Morgunblaðið - 06.12.1987, Page 28
28 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987
Utverðir í austri og vestri
eiga margt sameiginlegt
segir Anders Huldén sendiherra Finna
„Það er óhætt að segja að samskipti íslendinga og Finna
hafi aukizt til muna síðan finnsk sendiráð tók til starfa hér
í Reykjavík fyrir fimm árum,“ sagði finnski sendiherrann,
Anders Huldén, í samtali sem Morgunblaðið átti við hann
í tilefni af því að Finnar minnast þess nú að 70 ár eru liðin
frá því að Finnar fengu fullveldi. Anders Huldén hefur
verið sendiherra hér um tveggja ára skeið en hann var
áður yfirmaður upplýsinga- og menningarmáladeildar
finnska utanríkisráðuneytisins. Hann verður ræðumaður á
fullveldisfagnaði Suomi-félagsins í Norræna húsinu í kvöld,
auk þess sem Steingrímur Hermannson utanríkisráðherra
ávarpar samkomuna, Timo Karlsson sendikennari les kvæði
og Mikko Perkoila heldur uppi söng og hljóðfæraslætti.
„Það er einkennandi fyrir þau samskipti sem þjóðirnar
hafa átt að öll hafa þau verið vinsamleg,“ heldur sendiherr-
ann áfram, „allt frá því er Þórólfur Kveldúlfsson og Faravið
konungur af Kvenlandi sóttu í sameiningu ógrynni fjár í
greipar Kirjála og skildu síðan með vináttu, eins og segir
frá í Egils sögu, en annars staðar mun Finnland ekki koma
við sögu í fornbókmenntum Islendinga. Enda þótt þjóðirnar
hafi ekki haft mikið saman að sælda lengst af þá er þar
að verða breyting á, enda eiga þær margt sameiginlegt,
meðal annars það að vera útverðir Norðurlanda í austri og
vestri.
Anders Huldén. Morgunblaðið/Bjami
Ifmnska sendiráðinu í Reykjavík
starfa fimm menn, sem er svipað og
á hinum Norðurlöndunum, og við
höfum nóg að gera við það að rækta
samband þjóðanna. Tengslin eru einkum
á sviði verzlunar og menningarmála, og
hvað verzlunina áhrærir þá er hún því sem
næst í jafnvægi. Við flytjum inn íslenzkar
vörur fyrir 900 milljónir íslenzkra króna
og þið kaupið vörur frá Finnlandi fyrir
750 milljónir. Þó má segja að þessi verzl-
un sé nokkuð einhæf, því að 75-80% af
því sem við kaupum af íslendingum er
fiskur og 50-60% þess sem þið kaupið af
okkur er pappír. Nú er unnið að því að
gera þessi viðskipti fjölbreyttari, - þið
hafíð ýmislegt að bjóða annað en fisk og
við eigum til margt annað en pappír."
„Hvað er það annað en fiskur og pappír
sem við getum verzlað með?“
„Ýmiss konar iðnvamingur og einnig
hugvit, sem orðið er mikilvægt í milliríkja-
verzlun. Nú þegar kaupið þið af okkur
talsvert af húsgögnum, verkfærum, vefn-
aðarvöru og rafmagnstækjum, að
ógleymdu vodka. Um þessar mundir er
vaxandi áhugi á því í Finnlandi að selja
byggingarefni til íslands, svo dæmi sé
nefnt, en það verður að segjast eins og
er að þið þurfið þá að verða virkari í við-
skiptunum en verið hefur, því að í Finn-
landi kvarta menn yfir því að íslendingar
svari helzt ekki bréfum!" „Hvað um-
menninguna?"
„Samskipti á því sviði hafa verið mikil
og góð og þau fara vaxandi. Að vísu hafa
tungumálaörðugleikar háð þessum tengsl-
um og það nær auðvitað engri átt að
hingað til hafi ekki verið til nein rit þar
sem aðgengilegar upplýsingar um þessar
þjóðir og lönd þeirra er að finna. Þar á
ég við rit um Island sem serstaklega er
ætlað Finnum, og öfugt. Ég er þeirrar
skoðunar að menntamálaráðuneyti
ríkjanna ættu að styrkja rithöfunda, einn
frá hvoru landi, til 3-4 mánaða dvalar í
hinu, til að kynnast landháttum, mönnum
og málefnum, í þeim tilgangi að skrifa
síðan bækur er vekja mundu áhuga á
nánari kynnum. Það er reyndar gleðiefni
að Antti Tuuri, sem fékk bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs um árið, er að
skrifa bók um ísland og hún á að heita
Litla stóra Iandið.“ Nú þegar er til
finnsk-íslenzkur menningarsjóður sem
hefur það hlutverk að veita einstaklingum
styrki til heimsókna og í ár fá 12 íslend-
ingar styrki til Finnlandsfarar og 20
•
Finnar fá styrki til að komast hingað.
Þetta er auðvitað ágætt, svo langt sem
það nær, en því miður eru þessir styrkir
svo naumt skammtaðir að þeir duga rétt
fyrir ferðakostnaði. Úr sjóðnum hafa eink-
um hlotið styrki listamenn og aðrir sem
líklegir þykja til að stuðla að auknum
samskiptum þjóðanna. Það mun líka
greiða fyrir umgengni og nánari kynnum
að nú er í bígerð finnsk-íslenzk orðabók."
„Eru Finnar áhugasamir um íslenzkar
bókmenntir?"
„Já, og það kemur m.a. fram í því að
Halldór Laxness er mikið lesinn í Finn-
landi. Þar er gamalt og gróið bókaforlag
sem heitir Otava, en það útleggst Karls-
vagninn. Þetta forlag hefur ákveðið að
gefa út eina íslenzka bók á ári og nú er
verið að þýða Njálu á vegum þess. Það
er líklegt að íslendingr hafí ekki síður
áhuga á finnskum bókmenntum, að
minnsta kosti er nú um það rætt að þýða
Kalevala á íslenzku og gefa verkið út í
heild. Menningarsjóður gaf út hluta verks-
ins í þýðingu Karls ísfelds fyrir mörgum
árum, en upplagið er löngu þrotið, auk
þess sem þýðandanum entist ekki aldur
til að ljúka verki sínu. Það er vænlegt að
kynnast hugsunarhætti fólks í öðrum
löndum af bókum og ég held að íslending-
ar hafi góða aðstöðu til að kynnast Finnum
með því móti. Njörður P. Njarðvík veit
mikið um finnskar bókmenntir og hefur
verið iðinn við að koma þeim á framfæri.
En til eru fleiri listir en bókmenntir. Báð-
ar þjóðimar hafa mikinn áhuga á leiklist
og við höfum skipzt á leikhópum. Og svo
vikið sé' að myndlistinni þá hafa Finnar
og Islendingar átt mikil og góð samskipti
á því sviði. Þeir íslenzku myndlistarmenn
sem gist hafa Sveaborg eru orðnir margir
og fínnskir myndlistarmenn hafa fengið
góðar undirtektir hér á landi. Nægir þar
að nefna Alvar Aalto en verk hans hefur
fjöldi Islendinga fyrir augunum daglega
og á ég þar við Norræna húsið. Á sama
hátt og íslenzkir myndlistarmenn dveljast
á Sveaborg er nýfarin héðan finnsk lista-
kona sem var í Hafnarborg í Hafnarfirði
í þrjá mánuði, en þar er listamannabústað-
ur, ásamt vinnustofu og listhúsi. Eins og
sjá má á þessari upptalningu eru menning-
arleg samskipti Finna og Islendinga sífellt
að aukast og ég á von á því að þessi þró-
un haldi áfram, þannig að báðir hafi hag
af, líkt og var með Þórólf og Faravið forð-
um.“
Viðtal: Áslaug Ragnars
Samstarf ríkisstjóma Norður-
landa fer fram á vettvangi
Norrænu ráðherranefndarinnar.
Samvinnan snertir allflest svið
samfélagsins.
Skrifstofa nefndarinnar annast
framkvæmd þessarar samvinnu,
undirbýr áætlanir og hefur einn-
ig með höndum undirbúning
funda ráðherranna. Þá sér skrif-
stofan jafnframttil þess að
ákvörðunum ráðherranefndar-
innar sé hrint í framkvæmd.
SKRIFSTOFA NORRÆNU
RÁÐHERRANEFNDARINNAR
óskar eftir
að ráða
TVO RÁÐUNAUTA
til starfa á sviði menningarmála (almenkulturomrádet).
Samvinna Norðurlanda á sviði
menningarmála tekur til bók-
mennta, leiklistar, kvikmynda-
gerðar, listmálunar, tónlistar,
menningar Sama og fjölmiðlun-
ar. Við þetta bætist síðan
samstarf hinna ýmsu menning-
arstofnana Norðurlanda.
Ráðunautunum er ætlað að eiga
samstarf við yfirvöld í viðkom-
andi löndum og hinar ýmsu
menningarstofnanir. Þá kann
þeim einnig að vera falið að
koma fram sem fulltrúar skrif-
stofu ráðherranefndarinnar á
fundum ráðherranna og á öðrum
þeim fundum þar sem menning-
arlegt samstarf Norðurlanda er
til umræðu.
Þeim kunna einnig að vera falin
önnurverkefni.
Krafist er viðeigandi menntunar
og starfsreynslu. Viðkomandi
þurfa að búa yfir reynslu af
stjómunarstörfum og vera vel
að sér um þau mál, sem hæst
ber á sviði menningarmála.
Starfið krefst þess að viðkom-
andi séu samvinnufúsir oggeti
jafnframt starfað sjálfstætt.
Æskilegt er að viðkomandi hafi
þekkingu á norrænni samvinnu
og framkvæmd hennar. Þá er
gengið að því sem vísu að ráðu-
nautamir eigi auðvelt með að
tileinka sér ný verkefni oggeti
tjáð sig vel bæði í ræðu og riti
á dönsku, norsku eða sænsku.
Ráðning er til fjögurra ára.
Ríkisstarfsmenn eiga rétt á leyfi
frá núverandi starfi.
í boði em góð laun auk þess sem
öll vinnuaðstaða er fyrsta flokks.
Störfum þessum fylgja ferðalög
innan Norðurlanda. Skrifstofa
nefndarinnar er í Kaupmanna-
höfn. Skrifstofan aðstoðar einnig
við að útvega húsnæði í Kaup-
mannahöfn.
Á vettvangi norrænnar sam-
vinnu er í hvívetna lögð áhersla
á jafnrétti kynjanna og hvetur
því skrifstofan konur jafnt sem
karla að sækja um stöður þessar.
Nánari upplýsingar veitir
Tryggvi Gíslason deildarstjóri og
Birgit Schjerven ráðunautur.
Ráðunautamir Mette Vester-
gaard og Harald Lossius veita
einnig upplýsingar um kaup og
kjör. Sími skrifstofunnar í Kaup-
mannahöfn er 01-11-47-11.
Umsóknarfrestur er til 4. janúar
1988.
Skriflegar umsóknir skal senda:
Nordisk Ministerrád,
Store Strandestræde,
DK-1255 KÖBENHAVN K,
DENMARK.
Brids
Arnór Ragnarsson
Frá Bridssambandi
*
Islands
Bridssamband íslands hefur ráð-
ið Hjalta Elíasson til starfa hjá
sambandinu til að sinna þjálfun og
undirbúningi landsliða okkar í brids
í opnum flokki. Að auki mun Hjalti
sinna ráðgjöf við stjómendur
kvenna- og unglingaliða og verk-
efnum í leiðbeiningar- og fræðslu-
störfum á vegum sambandsins.
Einnig hefur verið skipað í eftir-
taldar nefndir til að sinna kennslu-
og útbreiðslumálum: Einar Sigurðs-
son, Hafnarfírði, Haukur Ingason,
Reykjavík, og Ragnar Bjömsson,
Kópavogi. Dómnefnd: Hermann
Lárasson, Jakob R. Möllerog Páll
Bergsson. Nefnd til að gera tillögur
um meistarastig: Jón Baldursson,
Ríkharður Steinbergsson og Sig-
urður B. Þorsteinsson. í fram-
kvæmdanefnd vegna Bridshátíðar
1988: Guðmundur Eiríksson, Hauk-
ur Ingason og Sigmundur Stefáns-
son. í mótanefnd: ísak Öm
Sigurðsson, Ólafur Lárasson og
Sigmundur Stefánsson. í laga- og
keppnisreglnanefnd: Björgvin Þor-
steinsson, Haukur Ingason og
Jakob R. Möller. Að auki hefur
stjómin farið þess á leit við Her-
mann Lárasson að hann geri tillög-
ur til stjórnar um námskeið fyrir
keppnisstjóra.
é
V
(Fréttatilkynning- frá
Bridsambandi íslands)