Morgunblaðið - 22.11.1987, Side 56

Morgunblaðið - 22.11.1987, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 Hvað er það sem fær 84 börn á aldrinum 6-15 ára til að koma tvisvar í viku í kjallara Myndlistar-og handíðaskóla íslands við Skip- holt í Reykjavík og sitja þar tvær kennslu- stundir í senn? Ónóg eða jafnvel engin kennsla í myndlist í grunnskólanum og áhugi forráðamanna og þeirra sjálfra á því að hlúa að og efla það þroskandi afl sem myndskynj- un einstaklingsins óneitanlega er. nglingarnir hafa sumir hverjir sótt þessi nám- skeið ár eftir ár og sum hver sýna því áhuga að gera einhvers konar myndmennt að framtíðarstarfi. Litlu börnin eru frjálsleg og þau eru þarna bara af því að þeim finnst gaman, segja þau, en þegar myndir þeirra eru skoð- aðar kemur í ijós að þær eru talsvert frábrugðnar því sem gerist um myndir barna á þessu aldursskeiði. Námskeið Yngstu bömin em sex og sjö ára, taliö frá vinstri: Ótter Mertin Norðfjörð, Katrfn Júlfa Ólafsdóttir, Katrfn Atladóttlr, Slgrún Dögg Helgadóttlr, Hanna Krlatfn Thoroddsen, Eva E. Thoroddsen og Ævar Bjarnason. þessi hafa verið fastur liður í starfsemi skólans um árabil. Þeim var á sínum tíma komið á fót svo nemendur í kennara- deild skóians gætu þjálfað sig í kennslu en nú hefur fræðsla myndmenntarkennara flutzt í Kennaraháskólann. Að sögn Bjarna Daníelssonar skóla- stjóra Myndlistar- og handí- ðaskóla Islands hefur þess vegna komið til greina að leggja þessa grein skólastarfs- ins niður þótt ekki hafi af því orðið. „Ég hef ekki viljað leggja barnadeildina niður," segir Bjarni, „og það kemur ekki sízt til af því að þar er veitt tilsögn í myndmennt sem er mun list- rænni en sú sem fer fram í grunnskóla víðast hvar. Til- sögn eins og þá sem hér fer fram er hægt að fá víðar, t.d. hefur Myndlistarskólinn í Reykjavík verið með sambæri- Elztu nemendumlr önnum kafnir vlö myndir f tengslum við mannréttlndi, tallö frá vinstri: Eydfs Hauks- dóttlr, Magnús Quöni Magnússon, Qunnur Róbertsdóttir, Blrgitta Alsop, Herborg Hauksdóttir, Kristfn Scheving og loks Hrafnhlldur Qunnlaugsdóttir kennari. Eydfs og Magnús Quöni sem fyrir nokkrum ámm fékk verðlaun f samkeppni sem efnt var tll f tengslum vlð Scandinavia Today. Verö- launamyndin var af hátföahöldum f fslenzkri svelt 17. júnf, en myndin var sföan prentuö sem veggspjald. Sjálfvalið verkefni um dýr. Hér var sérstök áherzla Iðgö á Ittafrnði. Myndln er f fmmlltum og efniö er þekjulitur. Þegar dýramyndimar vom skoðaðar vaktl sérstaka athygli hve formin vom einföld og sterk. Skjaldbakan er eftlr Óttar Martln Norðflörð sem er sjö ára.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.