Morgunblaðið - 06.12.1987, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 06.12.1987, Qupperneq 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 Rætt við Gunnar Þórðarson um nýjaog forvitnilega plötu hans „í LOFTINU Gunnar Þórðarson í nýja hljóðverinu, þar sem platan var unnin. Velþess að taka áliættuna „ÞETTA er eins og himnaríki fyrir mig, að vera kominn með þessa aðstöðu hérna heima,“ sagði Gunnar Þórðarson tónlistarmaður þegar við sóttum hann heim fyrír skömmu. Gunnar er hér að tala um nýja hljóðverið, sem hann er búinn að koma sér upp í risinu heima hjá sér á Ægisgötunni. Síðast þegar ég ræddi við Gunnar var hann með hljóðfæri sín og upptökutæki í litlu herbergi á Skarphéðinsgötunni, raunar var herbergið svo Utið að við komumst varla fyrir tveir í þvi. „Þetta er allt annað líf, 24 rása „mixer“ í hæsta gæðaflokki miðað við það sem gerist hér á landi“, segir hann léttur í bragði, enda hefur hann fulla ástæðu til að vera hress yf ir þessum breytingum á högum sinum. Fáir íslenskir tónlistarmenn hafa á undanfömum árum eytt meiri tima í hljóðverum en einmitt Gunnar, bæði við upptökur á hljómplötum oggerð auglýsinga. Og hann hefur svo sannarlega ekki setið auðum höndum eftir að nýja hljóðverið kom til sögunnar því þar hefur hann á síðustu vikum og mánuðum unnið að gerð nýjustu hljómplötu sinnar „í loftinu". Það hafði kvisast út að platan sú værí býsna f orvitnileg og ætti eftir að koma mörgum á óvart. Til að svala forvitni minni í þeim efnum hitti ég Gunnar að máli skömmu áður en platan kom á markað, hlustaði með honum á hana og spjallaði við hann um innihaldið. Þetta er afrakstur af samvinnu okk- ar Ólafs Hauks Símonarsonar, en við höfum haft nokkuð náið samstarf á síðustu árum,“ sagði Gunnar þegar ég spurði hann um aðdragandann að gerð plötunn- ar. „Hann samdi textana og síðan samdi ég til lögin utan um þá. Þetta er fyrsta platan mín sem er öll unnin með þessum hætti. Fram að „Borgarbrag" var það nær undan- tekningalaust þannig að ég samdi lögin fyrst og fékk síðan einhvem til að gera texta við þau. A „Borgar- brag“ var það ýmist, að lögin komu á undan, eða þá textamir. Ég get hins vegar ómögulega gert upp á milli hvort- formið mér fínnst þægi- legra. Þetta er bara spuming um að koma sér niður á ákveðin vinnu- brögð og í þessu tilfelli var ákveðið að hafa þennan hátt á. Það hefði líka verið illmögulegt að vinna þessa plötu öðruvísi þar sem hún er byggð upp á ákveðnu „thema“ þar sem fjallað er um ljósvakabyltinguna á Islandi. Þetta er því eins konar söngleikur þar sem textamir skipta að sjálfsögðu verulegu máli. Ég held líka að menn verði að hlusta á plötuna í heild til að fá eitthvað út úr henni," segir hann og laumar síðan út úr sér glottandi: „Þetta er með öðmm orðum heilsteypt og metnaðarfullt verk.“ Ég hef einmitt heyrt að þetta sé þitt metnaðarfyllsta verk til þessa og eigi eftir að koma mörgum á óvart. Ertu sammála því? „Ég hef alla vega lagt mjög mik- ið í þetta, en sjálfsagt er annarra að dæma um hvort þetta sé það metnaðarfyllsta sem ég hef lagt út í. Raunar er það þannig með flesta, að yfírleitt finnst þeim sú plata sem þeir eru að vinna hverju sinni vera sú besta. Ég get hins vegar tekið undir það að þessi plata á ömgg- lega eftir að koma einhveijum á óvart. Platan flokkast að vísu undir poppplötu og þar er að fínna ýmis- legt í þeim dúr, en í mörgum laganna fer ég ekki hefðbundnar leiðir. í þeim lögum fer út fyrir þetta hefðbundna form og var reyndar búinn að ákveða það fyrir löngu, að fara ótroðnnar slóðir á minni næstu plötu. Ég vildi gera eitthvað annað en þessa dæmigerðu „gunnaþórðarplötu" og það hef ég nú gert. Ég er klár á að það eiga eftir að verða skiptar skoðanir um tónlistina á plötunni, að minnsta kosti hluta hennar og reyndar text- ana líka og það verður spennandi að sjá hvemig viðtökumar verða. An.iars er erfitt fyrir mig að leggja dóm á þetta. Eigum við ekki bara að setja þetta á svo að þú getir dæmt um það sjálfur?" Þú ert í loftinu Enginn er eyland heitir fyrsta lagið, sungið af Björgvin Halldórs- syni. „Þetta er svona samantekt á innihaldi plötunnar, eins konar efn- isyfirlit," segir Gunnar. Lagið er með með þungum takti og grípandi frösum og að uppbyggingu minnir það um margt á „Gaggó Vest“. „Brassið", (samhljómur málmblást- urshljóðfæra), gegnir veigamiklu hlutverki í laginu en það er reyndar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.