Morgunblaðið - 22.11.1987, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987
OR MENNTASKOLANS VIÐ HAMRAHLIÐ
ór Mennta-
skólans við Hamrahlíð heldur
upp tuttugu ára afmæli sitt i
dag, 22. nóvember. Kórinn er
fyrir löngu orðinn ómissandi
hluti af tónlistarlifi og ekki síður
tónlistaruppeldi þjóðarinnar;
Morgunblaðinu þótti þvi vel við
hæfí að nota tækifærið til að
spjalla við nýja og gamla kórfé-
laga og kórstjórann, Þorgerði
Ingólfsdóttur.
Þorgerður hefur stjómað kómum
frá upphafí og í dag, kl. 3 síðdegis,
munu allir kórfélagar, gamlir og
nýir, sem tök hafa á, halda upp á
afmælið í hátíðarsal Menntaskólans
Morgunblaðið/Sverrir
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, skólakórinn, tekur lagið undir
stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.
Morgunblaðið/Sverrir
Hamrahlíðarkórínn, framhaldskórínn syngur, en Þorgerður vill
heyra hærrí tón.
við Hamrahlíð og taka saman lagið
undir hennar stjóm.
Á haustdögum 1967 ræddu þeir
dr. Róbert Abraham Ottósson og
Guðmundur Amlaugsson, rektor
Menntaskólans við Hamrahlíð, um
það sín á milli, að rétt og þarflegt’
væri að stofnsetja skólakór við
menntaskólann. Varð tvímenning-
unum það að ráði að fá til kórstjóm-
ar Þorgerði Ingólfsdóttir, þá
nýkomna frá námi í Bandaríkjun-
um.
Óhætt er að segja að frammi-
staða kórsins hafí farið fram úr
björtustu vonum aðstandenda og
velunnara. Kórinn var nánast frá
upphafí annað og meira en venju-
legur skólakór; stjómandinn hafði
meiri metnað en svo. 1971 söng
kórinn í fyrsta sinn á alþjóðlegri
tónlistarhátíð sem haldin var I Wal-
es og síðan hefur hver utanferðin
rekið aðra. Hamrahlíðarkórinn hef-
ur m.a. sungið fyrir íslands hönd í
ísrael, Þýskalandi, Sviss, Frakk-
landi, Japan, Bretlandi og á
Norðurlöndunum. Kórinn hefur
ávallt verið verðugur fulltrúi ís-
lands, t.d. vann hann fyrstu verð-
laun í kórakeppni evrópskra
útvarpsstöðva 1984 og S vor höfðu
gagnrýnendur í ísrael á orði, að
kórinn jafnaðist á við atvinnu-
mannakóra.
Starf Hamrahlíðarkórsins hefur
þó verið miklu meira heldur en
„sendiherrastarf" í Íslands þágu;
kórfélagar hafa verið iðnir við að
syngja fyrir landsmenn bæði í sjón-
varpi og útvarpi og á tónleikaferð-
um um landið. Heimsóknir á
sjúkrahús og líknarstofnanir em
famar reglulega á hverju ári. Enn-
fremur hefur kórinn gefíð út þrjár
hljómplötur, þá síðustu fyrir tveim-
ur árum, og í byijun næsta árs
kemur út geisladiskur með söng
Hamrahlíðarkórsins á vegum ís-
lensku tónverkamiðstöðvarinnar.
Þar mun kórinn eingöngu flytja
fslenska samtímatónlist.
í dag stjómar Þorgerður Ingólfs-
dóttir tveimur kórum sem kenndir
em við Hamrahlíð. Hinn eiginlegi
skólakór er nefndur Kór Mennta-
skólans við Hamrahlíð og em í
honum sjötfu nemendur sem stunda
nám við skólann. Árið 1982 var
stofnaður framhaldskór eldri nem-
enda og er hann nefndur Hamra-
hlíðarkórinn. í þeim kór em
rúmlega fimmtíu kórfélagar. Flestir
þeirra em fyrrverandi félagar
skólakórsins, en nokkrir af elstu
félögunum í skólakómum hafa hlot-
ið inngöngu í framhaldskórinn.
Framhaldskórinn var stofnaður til
þess að gefa eldri nemendum tæki-
færi til að halda áfram að syngja
og ráðast í viðameiri verkefni.
Kórinn var
í karlahallæri
Kristinn Sigmundsson, söngvari,
tjáði Morgunblaðinu að hann hefði
gengið í kórinn 1968, þá á öðm ári
í menntaskólanum, fram að þeim
tíma kvaðst Kristinn ekki hafa lagt
eym við öðm heldur en poppi. Á
þessum ámm það ekki í móð meðal
strákanna að syngja í kór og var
kórinn þvf í „karlahallæri"; lögðu