á máltíð-
um þegar foreldrar þeirra era ekki
heima. Sambandið milli Lúka og
Maríönnu hefur verið innilegt, eðli-
legt og sjálfsagt frá fyrstu tíð. Að
vísu hefur Maríanna verið sterki
aðilinn, nánast ráðið öllu, en um
leið vemdað Lúka hvenær sem þörf
hefur verið. Meira að segja setið
með honum í skammarkrók í skól-
anum, saklaus sjálf.
Skyndileg breyting verður á
þessu öllu eftir að Lúki hefur dval-
ið í Englandi sumarlangt og þau
setjast í áttunda bekk um haustið.
Klæðaburður og hegðun Lúka hafa
ekki einungis breyst heldur er per-
sónuleiki hans orðinn svo ókunnur
fyrir Maríönnu að hún veit ekki sitt
ijúkandi ráð.
Hið uppreisnargjama háttemi
Lúka teygir sig inn í skólastofuna
og umsjónarkennarinn þeirra „Sól-
hlífin", ekki gömul en skapvond,
gefst upp. Maríanna erfiðar látlaust
í því að leita réttra viðbragða sinna
vegn yfirdrifinnar, óskiljanlegrar
framkomu Lúka við fólk og um-
hverfi allt.
Sú vemdartilfinning sem vaxið
hefur innra með henni gagnvart
Lúka margsærist en næmi hennar
skerðist ekki. Samhliða öllu því
uppnámi sem hegðun Lúka veldur
Maríönnu kemst hún að ýmsu í
einkalífi foreldra sinna, sem ókunn-
ur maður fræðir hana um án þess
að vita að hún er dóttir þeirra.
Óviðkomandi því fær Maríanna
að vita hjá foreldranum sjálfum að
þau era mjög vel fjáð, þótt lífshætt-
ir þeirra í blokinni og sparsemi á
öllum sviðum beri vott um hið gagn-
stæða. Lúki kynnist fullorðinni,
ríkri stúlku sem er trúlofuð. Sam-
band þeirra leiðir hann út í skulda-
fen og misferli. Fortölur og góð ráð
era virt að vettugi. En allt tekur
enda. Lúki stendur frammi fyrir
uppgjöri og hlífðarlausum eftirköst-
um. Sjálfsrýni hans í algera
umkomuleysi er mætt af skilningi
og vináttu hjá Maríönnu er hefur
leitað hann uppi.
Þýðandi hefur lagt rækt við sinn
þátt. Það er vandi að halda hinu
sérkennilega samblandi af kímni og
alvöra sem felast í stfl höfundarins.
' “*** |j|| ím§:......-...M
m"*1 fOvNMiMilÍ ■ ' i //",ý & \ i \
B O F : O R M
SKÁPAR
ifi)
■
Danska fyrirtækið BOFORM
leitar eftir traustum
umboðsaðila á íslandi, til að
annast sölu á
skápasamstæðum fyrir
eldhús, baðherbergi,
forstofur og skrifstofur.
Boformvörur eru þekkt gæðaframleiðsla og því er leitað
eftir aðila sem er með sérverslun á þessu sviði þar sem
gæði og hönnun eru í fyrirrúmi.
Boformfyrirtækið mun annast markaðssetningu á fram-
leiðslu sinni, veita trausta þjónustu og ábyrgjast
stöðuga vöruþróun.
Vinsamlegast hafið samband við: BOFORM
OVE SKOU • HASSERISGADE 2 ■ 9000 AALBORG
Leikskóli í byggingu.
Egilsstaðir:
Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson
Mikil gróska í
byggingastarfsemi
EgilflstöAum.
MIKIL gróska er í bygginga-
starfsemi hér á Egilsstöðum um
þessar mundir. Unnið er að upp-
steyptu kennsluhúsnæðis
Menntaskólans og bygging
Safnahúss er að hefjast. Verið
er að innrétta hús Dvalarheimilis
aldraðra og nýjan leikskóla.
Flugleiðir eru að byggja nýja
vörugeymslu á Egilsstaðarflug-
velli. Auk þess er verið að byrja
á allmörgum íbúðarhúsum en
nokkur samdráttur hefur verið
í byggingu þeirra að undan-
förnu. Jafnframt þessu er Egils-
staðabær með áhaldahús í
byggingu og áformar byggingu
sambýlishúss með söluíbúðum
fyrir aldraða með tilheyrandi
þjónustuaðstöðu.
Það má því segja að öll fyrirtæki
í byggingariðnaði hafi næg verkefni
framundan. Enda hafa menn keppst
við í haust til að nýta sem best það
einstaklega hagstæða tíðarfar sem
hér hefur verið. Hins vegar veldur
skortur á iðnaðarmönnum talsverð-
um erfiðleikum. Einkum vantar
trésmiði og pípulagningamenn en
enginn pípulagningameistari starf-
ar nú á Egilsstöðum. Þessi skortur
á pípulagningameisturum veldur
mönnum vissulega áhyggjum og
erfíðleikum því fyrír utan mikla
vinnu við nýbyggingar áformar
Hitaveita Egilsstaða og Fella nú
að breyta sölufyrirkomulagi sínu
ur sölu um magnhemla yfir í sölu
um rennslimæla en við þá fram-
kvæmd skapast mikil verkefni fyrir
pípulagningamenn. Björn Sveinsson
hitaveitustjóri segist ekki sjá fram
á annað en til að vinna þetta verk
verði að fá aðkomumenn.
Guðmundur Pálsson
byggingaf ulltrúi.
Guðmundur Pálsson, byggingar-
fulltrúi á Egilsstöðum, segir það
slæmt a hér sé ekki starfandi pípu-
lagningameistari því vissulega séu
verkefnin næg og slíkum manni
yrði tekið fagnandi ef hann flyttist
á svæðið annaðhvort Egilsstaði eða
Fellabæ. Hér hafi starfað tveir pípu-
lagningameistarar þar til í sumar
og báðir haft kappnóg að gera fyr-
ir sig og sína starfsmenn. Annar
hafi horfið að öðram störfum hér á
staðnum en hinn farið til náms er-
lendis.
— Björn.
i
Anna Margrét Ellasdóttir, Málfríður Vilmundardóttir sem vann
fyrstu verðlaun í hárgreiðslu í Frístælkeppninni á Akureyri, Jón
Stefnir og Sigrún K. Ægisdóttir. Á myndina vantar Sigurkarl Aðal-
steinsson sem hafnaði I fyrsta sæti í hárskurði i Frístælkeppninni á
Akureyri.
Forsíðukeppni Hárs og fegurðar:
Jón Stefnir
FORSÍÐUKEPPNl timaritsins
Hárs og fegurðar lauk nýverið.
Úrslit urðu þau að Jón Stefnir
hársnyrtistofunni Saloon Ritz
hafnaði í fyrsta sæti, í öðru sæti
var Sigrún K. Ægisdóttir hár-
greiðslustofunni Hótel Sögu og i
þriðja sæti Anna Margrét Elías-
fyrstasæti
dóttir frá Saloon Ritz.
Fyrstu verðlaunin era ferð til New
York á Intemational Beauty Show
dagana 12.-15. mars á næsta ári.
Tímaritið Hár og fegurð hefur staðið
fyrir þremur keppnum á þessu ári
og hafa keppendur verið á annað
hundrað.