Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 11
 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 C 11 verðlaun, einhver sagði að fyrstu verðlaun jafngiltu sem svaraði um fjörutíu þúsund krónum, auk þess að verða þess heiðurs aðnjótandi, að næstæðsti maður ríkisins og föð- urbróðir súltansins þrýsti hönd sigurvegaranna og afhenti þeim sigurlaunin. En við erum sém sagt enn þama á leikvanginum og nú líður senn að hápúnkti dagsins; ræða súltans- ins er næst á dagskrá, þegar allir hafa leikið listir sínar og fulltrúar handverksmanna, þar á meðal tvær konur, sem hafa þótt sérstakar hannyrðakonur fengu verðlaun. Svo reis súltaninn úr sæti og ég fékk að fikra mig í áttina og taka þessa einu eða tvær myndir. Ég skildi náttúrlega ekki baun í bala af ræð- unni, en hins vegar fékk hún þvílíkar undirtektir að það var eins og sjálfur fagnaðarboðskapurinn væri þama fluttur í fyrsta sinn. Súltaninn er lágur maður vexti, en Þjóðsöngurinn var leikinn og svo hóf hann sig til himins í þyrlunni. Glæsilegur endapúnktur á virðu- legri afmælisveizlu. Þessa daga, 18.-20.nóvember vom einlæg hátíðahöld, flugelda- sýningar tilkomumeiri en ég hef áður séð, boð hjá hinum ýmsu ráð- hermm og sitthvað sem gestum var gert til gamans. Mér fannst samt skemmtilegast, þegar ég fór með Rosemary Heektor á sérstaka kvennasamkomu á vegum menn- ingarráðuneytis’ ,f>etta var haldið í gríðarstóru tj£ fj' þama hafa ugg- laust rúmast ; ‘im sex hundruð konur. A öllum a Iri, í litskrúðugum fotum og fæsta með hárið skýlt. Þama var þjóðlagasöngur og dans- ar og frægast' poppsöngvarinn f Óman kom frah En mest kor. mér á óvart að finna viðbrögð kvennanna. Stöpp- uðu og klöppuðu, blístruðu stráks- lega og af fullkomnu hamsleysi. Litli sigurvegarinn og úlfaldinn hans. Ég veit ekki hvað strákurinn heitir, en úlfaldinn heitir Óður Þessir kallar voru að æfa sig að dansa og syngja „ eins og súltanin- inn vill að við gerum.“ hann virkar mynduglégur í fasi. Og ég hef aldrei nokkum tíma séð manneskju með jafn falleg augu. Röddin virtist dálítið þung og al- vörugefín. En ég var orðin spennt að vita, hvað súltaninn var að segja, því að menn voru sem sagt alltaf að klappa. Daginn eftir slógu öll blöðin í landinu ræðunni upp og töldu hana marka tímamót. Eitt blaðanna sagði í fyrirsögn: „í ræðu sinni sagði hans Hátign: Kæm landar mínir. Gleðjumst á þessu nýja ári endur- reisnar okkar." Ég las ræðuna spjaldanna á milli; að sönnu lýsti súltaninn því yfir að næsta ár yrði sérstaklega helgað akuryrkju og rannsóknum í landbúnaði. Hann lýsti líka þungum áhyggjum vegna- þess að áfram héldi stríð írana og Iraka og hann sagði sömuleiðis frá því, sem ég held að flestir hafí ver- ið búnir að frétta, að Háskóla- sjúkrahúsið væri nú að taka til starfa. Hann hvatti landa sína til dáða og þakkaði þeim liðið ár. Ann- að fann ég nú ekki markvert. En skoðun mín og Ómana fór sýnilega ekki saman. Eftir ræðuna ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að linna. Þær máttu eiga það, að þær tóku dansstúlkum frá Jórdaníu af fullri kurteisi, en þegar poppsöngvarinn, sem ég gleymdi því miður nafninu á, birtist á sviðinu, ætlaði allt um koll að keyra. Rosemary hnippti í mig, stóreyg, hún sagðist aldrei hafa verið vitni að öðrueins. Að minnsta kosti ekki í Óman. „Þær væru ekki svona ef mennimir væru með þeirn," sagði hún og skríkti við. Eg hafði haldið, að það væri vonlaust að taka myndavél með, mín reynsla af því að taka myndir af konum í þessum heimshluta, gæti verið betri. Ég dauðsá eftir því. Kínversk blaðakona sem skaut í óðaönn, bæði á áhorfendur og dansara átti gott kvöld með mynda- vélinni sinni. Svo var hátíðahöldunum senn að ljúka og nú tæki við ferð niður til Salalah við Indlandshaf. Ég hef lesið ræðu súltansins til vonar og vara eftir að ég kom heim, það gat eitthvað verið milli línanna, sem mér hafði sézt yfir. Ég hef ekkert fundið milli línanna.En ég sný ekki aftur með það, að hann hafði þessi fallegu augu. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI framhaldsnámskeid ámskeiðið er ætlað þeim sem kunna grundvallarat- Ji við notkun á WordPerfect, en vilja læra að notfæra ir möguleika kerfisins til fulls. agskrá: ★ Upprifjun á helstu grundvallaratrriðum við notkun kerfisins. ★ Hausar og fætur. ★ Fjölvar. ★ Reikningur. ★ Kaflakerfi. ★ Textadálkar. ★ Neðanmálsgreinar og aftanmál. ★ Útprentun á eyðublöð. Tími: 15.-18. des. kl. 13-16. BSRB og VR styðja sína félaga til þátttöku á námskeiðinu. Innritun í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Borgartúni 28 Nú bjóðum við í hádeginu glæsilegt jólahlaðborð fyrir virkilega gott verð. Aðeins kr. 895,- Rjómalöguð krabbasúpa, bananasalat, blandað ávaxta salat m/jógúrtsósu, grafsilungur, reyktur lax, spergilkál- spaté, gulrótarpaté, grænmetispaté, hrognapaté, fisk- mousse, jöklasalöt, 4 tegundir af síld, sjávarréttir í sítrónuhlaupi, fylltar sufflébollur m/sjávarréttagóðgæti, djúpsteikt hörpuskel, djúpsteiktir rækjuhalar, grísakæfa, grísarúllupylsa, svínasulta, fiskréttur „au gratin", jökla- brauð, svart pönnubrauð, munkabrauð, þriggja korna brauðhleifar, rúgbrauð. HEITIR RÉTTIR DAGSINS Létlsaltaöograuövins- hjúpaÖ grísalmi (jólaskinka) Glóöaöur kjúklingur Bœjoneskinka Jólagrisarifjasteik Hangikjöt Heilar ogkaldar sósur. 6 tegundir meölceti. Allar tegundirafBaulu-jóg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.