Morgunblaðið - 22.11.1987, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987
Forlagið sendir frá sér
um þessar mundir bókina
Minningar
barnalæknis, Lífssaga
Björns
Guðbrandssonar.
Matthías Viðar
Sæmundsson skráði.
Bjöm Guðbrandsson er
fæddur 1917 og hefur nú
starfað sem bamalæknir
í Reykjavík í rúm 30 ár.
Hann hefur séð tímana
tvenna og komið víða við
eða eins og segir í
kjmningu útgáfunnar:
„Rifjuð em upp æskuárin
í Skagafirði þegar
örþreyttir sveitalæknar
riðu um héruð og böm
hrundu niður úr
bamasjúkdómum, sagt
frá dvöl hans í Þýskalandi
og kynnum af
forsprökkum nasista
þegar Evrópa rambaði á
barmi heimsstyrjaldar.
Bjöm er læknir í Saigon
á síðustu dögum
Víetnamstríðsins og í
Tokyo á dögum
Kóreustríðsins og kemst
þar í kynni við mannlegar
hörmungar og ógnir
styrjalda.
\
Á Landakotsspítala. Bjðrn ásamt
tveimur samstarf smönnum
sinum og litlum sjúklingi.
MINNINGAR
BARNALÆKNIS
BJÖRN GUÐBRANDSSON SEGIR FRÁ
Bjöm lýsir af hreinskilni
baráttuþreki o g dauð-
astríði sjúklinga, gleði
þeirra og raunum. Dregn-
ar eru upp minnisstæðar myndir
úr læknisstarfínu, sagt frá stefíiu-
mótum við dauðann — sorgum og
sigrum."
Morgunblaðið birtir hér kafla úr
bókinni með leyfí útgefanda. Þar
segir Bjöm frá námsárum sínum á
Kleppi og á Vífílsstöðum. Loks er
brot úr niðurlagi bókarinnar.
Meðal geðsjúkra
Ég kom á Kleppsspítalann að
haustlagi í suðaustan roki og rign-
ingu. Það var hráslagalegur
morgunn. Uppi á skorsteininum
stóð maður á nærbuxum einum
fata og fyrir neðan nítján lögreglu-
þjónar. Þetta var jámsmiður frá
Keflavík. Hann hafði brotið rúðu,
rifíð jámgrindina úr og klifrað upp.
Mörgum ámm seinna kynntist ég
þessum manni. Hann var tröllsterk-
ur og hafði slitið handlegg af
manni, átti ömurlega ævi og synti
að Jokum til hafs.
Ég var fjóra mánuði á Kleppi.
Helgi Tómasson var þá yfírlæknir
og sýndi okkur allt sem þar var að
sjá. Hann hafði og uppi kenningar
um að hormónabreytingar orsökuðu
geðveiki. Ástandið í geðlækningum
var allt annað þá en nú. Engin góð
lyf vora til við taugasjúkdómum og
aðstæður afar framstæðar. Þórður
Sveinsson hafði notað heit böð sem
hjálpuðu sumum en aðrir þoldu þau
ekki. Þetta var geymsla. A órólegu
deiidinni lágu sumir sjúklinganna
allsberir undir rúmunum. Stundum
var komið með langdrykkjumenn
og þeir settir á órólegu deildina.
Afallið var oft mikið þegar þeir
vöknuðu og sáu félagsskapinn.
Margir steinhættu allri diykkjuvit-
leysu. Á hinum deildunum ráfuðu
menn um og tautuðu fyrir munni
sér sömu setninguna. Einn amraði
í sífellu að hann hefði ekki orðið
vitlaus ef hann hefði verið kyrr fyr-
ir norðan. Af hveiju er ég svona
vitlaus? spurði hann aftur og aftur.
Ein konan var alltaf að flytja búferl-
um og staulaðist um gangana með
poka á bakinu.
Það var lítið sem ekkert hægt
að gera. Þetta var fomöldin sjálf.
Þórður hafði þó beitt vinnumeðferð
með allgóðum árangri; látið sjúkl-
ingana vinna við landbúnað úti og
inni. Það bjargaði eitt sinn lífi sona
hans. Þannig var að einn sjúkling-
anna var ásamt vinnumanni að
moka úr hlassi. Skjmdilega rekur
hann upp hrossahlátur og vinnu-
maðurínn spyr hvað um sé að vera.
Ég er að hlæja af því þeir komast
ekki upp á kjölinn, svaraði sá sjúki.
Þá höfðu drengimir, synir Þórðar,
farið á bát út í Viðey, en honum
hvolft á miðju sundi.
Nú er öldin önnur. Góð geðlyf
eru fáanleg og margir geðsjúkling-
ar fá nú góðan bata, stunda sín
störf sem aðrir.
Á Vífilsstöðum
Ég kom fyrst að Vífílsstöðum í
maí 1942 og var þar í mánaðartíma
sem nemi. Fáeinum mánuðum
seinna hringir yfírlæknirinn, Helgi
Ingvarsson, í mig og biður mig að
gerast aðstoðarlæknir hjá sér. Það
var stríðsráðstöfun þvi engin völ
var á lungnasérfræðingum. Margir
þeirra höfðu lokast inni í Danmörku
og komust ekki til landsins. Ég
vann síðan á hælinu með námi
næstu þijú árin. Lærði þar margt
sem ég hef búið að alla tíð. Raunar
má segja að nám mitt í læknadeild-
inni hafí orðið að aukagrein á
þessum tíma.
Það ríkti engin ofsahræðsla þótt
fólkið hryndi niður. Einhvem veg-
inn vöndust því allir. Allt var gert
sem hægt var en það dugði ekki
til: streptómisín var ókomið. Sjúkl-
ingamir spurðu lítið um ástand sitt,
tóku örlögum sínum með ró, æðrað-
ust ekki. Ekki var talað um
dauðastofur eins og víðast hvar
annars staðar. Menn vora ekki
fluttir í gjörgæslu heldur dóu þeir
hver á sinni stofu. Hinir sjúkling-
amir höfðu alltaf gert sér grein
fyrir því hveijir vora veikastir og
báðu um rúmin sem losnuðu. Það
var ævinlega búið að leggja inn
beiðni þegar einhver dó.
Baráttuhugur fólksins var ein-
stakur. Það hélt í lífsvonina til
hinstu stundar. Ástæða þess var
m.a. sú að berklamir era sjaldan
sársaukafullir. Tilfínningin í lung-
unum er lítil sem engin, nema þá
í bijósthimnunni. Þegar komið er
yfír ákveðið stig verða viðhorfín líka
önnur. Sjúklingurinn hverfur inn í
annan heim; smámunir verða að
aðalatriðum. Dauðinn reið ekki jrfír
þetta fólk. Það smáfjaraði út.
Ástandið versnaði þegar leið á
stríðsárin. Verst var það úti á landi,
einkum f verstöðvunum þar sem
vora kaldir skúrar og ill aðbúð, lítil
mjólk og slæmt vatn. Þannig feng-
um við margar illa leikna sjúklinga
frá Vestmannaeyjum, innbyggja og
vertíðarfólk. Menn unnu þar oft
lengi eftir að þeir veiktust og komu
til okkar illa á sig komnir.
Hælið er á fallegri hæð fyrir
norðan Vífílsstaðavatn og rennur
lækur frá vatninu niður í hraunið.
Staðurinn var valinn af mikilli
framsýni því þegar hælið var opn-
að, 1910, var mókynt í Reykjavík
og mikill reykur í lofti. Berklahæli
verður að vera þar sem lítil loftm-
engun er. Landið umhverfís er
gróðursælt enda var strax byijað
að rækta það undir stjóm Þorleifs
Guðmundssonar sem verið hafði
ráðsmaður í Viðvík en fengið
berkla. Á Vífílsstöðum hresstist
hann mjög, byggði þar fjós og rækt-
aði upp tún. Á þeim tíma var engin
mjólkursamsala svo hælið þurfti að
vera sjálfu sér nógt um mjólk.
Hælið er byggt á þremur hæðum.
Á þeirri fyrstu var móttaka þar sem
við skoðuðum sjúklinga á hveijum
morgni; einnig rannsóknastofur. Á
annarri hæð var röntgendejld og
sjúkrastofur á þeirri þriðju. Ég var
á vakt þriðja hvem morgun og gekk
þá stofugang. Talaði við alla sjúkl-
ingana og skrifaði dagbók. Það var
mikil regla á öllu, byijað og endað
á sama stað. Að loknum stofugangi
tóku við önnur störf; við tókum
blóðprafur, gáfum sprautur, skipt-
um á fólki, skoðuðum — allt fram
til hádegis. Þá var dagsverkinu að
mestu lokið. Síðdegis kom þó oft
fólk úr bænum til að hitta lækn-
ana. Þá vora samgöngur erfiðar og
lítið um bíla, fólkið var því oft dauð-
þreytt eftir að hafa genið frá
vegamótum, dijúgan spöl.
Ég var mikið í blóð- og hrákar-
annsóknum. Skoðaði berklabakterí-
ur í fólki. Þegar frá leið þekkti ég
úr hveijum bakteríumar vora. I
ungmennum vora þær líkastar
rauðum blettum eða dflum en í
gömlu fólki stóram og löngum orm-
um. Mitt aðalstarf var þó að taka
á móti nýjum sjúklingum. Yfirleitt
var fólk niðurdregið þegar það kom.
Eins og dauðadæmt. Gengi allt vel
var upplitið hins vegar annað eftir
nokkra mánuði. Þá var það stund-
um trúlofað og vildi helst ekki fara
heim.
Aðrir vora ekki jafn heppnir.
í febrúar eitt árið fengum við
stórglæsilega stúlku til okkar. Hún
kom inn með smá holu í lunganu,
sár sem kallað er „cavema". Hafði
verið í bransanum og var alltaf
verið að senda henni blóm. Innan
fárra daga stalst hún út, fór, stakk
af. Hún vildi ekki vera í þessu
dauðahúsi. Vildi ekki deyja. Um
vorið kom hún aftur en þá var allt
lungað sýkt. Ameríkanamir sendu
ennþá blóm en þegar á leið hættu
þeir því. Svo dó hún.
Ungur maður kom utan af landi.
Hann var með útbreidda berkla í
hrygg, þjáðist mikið en sýndi þó
aðdáunarverða stillingu, hugrekki.
Það var ekkert hægt að gera. Prest-
urinn sem jarðsöng sagði að
drengurinn hefði komið suður í nám
en innskrífast f skóla þjáninganna.
Þannig var það oft.
Líf á hæli
Starfsfólkið á Vífílsstöðum var
mjög samhent og hugsaði vel um
sjúklingana. Stappaði í þá stálinu
og gerði þeim endalokin léttari.
Ungur maður, Ólafur Geirsson, var
aðstoðarlæknir. Ég lærði mikið af
honum og Helga, einkanlega í skoð-
un. Hjúkranarkonumar vora líka
góðar. Fröken Anna Ólafsdóttir var
yfír þeim, dugnaðarforkur og ævin-
lega hress í bragði. Hið sama má
segja um Rósu, Unni og Huldu. Þær
höfðu allar mikil og góð áhrif á