Morgunblaðið - 06.12.1987, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 06.12.1987, Qupperneq 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 „Eg var haldinnóseðjandi laungun til að kynnast þeim trúarbrögðum sem plattþýskir danakóngar myrtu íslendínga útaf og nefnt var siðbót“ — segir Halldór Laxness meðal annars í upphafskafla bókarinnar Dagar hjá múnkum Meginuppistaða bókarinnar Dag- ar hjá múnkum er efni dagbókar sem skáldið hélt á meðan hanni dvaldist í klaustrinu St. Maurice de Clervaux í Lúxemborg á æskuárum sínum. Dagbók þessi hafði verið talin glötuð en eftir leit og fyrir- spumir var slóð hennar rakin frá Lúxemborg vestur um haf og síðan hingað til lands. Nýlega fannst hún svo í gögnum sem Stefán Einars- son, prófessor, hafði látið eftir sig, en unnið hefur verið að því í Lands- bókasafni að flokka þau og skrá. Halldór Laxness byrjaði nýju bókina á því að rifja upp aðdrag- anda þess að hann óskaði eftir að fá að dveljast í St. Maurice-klaustr- inu og minnist einnig kynna af munkum og forystumönnum kiaustursins sem mest áhrif höfðu á hann. Halldór Laxness dvaldist í klaustrinu frá því í vetrarbyrjun 1922 og fram á haust árið eftir. Dagbókin nær yfir um það bil sex mánuði á þessu tímabili og lýsir hann þar daglegu lífi innan klaust- urportanna, viðfangsefnum sínum og hugrenningum og mun lesendum eflaust þykja margt forvitnilegt er þar kemur fram. Þess má geta að 1. desember siðastliðinn voru liðin nákvæmlega 65 ár frá því að klausturvist Hall- dórs hófst hjá munkum Benedikts- reglunnar í Saint Maurice de Clervaux. Við steinhöliina á heiðinni Við grípum hér fyrst niður í upp- hafskafla bókarinnar Dagar hjá múnkum sem ber yfirskriftina: Við steinhöllina á heiðinni. Þar segir Halldór Laxness lítillega frá klaustrinu og ástæðum þess að hann fór þangað til dvalar. Gefum skáldinu orðið: Port klaustursins St Maurice de Clervaux blöstu við mér í fyrsta sinn upphafsdag desembermánaðar árið 1922. Ég stóð á tvítugu, og hafði verið leiddur á þennan stað fyrir ýmis atvik af einhverri æðri forsjón. í fordyri ábótaskálans var mér heilsað með kveðju benedikts- reglunnar: Deo gratias! Klausturbyggíngin var ekki göm- ul þótt reglan að baki þessari menníngarstofnun stæði á gömlum merg. Þetta var afar mikil stein- höll og hafði verið valinn staður skamt utan við landamæri Frakk- lands í Stórhertogadæminui Luxembúrg, á hæð yfir björtum dall (Clara vallis, Clairvaux). Þar hlaut guð að vera nálægur. Frönsk yfirvöld höfðu seint ái fyrsta tugi aldarinnar sett löggjöff sem bannaði klaustravist mannai sem ynnu ekki líkamleg störf ogj þar með rekið alla hugþroskunar- múnka út úr Frakklandi. Ráðamenni töldu þetta letilíf. Múnkur sem ekkii sinti banni varð tugthúslimur.. Klaustur sem einúngis bygðu á. guðhræðslu urðu að hverfa, eignir' þeirra voru seldar og kirkjan flutti starfsemina eins skamt út fyrir landamærin og frekast var unt. Þetta réði staðarvali þeirra er stóðu að St Maurice klaustrinu. Sterkríkur franskur ábóti af há- göfugum aðli, Coetlosquet að nafni, og ættmenn hans höfðu forgaungu um að láta reisa klaustrið á árunum 1907 til 1910 og lögðu þar til fé. Sú fjölskylda hafði leingi sint ýms- um góðum og gegnum málum kaþólika og styrkt fátæka söfnuði til kirkjubyggínga. A þessum slóðum var ófijósamt heiðaland en engu að síður stundað- ur alhliða búskapur og svo vel rekinn að bent var á klaustrið sem eitt mesta fyrirmyndarbú í Niður- íT/t ***** a \ |'-"3 /Wítw ***? ;. 4- d. uzxr K Uof*. iyJh'tMJ./U, * Þéttskrifuð opna í dagbók Halldórs Laxness frá klausturdvölinni, skráð sunnudaginn 25. febrúar 1923. 1 löndum samanlögðum. Búið minti mig sumpart á bú gömlu biskups- stólanna á íslandi í tíð mikilhæfra biskupa. Raunar var menníngarástandið innan stokks ekki ósvipað því sem ég hafði hugsað mér í íslenskum klaustrum miðalda, að því undan- skildu að hér sátu múnkar ekki í ritstofum við handritaskriftir eins og tilamunda hafði verið í bene- diktsklaustrinu á Þíngeyrum í Húnaþíngi sem Jón biskup Ög- mundson setti á stofn á tólftu öld. Þar skráðu stórgáfaðir og hálærðir skrifarar margar gersemar íslenskra bókmenta, elstu gerðir íslendíngasagna, sögur helgra manna og konúngasögur þegar á ofanverðri tólftu öld. En hvað var það sem úngur rit- höfundur af norðurhjara ætlaði að sækja í niðurlenskt klaustur? Hvað vakti fyrir honum? Mig fysti að vita meira um þá einkennilegu kirkju sem ótal poka- prestar á Norðurlöndum höfðu fussað við og sveiað í mín eyru. Ég var haldinn óseðjandi laungun til að kynnast þeim trúarbrögðum sem plattþýskir danakóngar myrtu íslendínga útaf og nefnt var siðbót. Þeir brutu niður alla list, rændu eignum páfans sem var menníngar- forsjón okkar, létu gera biskupa höfðinu styttri og lögðu í rúst klaustur íslendínga, alt mikilsháttar mentasetur og miðstöðvar menníngar þjóðarinnar. Kaþólsk kirkja flutti þjóð vorri gersemar erlendrar hámenníngar og nærði mestu snillínga andans á fyrri tíð. Auður sá í bókmentum sem við lif- um á fram á þennan dag kom til okkar um klaustrin undir kristin- dómi kaþólskunnar. Offors úrkynjaðra kónga sem fi8kaðir höfðu verið upp í slésvísk- um sveitaaðli í landamærahéruðum Þýskalands gagnvart íslendíngum telst til synda sögunnar. Þessir málaliðar af ómentuðum norður- þýskum rótum lögðu undir sig dönsku krúnuna gegnum giftingar og beittu sér auk annars fyrir því að kaþólsk kirkja var brottræk ger af íslandi. Á þessum mínum úngu dögum var ég fullur samúðar með kirkju þessari og sorgmæddur yfír því hvemig farið var að gagnvart leið- togum hennar og söfnuðum. Ég hafði hug á að sökkva mér niður í þessa trú og kynnast því á hvaða grunni hún væri reist. s Sletti óspart framandi tungum — en ekki íslensku! Halldór Laxness byijar dagbók sína á öskudag 1923, 14. febrúar. Innfærslumar eru mislangar eftir dögum en lýsingar á daglegu lífí í klaustrinu fléttast saman við önnur viðfangsefni hans og hugleiðingar. í dagbókarbrotunum sem birt eru hér á eftir nefnir hann meðal ann- ars ritverkið Atla sem hann vann að í klaustrinu. Áætlaði hann að það yrði þriggja binda skáldsaga en miðhlutinn var gefínn út árið 1924 og hét Undir Helgahnúk. Hin- ir hlutamir voru aldrei fullgerðir. Þess má geta í þessu sambandi að skýringar fylgja dagbókartext- anum í bókinni Dagar hjá múnkum og eru þar nánari upplýsingar er varða menn og málefni sem koma við sögu. Auk þess eru þar þýdd erlend orð og setningar sem koma fyrir í dagbókinni. Fram kemur hjá Halldóri í bókinni að í salarkynnum klaustursins hafí hljómað mörg tungumál í senn og beri dagbókin allmikinn keim af þeirri málblöndu. Stundum hafí þetta orðið eins kon- ar hrærigrautur enda hafí jafnt leikir menn og lærðir í klaustrinu komið úr ýmsum heimshomum. Hann kveðst hafa slett óspart fram- andi tungum og fært þær til bókar. Þetta sé stílsmáti sem endurspegli hrognamálið. Eina málið sem hann hafí ekki slett í þessum húsum hafi verið íslenska. Hana hefði enginn skilið. „Fanst einsog ætti að fara að jarða mig“ Lítum þá í klausturdagbókina sjálfa og þá er nærtækast að byija á nokkmm upphafsdögum hennar frá vetrinum 1923: 14dafebrúar Öskudagur (Feria Qvarta Ciner- um). Klukkan lángtgeingin 8 að kvöldi. Úr refektóríinu inní kirkjuna að loknum kvöldverði og bað alt talna- bandið þar í einum kórbekknum í / ■tÁ \ Jrf*dAA/' *** A**" j í myrkrinu. Bað rólega en ekki af mjög miklum hita. Bænir mínar snerust um pater van Thiel og litla söfnuðinn í Rönne, síðan einsog að venju, Halldór Kolbeins, Einar Olaf, Jón Helgason og aðra góða vini, síðast mömmu og þau heima. í dag alt gersamlega þögult í klaustrinu, fasta 'og yfírbót. í morgun við hámessu var askan vígð, allir múnkamir geingu innað háaltari og ábótinn krossaði hvem og einn með ösku á ennið. Seinast- ir geingum við prinsinn portúgalski og preseptörinn. Ég fékk líka kross á ennið. Þegar ég kom inní kirkjuna skalf ég á beinunum, fanst einsog ætti að fara að jarða mig. Gat ekki beðið út alla messuna, fann að ég var ekki annað en mold og aska. Hef lítið skrifað í dag af verki mínu. Byijaði í morgun á bréfi til pater van Thiel og lauk því. Skrifaði síðan lángt bréf til Jan Ballin og skoraði á hann að loka sig ekki inni í klaustri. Síðan gekk ég að loknum vesper niður til Clervaux með bréfín. Mætti lítilli stúlku í bleikum kjól. Hún leit svo sterkt í augun á mér að ég funaði upp eitt augnablik, en fann strax að hún var send frá hin- um vonda og kallaði á hjálp. Ég held að ég hafí ekki syndgað. 15da febrúar Var á fótum í seinna lagi, eitt- hvað um 6V2. Þegar ég kom niðrí kirkjuna vóm Hér er opna úr klausturdagbókinni frá því íaprílmánuði 1923 en þar kemur meðal annars við sögu rithöfundurinn góðkunni Jón Sveinsson, Nonni, sem varpresturí Jesúítareglunni. Halldór getur þess að hann hafi sent sér öll ritverk sín á þýsku í klaustrið. Um Nonna segir Halldór m.a.: „Hann ernú á förum frá Dilhnen tilParísar, en dveluríRóm að vetri.“ flestir feðumir búnir að lesa hina kyrru messu. Samt var pére Schouss í miðri messu, en ég vildi ekki gánga til guðsborðs hjá honum sakir þess að tvær stúlkur vóm þar fyrir sem auðsjáanlega ætluðu að kommúníséra. Nokkm síðar kom svo preseptör- inn og las sína messu og ég tók við hinum heilaga líkama og blóði úr hendi hans. Lauk fyrir miðdegisverð við 5ta kap í Atla. Var í tíma hjá pére Clause. Eftir miðdegisverð ías ég franska ritgerð í Études um Les Yagons í Suður-Amriku. Finn að ég get nú lesið frönsku sæmilega og fer fram með hveijum degi. Fyrir mánuði kunni ég ekki neitt. Er enn stirður að tala. Gekk síðan niðrí þorpið; þar var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.