Morgunblaðið - 06.12.1987, Side 26

Morgunblaðið - 06.12.1987, Side 26
26 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 FINNLAND og kalda stríðið unum Rússa. Með þessu hafí þeir viljað sýna fram á, að Paasikivi- stefnan „borgaði" sig. Manna líklegastan til þess að halda áfram í sama anda töldu þeir Kekkonen. „Nœturfrostid** 1958 Urho Kekkonen (1900—1986) hafði verið virkur stjómmálamaður lengi sem foringi bændaflokksins og var því umdeildur í innanlands- pólitíkinni ólíkt Paasikivi, sem ekki hafði haft afskipti af stjómmálum lengi, þegar hann var kallaður til starfa eftir stríðið. Þegar hann bauð sig fram til forseta 1956 var aðal- andstæðingur hans Fagerholm, leiðtogi sósíaldemókrata, og sigraði Kekkonen með naumasta meiri- hluta sem unnt var, 151:149. Rússar höfðu greinilega gefíð í skyn, að þeir vildu heldur Kekkonen á forsetastólinn en sósíaldemó- kratann Fagerholm. Árið 1958 voru haldnar þing- kosningar og var kosningabandalag kommúnista og vinstri sósíaldemó- krata sigurvegari kosninganna. Sovétstjómin lýsti ánægju með þessi úrslit og gekk út frá því sem vísu, að bandalagið myndaði stjóm. Það tókst þó ekki, því að enginn hinna flokkanna vildi taka upp stjómarsamstarf við það. Úrslitin urðu þau, að Fagerholm myndaði stjóm ásamt bændaflokknum og tók með í hana ýmsa sósíaldemó- krata, sem Moskva leit homauga vegna umsvifa á stríðsárunum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa; samskipti landanna voru „fryst". Sovéski sendiherrann var kallaður heim, hætt var viðræðum um versl- unarsamninga, sem höfðu verið á döfínni, vörupantanir voru aftur- kallaðar og ýmislegt fleira gaf óánægju Sovétstjómarinnar til kynna. Hún lét á sér skilja, að Finnar væm að hverfa frá vinsam- legum samskiptum og gerði þær athugasemdir, að farið væri að gefa út bækur og blöð, sem væm fjand- samleg og gagnrýnin í garð Sov- étríkjanna. Það hefði verið alvarlegt áfall fyrir efnahag Finnlands, hefðu Sov- étríkin hætt að kaupa fínnskar vömr. Finnar höfðu byggt upp málm- og skipasmíðaiðnað til þess að greiða stríðsskaðabætumar á sfnum tíma og þegar þeim greiðsl- um lauk höfðu Sovétmenn haldið áfram að kaupa framleiðsluna. Þessi viðskipti námu 20—30% af útflutningnum og fóm fram með vömskiptum. Stjómin stóðst ekki þennan þrýsting og féll eftir að ráðherrar bændaflokksins slitu stjómarsamstarfínu. Kekkonen forseti hélt ræðu í út- varpi eftir að stjómin féll og þar ávítaði hann þá, sem höfðu gagn- rýnt Paasikivistefnuna og brýndi fýrir þjóðinni mikilvægi góðra sam- skipta við Sovétríkin. Sem dæmi nefiidi Kekkonen, að eftir að Pork- kalasvæðinu hefði verið skilað, hefðu æ oftar birst á prenti óviður- kvæmileg ummæli um Sovétríkin og hann varaði við þessari þróun. Það væri ekki nóg, að vinsemd í garð Sovétríkjanna kæmí,fram í utanríkisstefnunni og opinbemm ummælum, heldur þyrfti það sama einnig að koma fram í almennings- áliti. Samskipti ríkjanna bötnuðu ekki fyrr en eftir að Kekkonen hafði farið til Sovétríkjanna og hitt Kmtsjev aðalritara. Þegar hann kom til baka hélt hann enn útvarps- ræðu og sagði þá, að staðan hefði verið verri en hann hefði haldið. Stjómvöld í Sovétríkjunum litu það mjög alvarlegum augum, að þau væm gagnrýnd og gerð hlægileg í fínnskum blöðum. Kekkonen lagði að blöðunum að sýna ábyrgð, ann- ars væm góð samskipti og gagn- kvæmt traust milli ríkjanna úr sögunni. Gagnrýnin kæmi illa við Sovétríkin; ekki vegna þess að hún særði, heldur vegna þess að í henni endurepeglaðist almenningsálitið. ... „Eg er sannfærður um, að allir skynsamir Finnar em mér sammála um, að við höfum ekki efni á fleiri kuldabylgjum." (Ræða Kekkonens 29. jan. 1959.) Orðsendingin 1961 Eftir forsetakosningamar 1956 höfðu sósíaldemókratar strax hafíð undirbúning að því að fella Kekkon- en í næstu kosningum. Árið 1961 gerðu þeir bandalag við hægri flokkinn um að bjóða fram Olavi Honka, en kosningamar áttu að fara fram 1962. Vitað var, að kosn- ingabaráttan yrði hörð og tvísýn, því að enn var Kekkonen ekki eins óumdeiidur og hann varð síðar, þótt vinsældir hans hefðu aukist eftir að hann leysti vandann í sam- bandi við „næturfrostið". í október 1961 fór Kekkonen í Urho K. Kekkonen, forseti Pinnlands 1056—Sl. opinbera heimsókn til Banda- ríkjanna. Heimsóknin var liður í þeirri stefnu Kekkonens að leggja áherslu á hlutleysi Finnlands og yilja Finna til þess að hafa vinsam- leg samskipti við bæði austur og vestur. "* Meðan Kekkonen dvaldíst vestra, baret orðsending frá Kreml til Hels- inki þess efnis, að nú vildu Rússar taka upp hemaðarviðræður og skírekotuðu þeir til vináttusáttmál- ans frá 1948. í orðsendingunni var vísað til þess, hvereu Þýskalands- málið væri hættulegt friðnum í Evrópu. í leiðinni var vikið að því, að í Finnlandi væm nú að verki öfl, sem ynnu gegn vináttu oggagn- kvæmu trausti Finna og Sovét- manna. Kekkonen brást við þessu á sama hátt og Paasikivi við bréfí Stalíns 1948. Hann hélt ró sinni, hélt áfram sinni opinbem heimsókn og lauk dagskránni. Þegar hann kom aftur heim til Helsinki sendi hann ut- anríkisráðherrann, Kaijalainen, til Moskvu til viðræðna við Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkjanna. Þar lýsti Gromyko áhyggjum Sovét- stjómarinnar af því, að ákveðin p>ólitísk öfl ætluðu að leggja stein í götu þeirrar utanríkisstefnu, sem Finnland hefði fylgt. Hann lét þó í það skfna, að ef til vill væri unnt að sleppa hemaðarviðræðunum, ef vissa fengist fyrir því, að Finnar héldu sömu stefnu áfram. Sovétstjómin hafði greinilega ekki tekið mark á þeim yfírlýsingum Honkabandalagsins, að kosning- amar snemst um innanríkismál, en sömu stefnu skyldi fylgt í utanríkis- málum áfram. Þingið í Finnlandi var leyst upp og kosningar boðaðar til þess að fá úr því skorið, hvaða stefnu kjósendur vildu. Þetta dugði Rússum ekki og þeir fóm enn fram á hernaðarviðræður. Stjómin bað þá Kekkonen að tala pereónulega við Kmstjev. Þeir hittust 24. nóv- ember í Novosibirisk og þar fékk Kekkonen Kmstjev til að fresta við- ræðunum á þeim forsendum, að ekki væri vert að æsa upp stríðsótta á Norðurlöndum, þótti vissulega hefðu Rússar nokkuð til síns máls varðandi hættu á átökum vegna Berlínar. Meðan á viðræðunum í Novosibi- risk stóð dró Honka framboð sitt til baka og kosningabandalagið gegn Kekkonen fór út um þúfur. Hann var síðan kosinn forseti 1962 og eftir það var aldrei nein and- staða gegn honum við foreetakosn- ingamar uns hann lét af embætti vegna sjúkleika 1981. Hver var tilgangur Sovétstjórnarinn- ar? Engum blöðum er um það að fletta, að Sovétstjómin blandaði sér freklega í innanríkismál Finnlands 1958 og 1961. Bent hefur verið á, að í bæði skiptin hafí verið spenna kringum Vestur-Berlín. Haustið 1958 setti Sovétstjómin fram úr- slitakosti varðandi framtíð Berlínar og fellur það saman við „nætur- frostið" í Finnlandi. En Rússar fóm ekki fram á viðræður þá í samræmi við vináttusáttmálann, heldur fóm þeir þegjandi í fylu. Aðspurðir sögðu þeir ástæðuna til kólnandi sambúðar vera óánægju með „viss öfl“ í stjóm Fagerholms, auk þess sem þeir lögðu áherelu á, að þeir sættu sig ekki við skrif, sem hefðu biret á prenti og væm andstæð Sovétríkjunum. Árið 1961 var miklu hreinlegar að verki staðið. Sovétstjómin fór fram á viðræður með skírekotun til vináttusáttmálans frá 1948 og bar fyrir sig hættu á stríði vegna her- væðingar Þýskalands. í orðsending- unni er ekki minnst á Berlínardeil- una. Aftur á móti talaði Kekkonen um Vestur-Berlín í sambandi við stríðshættu í útvarps- og sjónvarps- ræðu nokkmm dögum síðar. Þá má ef til vill spyija, hvort meiri hætta hafí verið á styijöld vegna Vestur-Berlínar í október en í júlí eða í ágúst, þegar Berlínar- múrinn var reistur. Hvere vegna barst ekki orðsending þá? Almennt hefur verið talið, að orðsendingin 1961 hafi fyret og fremst átt að þjóna þeim tilgangi að sundra Honkabandalaginu, sem hún og gerði. Sumir gengu svo langt að ýja að því, að Kekkonen hafí sjálfur „pantað“ hana, en fáir hafa tekið þá ásökun alvarlega. (Wahlbáck bls. 188.) En Rússum var greinilega mikið í mun, að Kekkonen mótaði áfram stefnu Finnlands í utanríkismálum, Paasikivi-Kekkonen-stefnuna, eins og hún er nefnd núna. Finnar em líka sammála um, að henni skuli fylgt, en afstöðu þeirra til hennar hefur oft verið lýst sem svo: Það sé eins með P-K-stefnuna og þjóð- kirkjuna; 95% tilheyri henni, en séu allt frá því að vera heittrúaðir niður í að trúa af gömlum vana. (Wahlbáck bls.171) Samantekt Finnar tóku þá ákvörðun eftir T0LLARI IMotendur athugið: Miklar breytingar verða á tollskýrslugerð um áramót. Tollari verður þar með úreltur, en nýtt forrit kemur í staðinn. Tollari '88 (Sjá augl. annars staðar í blaðinu). Meðal nýrra eiginleika: ★ Uppfletting í gömlum og nýjum tollflokkum. ★ Uppgjör allra tollskýrslna með heildarverðmæti innfluttra vara, flutningskostnaður o.s.fr. ★ Stórbætt tollvörugeymslukerfi. ★ Fleiri möguleikar í verðútreikningi. Tollalög eru enn ekki afgreidd frá Alþingi. Tollara '88 verður því ekki dreift til notenda Tollara fyrr en milli jóla og nýárs. ÍSLENSK TÆKI, Garðatorgi 5, Garöabæ, sími 656510. Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Til lelgu f HVERAGERDI Pessi húseign sem stendurvið Breiðumörk 10, Hv.eragerði, auglýsist hér með til leigu frá 1. febrú- ar 1988. Húsið er nýtt. Á neðri hæð er ca. 220 m2verslunarhúsnæði sem hægt er að skipta niður eftir þörfum. Á efri hæð eru þrjár íbúðir, tvær þriggja herb. ca. 85 m2og ein 2ja herb. ca. 60 m2. Tilboðum sé skilað á afgreiðslu Mbl. fyrir 10. des. 1987 merktum: „Staður á uppleið - 6149“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.