Morgunblaðið - 22.11.1987, Síða 52
noo I nrrTm»cn*’/V/ «->r> fTTTn * r-TT tt /rj *▼ *r, yrrr • rm /•mn'''
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987
52
HÖFUÐVERKEFNI OG MEGIN-
M4RKMIÐ AÐ SAMEINA ,
SJALFSTÆÐISMENN A NY
Þetta þýðir að unnt er að hækka skattfrelsis-
mörk frá því sem áður var ætlað. Því er
með góðri samvisku unnt að segja að skatt-
kerfísbreytingin, ásamt með þeirri lækkun
tekjuskatts einstaklinga, sem áður var fram
komin, færi okkur enn nær því marki að
almennar launatekjur verði skattftjálsar.
Þá hefur verið unnið að athugun á endur-
skoðun söluskattskerfísins með það að
markmiði að fækka undanþágum og lækka
skatthlutfallið. Áformað er að slík breyting
taki gildi um næstu áramót sem aðlögun
að virðisaukaskatti.
í tíð fyrri ríkisstjómar voru sett ný tolla-
lög sem tóku gildi í september sl. Þá höfðu
verið mótaðar tillögur um nýja tollskrá með
samræmdum og lækkuðum tolltöxtum og
vörugjöldum. Nú er unnið að því á vegum
þessarar ríkisstjómar að koma þessum hug-
myndum fram og að því stefnt að þær taki
gildi um næstu áramót.
Þá er áformað að breyta skattlagningu
fyrirtækja til samræmis við þá einföldun,
sem orðið hefur á tekjuskatti einstaklinga,
og horfa þær breytingar í átt til þess að
fækka frádráttarliðum fyrirtækja, en lækka
í staðinn álagningarhlutfall. Jafnframt hefur
orðið samkomulag um að gera kaup á hluta-
bréfum jafn aðgengileg öðmm spamaði í
þjóðfélaginu.
Að því er varðar skattlagningu tekna af
eignum verðum við að horfast í augu við
þá staðreynd, að í dag ríkir vemlegt mis-
ræmi í skattmeðferð slíkra tekna. Megin-
sjónarmiðið hlýtur að vera það, að allar
raunvemlegar tekjur skattleggist eins, án
tillits til uppruna, og að tekjur af vinnu
njóti ekki lakarí skattkjara en tekjur af §ár-
magni. Allar athuganir af þessu tagi hljóta
þó að haldast í hendur við lækkun eignar-
skatta og það hlýtur að vera alveg ljóst,
að Sjálfstaeðisflokkurinn mun aldrei fallast
. á að almennt sparifé fóiks í landinu verði
haft að féþúfu fyrir ríkissjóð. Þvert á móti
þurfum við með skattalegum aðgerðum að
örva spamað og auðvelda fólki að fjárfesta
í atvinnufyrirtækjum.
NÝTT PÓLITÍSKT MET
Atvinnuvegir landsmanna hafa á undan-
fömum ámm glímt við margvísleg við-
fangsefni framþróunar, breytinga og
aðlögunar að nýjum aðstæðum. Eg ætla
ekki hér að rekja það mál í einstökum atrið-
um. Hitt er ljóst að ýmis þau viðfangsefni,
sem við höfum verið að fást við á þessu
sviði, kalla á nýtt pólitískt mat. Við getum
ekki horft á þessi verkefni út frá hagsmuna-
legum sjónarmiðum einum saman. Breyttar
aðstæður kalla á grandvallarpólitísk við-
-horf. Við verðum að svara spumingum af
þvf tagi. Svörin munu hafa afgerandi þýð-
ingu fyrir atvinnufrelsið og framþróun
höfuðatvinnuvega landsins.
Nauðsynlegt var að laga landbúnaðar-
framleiðsluna að markaðsaðstæðum. Þetta
var gert með víðtæku samkomulagi stjóm-
valda og hagsmunasamtaka bænda um
búháttabreytingar. En óhjákvæmilegt
reyndist að setja hverju búi ákveðinn full-
virðisrétt að því er varðar framleiðslu á
hefðbundnum búvömm. Á móti tryggir
ríkisvaldið bændum fullt verð fyrir umsamda
heildarframleiðslu.
Þess er að vænta að þessar aðgerðir skili
tilætluðum árangri og verði til þess að
styrkja íslenskan landbúnað og auka Qöl-
breytni atvinnuhátta í sveitum landsins.
Markmiðið er að treysta stöðu bænda sem
sjálfstæðra framleiðenda. En menn hafa
valið leið að því marki í gegnum vemlega
miðstýringu. Af sjálfu leiðir, að framkvæmd
slíkrar miðstýringar hefur ekki reynst galla-
laus og í ýmsum efnum óréttlát gagnvart
einstökum framleiðendum.
En þegar jafnvægi er náð og fjölbreytni
hefur verið aukin er þess að vænta, að
bændur fái að njóta sín í ríkara mæli sem
sjálfstæðir framleiðendur. Það hlýtur að
vera markmið sjálfstæðismanna í þágu
bændastéttarinnar og neytenda. En á miklu
veltur að sættir ríki á gmndvelli eðlilegra
leikreglna á milli framleiðenda og neytenda.
GULLKISTAN - SAMEIGINLEG
EIGN ÞJÓÐARINNAR
í sjávarútvegi kallaði sífellt aukin sókn (
takmarkaða auðlind á aðgerðir. Við höfum
til bráðabirgða talið heppilegast að setja
aflamark samkvæmt ákveðnum reglum á
hvert skip. Einnig á því sviði hefur fram-
kvæmd slíkra reglna verið umdeild og
óhjákvæmilega leitt af sér ósanngjama nið-
urstöðu í ýmsum tilvikum. Önnur leið hefur
þó ekki fundist heppilegri.
En gmndvallaratriðið er það, að fískimið-
in umhverfís landið, gullkistan sjálf, em
sameiginleg eign þjóðarinnar. Aflamarkið
felur það á hinn bóginn í sér, að við höfum
afhent tilteknum hópi, þeim sem á ákveðn-
um ámm vom í útgerð, réttinn til þess að
veiða úr auðlindinni.
Þó að auðlindin hafí verið og verði áfram
sameign þjóðarinnar verður ekki hjá því í
komist, að slík skipan mála felur í sér að
réttindin, sem veitt em, taka á sig verð.
Það verð myndast af ýmsum aðstæðum,
m.a. af afkomu útgerðarinnar.
Hinn pólitíski vandi er í því fólginn að
verðmæti, sem em í eigu þjóðarinnar allrar,
em í höndum takmarkaðs hóps manna. En
eigi að síður treystum við þeim best, sem
í sjávarútvegi starfa, til þess að hagnýta
auðlindina sem við eigum öll saman.
Fram til þessa hafa umræður um afla-
markið fyrst og fremst beinst að ólíkum
hagsmunum einstakra landshluta og mis-
munandi stórra fískiskipa. Ég ætla ekki að
gera lítið úr því að í þessum eftium sé
gætt fyllsta réttlætis á milli ólíkra hags-
munahópa. Við höfum hins vegar ekki áhuga
á að búa við skömmtunarstjóm til langrar
framtíðar eða haftakerfí í sjávarútvegi. Þess
vegna verðum við eftir pólitískum leiðum
að leysa úr þeim gmndvaliarspumingum
sem geta leitt okkur inn á braut minni mið-
stýringar. Á kvótinn að vera einfalt
skömmtunarkerfi, eins og hann er í dag,
eða farvegur fyrir skilgreind ráttindi til
aðgangs að sameiginlegri auðlind sem allir
hafa jafna möguleika til þess að hreppa?
Við munum til bráðabirgða standa að
aflamarkskerfinu með ýmsum breytingum
á framkomnum tillögum, þannig að um það
verði sem víðtækust sátt. En jafnframt þurf-
um við, sjálfstæðismenn, að móta til lengri
framtíðar afstöðu til þeirra spuminga, sem
ég hef hér varpað fram, þannig að gmnd-
vallaratriðin, atvinnufrelsi og það einstakl-
ingsframtak, sem um langan aldur hefur
verið burðarás (slensks atvinnulífs, fái notið
sín í sjávarútvegi íslendinga í náinni framtíð.
Ýmsar aðrar áleitnar spumingar af svip-
uðum toga hafa skotið upp kollinum að
undanfömu, fæstar þó nýjar af nálinni. Á
landsfundi 1985 urðu snarpar deilur um þá
takmörkun á útflutningsfrelsi sem enn gild-
ir gagnvart ákveðnum mörkuðum. Niður-
staðan varð þá sú, og enn á landsfundi í
vor sem leið, að hægfara aðlögun að út-
flutningsfrelsi til þessara markaða væri sú
leið sem eðlilegast og skynsamlegast væri
að fara.
Rétt er að gefa útflutningssamtökunum
tíma til aðlögunar að nýjum aðstæðum.
Skyndiaðgerðir, sem teknar era án fyrirvara
eða undirbúnings, em óheppilegar. Við þurf-
um að varða veginn í þessu efni til almenns
frjálsræðis, en án þess að raska um of í
einu vetfangi þeim miklu hagsmunum, sem
við eigum á þessum mörkuðum, og útflutn-
ingssamtökin hafa byggt upp.
Á þessum gmndvelli viljum við vinna inn-
an núverandi ríkisstjómar, að framgangi
þessara mála. Ef við stöndum á þennan veg
að verki ætti ekki að þurfa að koma til
árekstra á flokksráðsfundum eða lands-
fundum um stefhumörkun í þessu efni.
Á MILLIEVRÓPU OG AMERÍKU
Umræður um skipan útflutningsmála
leiða eðlilega hugann að stöðu okkar mitt
á milli mikilvægra markaða í Evropu og
Ameríku. Fyrir allra hluta sakir er okkur
nauðsyn á að viðhalda og treysta viðskipta-
sambönd í báðar áttir. Og við megum ekki
láta stundaraðstæður í gengismálum eyði-
legja markaðsaðstöðu okkar, t.a.m. í
Bandaríkjunum.
Eftir stækkun Evrópubandalagsins er á
hinn bóginn ljóst, að þar er meira en helm-
ingurinn af útflutningsmörkuðum íslend-
inga. Samskiptin og sambandið við
Evrópubandalagið hlýtur því að verða eitt
af megin viðfangseftium íslenskra stjóm-
mála á næstu ámm. Við þurfum að þróa
og styrkja þau viðskiptasambönd sem fyrir
em og byggð em á sérstökum samningi.
Um leið þurfum við að fylgjast grannt með
hvemig aðrar þjóðir þróa samskipti sín við
bandalagið á næstu ámm.
Samskipti þjóða í milli em stöðugt að
styrkjast og aukast. Við megum ekki ein-
angrast í þeirri alþjóðlegu framvindu mála.
Einnig þetta viðfangsefni hlýtur að kalla á
nýja, pólitíska umræðu, nýja pólitíska
stefnumótun. Við munum einnig kappkosta
að vera þar í forystu.
NÝTT HÚSNÆÐISLÁNAKERFI
Á þessu hausti hafa orðið nokkrar deilur
um hið nýja húsnæðislánakerfi, sem lögfest
var á vordögum 1986 að undangengnu sam-
komulagi aðila vinnumarkaðarins um
ráðstöfun vemlegs hluta af fjármagni lífeyr-
issjóðanna til húsnæðislána.
Frá upphafí var ljóst að veraleg ásókn
mundi verða í lán úr hinu nýja kerfí, þar
sem þar er um að ræða lansfé, sem er vem-
lega niðurgreitt úr ríkissjóði, og því á mun
hagstæðari kjöram, en t.d. í lífeyrissjóðun-
um áður eða á almennum lánamarkaði. Af
þessum sökum varð að hætta afgreiðslu
svokallaðra lánsloforða hjá Húsnæðisstofn-
un ríkisins í marsmánuði sl., þar sem þá
var umsamið lánsfé frá lífeyrissjóðunum
gengið til þurrðar og búið að ráðstafa um-
sömdu lánsfé út árið 1988.
Fyrir nokkmm vikum var hins vegar
gengið til samninga við Kfeyrissjóðina um
fjármögnun fyrir árið 1989 og 1990. Og
þegar einstakir lífeyrissjóðir hafa staðfest
þennan samning má gera ráð fyrir að af-
greiðsla lánsloforða þurfí ekki að dragast
lengur af þeim sökum.
Á hinn bóginn hafa vaknað með mönnum
ýmsar gmndvallarspumingar um hið nýja
kerfí og hvort á því kunni að vera þeir
gallar, að taka þurfí það allt til endurskoðun-
ar. Ég vænti þess, að þær deilur, sem
spunnust um frumvarp félagsmálaráðherra
um breytingar á húsnseðislánakerfinu, verði
til lykta leiddar innan skamms. En það var
flutt í þeim tilgangi að gera bráðabirgðaráð-
stafanir.
Okkar hlutverk hlýtur á hinn bóginn að
vera það, að móta framtíðarstefnu í þessum
efnum. Þetta nýja kerfí hefur veitt mönnum
aukinn rétt til lána til lengri tíma og á þann
veg auðveldað ungu fólki að eignast eigin
íbúð. Eign fyrir alla er okkar markmið og
húsnæðiskerfið á að treysta þá stefnu. Þeg-
ar horft er til framtíðarskipunar þessara
mála gæti ég vel hugsað mér að fyrir-
greiðsla ríkisins færi um farveg skattakerf-
isins að mestu leyti, en hin almennu
húsnæðislán yrðu á vegum lífeyrissjóðanna
sjálfra eða veðdeilda banka og sparisjóða
víðsvegar um landið. Það mundi stuðla að
aukinni valddreifíngu, minni miðstýringu
og bættri þjónustu við húsbyggjendur og
húsnæðiskaupendur.
I lífeyrissjóðunum er nú ein helsta upp-
spretta spamaðar í landinu. Núverandi kerfí
er byggt upp í samráði og samvinnu við
lífeyrissjóðina og sérhver breyting verður
að gerast í sátt og samlyndi við þá. En það
er líka mikilvægt að þeir fái að ráðstafa
spamaðinum sem mynda hann.
En nú hefur verið á það bent, að í þessu
nýja húsnæðislánakerfi hafí átt sér stað
vemlegur tilflutningur fjármagns frá lífeyr-
issjóðum landsbyggðarinnar til íbúðabygg-
inga í þéttbýlinu við Faxaflóa. Nefndar
hafa verið tölur allt að einum milljarði króna
í þessu sambandi. Þetta þarfnast auðvitað
sérstakrar athugunar. Það þarf ekki að
vera óeðlilegt að fjármagn flytjist á milli
landshluta, en við verðum að varast að
sjálfsákvörðunarréttur þeirra, sem spamað-
inn mynda, sé að engu gerður í of miðstýrðu
kerfí.
Ég mun ekki ræða hér í einstökum atrið-
um þau Qölþættu verkefni og viðfangsefni
sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins fást við
á sviði iðnaðarmála, samgöngumála og
menntamála. Þeir munu í ræðum hér síðar
á fundinum gera grein fyrir þeim málefnum.
Hitt er ljóst að hér er um að ræða verk-
efni, sem mikla skipta um framtíð atvinnu-
þróunar í landinu viðleitni okkar til þess að
auka flölbreytni og sækja fram á nýjum
sviðum atvinnumála um land allt. Verkefni
á sviði samgöngumála geta skipt sköpum
um þróun byggðar í landinu, og viðfangs-
efni á sviði mennta- og menningarmála em
allt í senn, gmndvöllur að sókn þjóðarinnar
inn í nýja framtíð, tækni- og upplýsingaþjóð-
félagið, og auk þess snar þáttur í þeirri
flölþættu alhliða byggðaþróun sem við
stefnum að.
ÍSLENSK TUNGA ER í HÆTTU
Daglegar stjómmálaumræður vilja gjam-
an snúast um vandamál og viðfangsefni
líðandi stundar, en ég gat þess fyrr ( máli
mínu, að það væri eðli Sjálfstæðisflokksins
að flétta saman framfarastefnu og varð-
veislusjónarmið. Sjálfstæðisflokkurinn er
farvegur nýrra hugmynda og á að vera afl-
vaki framfara. Nú era mikil umbrot, hvort
sem við horfum til innanlandsmála eða al-
þjóðamála. Ný öld verður tækni- og upplýs-
ingaöld. Okkar hlutverk er að varða veginn
inn í þessa öld, sjá ný tækifæri og nýja
möguleika, beita gmndvallarsjónarmiðum
sjálfstæðisstefnunnar í þeim tilgangi að ná
nýjum markmiðum og móta nýja þjóðKfs-
hætti.
Fyrir nokkmm ámm töldu menn fjöl-
skylduna á undanhaldi. Við vildum varðveita
fjölskylduna sem homstein þjóðfélagsskipu-
lagsins. Varðveislustefnan bar árangur. Við
höfum verið að ræða um kynslóðabil ámm
saman. Nú upplifum við pabba og mömmur
sem hluta á sömu tónlist og bömin þeirra.
Við fylgjumst með fjölskyldum sem eiga
sameiginleg áhugamál í útivera og tóm-
stundum. Skíðasvæðin em órækasti vitnis-
burður þar um.
Fjölskyldan verður þess vegna í pólitísku
sviðsljósi, ekki vegna þess að við viljum
hafa afskipti af málefnum hennar, heldur
vegna þess að við viljum styrkja stöðu henn-
ar, gefa henni meira svigrúm og aukið
frelsi til athafna.
Fyrir þá sök lögðum við til, sjálfstæðis-
menn, við myndun þessarar ríkisstjómar,
að skipaður yrði starfshópur sem gerði til-
lögur um mótun fjölskyldustefnu. Undir
forystu sjálfstæðismanna hefur maigt áunn-
ist í þeim efnum. Ég nefni fyrstu löggjöf
um fæðingarorlof og þá miklu breytingu sem
gerð var með nýrri löggjöf á því sviði á
síðasta þingi.
Það er í rökréttu framhaldi af þessu
brautryðjendastarfi, sem ijölskyldunefndin
mun beina athygli sinni að skólamálum út
frá hagsmunum fjölskyldunnar, umferðar-
málum, dagvistarmálum og skattamálum,
svo að dæmi séu nefnd.
Á sama hátt mun umhverfí okkar allt
þarfnast aukinnar aðgæslu. Því er nú unnið
að því á vegum nefndar, sem skipuð var
af forsætisráðuneytinu, að móta nýja lög-
gjöf um skipan umhverfísmála. Einsýnt er
einnig, að við þurfum að undirbúa nýtt átak
landgræðslu og skógræktar á íslandi. Það
er ekki einasta ný landvamarstefna, heldur
sjájfstæðisstefna.
Old tækni og upplýsinga færir þjóðimar
nær hver annarri. Á miklu veltur því að
okkur takist að varðveita íslenska menningu
og íslenska tungu í því ölduróti. Menningin
og tungan em það, sem gerir okkur að sjálf-
stæðri þjóð, sem borin er virðing fyrir.
íslensk tunga er í hættu. En höfum það
hugfast, að sérhver ógnun við íslenska
tungu er um leið ógnun við fullveldi þjóðar-
innar. Varðveisla og viðhald íslenskrar
menningar er því ekkert gamaldags tal, það
er enginn óður til liðinnar tíðar, til fortíðar,
það er sjálfur gmndvöllur framtíðarsjálf-
stæðis íslensks samfélags.
Ifyrir meir en 60 ámm fjallaði Guðmund-
ur Finnbogason um málefni þessa héraðs
sem við emm nú stödd í. Hann beindi í
máli sínu athyglinni að litlum hólma í Sog-
inu, sem heitir Oxarhólmi. Hann komst
m.a. svo að orði:
„Það em reynitré og bjarkir og hvann-
stóð og blómskrúð í svo fagurskipuðum
þyrpingum að slíkt sést ekki nema þar nátt-
úran hefur fengið að starfa í friði. Plöntum-
ar sem námu þama land endur fyrir löngu
hafa smám saman fundið þá stöðu er sam-
ræmilegust var við þarfír þeirra. Þær hafa
lagað sig hver eftir afstöðu sinni til ann-
arra, uns fremsta þroska var náð. Þaðan
stafar samræmið og fegurðin sem gleður
augað."
Þessi mynd hefur fylgt mér síðan og
vakið margar hugsanir. Er ekki Öxarhólmi
ímynd hólmans stóra sem vér byggjum?
Hefur ekki það, sem best er í islenskri
menningu að fomu og nýju, dafnað mest
fyrir þá sök að það var friðað fyrir átroðn-
ingi handan yfír vatnið líkt og gróðurinn í
hólmanum?
Góðir sjálfstæðismenn.
Við þurfum nú á öllu okkar afli að halda,
samstöðu og styrk til þess að veita þjóðinni
foiystu inn í nýja öld.
Sjálfstæðisstefnan ein getur verið gmnd-
völlur fyrir varðveislu íslenskrar menningar
og sókn inn í nýja öld tækni og upplýsinga-
miðlunar.
Tökum höndum saman um þetta mikil-
væga verkefni og leitum eftir athygli þeirra
sem um svo langan tíma hafa átt hugsjóna-
lega samleið með okkur. Hugsum um það
fyrst og fremst að gera afl okkar sem mest
fyrir fólkið í landinu.